Verpa Eggjum Concert Series presents: For Boys and Girls
Sep
21
9:00 PM21:00

Verpa Eggjum Concert Series presents: For Boys and Girls

Kaupa miða / Buy Tickets

Verpa Eggjum Concert Series
presents:
FOR BOYS AND GIRLS

Verpa eggjum - new concert series promoting new & experimental music will kick off in the Fall 2018 with three concerts. The concert series is in close collaboration with Mengi and Iceland University of the Arts. Skerpla - a new music ensemble at IUA's Music Department will participate in the series.

The first concert features works by Atli Heimir Sveinsson who turns 80 on this same day and Daniel Corral who will also be performing.

PROGRAM:

Atli Heimir Sveinsson:
FOR BOYS AND GIRLS
- Sóló
- Notturno
- Molto Tranquilo
- Tendergrace 
- Voyage Experimentalle 

Lithuanian Round

Daniel Corral:
Dislike 
Your Storm
Comma 

Performers: Daniel Corral and Skerpla Ensemble (IUA)

Curator: Berglind María Tómasdóttir
Co-curators: Einar Torfi Einarsson & Erik DeLuca

Collaborators: Mengi & Iceland University of the Arts

Doors open at 20:30 - Event starts at 21:00 - Tickets are 2.000 kr.

********************

Verpa eggjum er ný tónleikaröð helguð tilrauntónlist. Hún hefst með tónleikum 21. september sem einmitt ber upp á 80. afmælisdag Atla Heimis Sveinssonar. Tónleikar nr. 2 á önninni fara fram 1. desember og samanstanda af Fluxus-innblásnum verkum. Þriðju og síðustu tónleikarnir á önninni fara fram 12. desember en þar munu hljóma verk eftir Peter Ablinger og fleiri. 

Verpa eggjum er í samstarfi við Mengi og Listaháskóla Íslands en á tónleikum raðarinnar kemur fram nýstofnaður tilraunatónlistarhópur skólans, Skerpla.

EFNISSKRÁ:


Atli Heimir Sveinsson:
FOR BOYS AND GIRLS
- Sóló
- Notturno
- Molto Tranquilo
- Tendergrace 
- Voyage Experimentalle 

Litháenskur keðjusöngur

Daniel Corral:
Dislike 
Your Storm
Comma 

Flytjendur: Daniel Corral og Skerpla

Listræn stjórnun: Berglind María Tómasdóttir
Verkefnavalsnefnd: Einar Torfi Einarsson og Erik DeLuca

Samstarfsaðilar: Mengi og Listaháskóli Íslands

Húsið opnar kl. 20:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 - Miðaverð er 2.000 kr.

View Event →
Skúli Sverrisson
Sep
22
9:00 PM21:00

Skúli Sverrisson

Kaupa miða / Buy Tickets

Skúli Sverrisson fer með okkur í ferðalag um sinn einstaka tón- og hljóðheim sem hann hefur skapað á löngum og farsælum ferli.

Tónleikar hefjast klukkan 21, húsið verður opnað klukkan 20:30.
Miðaverð: 2500 krónur.

°°°°°°°°°°°°°°°°°

Skúli Sverrisson takes us on a journey through the unique musical world he has created in his long and successful career.

The concert starts at 21. The house opens at 20:30
Tickets 2500 kr.

°°°°°°°°°°°°°°°°°

Tónskáldið Skúli Sverrisson hóf atvinnuferil sinn á bassa aðeins 14 ára gamall. Eftir að hafa leikið inn á fjölda hljómplatna á Íslandi lá leiðin í Berkley School of Music og að loknu námi þar fluttist hann til New York. Síðustu tvo áratugi hefur Skúli byggt upp einstakan feril sem samanstendur af tónsmíðum og iðkun eigin tónlistar annars vegar og hins vegar margbreytilegu samstarfi við breiðan hóp alþjóðlegra listamanna. Mætti þar helst nefna fjöllistakonuna Laurie Anderson sem hann starfaði sem tónlistarstjóri fyrir, free jazz goðsagnir á borð við Wadada Leo Smith og Derek Bailey, brautryðjendur eins og Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian og Arto Lindsay og tónskáld og flytjendur í nýrri tónlist, svo sem Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur og Sidsel Endresen. Einnig er Skúli þekktur fyrir bassaleik sinn með hljómsveitinni Blonde Redhead og fyrir starf sitt sem upptökustjóri Ólafar Arnalds.

Þegar Skúli flutti heim til Íslands stofnaði hann ásamt öðrum Mengi á Óðinsgötu sem hefur verið undir listrænni stjórn hans frá upphafi starfseminnar í desember 2013. Hann hefur tvisvar leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands en einnig samið verk fyrir sveitina og rödd Ólafar Arnalds við ljóð Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Hann hefur átt farsælt samstarf við Víking Heiðar Ólafsson, samið fyrir hann og komið fram með honum og á hátíðum á hans vegum sem og gert nýjar útsetningar á verkum fluttum af honum. Einnig hefur hann starfað náið með Megasi síðustu ár. Nýjasta útgáfa Skúla er dúóplata með Bill Frisell þar sem þeir leika verk eftir Skúla.

Skúli hefur verið flytjandi á yfir 100 hljómplötum og leikið vítt og breitt um heiminn. Hann hefur unnið sjö sinnum til Íslensku tónlistarverðlaunanna, t.a.m. Plötu ársins fyrir Seriu I og Jassplötu ársins fyrir The Box Tree ásamt Óskari Guðjónssyni en á báðum plötum var um tónsmíðar Skúla að ræða. Einnig hefur hann tvisvar hlotið tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.


°°°°°°°°°°°°°°°°° 

Composer Skúli Sverrisson started playing bass professionally only 14 years old. After playing on many Icelandic records he went to Berkley School of Music and after his studies he moved to New York. In the last two decades Skúli has built a unique career, on one hand as a composer and instrumentalist on his own music and the other hand as a collaborator with a very broad spectrum of international artists. He was a musical director for artist Laurie Anderson, played with free jazz legends such as Wadada Leo Smith and Derek Bailey, performed with revolutionaries like Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian and Arto Lindsay and collaborated with new music composers and performers such as Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðnadóttir and Sidsel Endresen. Skúli is known for his bass playing on the records of Blonde Redhead and also for his work as the producer the records of Ólöf Arnalds.

When Skúli moved back to Iceland he co-founded Mengi on Óðinsgata and has been the artistic director for the institution since the beginning in December 2013. He has twice been a soloist with The Icelandic Symphony Orchestra. He has also composed a piece for the orchestra and Ólöf Arnalds’s voice to the words of Guðrún Eva Mínervudóttir. He has had a fertile work relationship with Víkingur Ólafsson, written new music for him, performed with him and created remixes of his recordings. He has also worked closely with the legendary Icelandic singer Megas. The latest release of Skúli is a duo-record with Bill Frisell where they play Skúli’s compositions.

Skúli has performed on over 100 records and played all over the world. He has seven times won the Icelandic Music Awards, for example the Record of the Year for Seria I and the Jazz Record of the Year for The Box Tree with Óskar Guðjónsson. Both records represented Skúli’s compositions. Skúli has also twice been nominated for the Nordic Council Music Price.

View Event →
Hist Og
Sep
26
9:00 PM21:00

Hist Og

Kaupa miða / Buy Tickets

hist og

Eiríkur, Róbert og Magnús hafa spilað með mörgum, mjög lengi, þar með talið hvorum öðrum.
Þeir hafa starfað sem tríó í tæpt ár og gera margt mjög skemmtilegt. Á hverjum tónleikum má ma. heyra: “rafmagnshljóð”, “óhljóð”, “skrýtinn takt” og síðast en ekki síst, “heyyyyy hvað er þetta aftur”.

Eiríkur Orri Ólafsson - 🎺🎹💻
Róbert Reynisson - 🎸🎸🎸
Magnús Trygvason Eliassen - 🥁🥁🥁

Húsið opnar kl. 20:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 - Miðar: 2000 kr.

———

Eiríkur, Róbert and Magnús have played with so many people, for such a long time, including each other. They have been working together as a trio for just under a year. Each concert includes one or more of the following items: “bad booming bass”, “a drum solo”, “veiled metal sheets”, “that sounds like jazz” and “that might not be a jazz”.

Eiríkur Orri Ólafsson - 🎺🎹💻
Róbert Reynisson - 🎸🎸🎸
Magnús Trygvason Eliassen - 🥁🥁🥁

Doors open at 20:30 - The event starts at 21:00 - Tickets: 2000 kr.

View Event →
ADHD
Sep
28
9:00 PM21:00

ADHD

Kaupa miða / Buy Tickets

ADHD í Mengi föstudaginn 28. september kl. 21:00
Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð. 3.000 kr.

Hljómsveitin AdHd hefur verið starfrækt í áratug eða rétt rúmlega það. Á þessum tíu árum hefur sveitin gefið út 6 plötur og er sú 7. í vinnslu þegar þessi orð eru rituð. Hljómsveitin hefur undanfarin ár ferðast um víðan völl og leikið á tónleikum um alla Evrópu. 

Hljómsveitin spilar afar sjaldan á Íslandi en föstudagskvöldið 28. september mun sveitin koma saman í Mengi og spila lög, gömul og nýrri af nálinni. Það verður mjög gaman að sögn hljómsveitarmeðlima!

Þeir leika tvö sett í Mengi og við bendum á að sætaframboð er mjög takmarkað. Tryggið ykkur miða á www.midi.is.

ADHD eru:
Óskar Guðjónsson: saxófónn
Ómar Guðjónsson: gítar, bassi
Tómas Jónsson: hljómborð
Magnús Trygvason Eliassen: trommur og ásláttarhljóðfæri

Ljósmynd: Spessi

View Event →
Halldór Eldjárn
Sep
29
9:00 PM21:00

Halldór Eldjárn

Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn heldur tónleika í Mengi þann 29. september næstkomandi, en þar ætlar hann að prufukeyra nýja tónlist sem hann vinnur í að koma frá sér á sinni fyrstu sólóplötu sem gefin verður út af Mengi Records. Það verður mikið um dýrðir, en fyrri hluti tónleikanna verður helgaður geimferðum NASA til tunglsins. Það verða fluttir fjórir þættir af fimmtánþúsund úr verkinu Poco Apollo, sem er í grunninn sjálfskapandi tónverk samið af tölvu. Hér verður því gert skil m.a. með sprelllifandi mennskum strengjaleikurum og öðrum mannlegum verum. Verkinu má lýsa sem nokkuð lágstemmdu en kraftmikilli mottu af lífrænum áferðum sem togast á við grösuga rytma. Seinni hluti tónleikanna mun samanstanda af lögum sem flutt eru með aðstoð tónlistarvéla sem Halldór er að smíða. Flest lögin eru enn í mótun og því getur allt gerst. 

Húsið opnar kl. 20:30 - Viðburðurinn hefst kl. 21
Miðaverð er 2.000 kr.

--------------------------------------------------------------

Halldór Eldjárn, an Iceland based musician will perform in Mengi at September 29, where he will try out some new material he has been working on, to be released on Mengi Records. The concert will begin with a human rendition of Halldór’s generative music software piece ‘Poco Apollo’ where human string players will interpret a hand picked selection of 4 of the ~15,000 movements of the piece. It will be an ambient journey through solemn yet powerful landscapes of organic textures that are brought out by living rhythms. The later half of the concert will showcase some of Halldór’s robotic instruments, playing lively electronica. Most of the songs are still work in progress, so come prepared as anything can happen!

Doors at 20:30 - Starts 21:00 - Tickets 2.000 ISK

View Event →
Abraham Brody
Oct
6
9:00 PM21:00

Abraham Brody

Kaupa miða / Buy Tickets

Following his show at Listahatid in June singer, composer and multi-instrumentalist Abraham Brody returns to perform in Reykjavik. Brody has been compared to modern classical avant-garde composers such as ANOHNI’s Anthony and the Johnsons project, Laurie Anderson and Anna von Hausswolff, Brody. A collaborator of artist Marina Abramovic, a WNYC New Sound's 'Top Artist of 2017' and hailed by Broadway World as 'epic' he mixes crushing atmospheric classical sections, dazzling electronics and synthesizers on top of imaginative, passion-soaked vocal layering. His compositions are deeply influenced by the mythology and spirituality of his Lithuanian roots.

Here at MENGI he presents work from his new album recorded at Greenhouse Studios in Reykjavik. The Album, 'Crossings' will be released in November.

video https://youtu.be/vid3xd6uUas

View Event →

Kjartan Holm
Sep
20
9:00 PM21:00

Kjartan Holm

Kaupa miða / Buy Tickets


Kjartan Holm mun spila lög af komandi plötu sinni auk eldra efnis fimmtudaginn 20. september í Mengi. Tónlistinni mun fylgja myndverk eftir kvikmyndagerðamannin Caleb Smith.

Kjartan Holm er íslenskt tónskáld og tónlistarmaður með breiðan bakgrunn á hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar. Hann hefur verið iðinn við tónlistarsköpun frá unglingsaldri og meðal annars starfað með Sigur Rós, Jóhanni Jóhannssyni, Hildi Guðnadóttir, Paul Corley og Alex Somers.

Árið 2006 stofnaði hann hljómsveitina For a Minor Reflection sem hann gaf út fjölda platna með og árið 2008 fór sveitin með Sigur Rós á Evróputúr í 3 vikur sem upphitunarband á lokalegg
„Með suð í eyrum við spilum endalaust” tónleikaferðalagsins. Næstu árum eyddi Kjartan svo á tónleikaferðalagi um allan heim með Sigur Rós sem hljóðfæraleikari og „live“ meðlimur sveitarinnar.

Á milli þess að vera á tónleikaferðalögum þá hefur Kjartan samið tónlist fyrir kvikmyndir, dansverk, leikhús og auglýsingar ásamt því að gegna hlutverki upptökustjóra og útsetjara fyrir aðra listamenn.

Kjartan vann náið með fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum
2017, Agli Sæbjörnssyni í leikverki sem sett var upp í Rio de Janeiro í Brasilíu ásamt því að vera tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir tónlistina í „The Show of Shows” -
mynd framleidd af BBC sem hann gerði í samvinnu með Georgi og Orra úr Sigur Rós og tónskáldinu Hilmari Erni Hilmarssyni sama ár. Á sömu Edduverðlaunahátíð var „Horizon (Sjóndeildarhringur)“ tilnefnd sem besta myndin, en Kjartan samdi tónlistina fyrir þá mynd.

Undanfarið hefur Kjartan verið að vinna í meira tæknitengdum verkefnum og þá sérstaklega í tengslum við heim sýndarveruleikans þar sem hann sér um tónsmíðar, forritun og hljóðhönnun.

Kjartan er með bakkalárgráðu (Bachelor’s degree) frá Listaháskóla Íslands í tónsmíðum og var að klára sína fyrstu plötu undir eigin nafni sem kemur út í byrjun 2019.

Húsið opnar 20:30 - viðburðurinn hefst 21:00 - Miðaverð er 2000kr 

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Kjartan Holm will be performing tracks from his upcoming record as well as some older material on Thursday 20th September at Mengi. His music will be accompanied by visuals produced by film maker Caleb Smith. 

Kjartan Holm is an Icelandic composer and musician with a background in various fields of music. Having been involved in music since his early teenage years, Kjartan has collaborated and worked with artists such as Sigur Rós, Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðnadóttir, Paul Corley and Alex Somers.

In 2006 he co-founded the alternative rock quartet For a Minor Reflection which he’s released number of albums with. In 2008 they supported Sigur Rós for three weeks all over Europe on the last leg of their ‘Með suð í eyrum við spilum endalaust’ tour.

Couple of years later Kjartan dedicated two years of his life to being in Sigur Rós’ live band where he played number of instruments and toured globally for two years.

In between touring he has composed music for movies, dance companies, theaters and media along with being a producer, arranger and engineer for various artists as well as playing live shows and working on music under his own name.
He worked closely with Icelandic artist and Iceland’s representative at the 57th Biennale, Egill Sæbjörnsson, on a digital theater piece in Rio de Janerio, Brazil as well as being nominated for the Edda awards for his music on the BBC Storyville’s ‘The Show of Shows’, which he did in collaboration with Georg and Orri from Sigur Rós and Icelandic composer Hilmar Örn Hilmarsson. Same year ‘Horizon (Sjóndeildarhringur)’ got a nomination for an Edda award which Kjartan made music for.

Recently Kjartan has been composing, programming and providing sound design for various mixed/augmented reality projects.

Kjartan has a Bachelor’s degree in music composition from Iceland Academy of the Arts. He recently finished his first record under his own name which will be out early 2019. 

Doors at 20:30 - Starts 21:00 - Tickets 2.000 ISK

View Event →
The Creative Spark
Sep
19
9:00 PM21:00

The Creative Spark

Velkomin á spunakvöld með nemendum í “Sköpunarkraftinum”- tónsmíðasmiðju Kiru Kiru með útskriftarári Tónsmíðadeildar LHÍ.

Smiðjan er afsprengi Straumaskólans, verkefnis Kiru sem hún hefur verið með í þróun um árabil og má segja að sé aktív rannsókn á heilbrigðri, næmri umgengni við sköpunarkraftinn, leidd í gegnum spuna og samstarf. 
Hugmyndabúskapur, innblástur, hugleiðsla og vakandi samtal við innri uppsprettur er fókusmiðja smiðjunnar og allt er þetta skoðað í gegnum heilaga leikgleði.

Allir velkomnir! Aðgangur er ókeypis.

Fram koma:

Andrés Þór Þorvarðarson
Bjarki Hall
Björn Jónsson
Emilía Ófeigsdóttir
Hilma Kristín Sveinsdóttir
Magni Freyr Þórisson
Siobhan Dyson
Sævar Helgi Jóhannsson

***************

Welcome to an evening of improvisation with music composition students of The Iceland Academy of The Arts. The gathering is part of composer / music producer Kira Kira’s workshop “The Creative Spark.”

In the workshop the students explore various angles of creativity through collaboration and improvisation as well as focusing in on their own unique creative spark while gathering and farming ideas, brainstorming and celebrating an all round holy playfulness.

Everyone is welcome! Free entrance.

View Event →
Ken Vandermark & Paal Nilssen-Love
Sep
18
9:00 PM21:00

Ken Vandermark & Paal Nilssen-Love

Buy Tickets / Kaupa miða

MENGI & PULS present:
Paal Nilssen-Love/Ken Vandermark

Doors open at 20:30 - Event starts at 21:00 - Tickets: 2.000 kr.

The high impact duo of Paal Nilssen-Love (drums) and Ken Vandermark (reeds) has been working together at an accelerated rate since 2002, and they have put out seven albums of exceptional and wide ranging improvised music since then.  Though they have both worked in many critically acclaimed groups- from the Peter Brötzmann Chicago Tentet, Lean Left (with Terrie Hessels and Andy Moor of The Ex) to Double Tandem (with Dutch saxophonist, Ab Baars)- they have continued to return to their duo for more than a dozen years because it remains crucial to their creative output.  

Nilssen-Love and Vandermark began this collaboration when they recorded their initial album, Dual Pleasure, for the label smalltownsupersound. Shortly afterward, they performed their first concert at the Molde International Jazz Festival. Since then, they've performed on an international basis every year- in Europe, North America, and Japan. Their approach to the duo context is ferocious in its intensity, combining extreme rhythmic velocity with formal deconstruction and re-assembly, and a freedom to use any genre at anytime. In many ways, Nilssen-Love and Vandermark are more open this setting than in any of their other playing situations, creating a unique approach to improvised music that is riveting for both its ideas and execution.  

The duo has released a total of 9 albums. The Norwegian label Smalltown Supersound released the first 6 albums and since then they´ve released their music on their own labels, Audiographic and PNL records.

This concert was made possible by the support of PULS / Nordisk Kultur Fond

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Paal Nilssen-Love (trommur og slagverk) og Ken Vandermark (blásturshljóðfæri) munu spila saman þriðjudaginn 18. september í Mengi. Húsið opnar kl. 20.30 - Miðaverð er 2.000 kr.

Dúóið hefur starfað saman frá því um 2002 og sífellt unnið að fleiri verkefnum saman í gegnum árin. Þeir hafa frá því tímabili gefið út 7 vel heppnaðar plötur sem einkennast einna helst af spuna. Þrátt fyrir að hafa báðir leikið með merkilegum sveitum - á borð við Peter Brötzmann Chicago Tentet, Lean Left og Double Tandem - hafa þeir samt haldið þessu samstarfi sínu við og telja það mikilvægt fyrir tónlistarsköpun sína. 

Nilssen-Love og Vandermark hófu þetta samstarf þegar þeir tóku upp fyrstu plötu sína, Dual Pleasure, fyrir útgáfufyrirtækið smalltownsupersound. Stuttu eftir það spiluðu þeir fyrstu tónleika sína á tónlistarhátíðinni Molde International Jazz Festival. Síðan þá hafa þeir spilað víðsvegar um heiminn á ári hverju. Tónlistarleg nálgun þeirra einkennist einna helst af miklum kraft, tónlistin er byggð upp af þéttum töktum en er samtímis sundrað og raðað aftur saman, við þessu iðju leyfa þeir sér sér að nýta nánast hvaða tónlistarstefnu sem er. Það má því segja að tónlistarmennirnir séu opnari og frjálsari við þessa spunakenndu tónsmíði en í öðrum verkefnum sem þeir hafa fengist við, þar sem þeir hafa skapað einstaka nálgun á spunatónlist sem er grípandi hvað varðar hugmyndir sínar og framkvæmd. 

Dúóið hefur gefið út samtals 9 plötur. Fyrstu 6 komu út á hjá norska plötufyrirtækinu Smalltown Supersound en síðan þá hafa þeir gefið tónlist sína út hjá eigin útgáfum, Audiographic og PNL Records.

Þessir tónleikar eru hluti af tónleikaröð Mengis í samstarfi við PULS - Nordisk Kultur Fond.

View Event →
Ásta Fanney / e e o e / Nightlight Figure
Sep
15
9:00 PM21:00

Ásta Fanney / e e o e / Nightlight Figure

Kaupa miða / Buy Tickets

Ásta Fanney / e e o e / Nightlight Figure
(english below)

Ásta Fanney mun flytja 3 ný verk ásamt því að kynna gestum fyrir ýmsum uppgötvunum, EEoE og Nightlight Figure. Verkin eru ólík en eiga það sameiginlegt að vera á landamærum ljóða, tónlistar og myndlistar. 

Eftirfarandi verk verða á dagskrá: 

• V O W E L H U S II 

• Lunar-10.13 / hljóðspor fyrir framtíðina

• Ná Ra él -> atkvæði og hreyfimyndir

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 kr.


∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Ásta Fanney / e e o e / Nightlight Figure

Ásta Fanney will perform 3 new works as well as introduce guests to various discoveries, EEoE and Nightlight Figure. The works are all different but are all on the verge of poetry, sound poetry, music and art. 

Schedule:

• V O W E L H U S II 

• Lunar-10.13 / soundtrack for the future

• Ná Ra él -> a vote and moving images


Ásta Fanney Sigurðardóttir is an Icelandic artist, poet and musician. She could be described as a voicecomposer of all sorts. Last two years she has been reading and performing on festivals and exhibitions in Iceland, Sweden, Denmark, Turkey, Greece, Italy, Slovakia, Ireland, Scotland, Lithuania, Norway, Belgium, England, Germany, France, America and Poland. She received a Ljóðstafur poetry award last year for her poem Silkileið nr. 17.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

“Ásta Fanney Sigurðardóttir is a super active presence on Reykjavík’s cultural scene. Whether writing poetry, performing spaced-out improv music, carrying out mysterious art performances, or performing as the singer of her band aYia, Ásta is an ever-interesting artistic polymath.”
- The Reykjavík Grapevine

Doors at 20:30 - Tickets are 2.000 kr.

View Event →
Hilmar Jensson - Sólótónleikar
Sep
14
9:00 PM21:00

Hilmar Jensson - Sólótónleikar

Kaupa miða / Buy Tickets

Gítarleikarinn Hilmar Jensson mun halda sóló-tónleika næstkomandi föstudag í Mengi.
Húsið opnar kl. 20:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 - Miðaverð er 2.000 kr.

Hilmar byrjaði að spila á gítar þegar hann var u.þ.b. sex ára og hóf tónlistarnám ellefu ára. Hann lauk námi við tónlistarskóla FÍH árið 1987, hlaut Bachelor gráðu við Berklee árið 1991 og hlaut einkakennslu frá Mick Goodrick, Jerry Bergonzi, Hal Crook og Joe Lovano. Hann hefur tekið upp og flutt tónlist um víðan völl og hefur komið fram á yfir 50 plötum, þar af 8 sem hljómsveitarstjóri. Hann hefur komið fram í 35 löndum með tríói sínu TYFT, AlasNoAxis (Jim Black), MadLove (Trevor Dunn), Mogil, Outhouse, BMX og mörgum öðrum. Auk þess er Hilmar einnig einn af stofendnum Kitchen Motors, listasamtaka og upptökufyrirtæki.

Hilmar Jensson hefur komið fram með alls kyns tónlistarfólki og má þar til að mynda nefna: Tim Berne, Andrew D’Angelo, Jim Black, Chris Speed, Skuli Sverrisson, Trevor Dunn, Herb Robertson, Eyvind Kang, Hank Roberts, Marc Ducret, Tom Rainey, Peter Evans, Ben Perowski, Jamie Saft, Ches Smith, Wadada Leo Smith, Arve Henriksen, Audun Kleive, Bugge Wesseltoft, Per Jörgensen, Per Oddvar Johansen, Anders Jormin and many others.

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Guitarist Hilmar Jensson will be giving a solo performance this friday at Mengi. 
Doors open at 20:30 - The event starts at 21:00 - Tickets are 2.000 kr.

Hilmar first picked up the guitar at the age of six but started studying formally at age eleven. He graduated from FIH School of Music in 1987, got his bachelors degree from Berklee College of Music in 1991 and took private lessons with Mick Goodrick, Jerry Bergonzi, Hal Crook and Joe Lovano.
He has performed and recorded in a wide variety of settings and appeared on over 50 records including 8 as a leader or co-leader, he has also performed in 35 countries with his trio "TYFT", Jim Black’s AlasNoAxis, Trevor Dunn's MadLove, Mogil, Outhouse, BMX and many others.
Hilmar is also one the founders of Kitchen Motors, an Icelandic record label, think tank and art organization.

Hilmar Jenson has recorded and/or performed with a variety of artists such as:
Tim Berne, Andrew D’Angelo, Jim Black, Chris Speed, Skuli Sverrisson, Trevor Dunn, Herb Robertson, Eyvind Kang, Hank Roberts, Marc Ducret, Tom Rainey, Peter Evans, Ben Perowski, Jamie Saft, Ches Smith, Wadada Leo Smith, Arve Henriksen, Audun Kleive, Bugge Wesseltoft, Per Jörgensen, Per Oddvar Johansen, Anders Jormin and many others.

https://www.youtube.com/watch?v=XUYo6fZobEQ&frags=pl%

View Event →
Mengi Series presents: aYia live at IÐNÓ
Sep
13
9:00 PM21:00

Mengi Series presents: aYia live at IÐNÓ

Kaupa miða / Buy tickets

Mengi Series proudly presents aYia live at Iðnó Thursday September 13th. 
Madonna + Child support.

Event starts: 21.00
Tickets: 2.000 kr.

aYia is not a band. 

"Their sounds are fresh without being confusing, and unlike many one-single-new-electronic bands, they actually had a full, diverse set of songs to perform. They range from slow, pulsing soundscapes to properly dance-able synthpop, but always with a fresh twist...aYia is not just another new Icelandic electronic band, they’re THE new Icelandic electronic band”. 
Grayson Del Faro, The Reykjavík Grapevine

---------------------------------------------------------

Small demon sisters. Both Madonna. Both Child. No one has any idea where or when they arrived, they were just suddenly here surrounded by mysterious secrets and magic rabbits. Therefore, it is important to beware of Madonna + Child because nobody knows who they are, although they are everywhere around us. Madonna + Child sing about dangerous creatures, cats and death trains. Also all kinds of other things. Madonna + Child play strangespookytechnocomputerbeats to a dark and mysterious piano. Madonna + Child also play tibetan bells. M + C 4ever "This emerging duo of charmingly masked creatures make highly weird minimal tunes, which defy categorisation. Rooted in a sense of improvisation, play, mystery and mischief, Madonna + Child fill big spaces with small sounds, pulling out the kind of creepiness that is best sensed by children at bedtime.” Madonna + Child invite you to their hidden reality

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ 

Mengi Series kynnir aYia í Iðnó, fimmtudaginn 13. september.
Madonna + Child hita upp.

Viðburðurinn hefst kl. 21:00
Miðaverð er: 2.000 kr.

aYia er dularfyllsta hljómsveit Íslands. Hljómsveitin setur tónlistina í fyrirrúm og kjósa meðlimir hennar að koma ekki fram undir nafni. aYia var stofnuð fyrir tveimur árum en kom í fyrsta skipti fram á Secret Solstice-hátíðinni í sumar. Með tilkomu aYia opnaðist ný vídd, hljóðheimur sem fer með hlustandann í ferðalag um ókannaða geima. Í þau fáu skipti sem aYia hefur spilað opinberlega hafa áhorfendur verið hnepptir í álög og yfirnáttúruleg stemmning ráðið ríkjum."
- Stúdentablaðið

Madonna + Child. 
Litlar djöflasystur. Báðar Madonna. Báðar Child. Það hefur enginn hugmynd um hvaðan eða hvenær þær komu, þær voru bara allt í einu hér umkringdar dularfullum leyndarmálum og galdrakanínum. Madonna + Child syngja um varasamar verur, kisur og dauðalestir. Líka um allskonar annað. Madonna + Child spila draugaleg teknótölvubít undir dularfullum og myrkum píanótónum. Madonna + Child spila líka á bjöllur.
M+C 4ever.

View Event →
Bára Gísladóttir: A lil Requiem before Super Bowl + other stuff
Sep
8
9:00 PM21:00

Bára Gísladóttir: A lil Requiem before Super Bowl + other stuff

Kaupa miða / Buy tickets

Bára Gísladóttir: A lil Requiem before Super Bowl and other stuff

Welcome to Bára Gísladóttir’s concert in Mengi, containing the Iceland premiere of one of her latest pieces, A lil Requiem before Super Bowl, as well as some other stuff (perhaps some of Bára’s solo project for double bass and electronis, but who knows, REALLY?!??!)

A lil Requiem before Super Bowl was written in 2018 for the Danish trio BE:tween:SIDES. The piece describes the circumstances of when Super Bowl is about to start and you really just want to hang yourself.
Björk Níelsdóttir (soprano)
Svanur Vilbergsson (guitar)
Hallgrímur Jónas Jensson (cello)

/////////////

Bára Gísladóttir is an Icelandic composer and double bassist based in Copenhagen. Her music has been performed by ensembles and orchestras such as The Danish National Symphony Orchestra, The Danish National Vocal Ensemble, Duo Harpverk, Elektra Ensemble, Ensemble Adapter, Ensemble InterContemporain, Esbjerg Ensemble, Frankfurt Radio Symphony, Helsingborg Symphony Orchestra, loadbang, Marco Fusi, Mimitabu, NJYD, Riot Ensemble, Siggi String Quartet and TAK Ensemble. Bára´s pieces have been selected for festivals such as Dark Music Days, Darmstädter Ferienkurse, International Rostrum of Composers, KLANG Festival, Nordic Music Days and Ung Nordisk Musik. In 2018, Bára received the Léonie Sonning Talent Prize and was the composer in residence at Skálholt Summer Concerts.

Bára has released three albums; Different Rooftops, in 2015, containing pieces for voice, tenor saxophone, double bass and electronics, B R I M S L Ó Ð, in 2016, a piece in three movements for double bass and electronics, and Mass for some in 2017, for double bass, voice and electronics.

Bára is an active performer and regularly plays her own music. In addition to this, she is the double bassist of Elja Ensemble, Skark Ensemble, and Balkan-band Orphic Oxtra. She has also performed with Ensemble Adapter, the Iceland Symphony Orchestra and S.L.Á.T.U.R.

She is currently working on a new album with Skúli Sverrisson, as well as writing a piece for the Iceland Symphony Orchestra.

Photo by Gabrielle Motola.

Door at 20:30 - Event starts at 21:00 - Tickets: 2500 ISK

View Event →
Útgáfuboð: Influence of buildings on musical tone
Sep
8
3:00 PM15:00

Útgáfuboð: Influence of buildings on musical tone

Til að fagna útkomu plötunnar „Influence of buildings on musical tone“ (ísl. Áhrif ómrýma á tónlistarlega hugsun), verður blásið til létts útgáfuboðs í Mengi, laugardaginn næsta.

Sýnt verður myndbandsverk Sigurðar Guðjónssonar, myndlistarmanns, „Lágmynd“, sem inniheldur eitt verkanna á plötunni, ásamt því sem boðið verður uppá léttar veitingar og platan seld á sérstöku tilboðsverði.

Allir eru hjartanlega velkomnir!

Um plötuna:
Á plötunni „Influence of buildings on musical tone“ er að finna safn nýlegra kammerverka Þráins Hjálmarssonar, tónskálds, í flutningi fremstu flytjenda samtímatónlistar hér á landi; CAPUT, Nordic Affect, Ensemble Adapter, Íslenska flautukórinn og Kristínu Þóru Haraldsdóttur.

Verkin spanna allt frá hinu íhugula einleiksvóíóluverki, Persona og hinu sveimandi 12 radda flautukórsverki, Grisaille, yfir í hið kraftmikla titilverk plötunnar, Influence of buildings on musical tone. Óð til hljóðvistar hins íslenska torfkofa, þar sem smágerður og fínlegur hljóðheimurinn er innblásinn af þeirri miklu nándartilfnningu sem hljóðvist þessara rýma skapa.

Platan er gefin út af CARRIER Records.


// ENGLISH //

Celebrating the release of the album 'Influence of buildings on musical tone' by Thrainn Hjalmarsson. A short release party will be held at Mengi this Saturday, with screenings of the film 'RELIEF' by visual artist Sigurdur Gudjonsson, which features one of the works on the album. Along with light beverages and the album available at a special offer.

About the album:
The album 'INFLUENCE OF BUILDINGS ON MUSICAL TONE' is a collection of five recent chamber works by Icelandic composer THRAINN HJALMARSSON, performed by five of Iceland’s most exciting new music performers/ensembles – CAPUT ensemble, Nordic Affect, Ensemble Adapter, Icelandic Flute Ensemble and Kristin Thora Haraldsdottir – five ensembles who are actively redefning what experimental and classical new music is in relation to our modern world.

Ranging from the quiet intimacy of the solo viola in 'PERSONA', the glacial gravitas of the 12- piece flute ensemble of 'GRISAILLE' - to the explosive dynamics of the title track –'INFLUENCE OF BUILDINGS ON MUSICAL TONE' - an homage to the extreme acoustics of traditional Icelandic turf houses. 

Hjalmarsson is known for his detailed and finely woven sound world, where the act of listening plays a vital role. Here, the perception of sound is ever transforming, revealing an otherwise obfuscated narrative, unfolding in time.

View Event →
Andrew Kirschner & Forest Management
Sep
7
9:00 PM21:00

Andrew Kirschner & Forest Management

Buy tickets / Kaupa miða

ANDREW KIRSCHNER (US, Hanson Records)

Tónlistarmaðurinn Andrew Kirschner mun spila í Mengi þann 7. október næstkomandi. Hann rekur útgáfuna Mistake by the Lake sem er heimavöllur tónlistarmanna á borð við Oneohtrix Point Never, Wolf Eyes,K2, Robert Turman o.fl. Hann hefur starfað með listafólki á borð við Wolf Eyes, Aaron Dilloway (undir nafninu Nevari Butchers), Smegma og Bryan Lewis Saunders. Tónlist hans er tilraunakennd og dregur innblástur sinn af niðurníddu og iðnvæddu landslagi Cleveland borgar. Við tónlistarsköpun sína notast Andrew við ýmsar aðferðir og verkfæri á borð við segulbandsupptökur og syntha til þess að skapa hljóðheima sem geta reynst ærulausir og samtímis óværir.

Tóndæmi er hægt að nálgast hér:

http://hansonrecords.bigcartel.com/product/andrew-kirschner-weighted-ghost-cassette

https://boudoir.bandcamp.com/album/the-black-forest

FOREST MANAGEMENT (US)

Forest Management er sóló-verkefni bandaríska listamannsins John Daniel sem búsettur er í Chicago. Verkefnið varð til árið 2011 í Westlake borg í Ohio fylki. Tónlist hans er rafmögnuð og tilfinningaþrungin og einkennist einna helst af lágstemmdum drónum sem virðist geta dregist út í eilífðina.

Tónlist hans er hægt að nálgast á:

https://forestmanagement.bandcamp.com/
http://forestmanagement.us/

Húsið opnar kl. 20:30 - Viðburðurinn hefst kl. 21
Miðaverð er 2.000 kr.

-------------------------------------------------------------

ANDREW KIRSCHNER (US, Hanson Records)

Andrew Kirschner is an experimental musician based out of Cleveland, OH. He runs the label Mistake by the Lake, releasing titles from such acts as Oneohtrix Point Never, Wolf Eyes,K2, Robert Turman and more. He has collaberated with Wolf Eyes, Aaron Dilloway as the Nevari Butchers, Smegma and Bryan Lewis Saunders. Inspired by the industrial ruins of Cleveland, he utilizes tape loops and synths to compose soundscapes both serene and uneasy.

http://hansonrecords.bigcartel.com/product/andrew-kirschner-weighted-ghost-cassette

https://boudoir.bandcamp.com/album/the-black-forest

FOREST MANAGEMENT (US)

Forest Management is the solo project of John Daniel, an American artist who currently resides in Chicago, Illinois. The project was conceived in 2011 in Westlake, Ohio.
"John’s material tends toward longform drones that accrue stardust as they stretch out to fill space." - Byron Coley (Wire Magazine)

https://forestmanagement.bandcamp.com/
http://forestmanagement.us/ 

Doors at 20:30 - The event starts at 21:00
Tickets are 2.000 kr.

View Event →
Mengi Series presents: JFDR: White Sun Live. Part I: Strings live at IÐNÓ
Sep
6
9:00 PM21:00

Mengi Series presents: JFDR: White Sun Live. Part I: Strings live at IÐNÓ

Buy tickets / Kaupa miða

Mengi Series proudly presents JFDR: White Sun Live. Part I: Strings live at Iðnó Thursday September 6th.

The event starts at 21:00
Tickets: 2.900 kr.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Mengi Series kynnir JFDR + strings fimmtudaginn 6. september kl. 21:00
Miðaverð er 2.900 kr.

Á nýrri EP plötu hefur Jófríður Ákadóttir tekið saman nokkur vel valin lög frá sóló verkefninu sínu, JFDR, sem og hljómsveitinni Pascal Pinon sem samanstendur af henni og tvíburasystur sinni Ásthildi, og útsett fyrir strengjakvintett. Verkefnið hófst fyrir rúmu ári síðan þegar hún spilaði tónleika í Portúgal með strengjasveit og fékk til liðs við sig tónskáldið Ian McLellan Davis frá New York til að útsetja. Það tókst svo vel til að hún ákvað að taka lögin upp og úr varð EP platan, White Sun Live, Part I: Strings. 

Á tónleikunum í Iðnó mun Jófríður koma fram ásamt strengjasveit.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

For this EP, Jófríður Ákadóttir has re-recorded some of the finest songs from her bands and solo-projects (JFDR, Samaris, Pascal Pinon) with new string arrangements. These versions have a simple, inherent beauty that is juxtaposed with their seething, stark intensity.

To replace the original arrangements with strings was originally planned as a one-off event: When preparing a Pascal Pinon performance in Portugal, Jófríður asked NYC-based composer Ian Davis to help her re-arrange four tracks. After the show Jófríður realized that the material deserved to be captured. 

The EP was recorded live in a studio in Reykjavík, where Jófríður was joined by producer Albert Finnbogason, her sister Ásthildur (additional vocals and piano) and a string quintet. Even if Jófríður’s voice clearly is the main attraction here, this EP – as she emphazises herself – is a collective work of those involved: „Trusting your collaborators is the truest gift“.

View Event →
Tumi & Magnús: Tveir eða fleiri
Sep
1
9:00 PM21:00

Tumi & Magnús: Tveir eða fleiri

Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen hittast í Mengi næstkomandi laugardag og bjóða kannski einhverjum að koma að vera með. Hver verður það? Kannski enginn, hver veit?

Tumi er saxófónleikari sem krukkar í ýmsu fyrir marga og sjálfan sig inn á milli og er allajafnan mjög velviljaður og reynir eftir bestu getu að koma fram af heilindum.
Magnús er trommari sem gjarnan má sjá nálægt trommusettum og slagverki ýmiskonar.

Tumi og Magnús tóku nýverið upp plötu með frumsömdu efni sem kemur vonandi út bráðum og verður sennilega eitthvað í boði af þeirri músík.

Húsið opnar kl. 20:30. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð er 2.000 krónur. 

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ 

Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen have a date in Mengi on Saturday. Various compositions will be on display and a couple of uncompositions. Maybe there will be a special guest, but who might it be? Will it possibly be nobody? I guess we will find out.

Tumi is a saxophonist who plays instruments for some people and himself occasionally.
Magnus is a drummer and you can rest assured he’s very capable at what he does.

Together they recently recorded an album of original compositions due for release soon hopefully. The concert will probably feature some of that music.

Doors at 20:30 - The event starts at 21:00 - TIckets are 2.000 kr.

View Event →
Whale Choir
Aug
30
9:00 PM21:00

Whale Choir

Hvalakór í MENGI

Myndlistarkonan Marina Rees og tónskáldið Guðmundur Steinn Gunnarsson taka höndum saman og bjóða gestum að hlusta á hvalakór í Mengi sem er afrasktur samvinnu þeirra beggja.

Verkið er byggt á raunverulegum hvalahljóðum sem listamennirnir hafa stúderað og útsett fyrir kór. 

Kórinn samanstendur af:
Maríu Sól Ingólfsdóttur
Andrési Þór Þorvarðarsyni
Mattias Martinez Carranza
Siobhan Dyson
Bergþóru Ægisdóttur
Magna Frey Þórissyni
Eirik R Waldeland
Fredrik Schjerve

www.marinarees.co.uk

www.gudmundursteinn.net

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 kr.

 ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Whale Choir

An interactive installation and performance exploring our relationship with whales through sounds including a human choir singing whale sounds.

Visual artist Marina Rees collaborated with composer Guðmundur Steinn Gunnarsson, who created a piece by manipulating actual whale sounds which will be performed by the choir, alongside whale bones and projected video works.

Performers:
María Sól Ingólfsdóttir
Andrés Þór Þorvarðarson
Mattias Martinez Carranza
Siobhan Dyson
Bergþóra Ægisdóttir
Magni Freyr Þórisson
Eirik R Waldeland
Fredrik Schjerve

www.marinarees.co.uk

www.gudmundursteinn.net

Doors open at 20:30 - Tickets are 2.000 kr.

Marina Rees has been researching and mapping the skeletons of whales using sound. Based in Iceland, the artist would create installations receiving live transmissions from marine environments, collaborating with a whale choir. Do not miss this exclusive event.

 

View Event →
Independent Party People
Aug
26
9:00 PM21:00

Independent Party People

Kaupa miða / Buy Tickets

Úr skýrslu forsætisráðuneytisins frá mars 2008:
Grunnur að markaðssetningu Íslands

Ímynd Íslands: Styrkur, staða og stefna

„Ísland er land í mótun. Í þjóðinni býr náttúrulegur kraftur sem mótast hefur í sambúð við harðbýla en gjöfula náttúru. Mikilvægt er að tryggja að Ísland verði áfram „best í heimi“ – land sem býður þjóð sinni mestu lífsgæði sem völ er á. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi ímyndar fyrir efnahag, afkomu og samkeppnishæfni þjóða. Ímynd getur verið byggð á staðreyndum, getgátum eða jafnvel ranghugmyndum. Árangursrík ímyndaruppbygging þarf að byggja á einkennum lands og þjóðar sem eru sönn eða „ekta“ og eiga sér djúpar rætur. Nefndin leggur til að ímyndaruppbygging Íslands miði að því að skapa jákvæða og sterka ímynd af fólki, atvinnulífi, menningu sem og náttúru. Ímynd Íslands má skilgreina sem samsafn viðhorfa, tilfinninga og upplifana sem Íslendingar sjálfir og aðrir hafa um land og þjóð. Íslendingar eru duglegir, áræðnir og úrræðagóðir. Þeir eru frjálsleg náttúrubörn og sterkur sjálfstæðisvilji einkennir þá. Sjálfstæði í hugsun og hegðun einkennir einstaklinga sem í fámenninu eru mikilvægir hver á sinn hátt. Bjartur í Sumarhúsum býr hér enn í hverjum manni.”

Verk í vinnslu eftir Sálufélaga

Höfundar og flytjendur: Nína Hjálmarsdóttir og Selma Reynisdóttir
Dramatúrg: Pétur Ármannsson
Ljósmyndari: Sunna Axels
Kleinuhönnuður: Anton Logi Ólafsson

Styrkt af Reykjavíkurborg

Þakkir: Andrean Sigurgeirsson, Sunna Axels, Magnús Benediktsson, Hestamannafélagið Sprettur, Mengi, Ragnheiður Elísabet, Emelía Antonsdóttir, Kristín Loftsdóttir og foreldrar okkar.

 ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

From the report of the Prime Ministry of Iceland, march 2008:
The basis for Iceland’s marketing

Iceland’s Image: Strength, status and policy

“Iceland is a country in process. Its peoples posses a natural power that has developed in
cohabitation with rough and rich nature. It is important to insure that Iceland stays “the best in the world” - a country that provides it’s nation the best quality of life possible. Research have shown the importance of an image for a nation’s economy, survival and competitiveness. Image can be built on facts, speculation or even delusions. A successful image building needs to be based on characteristic features of land and nation, that are true or “authentic” and have deep roots. The committee suggests that in creating Iceland’s image there will be an emphasis on a positive and strong image of people, economic life, culture and nature. Iceland’s image can be defined as a collection of attitudes, emotions and experiences that Icelanders and others have about the country
and the nation. Icelanders are hard working, bold and resourceful. They are free-spirited children of nature and have a strong sense of independence. An independent thought and behavior is noticeable amongst the Icelanders, where each person is important within small population. Bjartur from Sumarhús (Independent People - Laxness) still lives within every person.”

Work in progress by Sálufélagar

Authors and performers: Nína Hjálmarsdóttir and Selma Reynisdóttir
Dramaturg: Pétur Ármannsson
Photographer: Sunna Axels
"Kleina" designer: Anton Logi Ólafsson

Funded by the city of Reykjavík

The performance is in Icelandic

 

View Event →
Sölvi / Mark / Felix / Maggi + gestir í Mengi
Aug
26
4:00 PM16:00

Sölvi / Mark / Felix / Maggi + gestir í Mengi

Sölvi Kolbeinsson (Ísland) - saxófónn
Mark Pringle (England) - píanó
Felix Henkelhausen (Þýskaland) - bassi
Magnús Trygvason Elíassen (Ísland) - trommur

Sölvi kynntist enska píanóleikaranum Mark Pringle og þýska bassaleikaranum Felix Henkelhausen í Jazz-Institut Berlin eftir að hann hóf nám þar haustið 2015. Allt frá því hafa þeir unnið mikið saman í fjölbreyttum verkefnum. Sölvi og Felix spila saman í hljómsveitinni Volcano Bjorn sem hefur haldið fjölda tónleika í Þýskalandi auk þess að koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur sumarið 2017. Sölvi og Mark hafa komið fram sem dúó, með kvintett Mark Pringle og kvintett Felix Henkelhausen í Berlín auk þess að hafa spilað saman í Finnlandi með kvartett enska bassaleikarans Hayden Prosser, Tether. Sölvi og Magnús kynntust í íslensku tónlistarsenunni og hafa unnið mikið saman síðustu ár. Þeir byrjuðu að spila saman sem dúó árið 2015 og hafa meðal annars haldið fjölda tónleika á tónleikastaðnum Mengi.

Á þessum tónleikum koma þeir fram ásamt gestum úr islensku tónlistarsenunni. Tónlistin verður með frjálsara móti. 

Húsið opnar kl. 15:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 - Miðar: 2.000 kr.

View Event →
Independent Party People
Aug
25
9:00 PM21:00

Independent Party People

Kaupa miða / Buy Tickets

Úr skýrslu forsætisráðuneytisins frá mars 2008:
Grunnur að markaðssetningu Íslands

Ímynd Íslands: Styrkur, staða og stefna

„Ísland er land í mótun. Í þjóðinni býr náttúrulegur kraftur sem mótast hefur í sambúð við harðbýla en gjöfula náttúru. Mikilvægt er að tryggja að Ísland verði áfram „best í heimi“ – land sem býður þjóð sinni mestu lífsgæði sem völ er á. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi ímyndar fyrir efnahag, afkomu og samkeppnishæfni þjóða. Ímynd getur verið byggð á staðreyndum, getgátum eða jafnvel ranghugmyndum. Árangursrík ímyndaruppbygging þarf að byggja á einkennum lands og þjóðar sem eru sönn eða „ekta“ og eiga sér djúpar rætur. Nefndin leggur til að ímyndaruppbygging Íslands miði að því að skapa jákvæða og sterka ímynd af fólki, atvinnulífi, menningu sem og náttúru. Ímynd Íslands má skilgreina sem samsafn viðhorfa, tilfinninga og upplifana sem Íslendingar sjálfir og aðrir hafa um land og þjóð. Íslendingar eru duglegir, áræðnir og úrræðagóðir. Þeir eru frjálsleg náttúrubörn og sterkur sjálfstæðisvilji einkennir þá. Sjálfstæði í hugsun og hegðun einkennir einstaklinga sem í fámenninu eru mikilvægir hver á sinn hátt. Bjartur í Sumarhúsum býr hér enn í hverjum manni.”

Verk í vinnslu eftir Sálufélaga

Höfundar og flytjendur: Nína Hjálmarsdóttir og Selma Reynisdóttir
Dramatúrg: Pétur Ármannsson
Ljósmyndari: Sunna Axels
Kleinuhönnuður: Anton Logi Ólafsson

Styrkt af Reykjavíkurborg

Þakkir: Andrean Sigurgeirsson, Sunna Axels, Magnús Benediktsson, Hestamannafélagið Sprettur, Mengi, Ragnheiður Elísabet, Emelía Antonsdóttir, Kristín Loftsdóttir og foreldrar okkar.

 ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

From the report of the Prime Ministry of Iceland, march 2008:
The basis for Iceland’s marketing

Iceland’s Image: Strength, status and policy

“Iceland is a country in process. Its peoples posses a natural power that has developed in
cohabitation with rough and rich nature. It is important to insure that Iceland stays “the best in the world” - a country that provides it’s nation the best quality of life possible. Research have shown the importance of an image for a nation’s economy, survival and competitiveness. Image can be built on facts, speculation or even delusions. A successful image building needs to be based on characteristic features of land and nation, that are true or “authentic” and have deep roots. The committee suggests that in creating Iceland’s image there will be an emphasis on a positive and strong image of people, economic life, culture and nature. Iceland’s image can be defined as a collection of attitudes, emotions and experiences that Icelanders and others have about the country
and the nation. Icelanders are hard working, bold and resourceful. They are free-spirited children of nature and have a strong sense of independence. An independent thought and behavior is noticeable amongst the Icelanders, where each person is important within small population. Bjartur from Sumarhús (Independent People - Laxness) still lives within every person.”

Work in progress by Sálufélagar

Authors and performers: Nína Hjálmarsdóttir and Selma Reynisdóttir
Dramaturg: Pétur Ármannsson
Photographer: Sunna Axels
"Kleina" designer: Anton Logi Ólafsson

Funded by the city of Reykjavík

The performance is in Icelandic

View Event →
Ned Rothenberg
Aug
23
9:00 PM21:00

Ned Rothenberg

Kaupa miða / Buy Tickets

Composer/Performer Ned Rothenberg has been internationally acclaimed for both his solo and ensemble music, presented for the past 33 years on 5 continents. 

At Mengi he will perform a programme on alto saxophone, clarinet and the shakuhachi - an endblown Japanese bamboo flute. His solo work utilizes an expanded palette of sonic language, creating a kind of personal idiom all its own.

Doors at 20:30 - Show starts 21:00 

View Event →
New Music For Strings
Aug
22
9:00 PM21:00

New Music For Strings

Kaupa miða / Buy Tickets

Tónlistarhátíðin New Music for Strings hefur verið haldin við góðan orðstír í Danmörku og
Bandaríkjunum síðan 2016. Hátíðin sem er einstök á sínu sviði hvað varðar samstarf á milli
tónskálda, strengjaleikara og fræðimanna, kemur nú við á Íslandi í fyrsta skipti. Hátíðin státar af framúrskarandi tónlistarmönnum og fræðimönnum á sínu sviði bæði í ár og fyrri ár og má þar meðal annars nefna meðlimi Emerson strengjakvartettsins, Simon Steen Andersen, Pulitzerverðlaunahafann Du Yun ásamt kennurum og listamönnum úr þekktum Evrópskum og Bandarískum háskólum. Það að bæta Íslandi í hópinn styður við það markmið New Music for Strings um að auka samvinnu listamanna á Norðurlöndum og Bandaríkjunum.

Hátíðarhaldarar eru sérstaklega ánægðir með af vera með eina tónleika í Mengi. Þar verður fókusinn á einleikstónlist fyrir strengjahljóðfæri en þó fær eitt tríó að fljóta með. Við erum mjög stolt af því að vera með fjögur verk á efnisskránni þar sem strengjaleikarar flytja sína eigin tónlist, en það eru þau Una Sveinbjarnardóttir, Mari Kimura, Anne Sophie Andersen og Borgar Magnason. Einnig verða flutt verk eftir Simon Steen-Andersen, Stephen Gryc, Eivind Buene og Sofia Gubaidulina.

Húsið opnar kl. 20:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 - Miðaverð er 2.000 kr.

 ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

New Music for Strings is the only festival worldwide that primarily explores the space between string players and composers—the space between creation and interpretation in new string music. The festival rotates between countries, having been held in Denmark in 2016 and the United States in 2017. It now occurs for the first time in Iceland in 2018, back-to-back with this year’s Denmark events. Among the world-renown artists and scholars in the festival’s current and past events are the Grammy award winning Emerson String Quartet, composer Simon Steen-Andersen, Pulitzer prize winning composer Du
Yun, along with faculty from several of the top European and American universities. The addition of Iceland in 2018 supports the goal of New Music for Strings to enhance collaboration between artists in the Nordic countries and North America.
New Music for Strings is especially pleased to offer a concert in one of Iceland’s most iconic artist-run venues and collaborative spaces, Mengi. With a theme of intimate, soloistic new string music that is perfectly matched to its setting, all pieces except for one (a trio) are written for a single performer.

Within this setting we are proud to present four works in the repertoire where string artists perform their own music: Una Sveinbjarnardóttir, Mari Kimura, Anne Sophie Andersen and Borgar Magnason. Also performed by Simon Steen-Andersen, Stephen Gryc, Eivind Buene and Sofia Gubaidulina.

Doors at 20:30 - Event starts at 21:00 - Tickets are 2.000 kr.

View Event →
Jim Black, Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson
Aug
19
9:00 PM21:00

Jim Black, Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson

Kaupa miða / Buy Tickets

Special Concert, Sunday August 19th at MENGI, 9pm

Jim Black, Óskar Guðjónsson, and Skúli Sverrisson

Icelandic bassist Skúli Sverrisson and saxophonist Óskar Guðjónsson join NYC drummer Jim Black for a special evening of songs and spontaneous compositions at the MENGI performance space.

The original pairing of Sverrisson and Guðjónsson can be experienced on the 2001 recording “After Silence”, an album that became an international underground favorite of fans and musicians across the globe.The duo reached an even wider audience and recognition with their 2012 release “The Box Tree” winning them “best jazz album of the year" at The Icelandic Music awards. 

Black is no stranger to either musician. Along with Sverrisson, they toured and recorded with many artists from the NYC downtown scene in the last 25 years, including on legendary performance artist Laurie Anderson’s 2001 release “Live at Town Hall”. Guðjónsson currently records and tours with Black’s international quartet Malamute. 

This evening marks the first time the trio will perform together, which promises given their deep musical relationships to be an evening not to be missed.

Tickets are 2.500 KR and are available at the door and in advance here.

 ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞ 

Skúli Sverrisson, bassaleikari og Óskar Guðjónsson saxafónleikari bregða á leik ásamt trommaranum frá New York, Jim Black í Mengi og spila ýmis lög og ný spunaverk í Mengi.

Skúli og Óskar hafa unnið saman um langt skeið en hljómplata þeirra frá 2001, „After Silence“, öðlaðist hylli víða um heim meðal tónlistarmanna og tónlistarunnenda. Orðspor dúettsins fór þó fyrst á flug með útgáfu plötunnar „The Box Tree“ en hún vann meðal annars til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem jassplata ársins. 

Jim Black er náinn samstarfsmaður bæði Skúla og Óskars. Skúli og Jim hafa starfað saman að tónlist með mörgum ólíkum tónlistarmönnum í New York á síðustu 25 árum, meðal annars hinni víðfrægu listakonu Laurie Anderson. Óskar er meðlimur í kvartett Jims, Malamute, og hefur ferðast og hljóðritað með honum undanfarin ár. 

Tónleikarnir í Mengi marka nýtt upphaf þar sem tónlistarmennirnir spila saman þrír í fyrsta skipti. Þar sem um nána samstarfsmenn er að ræða er óhætt að lofa spennandi kvöldi sem tónlistarunnendur ættu ekki að missa af.  

Miðaverð er 2.500 kr. og fást við innganginn og í forsölu hér að ofan.

View Event →
Menningarnótt í Mengi: Halldór Eldjárn & CGFC: Nauhj! laboratory
Aug
18
1:00 PM13:00

Menningarnótt í Mengi: Halldór Eldjárn & CGFC: Nauhj! laboratory

NAUHJ! A visual laboratory.

CGFC + Halldór Eldjárn

Halldór Eldjárn og fjöllistahópurinn CGFC standa fyrir 5 klst löngum gegnumgangandi gjörningi og innsetningu í Mengi á milli 13 og 18 á Menningarnótt. Þar mun samstarfshópurinn setja upp NAUHJ! rannsóknarstofu og gera tilraunir með analog tæknibrellur, tónlist, lazer og garn. Klukkan 15 verður frumsýning á nýju tónlistarmyndbandi við nýtt lag frá Halldóri, NAUHJ!, og er sýningin samofin gjörningnum.

CGFC er fjöllistahópur sem hefur sýnt leiksýningar, gjörninga, innsetningar og vídeó um öll norðurlöndin (nema Grænland) og samanstendur af:

Arnari Geir Gústafssyni, hreyfiskúlptúrgerðarmanni,
Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur, geimhönnuði,
Birni Jóni Sigurðssyni, hlæhlæsmíðameistara
og Ýri Jóhannsdóttir, sjónrænni jafnvægislistakonu.

Húsið er opið öllum og frítt inn.

View Event →
Mali Sastri & Tvíund
Aug
17
7:00 PM19:00

Mali Sastri & Tvíund

Kaupa miða / Buy Tickets

Mali Sastri er söngkona, lagahöfundur og tónskáld frá Boston, Massachusetts.
Tvíund skipa tónlistarkonurnar Ólöf Þorvarðsdóttir og Guðrún Edda
Gunnarsdóttir.
Þær Guðrún og Mali kynntust í Voice Movement Therapy í
London fyrir mörgun árum og hér leiða þær saman hesta sína á ný ásamt Ólöfu.

Á efnisskránni eru frumsamin verk og spunaverk fyrir raddir, hljómborð og fiðlu.
Í verkum Mali má finna hlið við hlið vel þekkta sönglagastíla í dægurtónlist og
þætti sem eru frekar tengdir djassi, klassík, söngleikjum, heimstónlist og avant-
garde tónlist. 
Tónlist Tvíundar er einlæg, oft dramatísk, spunaofin og klassískt innblásin. Í
verkum Tvíundar má einnig finna áhrif frá íslenskum þjóðlögum og endurreisnartónlist. 

Á tónleikunum mun Mali flytja fjögur óútgefin frumsamin verk fyrir rödd og
hljómborð og eitt spunaverk. Frumsömdu verkin voru samin 2017 og 2018. Einnig
á dagskrá eru spunaverk eftir Tvíund fyrir fiðlu, rödd og hljómborð og spunaverk
með öllum þremur tónlistarkonunum ásamt verki fyrir rödd, hljómborð og
dansara.

Húsið opnar kl. 18:30 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 19:00
Miðaverð er 2.500 krónur.

Sunnudaginn 19. Ágúst frá 11-17 heldur Mali námskeiðið Voice Lab – Workshop
í Voice and Movement Exploration og fer það fram í Kópavogsleikhúsinu.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Mali Sastri is a singer, songwriter, and composer based in Boston,
Massachusetts. The members of Tvíund are the musicians Ólöf Þorvarðsóttir and
Guðrún Edda Gunnarsdóttir. Guðrún and Mali got to know each other in a Voice
Movement Therapy course in London many years ago and here they are making
music together again along with Ólöf. On the program are compositions and
improvisations for voices, keyboards and violin.
Mali’s work blends and juxtaposes the familiar and accessible songwriting forms
heard in popular music with elements more often associated with jazz, classical,
musical theater, world music, and the avant-garde. 

The music of Tvíund is sincere, often dramatic and largely improvised. It is
inspired by classical music, Icelandic folk music and renaissance music.

For this program, Mali will perform four unreleased original pieces for voice and
keyboard, and one improvisation. The composed pieces were written between
2017 and the present. The rest of the program will be improvisations by
Tvíund for violin, voice and keyboard and improvisations by all three musicians,
including a piece for voice, keyboard and dancer.

Doors at 18:30 - The event starts at 19:00 - Tickets are 2.500 kr.

Mali gives the workshop Voice Lab – Workshop í Voice and Movement
Exploration on Sunday August 19, 11-17, in Kopavogur.

View Event →
Gabriel Gold
Aug
16
9:00 PM21:00

Gabriel Gold

Kaupa miða / Buy tickets

San Francisco based Gabriel Gold performs at Mengi on Thursday, August 16th. His performance will feature a set of dynamic, yet meditative works inspired by his personal pilgrimages to sacred spaces around the world. In accompaniment of Gold’s vocals, instrumentation will include the ethereal sound of handpans, crystal singing bowls and piano, as well as the voices of a live choral ensemble on select pieces.

“Sigur Ros meets Kirtan” - The Guardian

Gold is currently in Reykjavik on an Artist Residency at SIM, working on developing an audio-visual installation.

Website | gabrielgoldmusic.com 

Doors at 20:30 - Tickets: 2.000 kr.

View Event →
Ben Salter
Aug
11
9:00 PM21:00

Ben Salter

Kaupa miða / Buy Tickets

Ben Salter is an Australian songwriter and performer, currently based in the southern state of Tasmania.

He has toured around Australia and the world as a solo performer and as a member of Giants of Science, folk collective The Gin Club and bluegrass supergroup The Wilson Pickers.

He also is a member of three piece post-punk band Hownowmer.

Ben is returning to Europe for his fourth solo tour, in support of his new album Back Yourself.

Salter experiments with a variety of styles, from dark acoustic ballads to rock songs to avant garde soundscapes and even instrumentals. When performing live, Salter generally performs solo with an acoustic guitar and an array of pedals.

He has toured & performed in Australia with artists including Cat Power, Iron & Wine & J Mascis to name a few.

Salter is very much a ‘songwriter’s songwriter’, with an unique outlook and inimitable musical style. In this respect he is comparable to artists such as John Cale, Robert Wyatt and David Byrne.

Doors at 20:30 - Tickets are 2.000 ISK

View Event →
UPPSELT / SOLD OUT // Megas & Daníel Friðrik
Aug
10
9:00 PM21:00

UPPSELT / SOLD OUT // Megas & Daníel Friðrik

UPPSELT / SOLD OUT

Daníel Friðrik og Megas stíga á stokk í Mengi föstudaginn 10. ágúst. 

Efni þessarra hljómleika eru ný og eldri lög sem ekki hafa birst alþýðu manna með einum eða öðrum hætti. Þessi lög hafa ekki verið réttu lögin á þetta eða hitt prógrammið eða líktog fallið milli skips og bryggju orðið útundan án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Nýrri söngvar eru tækifærisafurðir afkvæmi augnabliks sem ef svo má segja hefur frosið. Ennfremur eru nokkur sýnishorn frá verkum í vinnslu og eiga sér máski glæsta framtíð í óorðinni nútíð í það minnsta í vikunni með sunnudögunum sjö. Fúlsið nú ekki við krásunum lömbin mín.

Húsið opnar kl. 20:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 21:00
Miðaverð er 3.000 krónur. Fást á www.midi.is

View Event →
Konsulat
Aug
9
9:00 PM21:00

Konsulat

Kaupa miða / Buy Tickets

Hljómsveitin Konsulat fagnar útgáfu nýrrar hljómplötu sinnar Kolaport með tónleikum í Mengi, fimmtudaginn 9. ágúst. Konsulat hefur áður gefið út breiðskífurnar Invaders og Vitaminkur auk stuttskífanna Ormhole og Teque Etiquette. Hljómplatan Kolaport inniheldur fimm ný lög og hægt verður að kaupa plötuna á staðnum. Konsulat samanstendur af þeim Þórði Grímssyni og Arnljóti Sigurðssyni en á tónleikunum munu þeir njóta liðsinnis góðra gesta (nánar tilkynnt síðar). 

Húsið opnar kl. 20:30
Miðaverð 2.000 krónur
Tónleikar hefjast 21:00

konsulata.bandcamp.com/

soundcloud.com/konsulata


//// English

Konsulat celebrates their new album titled Kolaport in Mengi this Thursday night. They have released the albums Vitaminkur and Invaders, as well as the EP's Teque Etiquette and Ormhole. 
They will perform the five songs from the new album as well as other new material and maybe they will offer a glimpse into the past.

House opens at 20:30
Tickets 2000 ISK
Concert starts at 21:00

konsulata.bandcamp.com/

soundcloud.com/konsulata

https://www.youtube.com/watch?v=kxn13HncDYg

https://www.youtube.com/watch?v=1dojm2TyyEQ

View Event →
Weird Kids #5
Aug
6
7:30 PM19:30

Weird Kids #5

Kaupa miða / Buy tickets

Weird Kids Night #5

👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹


🤚 Sigrun : https://s1grun.bandcamp.com/

👌 Madonna + Child : https://soundcloud.com/madonna-and-child

✊ Special K : https://www.special-k-special-k.com/

👏 DVDJ NNS: https://www.facebook.com/dvdjananas/

🤞 Claire Paupam & Raphael Alexandre: http://www.clairepaugam.com/

👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹👹

ArtWork by Therese Precht Vadum

View Event →
Kristín Anna
Aug
3
9:00 PM21:00

Kristín Anna

Kaupa miða / Buy Tickets

Kristín Anna mun leika nýtt og eldra efni úr eigin smiðju.

Í byrjun júlí kom hún þrisvar sinnum fram á Eaux Claire hátíðinni í Wisconsin, en hún er haldin af Aaron Dessner úr The National og Justin Vernon (Bon Iver) í heimabæ hins síðarnefna. 

Breiðskífa með píanótónlist hennar kemur út á vegum PEOPLE samsteypunnar í ágúst og önnur breiðskífa „I Must Be The Devil“ kemur út á Bel-Air Glamour í september. Í júlí gerði hún með Ragnar Kjartanssyni og Allan Sigurðssyni myndband við lagið Forever Love af "I Must Be The Devil".

Kristín Anna - Forever Love
https://www.youtube.com/watch?v=odCHUQx5HlU

Á tónleikunum í Mengi mun Kristín Anna njóta liðveislu Daníels Friðriks Böðvarssonar.

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.500 kr.


Kristín Anna hefur komið víða við á tónlistarferli sínum. Hann hófst með hljómsveitinni múm árið 1998. Um áraraðir kom hún fram sem Kría Brekkan og flutti tónlist eða gjörnina. Kristín Anna var harmónikkuleikari Stórsveitar Nix Noltes meðan hún var og hét og hefur leikið og sungið inn á plötur hjá Animal Collective, Mice Parade og Slowblow. Hún var einnig meðlimur í Leikhúsi Listamanna og hefur fengist mikið við sviðs- og gjörningarlistir. Þá er hún náinn samstarfmaður Ragnar Kjartanssonar, en hún kemur fram í fjölda verka hans og semur og spilar í hljómsveitinni All Star Band. 

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Kristín Anna will perform new and older material for piano and voice in Mengi. 

In July Kristín Anna performed her piano music at Eaux Claire Music and Art Festival in Wisconsin. The festival is organized by Aaron Dessner of The National and Justin Vernon (Bon Iver) in Justin´s hometown. 

And album with her piano music is being released in limited edition by PEOPLE in august, and another proper one title "I Must Be The Devil" is due in september on Bel-Air Glamour. 

She started her musical career in the band múm in 1998. As Kría Brekkan she started performing her piano music and put out off-the radar releases between 2006 – 2015. In 2015 she released an improvised ambient album and art title HOWL on Ragnar Kjartansson´s Bel-Air Glamour Records. 

Kristín Anna has collaborated with artist such as Animal Collective, Mice Parade, Slowblow, Aaron and Bryce Dessners, Guy Maddin, Hrafnhildur Arnardóttir and Ragnar Kjartansson. 
She performs and/or acts in many of Ragnar´s installations and last month they created a video to one of the songs on her forthcoming album:

Kristín Anna - Forever Love
https://www.youtube.com/watch?v=odCHUQx5HlU

For the concert in Mengi Kristín Anna will be joined by Daníel Friðrik Böðvarsson.

Doors at 20:30 - Tickets 2.500 kr.

View Event →
Berghaim
Aug
2
9:00 PM21:00

Berghaim

Kaupa miða / Buy Tickets

BERGHAIM í Mengi 2. ágúst 2018 kl. 21:00

Berghaim á rætur sínar að rekja til landnámsaldar Íslands, og varð til á þeim tíma sem Mið-Evrópa var komin langt á leið í pólitík, landbúnaði, vistfræði, menningu og vísindum. Hraun landsins kólnaði og myndaði eyru sem hann notaði til að hlusta á hljóðbylgjur heimsins sem bárust að honum alls staðar frá. Hann hlustaði á heiminn í mótun, og skapaði fyrstu sjóræningja-útvarpstöðina sem spilaði tónlist úr öllum hornum heimsins. Berghaim moðaði hljóðin saman og kenndi sjálfum sér tungumál sem samanstendur af frösum úr tónlist 20. aldarinnar. Með eyrunum skapaðist einnig lítið andlit sem hreiðraði um sig á hálendi Íslands, á stað sem einungis nokkrir fuglar og fiskar hafa fundið. Rödd hans er kunnugleg þeim sem þekkja galdra hans, og mun hún óma í tónlistarhúsinu Mengi þetta kvöld. Berghaim vinnur nú að sinni fyrstu plötu, “Songs from the young earth”.

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Berghaim's origins can be traced back to Icelands formation years, back when Central-Europe had already made great progress in areas of politics, agriculture, arts, technology, ecology and society. Accumulated lava created his foundation, and as it cooled down Berghaim acquired a set of ears, which he used to tune in to the frequencies coming from across the oceans. He listened to the world in formation, and is widely known as the organizer of the worlds first pirate radio station. Using all these sounds, Berghaim taught himself a language made up of commonly used phrases in 20th century music. Along with the ears, a small face formed in the Icelandic highlands, at a place where only a few birds and fishes are familiar with. His voice is known to those who know his magic, and this is the voice that will fill the space of Mengi for this evening. Berghaim is currently working on his debut album, “Songs from the young earth”.

Doors open at 20:30 - Tickets are 2.000 krónur.

View Event →
Megas & Daníel Friðrik
Aug
1
9:00 PM21:00

Megas & Daníel Friðrik

Kaupa miða / Buy Tickets

Daníel Friðrik og Megas stíga á stokk í Mengi miðvikudaginn 1. ágúst. 

Efni þessarra hljómleika eru ný og eldri lög sem ekki hafa birst alþýðu manna með einum eða öðrum hætti. Þessi lög hafa ekki verið réttu lögin á þetta eða hitt prógrammið eða líktog fallið milli skips og bryggju orðið útundan án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Nýrri söngvar eru tækifærisafurðir afkvæmi augnabliks sem ef svo má segja hefur frosið. Ennfremur eru nokkur sýnishorn frá verkum í vinnslu og eiga sér máski glæsta framtíð í óorðinni nútíð í það minnsta í vikunni með sunnudögunum sjö. Fúlsið nú ekki við krásunum lömbin mín.

Húsið opnar kl. 20:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 21:00
Miðaverð er 3.000 krónur og hægt er að tryggja sér miða á www.midi.is

View Event →
Nico Guerrero
Jul
28
9:00 PM21:00

Nico Guerrero

Kaupa miða / Buy tickets

Við bjóðum franska gítarleikarann og tónskáldið Nico Guerrero velkominn aftur í Mengi.

Nico hefur áður komið fram á Óðinsgötunni með hljómsveit sinni Vortex árið 2015 og 2017. Í þetta sinn verður hann einn á ferð með gítar og fylgihluti og flytur ný verk eftir sig sem hann hefur verið að semja að undanförnu.

Um listamanninn:

Nico Guerrero býr jafnt á Íslandi og í Frakklandi. Hann er stofnmeðlimur frönsku avant-garde sveitarinnar Vortex ásamt Soniu Cohen-Skalli en sveitin hefur verið starfandi frá því snemma á tíunda áratugnum. Nico unir sér vel á vettvangi tilraunkenndrar tónlistar en hún teygir anga sína til póstrokks og jafnvel hávaðatónlistar (e. noise). Hann fléttar saman ýmsum áferðum og blæbrigðum gítarsins svo úr verður áhrifaríkur og dáleiðandi vefur tóna.

Nico Guerrero hefur að undanförnu unnið í Frakklandi ásamt bandaríska tónskáldinu Rhys Chatham, nú síðast í sumar þar sem hann tók þátt í „The Rhys Ensemble of 100 guitars“ á ströndinni í Le Havre. Hann hefur einnig unnið að verki byggðu á hinum ævafornu sálmum Orfeusar með ítalska tónlistarmanninum Aima Lichtblau.

Nánari upplýsingar um listamanninn má nálgast hér:
www.nicoguerrero.com

Húsið opnar kl. 20:30 og miðaverð er 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

A concert with the French guitarist/composer Nico Guerrero.
Let's dive together into an infinite whirlwind of sonic spleen.

Doors at 20:30 - Starts at 21:00 - Tickets are 2.000 krónur.

About the artist:

Founder of the French band "Vortex" (Les Disques du Soleil et de l'Acier) with Sonia Cohen-Skalli in the early 90's, Nico Guerrero is an experimental guitarist and composer living in France and in Iceland, working on the electro-acoustic possibilities/transformations generated by electric guitar. Filtered through a chain of effects, reverbs and various occult alterations, the massive sound extends in resonant overtones and builds a deep sound space, hallucinatory and melancholic, specially in live situations.
In 2015, he's invited by the American composer Rhys Chatham in his Parisian studio for a musical creation in duet, and in summer 2018, Nico is section conductor in the Rhys Ensemble of 100 electric guitars on the beach at Le Havre.
He currently works on brand new sonic matters that he experiments on guitar solo in Europe venues, and composes with the Italian musician Aima Lichtblau a musical adaptation of the ancient Orphic hymns.

https://www.nicoguerrero.com

View Event →
Mill, Martin Ferdinand & S.hel
Jul
27
9:00 PM21:00

Mill, Martin Ferdinand & S.hel

Kaupa miða / Buy Tickets

Tónleikar með MillS.hel & Martin Ferdinand í Mengi föstudaginn 27. júlí kl. 21:00. 

Góðir gestir munu einning koma fram:
Edvard EgilssonSara BlandónAgnes Eyja GunnarsdóttirKristofer Rodriguez Svonuson & Árni Freyr

S.hel
https://soundcloud.com/shelmusique

Mill
https://soundcloud.com/milltunes

Martin Ferdinand
https://soundcloud.com/martinferdinand

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Mill, a Reykjavík based singer-songwriter is composing a song a day for a year and will share her favorites with you in Mengi. Her music is described as folk-pop accompanied by jazzy vocals. 

Martin Ferdinand s a french singer/songwriter with a soulful voice and earnest lyrics. This show is one of his first collaborative projects, and he will perform a few pieces written with S.hel as well as some of his own ballads.

Treading the line between electronica and neo-classical, S.hel incorporates piano as a major aspect of his music, accompanied by carefully crafted soundscapes.

S.hel
https://soundcloud.com/shelmusique

Mill
https://soundcloud.com/milltunes

Martin Ferdinand
https://soundcloud.com/martinferdinand

Guest performers and band:
Eðvarð Egilsson, Sara Blandon, Agnes Eyja GunnarsdóttirKristofer Rodriguez Svonuson & Árni Freyr

Doors at 20:30 - Tickets 2.000 krónur.Tónleikar með MillS.hel & Martin Ferdinand í Mengi föstudaginn 27. júlí kl. 21:00. 

Góðir gestir munu einning koma fram:
Edvard EgilssonSara BlandónAgnes Eyja GunnarsdóttirKristofer Rodriguez Svonuson & Árni Freyr

S.hel
https://soundcloud.com/shelmusique

Mill
https://soundcloud.com/milltunes

Martin Ferdinand
https://soundcloud.com/martinferdinand

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Mill, a Reykjavík based singer-songwriter is composing a song a day for a year and will share her favorites with you in Mengi. Her music is described as folk-pop accompanied by jazzy vocals. 

Martin Ferdinand s a french singer/songwriter with a soulful voice and earnest lyrics. This show is one of his first collaborative projects, and he will perform a few pieces written with S.hel as well as some of his own ballads.

Treading the line between electronica and neo-classical, S.hel incorporates piano as a major aspect of his music, accompanied by carefully crafted soundscapes.

S.hel
https://soundcloud.com/shelmusique

Mill
https://soundcloud.com/milltunes

Martin Ferdinand
https://soundcloud.com/martinferdinand

Guest performers and band:
Eðvarð Egilsson, Sara Blandon, Agnes Eyja GunnarsdóttirKristofer Rodriguez Svonuson & Árni Freyr

Doors at 20:30 - Tickets 2.000 krónur.

View Event →