Raflost Raflistahátíð 2019
May
23
to May 25

Raflost Raflistahátíð 2019

RAFLOST is a festival of electronic- and media arts in Reykjavik, Iceland.

The festival brings together artists of various art forms, music, visual arts, dance, science, hackers, media art, students etc. for exploring art technology in today’s maker culture.

The RAFLOST festival is aiming to stimulate the Reykjavik electronic art scene, students of the Iceland University of the Arts, the DIY computer and electronics hacker community, and experimental organisations like S.L.Á.T.U.R. and other artists of the Icelandic fringe art scene. Also, international artists and students have participated in the festival from the beginning, creating a valuable link between local and global experimental scenes.

Tickets TBA!
See you at Raflost 2019!

View Event →
Una Útgáfuhús | Það er alltaf eitthvað
May
29
8:00 PM20:00

Una Útgáfuhús | Það er alltaf eitthvað

Haldið verður útgáfuhóf í Mengi, miðvikudaginn 29. maí frá 20 - 22 í tilefni úgáfu nýs rits;
Það er alltaf eitthvað. Frítt inn og öll velkomin!

Tólf höfundar tylla sér á skáldabekk með
fjölbreyttu safni smásagna þar sem andi
Rimbauds og Guðrúnar frá Lundi svífur
yfir vötnum innan um gargandi máva,
konuna sem átti fjörutíu og sjö systkini,
sendiherrafrúna, pervertinn í lestinni
og þokkadísina Nansí. Auk þess koma við
sögu ungbörn, aldraðir, ástfangnir,
andlitslausir, sorgmæddir og sviknir.
Það er alltaf eitthvað.

Höfundar:

Anna Björg Siggeirsdóttir
Einar Kári Jóhannsson
Freyja Auðunsdóttir
Gunnhildur Jónatansdóttir
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
Karítas Hrundar Pálsdóttir
Katrín Vinther
Kristófer Páll Viðarsson
Rut Guðnadóttir
Sólveig Johnsen
Sólveig Eir Stewart
Stefanía dóttir Páls

Ritstjórar:

Arna Guðríður S. Sigurðardóttir
Kolbrún M. Hrafnsdóttir
Kristín Arna Jónsdóttir
Sunneva Kristín Sigurðardóttir
Tryggvi Steinn Sturluson

View Event →
Reykjavík Midsummer Music: Næturtónar | Night Music
Jun
21
to Jun 22

Reykjavík Midsummer Music: Næturtónar | Night Music

Næturtónar – Night Music 
(off-venue í Mengi)

23:15 - 0:00 Mengi - Óðinsgata 2, 101 Reykjavík

Á þessum miðnæturtónleikum í Mengi mætast sannarlega ljós og skuggar, en þeir hefjast á meistaraverki eistneska tónskáldsins Arvo Pärt, Fratres. Verkið var meðal þeirra fyrstu sem tónskáldið samdi í hinum þýða og tæra tintinnabuli-stíl sínum eftir áralanga þögn. Hin verkin tvö á efnisskránni eru eftir staðartónskáld hátíðarinnar í ár, Mark Simpson, en hann er meðal fremstu tónlistarmanna sinnar kynslóðar í Bretlandi og hefur á síðustu árum vakið athygli víða um heim bæði sem tónskáld og klarinettuleikari. Hið fyrra, Darkness Moves, er fyrir einleiksklarinett og flutt af tónskáldinu sjálfu, en verkið dregur nafn sitt af titli ljóðasafns belgíska skáldsins Henri Michaux. Síðara verkið var samið fyrir sellóleikarann Leonard Elschenbroich sem frumflutti það í Wigmore Hall, og leikur það aftur hér í kvöld. Bæði verk eru á mörkum þessa heims og annars, á köflum martraðarkennd en öðrum stundum eins og hrífandi draumar, órar eða skynvillur – tónlistin býr yfir kraftmiklum hvötum en líka fíngerðum blæbrigðum.

Handhafar hátíðarpassa fá helmingsafslátt af miðaverði á utandagskrártónleikana í Mengi, en fullt miðaverð er 3.000 kr.

Dagskrá

Arvo Pärt: Fratres
Mark Simpson: Darkness Moves
Mark Simpson: Night Music

Listafólk

Leonard Elschenbroich, Yura Lee, Víkingur Ólafsson, Mark Simpson

View Event →
Reykjavík Midsummer Music: Roedelius
Jun
22
to Jun 23

Reykjavík Midsummer Music: Roedelius

Roedelius 
(off-venue í Mengi)

23:15 Mengi - Óðinsgata 2, 101 Reykjavík

Hans-Joachim Roedelius hefur um áratugaskeið verið í forystusveit sveimkenndrar raftónlistar og haft ómælanleg áhrif á tónlistarmenn á öllum aldri og um allan heim. Þessi síspræki 85 ára gamli meistari, sem hóf ferilinn með sveitunum Cluster og Harmonia á áttunda áratugi síðustu aldar, heldur áfram að hrífa og koma á óvart en undanfarin ár hafa verið honum með eindæmum gjöful og skapandi. Á björtu síðkvöldi í Mengi býður Roedelius í enn eina óvissuferðina, ævintýralegan hljóðleiðangur ásamt öðrum listamönnum hátíðarinnar.

Handhafar hátíðarpassa fá helmingsafslátt af miðaverði á utandagskrártónleikana í Mengi, en fullt miðaverð er 3.000 kr.

Dagskrá

Roedelius: Verk og spuni

Listafólk

Roedelius, Yura Lee, Víkingur Ólafsson

View Event →

Flamenco Dúó | Jacób de Carmen & Reynir Hauksson
May
22
9:00 PM21:00

Flamenco Dúó | Jacób de Carmen & Reynir Hauksson

Kaupa miða / Buy tickets

Til að hita upp fyrir sýningarnar Flamenco á Íslandi! í Salnum í Kópavogi verða settir upp 3 dúett tónleikar. Þar koma fram söngvarinn Jacób de Carmen og gítarleikarinn Reynir Hauksson.

Flamenco söngvarinn Jacób de Carmen hefur unnið sem söngvari seinustu 15 árin við góðan orðstír í Granada, Spáni. Jacób hefur komið fram á helstu Flamenco hátíðum Andalúsíu sem og víðar um Evrópu. Hann er að koma til Íslands í annað sinn.

Reynir Hauksson er íslenskur Flamenco gítarleikari búsettur á Spáni. Reynir hefur stundað það seinustu ár að kynna Flamenco fyrir íslendingum með allskyns Flamenco viðburðum, sem einleikari og með hljómsveitum.

Húsið opnar kl. 20:30 | Viðburðurinn hefst kl. 21:00 | Miðaverð er 3.000 kr.

∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞ 

To warm up for the Flamenco show held in Salurinn the 25. of may the spanish singer Jacób de Carmen along with icelandic Flamenco guitarist Reynir Hauksson will perform a duet concert in Mengi. There you will get a chance to hear the profound sounds of Cante Jondo, the Flamenco singing.

Jacób de Carmen has been an active member of the Flamenco scene in Andalucía for the past 15 years. He has performed in the mayor festivals in Andalucía as well as in other european countries.

Reynir Hauksson is an icelandic musician, based in Granada, where he works as a Flamenco guitarist. For the past years he has been performing Flamenco in Iceland, as a soloist and with spanish Flamenco artists, to promote this remarkable art in his native country.

Flamenco is still rarely performed in Iceland, this might been the only chance this year to hear this remarkable music being performed in Iceland.

Door open at 8:30pm | Starts at 9pm | Tickets cost 3.000 kr.


View Event →
SMENGI #5 | Smekkleysa x Mengi
May
18
2:00 PM14:00

SMENGI #5 | Smekkleysa x Mengi

elsku smekkleysingjar og mengistar!

við teljum í
SMENGI #5
þar sem sneisafull dagskrá verður opin öllum frá 14 til 18

að venju hefjast leikar smekkleysumegin á skólavörðustíg 16 þar sem ýmsir plötusnúðar munu deila tónlist

.

við tilkynnum plötusnúða á næstunni ~ sjáumst sem flest á SMENGI fimm!


Smekkleysa & MENGI

View Event →
Úlfur Eldjárn | Aristókrasía
May
17
9:00 PM21:00

Úlfur Eldjárn | Aristókrasía

Aristókrasía | Úlfur Eldjárn

Úlfur Eldjárn kemur fram á tónleikum í Mengi undir merkjum hliðarverkefnis síns, Aristókrasía. Hann mun flytja nýja raftónllist og verk í vinnslu sem hann hefur í hyggju að gefa út í náinni framtíð.

Tónlistin er að sögn Úlfs endurtekningagjörn og hreinsandi fyrir líkama og sál, íhugul innri danstónlist fyrir sálarlífið. Verkefnið er óbeint framhald af plötu Úlfs, The Aristókrasía Project, og er m.a. undir áhrifum frá þýskri kosmískri raftónlist frá 8. áratugnum, sóvéskri eróbiktónlist, Ítaló Diskói, Art of Noise, Alan Vega, Yello o.fl. o.fl.

Úlfur Edjárn hefur samið ógrynni tónlistar fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús, auk eigin tónlistar. Meðal tónverka hans eru gagnvirku verkin Strengjakvartettinn endalausi og Reykjavík GPS sem var frumflutt á Listahátíð Reykjavíkur 2018. Úlfur er auk þess meðlimur í Orgelkvartettinum Apparat og nýlega endurgerði hann lag Null + Void og hinn goðsagnakenndara söngvara Dave Gahan (Depeche Mode).

---

Úlfur.

ulfureldjarn.com
muskat.is


Húsið opnar kl. 20:30 | Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 | Miðaverð er 2.500 kr.

∞ ∞ ∞

Úlfur Eldjárn will be performing at Mengi, under his electronic side project alias, Aristókrasía.
He’s going to perform new electronic music and works in progress. The music, according to Úlfur, is repetitive and cleansing for body and soul, a sort of introspective inner dance music for the spirit. The project is a follow up to his record, The Aristókrasía Project, and sites influences such as the German wave of “kosmische” electronic music in the 70’s, Soviet Aerobic work out music, Italo Disco, Art of Noise, Alan Vega, Yello and more and more. Úlfur Eldjárn has composed steadily for film, TV and theatre, along his own musical projects. Among his compositions are the interactive works, The Infinite String Quartet and Reykjavík GPS which premiered last year at the Reykjavík Arts Festival. Úlfur is also a member of Apparat Organ Quartet and recently he created a rework of the song ‘Where I Wait’ by electronic act Null + Void and Dave Gahan, legendary singer of Depeche Mode. Doors open at 20:30 | Concert starts at 21:00 | Tickets: 2.500 kr.  
Úlfur Eldjárn will be performing at Mengi, under his electronic side project alias, Aristókrasía. He’s going to perform new electronic music and works in progress. The music, according to Úlfur, is repetitive and cleansing for body and soul, a sort of introspective inner dance music for the spirit. The project is a follow up to his record, The Aristókrasía Project, and sites influences such as the German wave of “kosmische” electronic music in the 70’s, Soviet Aerobic work out music, Italo Disco, Art of Noise, Alan Vega, Yello and more and more. Úlfur Eldjárn has composed steadily for film, TV and theatre, along his own musical projects. Among his compositions are the interactive works, The Infinite String Quartet and Reykjavík GPS which premiered last year at the Reykjavík Arts Festival. Úlfur is also a member of Apparat Organ Quartet and recently he created a rework of the song ‘Where I Wait’ by electronic act Null + Void and Dave Gahan, legendary singer of Depeche Mode.

—-

Úlfur.

ulfureldjarn.com
muskat.is

Doors open at 8:30 | Event starts at 9pm | Tickets 2.500 kr.

View Event →
GÁRUR | Guðmundur Ari Arnalds, Snorri Skúlason, Maria-Carmela, Daniele Girolamo & Paola Fecarotta
May
16
9:00 PM21:00

GÁRUR | Guðmundur Ari Arnalds, Snorri Skúlason, Maria-Carmela, Daniele Girolamo & Paola Fecarotta

GÁRUR

“…to stand there, to look at this life withdrawing for all eternity into death in the human and natural landscape, and to depict what is before him when he looks up from the blank canvas: that is everything…” -Krasznahorkai

Gárur is an improvised performance piece for 5 musicians.

Performers are
Snorri Skúlason - double bass
Maria-Carmela Raso - voice
Paola Fecarotta - voice & trumpet
Daniele Girolamo - guitar
Guðmundur Arnalds - electronics

Doors open at 8:30 pm | Event starts at 9pm | Tickets are 2.000 krónur

View Event →
Þegar öllu er á botninn hvolft eftir Braga Árnason | AUKASÝNING
May
12
8:00 PM20:00

Þegar öllu er á botninn hvolft eftir Braga Árnason | AUKASÝNING

Þegar öllu er á botninn hvolft eftir Braga Árnason.

AUKASÝNING:

Nýr Söngleikur, byggður á einlægri sögu sviðslistamannsins Braga Árnasonar um það hvernig hann tókst á við lífið, listina, drauma og ástir en umfram allt sjálfan sig í stórborginni Lundúnum þar sem ýmsar kynjaverur urðu á vegi hans og stutt var oft milli hláturs og gráturs.

Hlutverk:
Bragi Árnason & Kristín Pétursdóttir

Hljómsveit:
Sindri Freyr Steinsson
Jukka Nylund
Steinunn Björg Ólafsdóttir
Tryggvi Þór Pétursson
Örvar Erling Árnason

Húsið opnar kl. 19:30 | Sýningin hefst kl. 20 | Miðaverð 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Another performance:

Þegar öllu er á botninn hvolft, an autobiographical musical by Bragi Árnason

A new musical based on the experiences of performance artist Bragi Árnason about how he copes with life, art, dreams and love but a above all else himself in the big city of London where he meets all sorts of people and creatures, and where laughter and crying is always around the corner.

Performers:
Bragi Árnason & Kristín Pétursdóttir

Band:
Sindri Freyr Steinsson
Jukka Nylund
Steinunn Björg Ólafsdóttir
Tryggvi Þór Pétursson
Örvar Erling Árnason

Doors at 19:30 | Show Starts 20:00 | Tickets 2.000 kr.

View Event →
Frumsýning | Franz Müller's Wire Spring (adapted by Roi Alter)
May
11
9:00 PM21:00

Frumsýning | Franz Müller's Wire Spring (adapted by Roi Alter)

*SCROLL FOR ENGLISH

Það stendur maður þarna. Hann yrðir ekkert, hann svarar engum, hann hreyfir sig ekki, hann stendur bara.Franz Müller’s Wire Spring (Franz Müllers Drahtfrühling) er smásaga skrifuð árið 1922 af þýska dAdA listamanninum Kurt Schwitters (1887-1948). Sagan var þýdd, sett upp sem leiksýning, og að lokum gerð að kvikmynd af myndlistarmanninum Roi Alter.

Saga Schwitters snýst um mann sem einfaldlega stendur í almenningsrými og með kyrrstöðu sinni veldur óeirðum sem leiða til byltingarinnar miklu. Maður þessi er Franz Müller og stendur hann sem tákn fyrir listina sjálfa, óhlýðni, óhagkvæmni, og fyrir Schwitters sjálfan sem var eini dAdA listamaður heimabæs síns Hanover. Schwitters var talinn skrítinn af samtímafólki sínu og var ekki með í félagi annarra dAdA listamanna síns tíma.

Núna nærri hundrað árum eftir fyrstu útgáfu Franz Müllers Drahtfrühling hefur sagan verið færð yfir á hvíta tjaldið og gerist hún inní svörtum kassa þar sem þrír leikendur ásamt skúlptúrum, munum og lágtæknilegum brellum endurupplifa viðburðina í Franz Müller’s Wire Spring þar sem byltinging mikla brýst út í frjálsu borginni Revon (raðhverfa á Hanover).

Í aðalhlutverkum myndarinnar eru þau Styrmir Örn Guðmundsson myndlistarmaður, Anat Spiegel tónlistarkona, og Daniel Rovai leikari og trúður.

Lengd myndar er 35 mínútur.
Aðgangseyrir: 1000,-Roi Alter (IL, 1980) er myndlistarmaður, leikstjóri og þýðandi. Hann útskrifaðist með BFA gráðu úr Bezalel Academy for Art and Design í Jerúsalem og seinna með MFA gráðu úr Sandberg Institute í Amsterdam. Roi hefur tekið þátt í fjölda einka- og hópsýninga í Ísrael, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu og Grikklandi.

Styrmir Örn Guðmundsson (IS, 1984) er myndlistar- og sögumaður. Í verkum sínum skiptir Styrmir iðulega um ham á milli þess að teikna, smíða hluti, fremja gjörninga og semja tónlist. Nýlega gaf Styrmir út sína fyrstu breiðskífu á vínil sem ber heitið ‘What Am I Doing With My Life?’ og er avant-garde hipp hopp plata unnin í samstarfi við Læknadeildina.

Anat Spiegel (NL/IL) er söngkona og tónskáld sem tileinkar sér ýmis form sviðslistar og rokktónlistar. Anat er lærð í djazzi, leiklist og klassískri tónlist og hefur skapað með sér einstakt raddsvið sem hún notfærir sér á fjölbreytilegan hátt í list sinni sem spannar allt frá dansi yfir í nútíma klassíska tónlist.

Daniel Rovai (FR, 1957) hefur unnið mestan hluta lífs síns með alþjóðlegum leikhópum sem ferðast um götur og vegi Evrópu og hafa sett upp leikverk á vinsælum götuleiklistarhátíðum. Daniel vinnur með hópum en skapar einnig einn síns liðs. Hann hefur leikið í mörgum kvikmyndum og semur tónlist. Daniel Rovai er sannur Evrópskur listamaður og leikari.


∞  ∞  ∞  ∞  ∞ 


ENGLISH:

A man is standing there. He doesn’t speak, he doesn’t answer, he doesn't move, he simply stands.Franz Müller’s Wire Spring (Franz Müllers Drahtfrühling) is a short story composed by German dAdA artist Kurt Schwitters (1887-1948) in 1922. It was translated, adapted to theater, and later to film, by artist and translator Roi Alter.

Schwitters’s story revolves around a man who is simply standing there, and by doing so causes the outbreak of chaos that leads to the great glorious revolution. That man is Franz Müller, whose character comes to symbolize Art, Disobedience, Inefficiency, and in a way also Schwitters himself, who as the only dAdA artist in his home town of Hanover, was regarded a weirdo, and had no community of other dAdA artists where he could

have blend in.

Almost a 100 years after the first publication of Franz Müllers Drahtfrühling, the story comes to life as a cinematic piece taking place in a theatrical black-box, where three performers, along with the different stage elements and low-tech special effects, re-enact and experience anew the events of Franz Müller’s Wire Spring and outbreak of the great glorious revolution in the free city Revon.

Starring in the movie are artist and performer Styrmir Örn Guðmundsson, musician and composer Anat Spiegel, and actor and clown Daniel Rovai.

Also contributed: Adi Mozes (Camera and cinematography), Thomas Myrmel (Sound and Special Effects), Dan Lavi (Sound Mix), and many others, in Israel, Germany, and The Netherlands.

Doors at 8:30pm | Screening starts 9pm | Tickets 1000 kr.

View Event →
Flaaryr | 8 new ways to play jenga
May
10
9:00 PM21:00

Flaaryr | 8 new ways to play jenga

Flaaryr er verkefni tónlistarmannsins Diego Manatrizio frá Argentínu, en hann starfar í Reykjavík. Þrátt fyrir að hann bindur tónlist sína ekki við neina ákveðna tónlistarstefnu þá má finna í henni eiginleika úr mismunandi stefnum á borð við minimalisma, reiknirokki (math rock), síðrokki (post rock) og noise tónlist.

Verkefnið Flaaryr varð til í lok árs 2017, þegar Diego samdi frumsamin tónverk sem áttu eftir að vera undirstöður plötunnar 8 nuevas formas de jugar al jenga (8 nýjar leiðir til þess að spila jenga) sem hann spilaði svo víðsvegar um Buenos Aires.
Platan samanstendur af 8 verkum fyrir klassískan gítar, þar sem hann beitir mismunandi aðferðum á hljóðfærið og nær að kalla fram gífurlega fjölbreytt hljóð.

Flaaryr mun flytja verk af plötunni og einnig óútgefið efni.

Hurð opnar 8:30 | Viðburður hefst 9:00 | Miðaverð 2.000 kr.

Hægt er að nálgast tónlist Flaaryr hér:
https://www.flaaryr.bandcamp.com
https://www.bit.ly/flaaryrspotify
https://www.bit.ly/flaaryryoutube
https://www.instagram.com/flaaryr
https://www.facebook.com/flaaryr

∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞ 

Flaaryr is Diego Manatrizio, Reykjavík based experimental musician, composer and guitarist from Buenos Aires, Argentina.
Although he prefers not to frame himself into any particular genre, his style mixes elements of minimalism, math rock, post rock and noise.
Flaaryr's music is strongly characterized by meticulous looping, rhythmic experimentation and the use of extended techniques.

The project begins at the end of 2017, creating original compositions that in June 2018 were embodied in the album 8 nuevas formas de jugar al jenga (8 new ways to play jenga) recorded independently and presented live at diverse venues in Buenos Aires.
The album consists of 8 pieces for classical guitar looped and prepared, in which the intervention of the instrument by objects far from the conventional execution generates a wide variety of timbres and textures.

Flaaryr will perform music from the album and some new unreleased pieces.

Doors open at 8:30 pm | Event starts at 9pm | Tickets are 2.000 kr.

https://www.flaaryr.bandcamp.com/
https://www.bit.ly/flaaryrspotify
https://www.bit.ly/flaaryryoutube
https://www.instagram.com/flaaryr
https://www.facebook.com/flaaryr

View Event →
CANCELLED/POSTPONED Umbra | Mæður og meyjar
May
9
9:00 PM21:00

CANCELLED/POSTPONED Umbra | Mæður og meyjar

ATH!
Því miður verður tónleikum Umbru sem áttu að fara fram í kvöld frestað vegna veikinda. Ný dagsetning verður ákveðin síðar.

PSA!
Unfortunately, due to illness, tonight’s concert with Umbra has been postponed. We apologise for the inconvenience.

Umbra flytur norræn þjóðlög og sagnadansa ásamt Maríusöngvum og dönsum frá Katalóníu, nánar tiltekið úr hinu fræga handriti Llibre vermell.

UMBRA var stofnuð haustið 2014 og er skipuð fjórum atvinnutónlistarkonum;

Alexöndru Kjeld, Arngerði Maríu Árnadóttur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur. Hafa þær í sameiningu skapað sinn eigin hljóðheim sem hefur fornan blæ og oft dimman undirtón. Umbra leggur áherslu á að skapa eigin útsetningar á fornu tónefni og vinna markvisst með þann hljóðheim sem hlýst af samsetningu upprunahljóðfæra og samsöngs.

Umbra gaf út tvær plötur hjá plötuútgáfunni Dimmu árið 2018. Annarsvegar plötuna “Úr myrkinu” sem kom út í apríl 2018 og inniheldur forn lög úr evrópskum handritum sem tengjast dekkri hliðum mannlegrar tilveru og svo hinsvegar jólaplötuna “Sólhvörf” sem kom út í nóvember 2018.

Báðar plötur Umbru hlutu tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 sem plata ársins í flokki þjóðlagatónlistar og bar sú síðari, “Sólhvörf”, sigur úr býtum á hátíðinni þann 13. mars s.l.

Umsögn dómnefndar um plötuna:
“Á Sólhvörfum tekur Umbra hlustandann í heillandi ferðalag þar sem tónlist tengd dimmum vetrardögum er í forgrunni. Lögin eru sum hver vel þekkt en önnur minna, en eiga það sameiginlegt að vera framúrskarandi útsett og flutt af þessum frábæra hópi tónlistarkvenna. Virkilega vönduð plata.”

Húsið opnar kl. 20:30 | Miðaverð er 2.500 krónur.

View Event →
Richard Andersson, Matthías Hemstock & Óskar Guðjónsson
May
4
9:00 PM21:00

Richard Andersson, Matthías Hemstock & Óskar Guðjónsson

Árið 2013 flutti danski bassaleikarinn og tónskáldið Richard Andersson til Íslands til að kynna sér menningu og tónlistarsenu landsins. Hann tengdist fljótlega öðru tónlistarfólki þar á meðal saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni og trommuleikaranum Matthíasi Hemstock. Síðan þá hafa þeir starfað saman undir nafninu Richard Andersson NOR.

Tríóið hefur á efnisskránni lög af annarri plötu þeirra, The six of us, sem frumflutt var á Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2018.

Markmið tónlistarmannanna þriggja er að flytja lög sem eru í grunninn melódísk og ljóðræn en gefa þeim um leið tækifæri til að leita inn á tilraunakenndari svið í persónulegri nálgun sinni.

Í tilefni af útgáfu annarrar skífu þeirra er komið að tónleikaferð um Vestfirði, Norðurland og Suðvesturland í maí.

Húsið opnar kl. 20:30 | Tónleikarnir hefjast 21 | Miðaverð er 2.500 kr.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

“Richard Andersson NOR” visiting Iceland in May

During the Reykjavik Jazzfestival 2018 Richard Andersson NOR premiered their second album release entitled ”The six of us”. In May the Danish-Icelandic jazz trio will be back in Iceland performing three concerts in Reykjavik, Isafjordur and Siglufjordur.

Richard Andersson, double bass
Óskar Guðjónsson, tenor saxophone
Matthías Hemstock, drums

Richard Andersson NOR is a strong symbiosis between two cultures within a modern American jazz idiom, The trio plays the music of Andersson which is characterized by its clarity and simplicity. Yet the trio executes the music in a manner that is both complex and even avantgardistic at times. The goal for these three musicians is to bring forward music that is melodic and poetic in its foundation but holds the opportunity to seek more odd corners of their individual musicality.

“Our newest album, “The six of us”, is a tribute to family life”, Richard Andersson says, “All three of us are devoted family fathers and I recently became a father for the fourth time turning my family into a family of six”.

The pieces Andersson wrote for this album are all dedicated to life with his family. At the same time Andersson emphasizes the fact that the trio itself also has grown to become a powerful unit somewhat similar to the one you find in a family. “Not only have Matti, Oskar and I established a unique musical relationship over the years, we have also built a strong friendship that I really appreciate. I feel, that all three of us really bring both our musical and our personal relationship into play when we enter the music. In that sense it’s not the three of us on stage, but the six of us.... “

”The trio does sound as a tight unit, with a strong, emphatic interplay, as of a close family but of the Scandinavian kind, well-behaved, quiet and gentle.” (Eyal Hareuveni/Salt Peanuts)

Doors open at 8.30 | The event starts at 9pm

View Event →
Kristín Anna
May
3
9:00 PM21:00

Kristín Anna

Hin eina sanna Kristín Anna mun flytja efni fyrir píanó og rödd í Mengi föstudaginn 3. maí ásamt tónskáldunum Inga Garðari Erlendssyni, Páli Ivani frá Eiðum og Áka Ásgeirssyni.
Kristínu þarf vart að kynna, en hún hefur verið nokkurs konar hússkáld Mengis frá upphafi.

Hún hóf tónlistarferil sinn með hljómsveitinni múm árið 1998. Undir nafninu Kría Brekkan byrjaði hún að spila eigið efni fyrir píanó og gaf út plötur undir því nafni frá árunum 2006 til 2015. Árið 2015 gaf hún út plötuna Howl sem innihélt spunakennda ambient tónlist hjá tónlistarútgáfu Ragnars Kjartanssonar Bel-Air Glamour Records.

Kristín Anna hefur unnið með listafólki á borð við Animal Collective, Mice Parade, Slowblow, Aaron and Bryce Dessners, Guy Maddin, Feneyjar-farann Hrafnhildi Arnardóttur og Ragnar Kjartansson.

Hún gaf nýverið út plötuna I Must be the Devil hjá plötufyrirtækinu Bel-Air Glamour við góðar undirtektir og hélt í kjölfarið dásamlega tónleika í Dómkirkjunni.
Þeir sem misstu af útgáfutónleikunum geta því glaðst og notið tónleikanna í Mengi næstkomandi föstudag!

Húsið opnar 20:30 - Tónleikar Hefjast 21:00 - Miðaverð 2.500kr.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Kristín Anna will perform new and old material for piano and voice in Mengi next Friday, May the 3rd.

Kristín Anna started her musical career in the band múm in 1998. As Kría Brekkan she started performing her piano music and put out off-the radar releases between 2006 – 2015. In 2015 she released an improvised ambient album and art title HOWL on Ragnar Kjartansson´s Bel-Air Glamour Records.

In march 2019 she released her much anticipated album "I Must Be The Devil" come out on Bel-Air Glamour via Vinyl Factory.

Kristín Anna has collaborated with artist such as Animal Collective, Mice Parade, Slowblow, Aaron and Bryce Dessners, Guy Maddin, Hrafnhildur Arnardóttir and Ragnar Kjartansson.

Doors at 20:30 - Show Starts 21:00 - Tickets 2.500kr.

View Event →
Útgáfuhóf | o.s.frv. (og þar fram eftir götunum) e. Karítas M. Bjarkadóttur
May
2
5:00 PM17:00

Útgáfuhóf | o.s.frv. (og þar fram eftir götunum) e. Karítas M. Bjarkadóttur

Góðir hálsar!

Þann 2. maí kemur fjórða ljóðabók Karítasar M. Bjarkadóttur út, sú þriðja og síðasta í skammstöfunarröðinni.
Bókin, o.s.frv. (og þar frameftir götunum) kemur út í samstarfi við post-dreifingu útgáfu.
Af því tilefni verður útgáfuhóf í Mengi milli 17 og 19.30 þar sem bókin verður meðal annars til sölu á litlar 1.500 krónur.

Teikning kápu er eftir Sindra Franz, sem myndskreytir bókina líka að innan.


Ljóðskáldin sem ætla að lesa með Karitas á fimmtudaginn eru eftirfarandi;
Hólmfríður Hafliðadóttir
Jana Björg Þorvaldsdóttir
Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir

Húsið opnar kl. 16:30 | Viðburðurinn hefst kl. 17:00 | Frítt inn og öll velkomin!

View Event →
Spiccatio Stings | British Music & Icelandic Folk Songs
May
1
5:00 PM17:00

Spiccatio Stings | British Music & Icelandic Folk Songs

Meðlimir strengjasveitarinnar Spiccato hafa undanfarin ár einbeitt sér að barokktónlist en á tónleikum í Mengi 1. maí munu þeir leika barokk í bland við þjóðlega tónlist frá Bretlandi og Íslandi.
Þar að auki mun hópurinn koma fram í smækkaðri mynd að þessu sinni og leika kammermúsík.

Strengjasveitin Spiccato: Gréta Rún Snorradóttir, Kristján Matthíasson, María Weiss, Martin Frewer, Páll Hannesson, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Þórunn Harðardóttir, Þórdís Gerður Jónsdóttir.

William Boyce – Symphony No.4 in F

 1. Allegro

 2. Vivace ma non troppo

 3. Gavotte

Henry Purcell – Suite from The Fairy Queen

 1. Act III: Overture - Symphony while the swans come forward

 2. First music: Prelude 

 3. First music: Hornpipe 

 4. Second music: Rondeau 

 5. Act III: Dance for the Green Men 

 6. Act III: Dance for the Fairies 

 7. Act V: Chaconne - Dance of Chinese Man and Woman 

Martin Frewer - Icelandic Folksongs 

 1. Sumri hallar - Austankaldinn á oss blés 

 2. Harvest Festival (Dance): Rumba - Dóttir spurði móðir sín, Fast Waltz - Frisakvæði, Conga - Krummi krunkar úti 

 3. Sofðu unga ástin mín 

 4. Dalvísa - Fífilbrekka

 5. Móðir mín í kví, kví 

 6. Revelation I Happiness:  Látum af hárri heiðurbrún, Gefðu að móðurmálið mitt, Kindur jarma í korfunum 

 7. Revelation V: Cooperation: Cha Cha Cha - Magnús raular, Slow Waltz - Kvölda tekur sest er sól, Tango - Siglingavísur

Georg Friedrich Händel – Concerto Grosso op. 6 No.11 í A major 

 1. Andante larghetto, e staccato 

 2. Allegro 

 3. Largo 

 4. Andante 

 5. Allegro  

William Boyce – Symphony No.2 in A: Ode for the King's Birthday

 1. Allegro assai.

  Húsið opnar kl. 16:30 | Miðaverð er 2.500 kr.

  ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞


Spiccatio Strings are a string Orchestra that plays mostly baroque music.
They perform for the first time at Mengi on May 1st.

Program:

William Boyce – Symphony No.4 in F

 1. Allegro

 2. Vivace ma non troppo

 3. Gavotte

Henry Purcell – Suite from The Fairy Queen

 1. Act III: Overture - Symphony while the swans come forward

 2. First music: Prelude 

 3. First music: Hornpipe 

 4. Second music: Rondeau 

 5. Act III: Dance for the Green Men 

 6. Act III: Dance for the Fairies 

 7. Act V: Chaconne - Dance of Chinese Man and Woman 

Martin Frewer - Icelandic Folksongs 

 1. Sumri hallar - Austankaldinn á oss blés 

 2. Harvest Festival (Dance): Rumba - Dóttir spurði móðir sín, Fast Waltz - Frisakvæði, Conga - Krummi krunkar úti 

 3. Sofðu unga ástin mín 

 4. Dalvísa - Fífilbrekka

 5. Móðir mín í kví, kví 

 6. Revelation I Happiness:  Látum af hárri heiðurbrún, Gefðu að móðurmálið mitt, Kindur jarma í korfunum 

 7. Revelation V: Cooperation: Cha Cha Cha - Magnús raular, Slow Waltz - Kvölda tekur sest er sól, Tango - Siglingavísur

Georg Friedrich Händel – Concerto Grosso op. 6 No.11 í A major 

 1. Andante larghetto, e staccato 

 2. Allegro 

 3. Largo 

 4. Andante 

 5. Allegro  

William Boyce – Symphony No.2 in A: Ode for the King's Birthday

 1. Allegro assai.

Starts at 5pm | Doors at 4:30 pm | Tickets 2500kr

View Event →
Duo Harpverk & Lilja María Ásmundsdóttir
Apr
27
9:00 PM21:00

Duo Harpverk & Lilja María Ásmundsdóttir


Laugardaginn 27. apríl kl. 21:00 í Mengi verður frumflutt nýtt verk eftir Lilju Maríu Ásmundsdóttur sem samið var fyrir Duo Harpverk og hljóð- og ljósskúptúrinn Huldu.
Duo Harpverk er skipað Katie Buckley, hörpuleikara og Frank Aarnink, slagverksleikara. 
Hljóð- og ljósskúlptúrinn Hulda er strengjahljóðfæri með innbyggðum ljósabúnaði sem stýrist af því hvernig leikið er á hljóðfærið. Skúlptúrinn var hannaður af Lilju Maríu. Þegar leikið er á skúlptúrinn fyllist rýmið umhverfis Huldu af hljóðum, munstrum, skuggum og litum sem eru á stöðugri breytingu.

Verkið er í fjórum köflum:

I. Það augnar í loftberan himin

II. Liggur í leyni

III. Það augnar í opið hjarta

IV. Augasteinar molna í hendur mínar

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.500 krónur.

Verkið var pantað af Duo Harpverk og styrkt af Tónskáldasjóði RÚV og STEFs. 

http://duoharpverk.com/
https://www.liljamaria.com/

∞ ∞ ∞

A new composition by Lilja María Ásmundsdóttir will be premiered on the 27th of April at 21:00 at Mengi. The piece was written for Duo Harpverk and the sound and light sculpture Hulda.
The members of Duo Harpverk are Katie Buckley, harpist and Frank Aarnink, percussionist. 
The sound and light sculpture Hulda is a string instrument with built in lights. It was designed by Lilja María. When the sculpture is played the surroundings are filled with sounds, patterns, shadows and colours that are constantly changing.

The piece is in four movements:

I. A glimpse of a clear sky

II. Lies in hiding

III. A glimpse of an open heart

IV. Eyes turn to pebbles in my hands


The doors open at 8.30pm - Tickets are 2.500 krónur.

The work was written at the request of Duo Harpverk and the project was funded by Tónskáldasjóður RÚV og STEFs.

http://duoharpverk.com/
https://www.liljamaria.com/

View Event →
Shapes of Time | Special guest : Eiríkur Orri
Apr
26
9:00 PM21:00

Shapes of Time | Special guest : Eiríkur Orri

Shapes of Time
Oene van Geel - víóla
Mark Haanstra - bassi
Raphael Vanoli - gítar
Udo Prinsen - visúalar

sérstakur gestur
Eiríkur Orri Ólafsson á trompet

Oene van Geel & Mark Haanstra hafa spilað saman í um 20 ár. Þeir spila fjölbreytta tónlist - allt frá djass yfir í klassík, indverska tónlist yfir í popp. Þessi fjölbreytileiki gerir tónlist þeirra einstaka og ná þeir miklum árangri með því að spilu einungis á víólu og bassa.

Þeir hafa þó einnig lagt mikið úr samstarfi með öðrum og unnið verk/bók með gítaristanum Raphael Vanoli & sjónlistamanninum Udo Prinsen sem kallast Shapes of time sem sameinar myndir og hljóð.

Tónleikarnir eru styrktir af Hollenska sendiráðinu.

Húsið opnar 8.30 | Miðaverð 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Shapes of Time
Oene van Geel - viola
Mark Haanstra - bass
Raphael Vanoli - guitar
Udo Prinsen - visuals

special guest
Eiríkur Orri Ólafsson - trumpet

Oene van Geel and Mark Haanstra share a musical history of more than twenty years. Traversing eclectic musical genres - jazz to classical, Indian to pop music - has led them to a surprisingly original idiom. Equipped with only a viola and a bass guitar, they have achieved an equally surprising contrast, with what is essentially the smallest ‘band’ possible.

The duo started when they recorded three tracks in May 2016 for Oene van Geel's acclaimed solo album 'Sudoku.’ Dutch audiences immediately noticed and soon thereafter they were performing on major festivals and venues in the Netherlands.

There’s no hiding in a duo, and this unique instrumentation turned out to be the perfect vehicle to communicate with each other and their audiences, directly and intimately.

Their investigative and open attitude invites new collaborations. This became very clear in their new release ‘Shapes of Time.’ Together with visual artist Udo Prinsen and guitarist Raphael Vanoli, they’ve produced a gesamtkunstwerk, poetically combining images and sound. This special book/album didn’t go unnoticed: They’ve made many public radio and television appearances and received rave reviews from the press.

This performance is made possible with the support of the Netherlands Embassy.

Doors open at 8.30pm | Tickets are 2.000 krónur.

View Event →
Kjartan Sveinsson & Skúli Sverrisson
Apr
25
9:00 PM21:00

Kjartan Sveinsson & Skúli Sverrisson

Kjartan Sveinsson & Skúli Sverrisson - English below

Sumardeginum fyrsta verður fagnað í Mengi með tveimur kanónum, þeim Kjartani Sveinssyni og Skúla Sverrissyni. Hvor fyrir sig hafa þeir átt fádæma farsælan feril þar sem þeir hafa spilað á ólík hljóðfæri, ferðast um heiminn með tónlist sína og unnið að fjölbreytilegum verkefnum þvert á alla miðla með frábæru samstarfsfólki. Undanfarna mánuði hafa þeir Kjartan og Skúli unnið að upptökum á nýrri plötu sem markar upphaf samstarfs þeirra sem dúett þar sem Kjartan leikur á píanó og Skúli á bassa. Tónlistin er öll frumsamin sérstaklega fyrir þetta verkefni og verður um frumflutning að ræða á hluta hennar þetta rafmagnaða kvöld.

Kjartan Sveinsson er best þekktur fyrir verk sín með hljómsveitinni Sigur Rós, ekki síst fyrir áleitnar píanómelódíur. Eftir að hann sagði sig úr Sigur Rós sneri hann sér alfarið að að tónsmíðum og margvíslegum listtengdum verkefnum, svo sem leikhúsverkum, tónlist fyrir kvikmyndir, innsetningum og framleiðslu kvikmynda svo fátt eitt sé nefnt. Af verkum Kjartans mætti nefna Stríð og Der Klang der Offenbahrung des göttlichen með Ragnari Kjartanssyni og tónlistina við Eldfjall og Síðasta bæinn eftir Rúnar Rúnarsson. Kjartan hefur einnig látið til sín taka sem upptökustjóri. Ber þar helst að nefna upptökustjórn á sveinsstykki Ólafar Arnalds, Við og við og stórvirkið I must be the devil með Kristínu Önnu en báðar plöturnar hafa vakið mikla athygli.

Skúli Sverrisson átti fyrst erindi í tónlist sem bassaleikari, en á síðustu þremur áratugum hefur hann byggt upp einstakan feril sem byggir á eigin tónsmíðum og flutningi eigin tónlistar annars vegar og hins vegar margbreytilegu samstarfi við breiðan hóp alþjóðlegra listamanna í fremstu röð, mest í New York. Auk þess að spila á margvísleg hljóðfæri hefur Skúli náð að mynda sér einstaka rödd á sitt hljóðfæri, sem líkist helst heilli strengjasveit í meðfórum hans. Af samstarfsfólki Skúla mætti nefna Bill Frisell, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Blonde Redhead, Megas, Laurie Anderson, Víking Heiðar Ólafsson, Ólöfu Arnalds og Ham.

Húsið opnar kl. 20:30 | Miðaverð er 2.500 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

In Mengi we will celebrate the first day of summer with two important artists, Kjartan Sveinsson and Skúli Sverrisson. They have both had exceptionally successful careers, playing multiple instruments, travelling the world with their music and worked on a variety of projects across mediums with prominent artists. For the last few months Kjartan and Skúli have have been recording a new album which marks the beginning of their collaboration as a duet where Kjartan plays the piano and Skúli the bass. All the music is written especially for this project and will some of it be premiered this electrifying evening.

Kjartan Sveinsson is best known for his work with the rock band Sigur Rós, where his souring piano melodies caught world wide attention. After leaving Sigur Rós Kjartan has focused entirely on composition and art related projects, such as theatre pieces, film scores, installations and the production of films. To mention some of Kjartan’s work he has written new music for Ragnar Kjartansson’s War and Der Klang der Offenbahrung and film scores for Rúnar Rúnarsson’s Eldfjall (Volcano) and Síðasti bærinn í dalnum (The Last Farm in The Valley). Kjartan has also worked as a record producer. He produced the debut of Ólöf Arnalds, Við og við, and Kristín Anna’s triumph I must be the devil which came out this year. Both records that have caught a lot of attention in Iceland and internationally.

Skúli Sverrisson first entered music as a bass player, but in the last three decades he has built a unique career based one hand on performing his own compositions, the other hand on a variety of collaborations with a broad spectrum of leading international artists, mostly in New York. Besides playing multiple instruments Skúli has created a unique voice on his main instrument, that sounds almost like a full string ensemble when he plays. To name a few Skúli has collaborated with Bill Frisell, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Blonde Redhead, Megas, Laurie Anderson, Víkingur Ólafsson, Ólöf Arnalds and Ham.

Doors at 8:30 | Tickets are 2.500 krónur.

View Event →
SMENGI #4 | Smekkleysa x Mengi
Apr
24
4:00 PM16:00

SMENGI #4 | Smekkleysa x Mengi

elsku smekkleysingjar og mengistar!

við teljum í
SMENGI #4
þar sem sneisafull dagskrá verður opin öllum frá 16 til 20
að venju hefjast leikar smekkleysumegin á skólavörðustíg 16 þar sem ýmsir plötusnúðar munu deila tónlist m.a.

dj Konráð B
&
dj Ásmundur með Notre Dame session

mengismegin munu síðar

SiGRÚN
&
dj Krystal Carma / Arnljótur Sigurðsson

halda uppi fjörinu

við tilkynnum plötusnúða sem ná strætó þegar þeir mæta ~ kannski fyrr ef þeir komast með öðrum leiðum (mælum sérstaklega með leið 78)


sjáumst sem flest á SMENGI fjögur!
Smekkleysa & Mengi | SMENGI

View Event →
Kímeruhátíð - útgáfuteiti
Apr
23
8:00 PM20:00

Kímeruhátíð - útgáfuteiti

Bókaútgáfan Sæmundur efnir til Kímeruhátíðar í tilefni af útkomu tveggja bóka.

Hátíðin verður haldin í Mengi, Óðinsgötu, þriðjudaginn 23. apríl (á fæðingardegi Halldórs Laxness og dánardægri Williams Shakespeares) kl. 20.

Hermann Stefánsson og Samanta Schweblin lesa úr verkum sínum og bækur þeirra verða til sölu og áritunar á staðnum. Schweblin les upp á spænsku en Oddný Eir Ævarsdóttir les íslenska þýðingu. Á dagskránni er auk þess brúðuleikritið Hafmeyjur og hákarlar. Síðast en ekki síst stígur Megas á stokk og tekur lagið með hljómsveitinni Kímerurnar. Hana skipa: Ólafur Björn Ólafsson (trommur), Hermann Stefánsson (bassi), Ragnar Helgi Ólafsson (gítar), Ragnheiður Ólafsdóttir (bakrödd) og Tómas Guðni Eggertsson (píanó).

Kynnir er Bjarni Harðarson. Sæmundur býður upp á görótta drykki.

Dyr opnast
Hermann Stefánsson
Hvað eiga mannréttindi, svefnfarir, Esjan og bókaáritanir sameiginlegt? Hvernig skilgreinir maður fíl? Hvernig tengjast vitaverðir, leðurblökur, ljóstírur og póstsendingar? Er Guð í húsinu? Er Dauðinn á tónleikunum? Hvað er á bakvið dyrnar? Dyr opnast ber undirtitilinn: Lífið er trúnaðarmál en tegundarheiti bókarinnar er dregið af grísku kvikindi: Kímerubók. Hún hefur að geyma smásögur og smáprósa, sagnaþætti, æviágrip, tilraunir og esseyjur, prakkaraprósa og prósaljóð, fílófóseringar og firrur, lýrískar smámyndir og uppljóstrun um Esjuna. Dyr opnast er fjórtánda skáldverk Hermanns Stefánssonar sem síðast sendi frá sér skáldsöguna Bjargræði (2016) sem hlaut einróma lof gagnrýnenda.

Bjargfæri
Samantha Schweblin
Jón Hallur Stefánsson íslenskaði

... Þetta er að gerast, Amanda. Ég krýp við rúmstokkinn þinn í einni sjúkrastofunni á heilsugæslunni. Tíminn er á þrotum og áður en hann rennur út þarf að finna vendipunktinn.
Ung kona liggur dauðvona á sjúkrabeði. Hjá henni situr drengur, óskyldur henni, sem hjálpar henni að segja sögu sína. Saman reyna þau að grafast fyrir um þá hræðilegu atburði sem hafa kippt fótunum undan tilveru ungu konunnar og fjölskyldu hennar.
Bjargfæri er nístandi hryllingssaga úr nútímanum, þéttofin og næstum óbærilega spennandi örlagasaga um það sem við óttumst mest.

Samanta Schweblin er fædd í Argentínu árið 1978 og býr í Berlín. Hún er ein skærasta stjarnan í bókmenntum hins spænskumælandi heims nú um stundir, skrifar bæði smásögur og skáldsögur og þykir einhver hæfileikaríkasti höfundur sem um langa hríð hefur komið frá Suður-Ameríku. Bjargfæri er hennar fyrsta skáldsaga; hún hefur verið þýdd á yfir tuttugu tungumál og fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda og lesenda. Schweblin er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík.

View Event →
Flamenco Dúett | Jacób de Carmen & Reynir Hauksson
Apr
22
9:00 PM21:00

Flamenco Dúett | Jacób de Carmen & Reynir Hauksson

Til að hita upp fyrir sýningarnar Flamenco á Íslandi! í Salnum í Kópavogi verða settir upp 3 dúett tónleikar. Þar koma fram söngvarinn Jacób de Carmen og gítarleikarinn Reynir Hauksson.

Flamenco söngvarinn Jacób de Carmen hefur unnið sem söngvari seinustu 15 árin við góðan orðstír í Granada, Spáni. Jacób hefur komið fram á helstu Flamenco hátíðum Andalúsíu sem og víðar um Evrópu. Hann er að koma til Íslands í annað sinn.

Reynir Hauksson er íslenskur Flamenco gítarleikari búsettur á Spáni. Reynir hefur stundað það seinustu ár að kynna Flamenco fyrir Íslendinga með allskyns Flamenco viðburðum, sem einleikari og með hljómsveitum.

View Event →
INSTANCE | Magnason - Pedersen - Girolamo - Fecarotta
Apr
19
9:00 PM21:00

INSTANCE | Magnason - Pedersen - Girolamo - Fecarotta

INSTANCE er nýtt tilraunaverkefni sem fæddist í óvæntu samstarfi nokkurra tónlistarmanna í Mengi fyrir kvikmyndahátíðina Physical Cinema Festival Reykjavik í mars síðastliðnum.

Á hátíðinni spunnu listarmennirnir tónlist við hinar ýmsu stuttmyndir og tókst svo vel til að nú hefur hópurinn ákveðið að þróa verkefnið áfram. Gestir mega búast við fallegu flæði tóna sem bæði er dáleiðandi og dreymandi.

Borgar Magnason | Kontrabassi & hljóðgervlar
Jesper Pedersen | Modular Synthesizer
Daniele Girolamo | Rafgítar & pedalar
Paola Fecarotta | Pikkóló trompet & rödd

Húsið opnar kl. 20:30 | Miðaverð er 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

INSTANCE is an experimental music project, born from an improvised musical performance at Mengi during the 2019 Physical Film Festival. Led by Magnason-Pedersen-Girolamo-Fecarotta, this music performance proposes a instant processing of a musical soundscape.
The performance will lead you in to a floating space of sounds.

Borgar Magnason | Double bass
Jesper Pedersen | Modular Synthesizer
Daniele Girolamo | Electric guitar & pedals
Paola Fecarotta | Piccolo trumpet & voice

Doors at 8:30 | Tickets are 2.000 krónur.

View Event →
SKÝR DAGUR | Godchilla + Curver = Goddaver
Apr
18
9:00 PM21:00

SKÝR DAGUR | Godchilla + Curver = Goddaver

Skýr dagur verður haldinn hátíðlegur í Mengi næstkomandi fimmtudag. Söfnuðinum verður boðið að poppa altaristöflur áður en messuhald hefst. Oblátungar velkomnir.

Godchilla mun leika grátt nokkur hálf- og ósamin lög - skila þeim ofan í hrærivél Curvers sem mun hræra saman við þau nokkur ófyrirsjáanleg hráefni.

Húsið opnar kl. 20:30 | Miðaverð 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Sheer Thursday will be celebrated in Mengi. Take a triptych with the congregation, towards some altar states of mind.

Godchilla will play a few half- and unwritten songs - or rather dump them into Curver Thoroddsens stand mixer, who will stir them together with a few unexpected ingredients.

Doors at 8.30pm | Tickets are 2.000kr.

View Event →
Guðmundur Steinn Gunnarsson | Kammeróperan Einvaldsóður | Útgáfuhóf
Apr
13
9:00 PM21:00

Guðmundur Steinn Gunnarsson | Kammeróperan Einvaldsóður | Útgáfuhóf

Einvaldsóður - útgáfuhóf

Efnt er til samkomu vegna útgáfu Einvaldsóðs, kammeróperu eftir Guðmund Stein Gunnarsson sem komin er út á tvöföldum geisladiski. Hljóðritun þessi var gerð á Sláturtíð 2017 í gömlu kirkjunni á Árbæjarsafni. Hægt verður að heyra búta af disknum ásamt því sem kveðið verður upp úr frumtextanum. Síðast en ekki síst mun Heiða Árnadóttir flytja verkið Laberico Narabida á ný en það var m.a. flutt á Myrkum Músíkdögum fyrr á árinu.

Húsið opnar kl. 20:30 - Frítt inn og öll velkomin

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Einvaldsóður - release party

A celebration of the release of a double CD containing a live recording of the chamber opera Einvaldsóður by composer Guðmundur Steinn Gunnarsson. It was recorded in an old Icelandic turf church located in the Árbær Open Air Museum. In addition to hearing fragments from said discs some stanzas from the original poem will be recited a capella. Also Heiða Árnadóttir, one of the singers on the discs will perform the piece Laberico Narabida which was also performed on Dark Music Days, earlier in the year.

The doors will open at 8:30 - The event is open and everyone welcome

Website: gudmundursteinn.net
gudmundursteinn.bandcamp.com
soundcloud.com/gudmundursteinn
youtube.com/gudmundursteinn

View Event →
Kristinn Kristinsson | Module
Apr
12
9:00 PM21:00

Kristinn Kristinsson | Module

Kristinn Kristinsson - MODULE

minimal / ambient / improvisatory

Kristinn Kristinsson er gítarleikari, tónskáld og pródúsent búsettur í Berlín. Hann er einn af stofnendum Hout records og er meðlimur í hljómsveitunum Minua og Monoglot. Síðustu ár hefur Kristinn gefið út sjö breiðskífur með ýmsum verkefnum og hefur tónlistin leitt hann í tónleikaferðir um Sviss, Þýskalandi, Austurríki, Ungverjaland, Tékkland, Holland, Belgíu, Ítalíu, Ísland og Kína.

Kristinn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH 2011, Bakkalár gráðu frá Hochschule für Musik, Basel 2014 og Meistaragráðu í flutning og tónsmíðum frá Hochschule der Künste, Bern 2016.

Fyrsta sólóplata Kristins “Module” afhjúpar náttúrulegan tón rafgítarsins í samspili við forritaðan sequencer og kannar sveiganlegt tímaflæði innan ramma stöðugs púls.

Á tónleikunum mun Kristinn spila efni af Module plötunni auk nýs efnis.

Visuals eftir Işıl Karataş

http://kristinnkristinsson.com/

∞∞∞∞∞∞∞∞

Kristinn Kristinsson is an Icelandic guitarist, composer and improvisor, currently living and working in Berlin. He is a co-founder of HOUT records and a member of the bands Monoglot and Minua. He has performed in various projects in Iceland, Germany, Switzerland, Austria, the Netherlands, Belgium, France, Italy, Hungary, Czech Republic and China.

Module is Kristinn Kristinsson’s debut as a solo artist. It exposes the electric guitars natural sound exploring the feeling of a fluid movement within a quantised time structure of a programmed sequencer.

Kristinn will perform music from the album as well as newer music.

Visuals by Işıl Karataş.

View Event →
GRÓA - Í glimmerheimi
Apr
11
8:00 PM20:00

GRÓA - Í glimmerheimi

GRÓA -- í glimmerheimi -- útgáfutónleikar

Í glimmerheimi er önnur breiðskífa hljómsveitarinnar GRÓA sem kom út nýverið.
Af því tilefni verður efnt til tónleika fimmtudaginn 11. apríl milli 20 og 23 í Mengi.
Fram koma:

GRÓA
K.óla
@ Susan_Creamcheese

Frítt inn og öll velkomin!

∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞ 

GRÓA - í glimmerheimi - release concert
"í glimmerheimi" is GRÓA’s second album which came out last week.
They are going to celebrate it at Mengi on April 11th.

The doors are open from 20:00
First act starts about 21:00

GRÓA will play along with
K.óla
@ Susan_Creamcheese

The album "í glimmerheimi" will be for sale on vinyl but there are few in stock.
BRING ALL YOUR FRIENDS AND ALL YOUR ENEMIES IF YOU WANT TO.
FREE---ENTRY---

View Event →
Regntímabilið e. Kristinn Árnason - Bókaútgáfuhóf
Apr
10
9:00 PM21:00

Regntímabilið e. Kristinn Árnason - Bókaútgáfuhóf

Þér er boðið í útgáfuhóf í tilefni af útgáfu bókarinnar Regntímabilið - Ljóðabókin, eftir Kristin Árnason miðvikudagskvöldið mþann 10. apríl kl. 21

Frískandi veitingar verða á boðstólum, kókoshnetur og jarðarber, og höfundur les fáein ljóð úr bókinni fyrir gesti undan diskókúlunni. Bókin verður til sölu á staðnum og jafnvel fáein plaköt með textabrotum úr bókinni.
Tónlistarmaðurinn Julian Civilian mun stíga á svið og spila nokkur lög til að losa um stemninguna. Um er að ræða tilvalið tilefni til að gera sér kvöldferð í miðborgina, að fagna vorinu og nýrri bók!
Hlökkum til að sjá þig.

Hér má panta bókina (ath. bókin verður send í pósti til þeirra sem komast ekki í útgáfuhófið):

https://www.123formbuilder.com/form-4705775

View Event →
Þegar öllu er á botninn hvolft
Apr
7
8:00 PM20:00

Þegar öllu er á botninn hvolft

Þegar öllu er á botninn hvolft.

Undir leiðsögn
Brynhildar Guðjónsdóttur & Péturs Ben.

Nýr söngleikur, byggður á einlægri sögu sviðslistamannsins Braga Árnasonar um það hvernig hann tókst á við lífið, listina, drauma og ástir en umfram allt sjálfan sig í stórborginni Lundúnum þar sem ýmsar kynjaverur urðu á vegi hans og stutt var oft milli hláturs og gráturs. 

Hlutverk:
Bragi Árnason & Kristín Pétursdóttir

Hljómsveit:
Sindri Freyr Steinsson
Jukka Nylund
Steinunn Björg Ólafsdóttir
Tryggvi Þór Pétursson
Örvar Erling Árnason

Húsið opnar kl. 19:30 | Sýningin hefst kl. 20 | Miðaverð 2.000 krónur.

View Event →
Funi & Wherligig
Apr
6
9:00 PM21:00

Funi & Wherligig

Funi - Bára Grímsdóttir og Chris Foster

Bára Grímsdóttir og Chris Foster, hófu samstarf sitt árið 2001. Síðan hafa þau keppst við að blása lífi í íslenska þjóðlagatónlist sem hefur leynst í gömlum upptökum og lítt þekktum bókum og handritum, auk þess sem þau hafa bætt við nýjum lögum í þjóðlegum stíl. Flest laganna voru sungin án nokkurs undirleiks áður fyrr en FUNI bætir hljóðfæraleiknum við. Notar gítar, kantele auk gömlu íslensku hljóðfæranna, langspils og íslenskrar fiðlu. Þau flytja kvæðalög, tvísöngslög, sálma og enskar ballöður, útsetja allt sjálf og hafa haldið námskeið og komið fram á ýmsum hátíðum og tónleikum, einnig í útvarpi, hér heima og víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Kína.

https://www.funi-iceland.com/

og

Wherligig - Ryan Koons og Niccolo Seligmann
Dúó útgáfa hljómsveitarinnar Wherligig samanstendur af Ryan Koons og Niccolo Seligmann, en hljómsveitin er upprunin í Maryland á austurströnd Bandaríkjana. Þeir spila þjóðlagatónlist frá löndum á borð við Írland, Skotland, England, Wales og Svíþjóð. Ryan Spilar á fiðlu, flautu og fleira. Niccolo spila á gamba víólu og bodhran trommu. Ást Wherligig á þjóðlagatónlist og sú ánægja sem felst í því á að spila saman sem fjölskylda gefur tónlist þeirra einstakan blæ. Chris og Bára hafa unnið saman hjá Common Ground on the Hill tónlistarskólanum í Westminster í Maryland. Þetta er í fyrsta skipti sem Niccolo kemur fram á Íslandi.

https://www.youtube.com/watch?reload=9&v=vJH_67xFKdM

Húsið opnar 20:30 - tónleikar hefjast 21:00 - Miðaverð 2000kr

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Bára and Chris started working together in 2001, breathing new life into great songs that have been hidden for too long in old recordings, little known books and manuscripts and they have also added new songs to the tradition. In the past, these songs were usually performed solo a capella. Now, FUNI adds accompaniments and vocal harmonies, using the traditional Icelandic langspil and fiðla, guitar and kantele, among other things, in a spell binding mix. Bára and Chris have performed and taught at festivals, concerts, summer schools and on radio and TV in China, Europe and the USA as well as throughout Iceland and Britain. They have released two widely acclaimed full length albums, Funi (2004) and Flúr (2013). They are currently working on their third full length album.

https://www.funi-iceland.com/

and

Wherligig - Ryan Koons and Niccolo Seligmann
Ryan Koons and Niccolo Seligmann are the duet version of Wherligig, a family traditional music group, based in Maryland on the east coast of the USA. They play music from Ireland, Scotland, England, Wales and Sweden. Ryan plays the fiddle, tin whistle, the Swedish nyckelharpa, Welsh crwth, plucked and bowed psalteries, and sings. Niccolo plays the viola da gamba and bodhran (Irish frame drum). Wherligig’s love of traditional music and culture and their joy in making music together as a family add a distinguishing quality to their performances. Chris and Bára have worked with Ryan over the past fifteen years at the Common Ground on the Hill traditional arts summer school in Westminster, Maryland. During that time they have become firm friends and are delighted to finally welcome him and Nicolo to come and play in Iceland.

https://www.youtube.com/watch?reload=9&v=vJH_67xFKdM

Doors 20:30 - Show Starts 21:00 - Tickets 2000kr

View Event →
Verpa Eggjum | Bergrún Snæbjörnsdóttir & Skerpla
Apr
5
9:00 PM21:00

Verpa Eggjum | Bergrún Snæbjörnsdóttir & Skerpla

Skerpla og Bergrún Snæbjörnsdóttir flytja eigin verk á tónleikum þann 5. apríl næstkomandi. Verkin eru afrakstur vinnustofa undir handleiðslu Bergrúnar við Listaháskóla Íslands dagana 2.-4. apríl.

Skerpla er tilraunatónlistarhópur Listaháskóla Íslands, stofnaður haust 2018. Markmið hópsins er að kanna, skapa og flytja tónlist af tilraunakenndum toga; tónlist sem víkkar út fyrirframgefnar hugmyndir um eðli tónlistar. Berglind María Tómasdóttir, dósent við Listaháskóla Íslands hefur umsjón með hópnum.

Tónleikaröðin Verpa eggjum hóf göngu sína haustið 2018 með það að markmiði að flytja tónlist ný og tilraunakennda tónlist. Tónleikaröðin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Mengi og Norræna húsið. Listrænn stjórnandi: Berglind María Tómasdóttir

Flytjendur
Bergrún Snæbjörnsdóttir, Berglind María Tómasdóttir
Skerpla:
Alicia Achaques
Bergþóra Linda Ægisdóttir
Ísidór Jökull Bjarnason
Karl Magnús Bjarnarson
Kári Sigurðsson
Oddur Örn Ólafsson
Steinunn Björg Ólafsdóttir

Húsið opnar 20:30 - Tónleikar hefjast 21:00 - Miðaverð 2000kr

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Verpa eggjum Concert Series presents:

Skerpla and Bergrún Snæbjörnsdóttir

Skerpla and Bergrún Snæbjörnsdóttir perform original works that were created during Snæbjörnsdóttir's workshops at Iceland University of the Arts April 2-4.

Founded in 2018, Skerpla is Iceland University of the Arts Experimental Music Ensemble. Skerpla explores, creates and performs experimental music; music that expands preconceived ideas on what music is and can be; music in which the act is (sometimes) known and the outcome is (often) unknown. The leader of Skerpla is Berglind María Tómasdóttir, associate professor at the Iceland University of the Arts.

Hailing from the peripheries of Iceland, now Brooklyn / Reykjavík based composer Bergrún Snæbjörnsdóttir follows inner logics when approaching composition, often integrating sound and visual phenomena into an indivisible whole.

As a performer she has a diverse background, having in the past toured extensively and recorded with acts like Sigur Rós and Björk, as well as being a performer of experimental music. Also a member of composers' collective S.L.Á.T.U.R. (Artistically Obtrusive Composers Around Reykjavík).

Verpa eggjum is a concert series promoting new & experimental music. Verpa eggjum is in collaboration with Mengi, Iceland University of the Arts and the Nordic House.
Curator: Berglind María Tómasdóttir.

Performers:
Bergrún Snæbjörnsdóttir, Berglind María Tómasdóttir
Skerpla:
Alicia Achaques
Bergþóra Linda Ægisdóttir
Ísidór Jökull Bjarnason
Karl Magnús Bjarnarson
Kári Sigurðsson
Oddur Örn Ólafsson
Steinunn Björg Ólafsdóttir

Doors open 20:30 - Show starts 21:00 - Tickets 2000kr

View Event →
Tom Manoury & Daníel Friðrik | ÓMI
Apr
4
9:00 PM21:00

Tom Manoury & Daníel Friðrik | ÓMI

Tom Manoury og Daníel Friðrik munu flytja Óma, svítu í fimm köflum, þar sem gítarar og blásturshljóðfæri flæða í gegnum elektróníska rauntímavinnslu.
Hver kafli fyrir sig lýtur ólíkum lögmálum um tónmál og tækni, sem virka sem rammi utan um lífrænan flutning dúósins.

Daníel Friðrik: gítar, effektar, synthar.
Tómas Manoury: saxófónn, euphonium, hljóðvinnsla.

Húsið opnar 20:30 - tónleikar hefjast 21:00 - Miðaverð 2000kr

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Tom Manoury and Daníel Friðrik will perform Ómi, a suite in five movements. Guitars and horns are fed into sophisticated real time processing units.
Each movement obeys to specific musical and processing rules, providing a framework for an organic interpretation of the suite.

Daníel Friðrik: guitar, effects, synths.
Tómas Manoury: saxophone, euphonium, processing.

Doors 20:30 - Show Starts 21:00 - Tickets 2000kr

View Event →
SMIT 11 & 12
Mar
30
5:00 PM17:00

SMIT 11 & 12

Plötuútgáfan SMIT kynnir fjórðu lotu í útgáfu 33 1/3 snúninga sjötomma: Bára Gísladóttir og Bergrún Snæbjörnsdóttir.

Hver plata er gefin út í aðeins 20 tölusettum eintökum og geymir framúrstefnutónlist og hljóðverk. Plöturnar eru númer 11 og 12 í útgáfuröðinni.

Frítt inn og öll velkomin!

Bára Gísladóttir er tónskáld og kontrabassaleikari, búsett í Kaupmannahöfn. Tónlist hennar hefur verið leikin víða af sveitum á borð við Ensemble Adapter, Ensemble InterContemporain, hr-Sinfonieorchester, Nordic Affect, Riot Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Danmerkur, Sinfóníuhljómsveit Helsingjaborgar, Sinfóníuhljómsveit Íslands, TAK Ensemble og Útvarpskór Danmerkur.
Bára hefur gefið út þrjár plötur; Different Rooftops árið 2015, með verkum fyrir rödd, tenórsaxófón, kontrabassa og rafhljóð, B R I M S L Ó Ð árið 2016, verk í þremur hlutum fyrir kontrabassa og rafhljóð, og Mass for some árið 2017, fyrir rödd, kontrabassa og rafhljóð. Um þessar mundir vinnur hún að gerð nýrrar plötu með Skúla Sverrissyni auk sinnar fjórðu sólóplötu.


Í tónsmíðum Bergrúnar Snæbjörnsdóttur er leitast er við að skapa hljóðheima útfrá innri rökfræði, oft í órjúfanlegri heild við aðra miðla. Verk hennar hafa verið flutt víða um heim, og meðal annars hljómað í flutningi hópa eins og Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Ósló, International Contemporary Ensemble ICE (US), Sinfóníuhljómsveit Íslands, Avanti! Chamber Orchestra (FI) og Nordic Affect (IS). Þá hafa verk hennar verið valin til flutnings á tónlistarhátíðum eins og Only Connect, Tectonics Music Festival, SPOR Festival, Nordic Music Days, Ultima Festival, KLANG Festival, ISCM World New Music Days, Sound of Stockholm og Norður og Niður Festival auk annarra viðburða. Bergrún lauk meistaraprófi í tónsmíðum við Mills College, Kaliforníu árið 2017, og er nú búsett í Brooklyn, New York þar sem hún vinnur að nýjum verkefnum í samstarfi við National Sawdust og International Contemporary Ensemble.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

The album version SMIT presents the fourth round in version 33 1/2 of the sixth round: Bára Gísladóttir and Bergrún Snæbjörnsdóttir.

Each album is released in only 20 numbered copies and stores futuristic music and musical works. The albums are number 11 ans 12 in the series.

Free admission & everyone welcome!

On the day the world ends
A bee circles a clover,
A fisherman mends a glimmering net.
Happy porpoises jump in the sea,
By the rainspout young sparrows are playing
And the snake is gold-skinned as it should always be.

On the day the world ends
Women walk through the fields under their umbrellas,
A drunkard grows sleepy at the edge of a lawn,
Vegetable peddlers shout in the street
And a yellow-sailed boat comes nearer the island,
The voice of a violin lasts in the air
And leads into a starry night.

And those who expected lightning and thunder
Are disappointed.
And those who expected signs and archangels’ trumps
Do not believe it is happening now.
As long as the sun and the moon are above,
As long as the bumblebee visits a rose,
As long as rosy infants are born
No one believes it is happening now.

Only a white-haired old man, who would be a prophet
Yet is not a prophet, for he’s much too busy,
Repeats while he binds his tomatoes:
There will be no other end of the world,
There will be no other end of the world.

-Czeslaw Milosz

View Event →