Eight Octets: Light Pieces for Pauline Oliveros
Jan
24
9:00 PM21:00

Eight Octets: Light Pieces for Pauline Oliveros

Mengi kynnir utandagskrár á Myrkum Músíkdögum
Eight Octets: Light Pieces for Pauline Oliveros eftir Guðmund Stein Gunnarsson.

Húsið opnar kl. 20:30. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00.
Miðaverð er 2.500 krónur.

Heildarfrumflutningur á 8 Oktettum eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Höfundur kemur fram ásamt félögum úr Fersteini og Fengjastrúti: Gunnari Grímssyni, Guðmundi Vigni Karlssyni, Arnljóti Sigurðssyni, Lárusi H. Grímssyni, Báru Sigurjónsdóttur og Inga Garðari Erlendsyni.

Verkin voru samin að mestu í Cork á Írlandi í yfirgefnu bókasafni fransiskanamunka. Á sama tímabili var Pauline Oliveros í Cork til þess að taka á móti heiðursdoktorsgráðu frá Háskólanum í Cork. Þrátt fyrir að hafa ekki verið flutt strax hafa þau farið vítt og breytt og verið flutt í ýmsum búningi meðal annars af hljómsveitinni Ferstein. Þau voru upprunalega hugsuð sem heild en hafa ekki verið flutt sem slík, en nokkur verkanna hafa aldrei verið flutt. Sum þeirra eru á plötunni Lárviður með Fersteini sem kom út hjá Traktornum í fyrra. 6 plötur komu samtals út í fyrra með nýju efni eftir Guðmund Stein og mun hann kynna þær milli verkanna.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Off venue at Dark Music Days 2018. Eight Octets: Light Pieces for Pauline Oliveros by Guðmundur Steinn Gunnarsson.

The pieces were composed mostly in Cork, Ireland, in an abandoned library of Franciscans in 2014. At the same time, Pauline Oliveros was in Cork receiving Honorary Doctor of Music Award at University College Cork (UCC).

Even though the pieces have not been premiered yet, they have been performed seperately in different versions by Fersteinn quartet. Originally thought as a one piece the eight octets will now be premiered as one in Mengi next Wednesday.

Performers are: Guðmundur Steinn Gunnarsson, Gunnar Grímsson, Guðmundur Vignir Karlsson, Arnljótur Sigurðsson, Lárus H. Grímsson, Bára Sigurjónsdóttir & Ingi Garðar Erlendsson

Doors open at 8:30 p.m. Tickets are 2.500 krónur.

View Event →
Úlfur Eldjárn
Jan
26
9:00 PM21:00

Úlfur Eldjárn

Úlfur Eldjárn fer gjarnan óvenjulegar og tilraunakenndar leiðir í tónlist sinni. Á tónleikunum í Mengi mun hann bjóða áheyrendum með sér inn í kosmískar víddir nýrrar raftónlistar sem hann er með í vinnslu.

Húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er 2.500 kr.

Úlfur Eldjárn hefur fengist við allt frá poppi, raftónlist og djassi yfir í klassíska tónlist og framúrstefnu. Hann hefur starfað með nokkrum af sérstæðustu hljómsveitum íslenskrar poppsögu, má þar nefna unglingahljómsveitina Kósý, Funkstrasse, Kvartett Ó. Jónsson og Grjóna, Kanada og Trabant. Þekktastur er hann ef til vill sem meðlimur hins goðsagnakennda orgelkvartetts Apparat.

Úlfur hefur samið slatta fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir. Þar má nefna nýlegt tónspor hans við kvikmyndina InnSæi sem hefur farið sigurför um heiminn og tónlistina í myndlistarþáttunum Opnun. Úlfur hefur oft farið óvenjulegar leiðir sem sólólistamaður: Platan Yfirvofandi var tekin upp eftir lokun í exótískri hljóðfæraverlsun, á Field Recordings: Music from the Ether notaðist hann við óvenjulega hljóðgjafa á borð við slagverksvélmenni, útvarpsbylgjur og miðaldasinfón og Strengjakvartettinn endalausi, er gagnvirkt tónverk þar sem hlustandinn stjórnar sjálfur hvernig tónverkið þróast (hægt er að njóta þess á síðunni infinitestringquartet.com)

Fyrir skemmstu gaf Úlfur út plötuna The Aristókrasía Project, þar sem hann blandar saman hljóðgervlum, lifandi strengjum og slagverki. Platan er einskonar tónverk, eða konseptplata, og fjallar um geimferðir, framtíðarsýnir, sögu vísindanna og ástina á tímum gervigreindar.

ulfureldjarn.com
infinitestringquartet.com
facebook.com/ulfureldjarnmusic
twitter.com/ulfureldjarn

mynd ©Sigtryggur Ari Jóhannsson

————————

Úlfur Eldjárn is known for an unusual and experimental approach to his music. At the concert in Mengi, he will take the audience on a cosmic journey into some of the electronic music that he’s currently working on.

Doors at 8:30 pm. Tickets are 2.500 kr.

Úlfur Eldjárn’s career spans everything from pop, elecctronic music and jazz, to classical and avant-garde music. He’s worked with some of Iceland’s most eclectic bands, such as the teen pop band Kósý, Funkstrasse, Kvartett Ó. Jónsson og Grjóni, Kanada and Trabant. He’s probably best known as a member of legendary synth cult Apparat Organ Quartet.

Úlfur has also written music extensively for theatre, TV and films, among them a recent soundtrack for internationally acclaimed film InnSæi and the music for Opnun, a notable documentary series on Icelandic visual art. As a solo artist, he’s gone down some unusual and experimental paths: His record Yfirvofandi was recorded after hours in an exotic music store, on Field Recordings: Music from the Ether, he used some unorthodox instruments, such as a robotic drummer, radio signals and a medieval symphonie, and The Infinite String Quartet is an interactive composition where the listener creates his or her own version of the music (try it out oninfinitestringquartet.com)
Recently Úlfur released and album called The Aristókrasía Project, where he fuses analog synths with the sound of live strings and percussion. It’s a concept record about space travel, utopian visions, the history of science and love in the time of artificial intelligence.

ulfureldjarn.com
infinitestringquartet.com
facebook.com/ulfureldjarnmusic
twitter.com/ulfureldjarn

Photo ©Sigtryggur Ari Jóhannsson

View Event →
Club Romantica
Feb
2
9:00 PM21:00

Club Romantica

Rithöfundurinn og sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson hefur undir höndum nokkur myndaalbúm frá
konu sem hann hefur aldrei hitt og hefur engin tengsl við. 
Í máli og myndum ætlar hann að segja sögu þessarar konu og hins fólksins á myndunum.
„Club Romantica“ er listrænn fyrirlestur sem fjallar um söfnun og sköpun minninga.
Sýningin er verk í vinnslu.

Húsið opnar kl. 20:30. Sýningin hefst kl. 21.
Miðaverð er 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Writer and theater-maker Friðgeir Einarsson has in his possession a few photo albums that used to belong to woman he has never met and has no relations with. By analysing the photographs, Friðgeir will attempt to tell the story of this unknown woman and the other people in the pictures.
"Club Romantica" is a performance lecture about the collection and creation of memories.
The performance is a work-in-progress.

Doors open at 8:30 pm. Tickets: 2000 kr.

View Event →

NÝÁRSTÓNLEIKAR S.L.Á.T.U.R.
Jan
20
9:00 PM21:00

NÝÁRSTÓNLEIKAR S.L.Á.T.U.R.

Nýárstónleikar S.L.Á.T.U.R.

Í Mengi laugardaginn 20.janúar kl. 21:00
Húsið opnar kl. 20:30
Miðaverð er 2.000 kr.

S.L.Á.T.U.R. fagnar 2018 með tónleikum þar sem verða glæný verk. Allt sérsamið fyrir einn flytjanda, Áka Ásgeirs & Sólveigarson, sem er oft að spila eitthvað á allskonar.

Páll Ivan, Guðmundur Steinn, Bergrún, Magnús, Þorkell og Ingi Garðar ætla kanski að vera með verk. Ekkert staðfest, en það verður samt pottþétt eitthvað.

Hressir krakkar að gera skemmtilega hluti.

www.slatur.is
www.aki.is

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

S.L.Á.T.U.R. New Year Concert

Mengi, Óðinsgötu 2, January the 20th, at 9 PM.
House opens at 8:30 PM. Tickets are 2.000 kr.

The S.L.Á.T.U.R. composer collective has since 2007 hosted a New Year Concert. This time, new works by various members of the S.L.Á.T.U.R. group are performed by Áki, who is an active sound artist and experimental music performer from Garður.

The programme includes works by Páll Ivan frá Eiðum, Guðmundur Steinn Gunnarsson, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Magnús Jensson, Þorkell Atlason and Ingi Garðar Erlendsson.

S.L.Á.T.U.R. is a composer collective centered in Reykjavík, Iceland. Since 2005 its members have been working on various types of experiments. These include animated notation using computer graphics, interactivity, various experiments with sounds and tunings, performance art and the development of limited and isolated musical universes. The members share ideas and methods freely while the final results are usually independent efforts. The S.L.Á.T.U.R. collective has organized various events, concerts, workshops, festivals and art competitions in Iceland.

The overall objective of the organization is to very gradually develop an entirely new culture.

www.slatur.is

Áki Ásgeirs & Sólveigarson (1975) is a composer and multimedia artist from Garður, Iceland. He has written music for traditional instruments as well as designed new acoustic instruments, music software, computer controlled instruments and sound installations.

www.aki.is

View Event →
GYÐA VALTÝSDÓTTIR
Jan
19
9:00 PM21:00

GYÐA VALTÝSDÓTTIR

Sellóleikarinn, tónskaldið og spunatónlistarkonan Gyda Valtysdottir hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi um langt skeið en hún hóf ferilinn með hljómsveitinni Múm á táningsárunum. 

Hún hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir, innsetningar og dansverk og starfað með stórum og litríkum hópi listamanna, þeirra á meðal Josephine Foster, Kronos-strengjavartettnum, Colin Stetson, Skúla Sverrissyni, Ólöfu Arnalds, Jónsa, Ben Frost, Dustin O'Halloran, Winged Victory for the Sullen, Damien Rice, Aaron og Bryce Dessner, Ragnari Kjartanssyni myndlistarmanni og kvikmyndaleikstjóranum Guy Maddin.

Fyrsta sólóplata Gyðu, Epicycle kom út á geisladiski hjá Smekkleysu og síðar á vínil hjá figureight records. Gyða hlaut Kraumsverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna sem hefur að geyma einstakar útsetningar á klassískum meistaraverkum eftir Hildegard von Bingen, George Crumb, Harry Partch, Olivier Messiaen, Robert Schumann, Franz Schubert og fleiri. 

Gyða lagði stund á nám í sellóleik hjá Gunnari Kvaran við Tónlistarskólann í Reykjavík, síðar sellóleik og frjálsan spuna í Pétursborg og við Tónlistarháskólann í Basel í Sviss þar sem aðalkennarar hennar voru Thomas Demenga og Walter Fähndrich. 

Tónleikar Gyðu eru ávallt einstakir og hún á það til að töfra fram eitthvað óvænt fyrir gesti Mengis.

Húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er 2.500 kr.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

A concert with Gyda Valtysdottir in Mengi on Friday, January 19th.
Doors open at 8:30 p.m. Tickets are 2.500 kr.

Gyda Valtysdottir has been active as a musician since her early teens when she co-founded the experimental pop-group múm in the late 1990's. Leaving the band after the release of Finally We Are No One to focus on her further musical studies in Reykjavik, St. Petersburg and Basel, graduating with a double masters degree from the Hochschule für Musik in Basel where her main teachers were cellist and composer Thomas Demenga and violist, composer and improviser Walter Fähndrich. 

Her long list of collaborators includes Josephine Foster, Kronos Quartet, Colin Stetson, Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds, Jónsi, Ben Frost, Dustin O´Halloran, Winged Victory for the Sullen, Damien Rice, Aaron & Bryce Dessner, visual-artist Ragnar Kjartansson and cult-film creator Guy Maddin.

Gyda has created music for films, installations, dance, among many other creative ventures, possessing a rare range of musical experiences which creates a unique alchemical compound. Her first solo album Epicycle was released initially only in Iceland through the historic Smekkleysa label, and received prestigious prizes at the Icelandic Music Awards.

View Event →
FULLKOMIÐ ÓJAFNVÆGI :: PERFECT IMBALANCE
Jan
18
9:00 PM21:00

FULLKOMIÐ ÓJAFNVÆGI :: PERFECT IMBALANCE

Ásrún Magnúsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir kynna: Fullkomið ójafnvægi - verk í vinnslu.

Fullkomið ójafnvægi er viðburður í vinnslu þar sem reynt verður að ná jafnvægi. Hlutir og hugmyndir verða vegnar og metnar. Við munum komast að því hvað kaffibolli vegur í samanburði við egg, hvað er hægt að láta fullt vatnsglas ganga á milli margra án þess að sulla, hvað ruslpóstur vegur mikið í daglegu lífi og svo framvegis og framvegis. 
Áhorfendum verður gefið tækifæri á því að vega og meta sínar eigin eignir eða hugmyndir.

Húsið opnar kl. 20:30 og gjörningurinn hefst kl. 21.
Miðaverð er 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Ásrún Magnúsdóttir, Saga Garðarsdóttir & Sigrún Hlín Sigurðardóttir present: Perfect Imbalance.
A work in progress. Ideas and objects are evaluated and measured with the audience. A cup of coffee versus an egg. How long a glass of water can be passed between people without spilling, how much spam mail weighs in daily life etc.

The audience will have a chance to weigh their own ideas and objects.

Doors open at 8:30 p.m. The performance starts at 9 p.m.
Tickets are. 2000 kr.

View Event →
TUMI ÁRNASON & MAGNÚS TRYGVASON ELIASSEN
Jan
13
9:00 PM21:00

TUMI ÁRNASON & MAGNÚS TRYGVASON ELIASSEN

Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen hittast í Mengi næstkomandi laugardag og sjá hvað gerist. Að eigin sögn verða á dagskrá ýmis konar missmíðaðar tónsmíðar, jafnvel ósmíðaðar.
Tumi er saxófónleikari sem krukkar í ýmsu fyrir marga og sjálfan sig inn á milli og er allajafnan mjög velviljaður og reynir eftir bestu getu að koma fram af heilindum.
Magnús er trommari sem gjarnan má sjá nálægt trommusettum og slagverki ýmisskonar. Líkja má slagi hans við að láta nudda í sér ístaðið undurblítt með þúsund fiðruðum kjuðum.

Húsið opnar kl. 20:30. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð er 2.000 krónur. 

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ 

Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen have a date in Mengi on Saturday. Various compositions will be on display and a couple of uncompositions.
Tumi is a saxophonist who plays instruments for some people and himself occationally.
Magnus is a drummer and you can rest assured he’s very capable at what he does.

Doors open at 8:30 pm. The event starts at 9:00 pm. Tickets are 2.000 krónur.

View Event →
THE BJÖRK ASSIGNMENT: BRASS ARRANGEMENTS
Jan
13
2:00 PM14:00

THE BJÖRK ASSIGNMENT: BRASS ARRANGEMENTS

THE BJÖRK ASSIGNMENT: BRASS ARRANGEMENTS
Nemendur Listaháskóla Íslands undir stjórn Inga Garðars Erlendssonar flytja valin verk Bjarkar Guðmundsdóttur í nýjum búningi. Undanfarið hafa þau unnið að því að útsetja lög Bjarkar fyrir blásturshljóðfæri á námskeiðinu „Hljóðfærafræði málmblásturshljóðfæra“ í tónsmíðadeild LHÍ. Uppskerutónleikarnir verða síðasta verkefni námskeiðsins.

Tónleikarnir hefjast kl. 14 og standa í um klukkustund.
Miðaverð er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir nemendur Listaháskólans.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

THE BJÖRK ASSIGNMENT: BRASS ARRANGEMENTS
On Saturday afternoon music students of The Icelandic Academy of the Arts play some familiar songs in new all-brass arrangements. The arrangements are to songs by the Icelandic artist Björk and are the final assignment in the class "Instrumentation, brass instruments". Teacher and conductor is Ingi Garðar Erlendsson, musician and member of S.L.Á.T.U.R.

The concert starts at 2 p.m. Tickets are 1.000 kr. 
Free entry for students of the Icelandic Academy of the Arts.

View Event →
HÚMFARI
Jan
12
9:00 PM21:00

HÚMFARI

Tríóið Húmfara skipa þau Karl James Pestka á fiðlu og lágfiðlu, Hallgrímur Jónas Jensson á selló og Bára Gísladóttir á kontrabassa. 

Húmfari heldur tónleika í Mengi föstudaginn 12. janúar. Tríóið leggur áherslu á fjölbreytta tónlist en á dagskrá eru verk eftir György Ligeti, J.S. Bach, Josef Mysliveček, Jon Hopkins og Ólaf Arnalds. Þá verða frumflutt verk eftir meðlimi tríósins, þau Karl James Pestka og Báru Gísladóttur.

Efnisskrá

Ólafur Arnalds — 3326

György Ligeti — Sellósónata: I. Dialogo

J.S. Bach — Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ, BWV 639

Bára Gísladóttir — Rooftops of Berlin: studio version (frumflutningur)

Jon Hopkins — Taken Away

Karl James Pestka — Iteration Love (frumflutningur)

Josef Mysliveček — Trió í G dúr

Húsið opnar kl. 20:30. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð er 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Trio Húmfari is comprised of Karl James Pestka (violin and viola), Hallgrímur Jónas Jensson (cello) and Bára Gísladóttir (double bass). 

Húmfari will perform in Mengi on Friday, January 12th. The program emphasizes a diverse selection of music, including works by György Ligeti, J.S. Bach, Josef Mysliveček, Jon Hopkins and Ólafur Arnalds, as well as premieres of original works by trio members Karl James Pestka og Bára Gísladóttir.

Program

Ólafur Arnalds — 3326

György Ligeti — Cello Sonata: I. Dialogo

J.S. Bach — Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ, BWV 639

Bára Gísladóttir — Rooftops of Berlin: studio version (premiere)

Jon Hopkins — Taken Away

Karl James Pestka — Iteration Love (premiere)

Josef Mysliveček — Trio in G major

Doors open at 8:30 p.m. The event starts at 9 p.m. 
Tickets are 2.000 krónur.

View Event →
LAURA LEIF
Jan
9
9:00 PM21:00

LAURA LEIF

Laura Leif spilar í Mengi þriðjudagskvöldið 9. janúar ásamt Ragnari Helga Ólafssyni og Kristjáni Frey Halldórssyni.

Leif hefur áður komið fram í Mengi með íslensk-kanadísku hljómsveitinni Embassy Lights skipaðri Samönthu Savage Smith, Benna Hemm Hemm, Woodpigeon og Prins Póló. En kemur nú fram undir eigin nafni með þjóðleg, skopleg og skrýtin lög sem hún semur sjálf og leikur undir á ukulele. Hugljúft og hressandi þriðjudagkvöld framundan.

Húsið opnar kl. 20:30. Tónleikarnir hefjast kl. 21.
Miðaverð er 2.000 krónur

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

A wild dog chasing the sun! 
L.T.Leif's lo-fi freak folk is strung with longing, slow-motion micro-jokes, and a desire that is some kind of infinite tenderness mixed with the soil and the dirt. Here she plucks ukulele and sings: golden, full-throated, rough-edged."The kind of artist that can stop a day in its tracks, pull it apart, and transport the listener somewhere else entirely", says Gold Flake Paint. 

Leif's admirers include K Records maestro Calvin Johnson, who picked her for a compilation and tour presented by The Believer Magazine, and Canadian indie veteran Woodpigeon, who recruited her for EMBASSYLIGHTS—an international pop collaboration also featuring members of Prins Póló and Benni Hemm Hemm. 

The performance at Mengi will include two buds from EMBASSYLIGHTS: Kristján Freyr and Ragnar Helgi Olafsson. What will it be! Nobody knows, but the band sure is happy to share it with each other and you. So maybe see you there! For something heartfelt, in-the-moment, and possibly strange.

Leif is from the Prairies of Canada and currently lives in Helsinki, Finland. Hear her latest work at www.ltleif.com

Doors opens at 8:30 pm. The concert starts at 9 pm.
Tickets are 2.000 krónur.

View Event →
MÁNUDAGSBOLTINN: ÖNNUR UMFERÐ / FREE IMPROV: ROUND 2
Jan
8
9:00 PM21:00

MÁNUDAGSBOLTINN: ÖNNUR UMFERÐ / FREE IMPROV: ROUND 2

Mánudagsboltinn er frjálst spunakvöld haldið fyrsta mánudag hvers mánaðar í Mengi. Skipt verður í misstór lið sem leika í ákveðinn tíma í senn, sumum meðlimum verður skipt út af og aðrir taka við. Leikmenn- og konur verða tilkynnt fljótlega.

Liðsstjóri mánudagsboltans í janúar er: Ingibjörg Elsa Turchi

Miðaverð er 2000 krónur. Boltinn hefst klukkan 21.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Free improv night the first Monday evening of every month. Musicians from all around improvise together.

The main chef for this night will be Ingibjörg Elsa Turchi.

Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

View Event →
MÚRARAR
Jan
6
9:00 PM21:00

MÚRARAR

Múrarar stíga á bensínið í Mengi þann 6. janúar kl. 21.
Miðaverð er 2.000 krónur.
Húsið opnar kl. 20:30 og miðar eru seldir við hurð eða bókaðir í gegn um booking@mengi.net.

Hljómsveitin Múrarar fagnar útkomu fyrstu hljómplötu sinnar sem heitir Ökulög og er tileinkuð bílatransi, malbikinu og hinum ýmsu ökuleiðum, meðal annars Öxnadal og strætóferð á Hringbrautinni. Úr þessu reyna Múrarar að steypa lágstemmda og seigfljótandi tekknótónlist með surfgítarplokki, saxófónískum eilífðarmelódíum og júrósentrískum kirkjuhljómum.
Platan verður nýútkomin og til sölu á tónleikunum en hún er gefin út á vínyl í 13 eintökum.

Múrarar eru:
Gunnar Örn Egilsson á gítar, 
Kristinn Roach Gunnarsson á saxófón og
Gunnar Gunnsteinsson á raforgel.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Múrarar music collective are celebrating their first album called Ökulög which is dedicated to car trance, gazoline and various routes through Iceland fx Öxnadalur and bus trip along Hringbraut. In this concept Múrarar try to build minimalistic and melancholic techno music with surfguitar structure, immortal saxophone melodies and euro centric church chords. 
Múrarar will step on the gas on the 6th of January in Mengi at 9 p.m. where it will be possible to buy the record on vinyl.
Tickets to the event are sold at the door from 8:30 p.m. for 2.000 kr.

Múrarar are:
Gunnar Örn Egilsson on guitar
Kristinn Roach Gunnarsson on saxophone
Gunnar Gunnsteinsson on electric organ

View Event →
ÞRETTÁNDAANNÁLL ÁSTU SIDO / EPIPHANY ANNALS OF ÁSTA SIDO
Jan
6
5:00 PM17:00

ÞRETTÁNDAANNÁLL ÁSTU SIDO / EPIPHANY ANNALS OF ÁSTA SIDO

ÞRETTÁNDAANNÁLL ÁSTU SIDO

Ásta Fanney Sigurðardóttir heldur þrettándaannál kl. 17.00 - 18.00 þar sem hún fremur ýmsa ljóða- og myndlistargjörninga sem hún hefur sýnt á árinu 2017. Hún hefur tileinkað sér tilraunakennda stemningu í list sinni, hljóðlist og ljóðum sem hún hefur meðal annars flutt í Nóbelsafninu í Stokkhólmi, Slóvakíu, Frakklandi, Skotlandi og Danmörku. Á gjörningadagskránni mun Ásta flytja sum þessara verka í öðrum búningi eða bæta við nýjum. Um er að ræða upplestur, hljóðlist, videolist, gjörninga og tónlist. 
Frítt er inn á viðburðinn og öll velkomin.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

EPIPHANY ANNALS OF ASTA SIDO

Ásta Fanney Sigurðardóttir performs several works from last years events from traveling and exhibiting in Stockholm, Slovakia, France, Scotland, Denmark and more. She has accommodated a certain experimental atmosphere in her art that involves around multiple mediums. On the program will be poetry, music, video, sound-art and more. Join for a feast of all things many!
The entrance fee is no silver nor gold, only punctuality and an open mind.

View Event →
MAGNÚS TRYGVASON ELIASSEN & SÖLVI KOLBEINSSON
Jan
5
9:00 PM21:00

MAGNÚS TRYGVASON ELIASSEN & SÖLVI KOLBEINSSON

Sölvi Kolbeinsson: saxófónn
Magnús Trygvason Eliassen: trommur og slagverk
Miðaverð: 2000 kr.
Tónleikarnir hefjast á slaginu 21.
Hægt er að bóka miða á booking@mengi.net eða kaupa þá við hurð frá kl. 20:30 á tónleikakvöldinu sjálfu.

Sölvi Kolbeinsson og Magnús Trygvason Eliassen hefja nýja árið á því að spila saman í Mengi föstudagskvöldið 5. janúar. 
Á efnisskránni eru alls kyns lög, mörg hver jass-skotin (hvað sem það nú þýðir...), önnur samin á staðnum.
Þeir félagar hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, Sölvi býr nú erlendis þar sem hann stundar nám og því er hér um fágæta tónleika að ræða. Hlökkum til að sjá ykkur!

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Sölvi Kolbeinsson: saxophone
Magnús Trygvason Eliassen: drums and percussion

Magnús Trygvason Eliassen and Sölvi Kolbeinsson start the new year with a blast by playing together in Mengi this Friday evening at 9 p.m. They will be playing their own versions of standards from the jazz repertoire and improvising in between. 
Sölvi lives abroad where he studies music, so come and hear the duo play while you have the chance!

Entrance fee is 2.000 krónur.

View Event →
MR. SILLA
Jan
4
9:00 PM21:00

MR. SILLA

Mr. Silla kemur fram í Mengi fimmtudagskvöldið 4. janúar kl. 21
Miðaverð er 2.500 kr. 
Hægt er að bóka miða á booking@mengi.net
eða kaupa þá við hurð frá kl. 20:30 á tónleikakvöldi.

Mr. Silla er sóló verkefni tónlistarkonunar Sigurlaugar Gísladóttur sem tónlistaráhugafólk þekkir úr hljómsveitunum MÚM, Low Roar og Mice Parade. Árið 2015 gaf Sigurlaug út sína fyrstu breiðskífu undir nafni Mr. Silla og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda og hlaut m.a. tónlistarverðlaun Kraums. Mr. Silla býr nú og starfar í Berlín en er stödd hér á landi og byrjar dagskrá ársins hressilega í Mengi. Á þessum tónleikum ætlar hún að spila glænýtt efni sem hún hefur unnið í upp á síðkastið og frumflytur fyrir okkur í Mengi.

Mynd: Luca Venter

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Mr. Silla's band is in Reykjavík right now. 
They'll perform in Mengi on Thursday night at 9 p.m.
Tickets are 2.500 kr. (bought at the door or reserved through booking@mengi.net).

Emerging from her involvement with influential bands such as múm and Mice parade,
Sigurlaug Gísladóttir, aka Mr. Silla, has blossomed into a creative force of reckoning.
Matched only by a truly honest and evocative stage presence, the musically transcendent ebb and flow of Mr. Silla is as breathtaking as it is life giving. Hence, the often ethereal sonic landscapes explored on her self-titled debut album, released on 12 tónar. Now, after many a Berlin day spent gathering her arsenal of inspired moments, Mr. Silla has new tracks and a new vision set to unveil in early 2018. Even more proof of what the creative hatchery of Iceland has to offer

It's been nearly two years, hundreds of shows, and millions of plays since the release of her self-titled, debut album, Mr. Silla. Now many a Berlin day spent gathering her arsenal of inspired moments has seen her bloom into quite the creative force of reckoning. New tracks, and a new vision give upward momentum to this already enigmatic performer, and will assuredly leave Mr. Silla fans wanting more.

Photo credits: Luca Venter

View Event →
HEIÐARLEGIR OG EINLÆGIR HUGSJÓNAMENN
Dec
29
9:00 PM21:00

HEIÐARLEGIR OG EINLÆGIR HUGSJÓNAMENN

Heiðarlegir og einlægir hugsjónamenn sem eru reiðubúnir að leggja á sig vinnu og færa fórnir til að bæta líf samborgaranna halda dansleik í Mengi föstudagsköldið 29. desember klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Húsið verður opnað klukkan 20:30
Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa við innganginn. 

Heiðarlegir og einlægir hugsjónamenn eru Róbert Reynisson, Ingi Garðar Erlendsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Páll Ivan frá Eiðum.

ENGLISH BELOW

Þeir eru miðaldra en hafa engu gleymt strákarnir í Heiðarlegir og einlægir hugsjónamenn. En þeir hittust fyrst á Benna Hemm Hemm æfingu sem haldin var undir verndarvæng Björgúlfs Thor í gamla Klink og Bank, þar sem nú stendur nýtt hótel. Saman og í sitt hvoru lagi hafa þeir ferðast um jarðkringluna sem sviðsmunir vinsælla pop-listamanna (e. popular artist) en það var á einni slíkri ferð sem að sameiginlegur áhugi á spunatónlist kom í ljós. Staðurinn var El Paso, áningarstaður eftir langa og stranga ferð sem var lituð svikum og vonbrigðum. Í steikjandi hitanum náðist samhljómur.

∞∞∞∞∞∞∞

Honest and sincere idealists are Róbert Reynisson, Ingi Garðar Erlendsson, Eiríkur Orri Ólafsson and Páll Ivan frá Eiðum.
They give a free improv concert in Mengi on Friday, December 29th at 9pm. 
House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK.
Book tickets through booking@mengi.net or buy tickets at the door.

View Event →
PÉTUR EGGERTSSON: EKKERT KJOLSTON / ÚTGÁFUTÓNLEIKAR
Dec
28
9:00 PM21:00

PÉTUR EGGERTSSON: EKKERT KJOLSTON / ÚTGÁFUTÓNLEIKAR

Útgáfutónleikar með Pétri Eggertssyni og fjölda tónlistarmanna í Mengi fimmtudagskvöldið 28. desember klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Pantið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við innganginn.

ENGLISH BELOW

Hvernig hljómar tónlist þegar allir eru hættir að hlusta? Hljómar hún yfir höfuð? Skynjun okkar er meðvitundarlaus og við ruglum saman öllum mögulegum brennivíddum. Hljóð virðist horfið og þögn hefur líka aldrei verið til staðar. Ef hljóð skiptir ekki máli, hvað þá? Eggerts skiptir máli. 

Fjöldi tónlistarmanna flytur verk fyrir öll sex skilningarvit á útgáfutónleikum vegna fyrstu hljóðútgáfu tónskáldsins Péturs Eggerts: „Ekkert Kjolston“. Hæp-menn, gufa, rafhljóð (kannski), rokkhljómsveit heldur kúlinu, einhver heldur í sér, kammersveit skiptir um hlutverk... Fjölbreytt dagskrá sem lýkur vonandi eftir að áhorfendur eru komnir út úr húsinu. 

Pétur Eggerts er reykvískt tónskáld sem vinnur á mörkum tón- , sviðs- og sjónlistar. Verk hans kanna hlutverk og ástand flytjandans í tónleikaumhverfi en einnig er bætt við nýjum víddum í heim tónlistar með því að nota óhljóðræn atriði á borð við vídeó, gjörðir og aðra sjónræna þætti sem tónefni. 

„Ekkert Kjolston“ er fyrsta útgáfa Péturs og kemur út á vegum Amazing Box í desember á stafrænu formi og snemma 2018 á snældu.

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Release concert with Pétur Eggertsson and friends at Mengi on Thursday, December 28th at 9pm. Tickets: 2000 ISK. Book tickets through booking@mengi.net or buy at the door.

What does music sound like when everyone has stopped listening? Does it sound at all? Our senses are unconscious and we have confused all possible focus points. Sound seems to have disappeared and silence was never there in the first place. If sound doesn’t matter any more, what does? No-one knows. 

A handful of musicians perform pieces for all six senses at the release concert of Pétur Eggerts debut recording: "Ekkert Kjolston”. Hype-men, vapour, electronics (maybe), a rock band keeps their cool, somebody holds it in, a chamber group exchanges roles... A diverse program which hopefully finishes after the audience has left the venue. 

Pétur Eggerts is a composer from Reykjavík who merges music, performance and visual art in his art. His works explore the role and condition of the musical performer while adding new dimensions to the domain of music by using non-sonic bodies such as video, actions and other visual elements as musical material. 

"Ekkert Kjolston" is Pétur’s debut solo album, released digitally by Amazing Box records in December and early 2018 on cassette.

View Event →
ÍSLENSKT SNITSEL #4 / JANUS BRAGI & LOJI HÖSKULDS
Dec
27
9:00 PM21:00

ÍSLENSKT SNITSEL #4 / JANUS BRAGI & LOJI HÖSKULDS

Myndbönd ókunnugra skásetjara eru grunnurinn að íslenskum snitsel kvöldum, og ofan á þau bætast greiningar og sögur Janusar Braga Jakobssonar og tónlist Loja Höskuldssonar.
Fjórða. og seinasta snitselið í þessari lotu í Mengi verður 27. desember. Þar verða sagðar jólasögur með videóum annarra og alveg séns á því að það verði boðið upp á púns.

Viðburður hefst klukkan 21. Miðaverð: 1000 krónur. 

View Event →
Last Nights Palais
Dec
23
8:00 PM20:00

Last Nights Palais

Þorláksmessudagskrá Mengis.
Tónlist, performansar og glue-wein. 


Gráa Slæðan er svefngalsi myndlistarmansins Fritz Hendrik IV. 
Gráa Slæðan mun stíga á stokk í Mengi klæddur sínu fínasta silki og flytja nokkur lög um það að sofa.


Uppistand Lóu
með Lóu Björk Björnsdóttur
Uppistand þar sem haturlaust grín með kærleiksboðskap.
Uppistandið er þekkt fyrir að vekja von í brjósti manna. Lífið er of stutt fyrir hatur? Lóa hefur rannsakað grín seinustu 12 árin og miðlar því sem hún hefur komist að í þessu glænýja uppistandi, ásamt því að gefa einum heppnum gesti jólaglaðning með fallegum boðskap.


Archaic Insecurity: Better Living! A Better You!"
eftir Rúnar Örn Marínósson


Spapop
flutt af Hrefnu Hörn Leifsdóttur, Selmu Reynisdóttur
& Söruh Rosengarten
http://mi1glisse.com/multi/you-ll-make-it-we-think-you/


Dj. still waiting for a wedding invitation
spilar pop frammeftir


.............................>>>>>>>>>>>>><<<........................
An evening of music and non- music performances.


The Grey Veil is Fritz Hendrik IV's dream.
The Grey Veil will appear in Mengi dressed in his fines silk and perform a few songs on sleeping.


Standup with Lóa Björk Björnsdóttir
Stand Up (in icelandic) with an emphasis on hateless jokes and messages of love. This Stand Up is known to fill people with hope. Life is too short for hate? Lóa has reserched comedy for the last 12 years and in this Brand New Stand Up she communicates what she has found out AND gives one lucky audience member a Christmas gift!


Archaic Insecurity: Better Living! A Better You!"
by Rúnar Örn Marínósson

The loving union of universe 3 has been shattered
By means of survival, universe 3 has transformed into my grandmothers broken flow vase, filled with artificial flora, held together by a string my grandfather tied around it years ago.
This event has led to archaic insecurity within the sole survivor of the shattering. 

Despite and unable to find solutions on his own, he has recruited a personal trainer, a being known only as grabbers, renowned for his highly successful transformation program:

Better living!
A better you!


Spapop performed by Hrefna Hörn Leifsdóttir, 
Sarah Rosengarten & Selma Reynisdóttir

p.1 you’ll make it up: we think you
mixed with
p.2 hunting for collars - objects of desire

Spapop is music made from a consistently up-to-date construction kit. It is produced by mixing snippets of highly popular songs as well as nature recordings and their artificial copies. Billboard chart hits are being altered and re-collaged whereby the reference to the “original” is kept audible through voice, melody or lyrics.
Exert from the spapop definition
http://mi1glisse.com/multi/you-ll-make-it-we-think-you/


Dj. still waiting for a wedding invitation
plays the pop

View Event →
Sycamore Tree
Dec
20
9:00 PM21:00

Sycamore Tree

Sycamore Tree í Mengi, miðvikudagskvöldið 20. desember klukkan 21. Miðaverð: 3500 krónur. Miðasala á miði.is

Dúettinn Sycamore Tree ættu landsmenn að vera farnir að þekkja eftir mikla spilun á öldum ljósvakans. Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson sendu frá sér sína fyrstu plötu “ SHELTER “ þann 24. september síðastliðinn og héldu glæsilega útgáfutónleika í Hörpu sama dag þar sem færri komust að en vildu. Eftir stutt frí snúa þau aftur með tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2 þann 20.desember klukkan 21.00. Þar sem tónleikarnir verða stuttu fyrir jól verða tónleikarnir lágstemmdir - platan SHELTER verður spiluð í heild sinni ásamt nýju efni auk þess sem nokkur vel valin uppáhalds jólalög munu senda tónleikagesti í jólastemningu út í desembernóttina. 

Forsala miða hefst þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 9:00 á midi.is

∞∞∞∞∞∞

An intimate and low-key concert with the beautiful duo Sycamore Tree (Agusta Eva Erlendsottir. singer and actress & Gunni Hilmarsson, fashion designer and musician) in Mengi. Music from their new album SHELTER along with brand new songs and some of their favourite Christmas carols.

In Mengi on Wednesday, December 20th at 9pm. Tickets: 3500 ISK - can be booked via www.midi.is

View Event →
Ósómaljóð
Dec
18
8:00 PM20:00

Ósómaljóð

Megas syngur Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar ásamt Skúla Sverrissyni og ósæmilegri hljómsveit.
Útgáfutónleikar í Gamla bíói mánudagskvöldið 18. desember klukkan 20. Húsið verður opnað klukkan 19.
Madonna + Child hita upp
Miðaverð: 5000 krónur

Miðapantanir:
https://midi.is/tonleikar/1/10260/Megas_syngur_Osomaljod

Ósæmilega hljómsveit skipa:
Megas: Söngur
Skúli Sverrisson: Bassi, gítar
Guðmundur Pétursson: Gítar
Davíð Þór Jónsson: Píanó
Magnús Trygvason Eliassen: Trommur
Ólöf Arnalds: Gítar, söngur
Gyða Valtýsdóttir: Selló, söngur
Magga Stína: Söngur
Margrét H. Blöndal: Söngur

Ósómaljóð koma út á vínilplötu og geisladiski hjá Mengi Records föstudaginn 15. desember 2017.

Nánar um Ósómaljóð:

Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar voru frumflutt í heild sinni á tónleikum í Gamla bíói á Listahátíð í Reykjavík vorið 2015. Tvö ár voru þá liðin frá andláti Þorvaldar Þorsteinssonar, sem lést langt fyrir aldur fram árið 2013, aðeins 52 ára að aldri. Að baki einstaklega frjósamur ferill sem rithöfundur, myndlistarmaður og áhrifavaldur sem minnti okkur einatt á sköpunarmáttinn sem felst í hverjum einasta einstaklingi. Fáir vissu um þennan lagaflokk sem hafði varðveist í upptöku sem Þorvaldur gerði ásamt ónafngreindri hljómsveit þegar hann var við framhaldsnám í myndlist í Maastricht í Hollandi en þar nam hann myndlist á árunum 1987-1989. Upptökurnar voru hráar og frumstæðar en þegar Skúli Sverrisson og Megas settust yfir þær fyrir nokkrum árum varð þeim báðum ljóst að hér væru á ferð gimsteinar sem vert væri að gefa nánari gaum.

Textarnir eru fullir af hressandi kaldhæðni og hráslaga, kjartnyrtir og fullkomlega lausir við nokkra væmni. Sjálfstæð lög sem saman mynda samt eina heild þegar vel er að gáð. Landslið íslenskra tónlistarmanna tekst hér á við lög Þorvaldar í nýjum og ferskum útsetningum. 

Madonna + Child eru tvær grímuklæddar verur umluktar dulúð og dularfullum sögum. Þær birtust einn daginn hér og enginn veit hvaðan eða hvernig þær bar að garði. 

Madonna + Child flytja myrkar vögguvísur um dauðann og alla hluti dimma og drungarlega, umkringdar galdrakanínum.
Þeir sem þora að stíga inn i heim djöflasystranna eiga sjaldan afturkvæmt. 

Nýlega kom út fyrsta plata Madonna + Child á vegum grasrótarútgáfunnar Lady Boy Records og seldist hún upp á örskömmum tíma. 

Madonna + Child bjóða ykkur velkomin í sinn draumkennda veruleika. 

∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Megas sings 'Ósómaljóð' by Thorvaldur Thorsteinsson in Gamla Bíó on Monday, December 18th at 8pm. 
Tickets: 5000 ISK.
Order tickets here:
https://midi.is/tonleikar/1/10260/Megas_syngur_Osomaljod

Band:
Megas, voice
Skúli Sverrisson: Bass, guitar
David Thor Jonsson: Piano and keyboard
Magnús Trygvason Eliassen: Drums and percussion
Guðmundur Pétursson: Guitar
Ólöf Arnalds: Guitar, voice
Gyða Valtysdottir: Cello, voice
Magga Stína: Voice

Special guests: Madonna + Child

"This emerging duo of charmingly masked creatures make highly weird minimal tunes, which defy categorisation. Rooted in a sense of improvisation, play, mystery and mischief, Madonna + Child fill big spaces with small sounds, pulling out the kind of creepiness that is best sensed by children at bedtime." 


'Ósómaljóð' will be released by Mengi Records on Friday, December 15th, both on vinyl and CD.

View Event →
HANDMADE SOUNDS: OWL PROJECT / ROSAYN / HALLDÓR ELDJÁRN
Dec
17
9:00 PM21:00

HANDMADE SOUNDS: OWL PROJECT / ROSAYN / HALLDÓR ELDJÁRN

•ENGLISH BELOW• 

Spennandi tónleikar í Mengi sunnudagskvöldið 17. desember þar sem fram koma tónlistarmennirnir og hljóðærasmiðirnir Halldór Eldjárn, ROSYAN og hópurinn Owl Project. Tónleikar hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30.
Miðaverð: 2500 krónur.

Að baki Owl Project standa þeir Simon Blackmore, Anthony Hall og Steve Symons. Í verkum sínum blanda þeir saman skúlptúrum og hljóðlist, skúlptúrarnir eru hljóðfæri og hljóðgjafar, gerðir úr tré og rafhljóðfærum. Á meðal áhrifavalda sem þeir sækja í má nefna hljóðgervlamenningu áttunda áratugarins og raftónlist samtímans - útkoman verður svolítið sérviskuleg en á sama tíma heillandi hugleiðing um tæknina á okkar tímum. 

Sífelldur þorsti mannsins í ný og ný tæki og tól sem úreldast á örskotsstundu og samband hans við tækni er þeim félögum hugleikið. Þeir hafa sýnt innsetningar sínar og skúlptúra víða og komið fram í Belfast, Lausanne, Manchester, Bergen, Torino og Sheffield, svo fátt eitt sé nefnt. 

http://owlproject.com/

Að baki ROSYAN stendur dansk-íranska tónskáldið Rosanna Lorenzen sem er búsett í Reykjavík þar sem hún leggur stund á nám í tónsmíðum. Í verkum sínum kannar hún samruna og stefnumót raftónlistar við selló og aðra órafmagnaða hljóðgjafa. Vettvangshljóðritanir og sellólykkjur fléttast saman við rafrænan hljóðheim hennar; stundum fljótandi og sveimkenndan, stundum taktvissan og ágengan. Sjálf kallar hún tónlistina sína sveimkennda danstónlist (Ambient Dance Music eða ADM) sem er hugtak komið úr ranni hennar sjálfrar. 

https://soundcloud.com/rosyanfacebookhttps://www.facebook.com/rosyanmusic/

Trommuleikarinn, tónskáldið og hljóðfærasmiðurinn Halldór Eldjárn hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir ýmis konar heimasmíðuð sjálfvirk hljóðfæri eða tónlistarvélmenni en hann hefur komið fram víða, svo sem á Iceland Airwaves og Tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík 2017. Hann frumflutti fyrr á þessu ári í Mengi tónlistarinnsetninguna Poco Apollo þar sem sjálfspilandi harpa flytur eigin tónsmíðar við mörg þúsund ljósmyndir sem teknar voru af geimförum Apollo-verkefnisins á árunum 1969 til 1972 - Halldór bjó til eigið tónlistforrit sem semur nýja tónsmíð við hverja einustu ljósmynd. Á tónleikunum í Mengi verður flutt verkefni Poco Apollo Live Session þar sem fram koma auk sjálfspilandi hörpunnar þau Halldór Eldjárn, Daníel Helgason á gítar og Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló. 

Tónleikarnir eru hluti af verkefninu Handmade Sounds sem ýtt var úr vör af Curated Place í Bretlandi og Einkofi Productions á Íslandi en verkefnið hlaut styrk frá Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið hófst í Hull fyrr á þessu ári en Hull hefur verið Menningarborg Bretlandseyja árið 2017 og þar fór fram tónlistarhátíðin North Atlantic Flux sem laut listrænni stjórnun tónlistarmannsins John Grant. Næstu tónleikar voru haldnir í DIEM (Dönsku raftónlistarmiðstöðinni) í Aarhus sem hefur verið ein af Menningarhöfuðborgum Evrópu á árinu. 

https://www.curatedplace.com/work/#/handmade-sounds

∞∞∞∞∞∞∞∞

Concert at Mengi on Sunday, December 17th at 9pm featuring Halldór Eldjárn, Owl Project and ROSYAN. House opens at 8:30 pm, tickets, 2500 ISK - can be booked through booking@mengi.net or bought at the door.

Funded by the Nordic Council of Ministers or Nordic Culture Point in collaboration with Curated Place in UK and Einkofi Productions in Iceland. 

About the project:

To celebrate the completion of the Nordic Council of Minister supported project 'Handmade Sounds 'we are bringing together some of the incredible artists we have been working with over the last year for an evening of sonic experimentation with Mengi. 

Initiated in Reykjavik as part of John Grant’s North Atlantic Flux for Hull2017 - the UK's Capital of Culture, our artists went on to develop and share a series of handmade instruments and performances at DIEM in Aarhus as part of the European Capital of Culture Programme. Finally we now come together in Reykjavik, home to the roots of the project, to experience the work of the participating artists.

About the artists:

Owl Project is a collaborative group of artists consisting of Simon Blackmore, Antony Hall and Steve Symons. They work with wood and electronics to fuse sculpture and sound art, creating music making machines, interfaces and objects which intermix pre-steam and digital technologies.

Drawing on influences such as 70’s synthesiser culture, DIY woodworking and current digital crafts, the resulting artwork is a quirky and intriguing critique of the allure and production of technology. Owl Project make a distinctive range of musical and sculptural instruments that question human interaction with computer interfaces and our increasing appetite for new and often disposable technologies.

http://www.owlproject.com/

ROSYAN is the synonym for the solo project of the Danish/Iranian composer andsound artist Rosanna Lorenzen, based in Reykjavík at the moment on exchange at Listaháskóli Íslands.She explores the meeting between the acoustic and electronic world, and moves between ambient sound collages to versatile, more rhythmic structures, combining the cello and other acoustic instruments with electronic elements. Field recordings and live looping of the cello includes what you can meet in her organic soundscapes, which she categorises as ADM (Ambient Dance Music) - a self-invented genre name.

https://soundcloud.com/rosyanfacebookhttps://www.facebook.com/rosyanmusic/

Halldór Eldjárn is an Icelandic drummer/musician/programmer. His live show consists of live performing robotic instruments which he has built. Soundscape-y electronic tones, yet rhythmic. Guaranteed to blow minds and soothe ears! Halldór performed at festivals Iceland Airwaves 2016 and Sónar Reykjavík 2017, to critical acclaim and did a live performance for Seattle based radio station KEXP. 

Poco Apollo, a sound installation he created was premiered in Mengi in Reykjavík, January 2017. It consists of a self-playing harp and a self-composing music software he built and is accessible online athttp://bit.ly/PocoApollo . The software interprets pictures from the Apollo space program and composes soundtracks to accompany them, based on their calculated "mood". 

In Mengi in December 2017, Halldór will perform Poco Apollo Live with guitarist Daniel Helgason and Thordis Gerdur Jonsdottir on cello.

View Event →
Jólapeð: Marteinn Sindri, Arna Margrét Jónsdóttir and more
Dec
15
9:00 PM21:00

Jólapeð: Marteinn Sindri, Arna Margrét Jónsdóttir and more

Við kynnum með stolti Hátíðardagskrána Jólapeð, tónlistar- og ljóðadagskrá til heiðurs þeirri staðreynd að jólin og aðdragandi þeirra eru tími þegar „allir stoltir hrókar verða jólapeð“.

Fram koma:

Arna Margrét Jónsdóttir
Birkir Blær Ingólfsson
Jelena Ciric
Kristofer Rodriguez Svövuson
Margrét Arnardóttir
Marteinn Sindri Jónsson

Hátíðin hefstklukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2500 krónur. Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða keupa við innganginn.

∞∞∞∞∞

A beautiful evening of music and poetry at Mengi to celebrate advent and Christmas.

Performers:

Arna Margrét Jónsdóttir
Birkir Blær Ingólfsson
Jelena Ciric
Kristofer Rodriguez Svövuson
Margrét Arnardóttir
Marteinn Sindri Jónsson

Event starts at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2500 ISK. Book tickets through booking@mengi.net or buy at the entrance.

View Event →
Styrktartónleikar Halldóru
Dec
15
5:00 PM17:00

Styrktartónleikar Halldóru

Halldóra Björg Haraldsdóttir heldur afmælis- og jólatónleika til styrktar Barnaspítala Hringsins í Mengi á aðventunni. Fram koma Agnar Már Magnússon, píanó, Andrés Þór Gunnlaugsson,  gítar, Snorri Sigurðarson, trompet / flutelhorn, Steinar Sigurðarson, tenórsaxón, Harpa Þorvaldsdóttir og Haraldur Guðmundssonar. Klukkan 17 - aðgangur ókeypis og allir velkomnir. er að halda stutta afmælis og jólatónleika til styrktar Barnaspítala hringsins á afmælisdegi mínum þann 15. desember næstkomandi.

∞∞∞∞∞

Benefit Concert for Reykjavík's Children Hospital at Mengi. Free donations.

Vocalist Halldóra Björg Haraldsdóttir with band consisting of Agnar Már Magnússon piano, Andrés Thor Gunnlaugsson, guitar, Snorri Sigurdarson trumpet / flugelhorn, Steinar Sigurdarson tenor saxophone, Harpa Torvaldsdóttir and Haraldur Guðmundsson.

 

View Event →
Ómkvörnin
Dec
14
6:00 AM06:00

Ómkvörnin

Uppskeruhátíð Listaháskólanema í Mengi, fimmtudaginn 14. desember klukkan 18 og 21. Flutt verða ný verk eftir tónsmíðanemendur skólans af hljóðfæraleikurum skólans sem og tónlistarfólki annars staðar frá.

DO
- Klukkan 18 flytja nemendur úr texta- og lagasmíðaáfanga afrakstur annarinnar.

RE
- Klukkan 21 verða á efnisskrá verk eftir nemendur á tónsmíðabraut þar sem blandað er saman hljóðheimum rafhljóðfæra og órafmagnaðra hljóðfæra. 

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Föstudaginn 15. desember verður Ómkvörnin haldin í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg 56 en þar verða einnig tvennir tónleikar. Klukkan 18 verða tónleikar helgaðir sönglögum fyrir kóra sem og einsöngvara. Á seinni tónleikunum sem fram fara klukkan 20:30 verða á efnisskrá verk fyrir smærri kammerhópa. 
--> https://www.facebook.com/events/135749350377562/

Listaháskóli Íslands hvetur alla þá sem hafa áhuga á nýrri íslenskri samtímatónlist að mæta á hátíðina. Hönnuður Ómkvarnarinnar að þessu sinni er nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands; Anna Pálína Baldursdóttir.

Ókeypis aðgangur er á Ómkvörnina.

∞∞∞∞∞∞

Two concerts with students from the Music Department of the Iceland Academy of the Arts at 6pm and 9pm. Music for electronics, acoustic instruments, voice and more.

Free entrance and everybody welcome.

View Event →
RESTERNE AF RIGSFÆLLESSKABET / LEIFARNAR AF RÍKISSAMBANDINU
Dec
13
9:00 PM21:00

RESTERNE AF RIGSFÆLLESSKABET / LEIFARNAR AF RÍKISSAMBANDINU

Heðin Ziska Davidsen og Jesper Pedersen leika á modúlarhljóðgervla á tónleikum í Mengi miðvikudagskvöldið 13. desember. Tónleikar hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. 
Pantið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við innganginn.

ENGLISH BELOW

Færeyski tónlistarmaðurinn Heðin Ziska Davidsen og danska raftónskáldið Jesper Pedersen hittust á Íslandi árið 2016 og stofnuðu dúóið Leifar Ríkissambandsins, í tengslum við tónleika á listahátíðinni Raflost. Dúóið leikar tilraunakennda raftónlist sem spunnin er á staðnum og spiluð á sérsmíðaða módúlar- hljóðgervla.

Jesper Pedersen fæddist í Friðrikshöfn í Danmörku og er nú búsettur í Vogahverfinu í Reykjavík. Hann er með meistaragráðu í tónlist frá Álaborgarháskóla og hefur samið tónlist fyrir akústísk hljóðfæri, rafhljóðfæri, gert innsetningar og fleira.

Verk hans hafa hljómað víða um heim, meðal annars á Tectonics Festival, Nordlichter Biennale, RAFLOST, Sláturtíð, Myrkum músíkdögum og Norrænum músíkdögum. Meðal þeirra sem flutt hafa verk Jespers eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ensemble Adapter og Duo Harpverk.

Jesper er virkur í tónskáldahópnum S.L.Á.T.U.R. Þá kennir hann raftónsmíðar við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskóla Kópavogs.

Heðin Ziska Davidsen fæddist í Tórshöfn í Færeyjum. Hann er eftirsóttur gítarleikari og kemur reglulega fram á tónleikum og á tónleikaferðum með færeyskum hljómsveitum. Hér má nefna hljómsveitina Yggdrasil, jazzhljómsveitir, popphljómsveit Marius Ziska, auk þess að vera aðalmaðurinn í sinni eigin hljómsveit Tjant, sem spilar elektrónískt jazz-rokk.

Þar að auki starfar Heðin sem tónskáld og hljóðfæraleikari á ýmsum stöðum og hefur samið tónlist fyrir The New Jungle Orchestra, Yggdrasil og Stórsveit Þórshafnar. Tónverk hans hefur verið flutt á hátíðum eins og ISCM-tónlistarhátíðinni, Summitónar, RAFLOST, Dark Music Day og Nordic Music Days.

Heðin stundar meistaranám við tónlistardeild Listaháskóla Íslands á NAIP-brautinni.

∞∞∞∞∞∞

Resterne af Rigsfællesskabet

Heðin Ziska Davidsen and Jesper Pedersen play modular synthesizers. At Mengi on Wednesday, December 13th at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

The Faroese musician Heðin Ziska Davidsen and the dane in exile Jesper Pedersen met in Iceland in 2016 and formed the duo Resterne af Rigsfællesskabet (the debris of the Danish Commonwealth) for a performance at the Raflost Festival of Electronic Art. The duo improvises experimental electronic music on their custom built modular synthesizers.

Jesper Pedersen was born in Frederikshavn in Denmark and is now living in the Bay Area of Reykjavík. He holds a master's degree in Music Technology from the University of Aalborg and has composed music for acoustic instruments, electronics, installations and more.

His work has been performed internationally by the Iceland Symphony Orchestra, Ensemble Adapter, Duo Harpverk et al. at festivals such as: the Tectonics Festival, the Nordlichter Biennale, RAFLOST, Sláturtíð, Dark Music Days and Nordic Music Days.

Jesper is active in the composers collective S.L.Á.T.U.R. He teaches electronic music composition at the Iceland Academy of the Arts and the Kópavogur Computer Music Center.

∞∞

Heðin Ziska Davidsen was born in Tórshavn, Faroe Islands. He’s a sought after guitarist and is regularly performing and touring with Faroese bands, such as Yggdrasil, an ethnic jazz ensemble and Marius Ziska, a pop rock band, as well as fronting his own band, Tjant, an electronic rock jazz outfit. On top of this, he performs as an improvising musician/composer at various occasions and has composed for New Jungle Orchestra, Yggdrasil, Tórshavnar BigBand and has had works performed at the ISCM festival, Summartónar, RAFLOST, Dark Music Day and Nordic Music Days/Happy Days festivals.

Currently Heðin is studying a Masters at Listaháskóli Íslands in the NAIP programme.

View Event →
TVÍUND: GUÐRÚN EDDA GUNNARSDÓTTIR & ÓLÖF ÞORVARÐSDÓTTIR
Dec
10
9:00 PM21:00

TVÍUND: GUÐRÚN EDDA GUNNARSDÓTTIR & ÓLÖF ÞORVARÐSDÓTTIR

Tónleikar í Mengi sunnudagskvöldið 10. desember.
Fram kemur tónlistarhópurinn Tvíund skipaður Ólöfu Þorvarðsdóttur, fiðluleikara og Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur, söngkonu og píanóleikara. Á efnisskrá er frumsamin tónlist og spunaverk fyrir fiðlu, píanó og rödd. Tvíund var stofnuð 2016.

Tónleikar hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2500 krónur. 
Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa miða við innganginn. 

Að leita, týna, sleppa, treysta....

„Að spinna á píanó er eins og dans. Fingurnir taka völdin og stíga á svartar og hvítar nótur í sínum eigin heimi. Og röddin. Að losa hana frá kröfunni um að vera fallegust og stærst og fullkomnust. Sleppa og treysta. Treysta og sleppa. Tvíund er fyrir mér ferðalag vinkvenna um óravíddir sköpunargleðinnar.“ (GEG)

„Ég þurfti að finna nýjan flöt sem fiðluleikari. Vera líka eitthvað annað en klassískur fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Búa til mitt með minni eigin rödd. Finna mína tónlist, mína rödd, minn takt. Finna og týna. Týna og finna. Tvíund er ég sjálf og Guðrún Edda vinkona mín, sem deilir sömu ástríðu fyrir tónlistinni.“ (ÓÞ)

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

An improv concert with Gudrún Edda Gunnarsdottir, piano and voice and Olof Thorvardardottir, violin. At Mengi on Sunday, December 10th at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2500 ISK. Order through booking@mengi.net or at the door.

Looking, loosing, finding, trusting...

"To improvise on piano is like dancing. The fingers take over, dancing on black and white keys in a world of their own. Not to mention improvising with the voice. Letting it free from the demand of being the most beautiful, the largest, the most perfect. Letting loose and trusting. Trusting and letting loose. This is for me a journey of two friends through the immense landscape of creativity" (GEG)

"I needed to find some new ways for me as a violinist. Being something more than a classical violinist in Iceland Symphony Orchestra. Creating my own stuff with my own voice. Finding my own music, my own voice, my own rhythm. Finding and loosing. Loosing and finding. ' Along with my friend Guðrún Edda who shares the same passion for music. (ÓTh).

 

View Event →
Daniel Rorke, Matthías M. D. Hemstock & Valdi Kolli
Dec
8
9:00 PM21:00

Daniel Rorke, Matthías M. D. Hemstock & Valdi Kolli

Írsk/ástralski saxófónleikarinn Daniel Rorke kemur fram í annað sinn í Mengi, að þessu sinni með trommu- og slagverksleikaranum Matthíasi Hemstock og bassaleikaranum Valda Kolla þar sem þeir munu reiða fram nokkra af sínum bestu bitum ásamt standördum í nýjum útfærslum.

Húsið opnar klukkan 20:30 og miðaverð er 2.500 krónur.
Hægt er að panta miða með því að senda póst á booking@mengi.net

___________________________________


Daniel Rorke, Matthías Hemstock and Valdi Kolli.
Irish/Australian duel national Daniel Rorke returns to Iceland to play in a trio setting with one of Reykjavik’s most creative and engaging improvisers. Starts at 9 pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2500 ISK. Book tickets through booking@mengi.net or buy tickets ar the door.

These three musical adventurers will perform a mix of original compositions and unique treatments of standard tunes. Rorke has been called “a heavyweight” by Norway’s Jazznytt and his recent endeavours "Kaleidoscopic" by prominent Israeli Jazz reviewer Eyal Hareuveni, while Hemstock’s and Valdi Kolli's contributions to iconic Icelandic recordings are highly acclaimed.

A graduate of Norway’s Jazzlinja that has produced so much talent that has emerging into the European Jazz environment in the last generation, Rorke’s playing combines open, melodic improvisation with a lifelong relationship with the Jazz tradition. His CD last year entitled “The Dark” received widespread critical acclaim in Europe’s Jazz press.

Hemstock, a Berklee School of Music grad, has established himself as one of the most interesting and versatile drummers in Europe. He has just return from a successful European tour with a trio consisting of saxophonist Óskar Guðjónsson and Danish bassist Richard Andersson, where they launched their new CD entitled “Nor”.

Valdi Kolli is one of Iceland's most prolific musicians and has worked with a large group of improvisers and musicians, including Jóel Pálsson, Achim Kaufmann, Ásgeir, Agnar Már Magnússon, and more.

View Event →
Horfið / Elísabet Birta Sveinsdóttir
Dec
7
9:00 PM21:00

Horfið / Elísabet Birta Sveinsdóttir

ºENGLISH BELOWº

Horfið - gjörningur eftir Elísabetu Birtu Sveinsdóttur - tónlist í samstarfi við Ísabellu Katarínu Márusdóttur
Í Mengi fimmtudagskvöldið 7. desember klukkan 21
Húsið verður opnað klukkan 20:30
Miðaverð: 2500 krónur.

Pantið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við innganginn.

„Ég þrái að vera eins og fugl, villtur og frjáls sem fylgir innsæi sínu. Ég þrái að vera eins og fiskur, villtur og nakinn í sjónum. Ég þrái að vera eins og hundur, villtur, hlýr og næmur. Ég bý í heimi sem ég hef búið til í kringum sjálfa mig, heimi þar sem ég sjálf er undirtylla.“ 

Elísabet Birta Sveinsdóttir er sviðs- og myndlistarkona, búsett í Reykjavík. Í verkum hennar renna á áhrifamikinn hátt saman myndlist, tónlist og sviðshreyfingar þar sem hún hefur undanfarin ár unnið mikið með birtingarmyndir kvenlíkamans, hvernig kvenleikinn er meðhöndlaður og hlutgerður í neyslusamfélagi nútímans. Á meðal nýlegra verka hennar má nefna, 51. A.D á samsýningunni Svipasafnið í Verksmiðjunni á Hjalteyri og 'Cold Intimacy' sem hún frumflutti einmitt í Mengi sumarið 2016. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og BA-gráðu í myndlist frá sama skóla árið 2017. 

http://elisabetbirtasveinsdottir.com/

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Horfið / A stage performance by Elísabet Birta Sveinsdóttir
In Icelandic 'Horfið' can mean both look and gone - the 'neutral' gaze of objectification
In Mengi, Thursday, December 7th at 9pm.
House opens at 8:30 pm.
Tickets: 2500 ISK.

"I desire to be like a bird, wild, intuitive and free. I desire to be like a fish, wild and naked in the sea. I desire to be like a dog, wild, intuitive and empathetic. I live in a world I created around myself, that subordinates me." 

Elísabet Birta Sveinsdóttir is a performer and visual artist, based in Reykjavík. Recently her interdisciplinary work focuses mainly on the representation of the female body in mainstream media and art, connotations of femininity and objectification of women, like animals, in consumerist society. 

She received her Bachelor’s degree in contemporary dance from Iceland Academy of the Arts in 2013 and a Bachelor’s degree in Fine Art, from the same school, in 2017. Elísabets work includes long term collaborative projects Dætur and Kraftverk. In 2016 she performed the piece Cold Intimacy at Mengi, LungA festival and at In de Ruimte in Ghent, Belgium.


http://elisabetbirtasveinsdottir.com/

View Event →
COW #3 / JOHN CAGE
Dec
6
8:00 PM20:00

COW #3 / JOHN CAGE

ENGLISH BELOW

COW #3 — John Cage

John Cage er í brennidepli á tónleikum í tónleikaröðinni COW miðvikudagskvöldið 6. desember klukkan 20. Húsið verður opnað klukkan 19:30.
Miðaverð: 2000 krónur. Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa miða við innganginn.

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Listaháskóla Íslands þar sem þeir eru liður í námskeiðinu Flytjandinn/tónskáldið sem kennt er við tónlistardeild skólans.

Tónleikaröðin COW samanstendur af þrennum tónleikum sem fara fram á haustmisseri 2017 í Mengi. Á tónleikunum verður flutt tónlist eftir bandarísku tónskáldin John Cage, Pauline Oliveros og Christian Wolff. Þau eru meðal áhrifamestu tónskálda síðust áratuga og hafa, hvert með sínum hætti, stuðlað að breyttum viðhorfum til sköpunar og flutnings vestrænnar tónlistar.

Riðið var á vaðið með tónlist eftir Pauline Oliveros þann 13. september síðastliðinn, þann 11. október var flutt tónlist eftir Christian Wolff og lýkur röðinni þann 6. desember með tónlist eftir og í anda John Cage.

John Cage (1912-1992) var bandarískt tónskáld sem setti svip sinn á öldina sem leið sem og þá 21. á sviði lista. Hann var frumkvöðull á sviði tilraunatónlistar á víðtækan hátt og hafði djúpstæð áhrif á ríkjandi orðræðu um tónlist.

EFNISSKRÁ

- A Dip in the Lake, How To Get Started og verk fyrir dótapíanó eftir John Cage auk verka eftir flytjendur á tónleikunum, samin í anda Fluxus-stefnunnar.

Flytjendur á tónleikunum 6. december:

Berglind Tómasdóttir, Einar Torfi Einarsson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Erik DeLuca, Erla Rut Káradóttir, Hilma Kristín Sveinsdóttir, Ingibjörg Elsa Turchi, Magni Freyr Þórisson, María Sól Ingólfsdóttir, Olesja Kozlovska, Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir, Telo Hoy, Tinna Þorsteinsdóttir og Örn Erling Árnason.

Listræn stjórnun COW: Berglind María Tómasdóttir
Tónleikaröðin er styrkt af Tónlistarsjóði.

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Concert with music by and in the spirit of John Cage in Mengi, Wednesday, October 11th at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK. Book through booking@mengi.net or pay at the entrance.

The concert is in collaboration with the Iceland Academy of the Arts with students from the course the Performer/the Composer participating.

COW concert series consists of three concerts that will take place in Mengi in Fall 2017. The concerts include music by American composers John Cage, Pauline Oliveros and Christian Wolff who all are pioneers within experimental music and have generated new ways of approaches and performance practices within western music. 

December 6 will be dedicated to the music of John Cage, October 11 to Christian Wolff and September 13 is dedicated to Pauline Oliveros.

John Milton Cage Jr. (September 5, 1912 – August 12, 1992) was an American composer and music theorist. A pioneer of indeterminacy in music, electroacoustic music, and non-standard use of musical instruments, Cage was one of the leading figures of the post-war avant-garde. (Wikipedia)

PROGRAM:

A Dip in the Lake, How To Get Started and music for toy piano by John Cage as well as Fluxus inspired works by the performers.


Performers December 6:
Berglind Tómasdóttir, Einar Torfi Einarsson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Erik DeLuca, Erla Rut Káradóttir, Hilma Kristín Sveinsdóttir, Ingibjörg Elsa Turchi, Magni Freyr Þórisson, María Sól Ingólfsdóttir, Olesja Kozlovska, Ragnheiður Elísabet, Telo Hoy, Tinna Þorsteinsdóttir and Örn Erling Árnason.

Curator of COW: Berglind Tómasdóttir
COW Concert Series is supported by the Icelandic Music Fund.

View Event →