Ingibjörg Turchi & vinir
Jan
24
9:00 PM21:00

Ingibjörg Turchi & vinir

Kaupa miða / Buy Tickets

Þann 24.janúar næstkomandi, kl. 21 stígur Ingibjörg Elsa Turchi á stokk í Mengi ásamt hljómsveit sinni. Leikin verða lög af fyrstu EP plötu Ingibjargar, Wood/Work í bland við lög samin á staðnum.
Miðaverð er 2.000 krónur. Hægt er að kaupa miða við hurð frá kl. 20.30 þegar húsið opnar.

Ingibjörg ætti að vera tónlistarunnendum vel kunn en hún er tónlistarkona og lagahöfundur sem er þó þekktust fyrir leik sinn á bassa. Ingibjörg fer yfir mörk og mæri og spilar popp og tilraunatónlist, plokkar gígjuna með Soffíu Björgu og Teiti, liðsinnir neðanjarðartónlistarmönnum eins og Special K og Indriða og kemur fram á böllum með Stuðmönnum og Boogie Trouble. Svo fátt eitt sé nefnt.

Frumraun hennar undir eigin nafni, EP platan Wood/Work kom út haustið 2017 og hlaut glimrandi dóma. Tónlist Ingibjargar er heillandi og fléttar áreynslulaust saman laglínur og hljóð með þar sem bassar, gítarar og rafhljóð leika sér saman.

Með henni verða hin frábæru: Hróðmar Sigurðsson, Magnús Trygvason Eliassen, Tumi Árnason og Guðrún Veturliðadóttir.

Þau spiluðu á síðustu Iceland Airwaves-hátíð og má lesa nokkra hápunkta hér:

“I did manage to move my way up to the front finally to watch Ingibjörg Turchi and her band create luscious, hypnotizing soundscapes defying the boundaries of genre and raising the bar on musicianship.” RB Reykjavik Grapevine

[...]Ingibjörg played the bass and did so in a splendid way. Her band was incredibly tight and the drummer was exceptional. The music was well conceived, and both accessible and experimental. VG Reykjavik Grapevine

[...]Ingibjörg Turchi’s virtuosic ensemble played a set of warm, charming instrumental music that hovered between jazz, post-rock, formal composition and improvisation. It was free-flowing and hypnotic, from Ingibjörg’s finger-picked bass melodies, to Magnús Elías Trygvason’s startling and creative approach to percussion (how does his mind see all those spaces for sounds?), to Tumi Árnason’s sparing and sometimes soaring saxophone passages. The band were so engaged in their performance that when the rapturous applause finally came, they looked almost surprised, like they’d drifted off into a collective trance and had been snapped back into reality. JR Reykjavik Grapevine

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

On January 24th at 9 pm Ingibjörg Elsa Turchi and band will perform songs off her debut EP, Wood/Work combined with new musical experiments. Ticket price: 2000 ISK.

Ingibjörg Elsa Turchi is a multidisciplinary musician and songwriter primarily known for her skills on the electric bass. Her performance as a bass player within the Icelandic music scene in recent years has not gone unnoticed and has gained her critical acclaim.

In recent years she has performed with several well known Icelandic musicians and She currently performs with Icelandic legends Stuðmenn, folk artists Teitur and Soffía Björg to nme a few.
Ingibjörg digitally released her debut solo EP, Wood/Work in the fall of 2017. Her music adds a fresh take to the ambient genre, seamlessly weaving together melodic instrumentals and very slight electronic effects.

Doors 20:30 - Show Starts 21:00 - Tickets 2000kr

View Event →
Woman Landscape | Anna Kolfinna Kuran
Jan
25
9:00 PM21:00

Woman Landscape | Anna Kolfinna Kuran

Kaupa miða / Buy Tickets

„Konulandslag” er nýjasti gjörningur og tilraun Önnu Kolfinnu Kuran í samnefndu langtíma rannsóknarverkefni sínu „Konulandslag”, þar sem hún skoðar, skapar og ber kennsl á hin ýmsu landslög kvenna í samfélaginu. Í verkefninu vinnur hún með hugmyndir um rými og kvenlíkamann, hvar og hvernig hann birtist og hvar hann er ósýnilegur. Hvar eru konur velkomnar og öruggar og hvar eru þær óvelkomnar? Hvar er rými fyrir konur og hvar þurfa þær að gera innrás til þess að vera með? Að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á sambönd og tengsl kvenna gegnum kynslóðir og samstöðu. Í samstarfi við fjölda listakvenna sem taka þátt í flutningi gjörningsins, mun Anna Kolfinna gera tilraun til að taka yfir Mengi þetta eina kvöld, og fylla það með konum sem munu gegnum einfalda töfrandi athöfn skapa sér eigið landslag innan um veggi rýmisins. Verið hjartanlega velkomin!

Húsið opnar kl. 20:30 - Viðburðurinn hefst kl. 21:00
Miðaverð er 2.500 kr.

* verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

“Mengi takeover: Woman Landscape,” is Anna Kolfinna Kuran’s most recent development in her ongoing research project “Woman Landscape,” through which she examines, creates and gives recognition to different ideas of landscapes of women. Her primary subject is looking at the connection between space and the female body, where and how it is represented and where it is invisible. In which spaces are women welcome and safe and where aren’t they? In which spaces are women included and present and which ones are only accessible to them through intrusion or invasion? For this particular experiment the focus of the work is on bonds and solidarity between generations of women, the sisterhood. It is Anna Kolfinna’s wish to take over Mengi with help from fellow female artists by filling the space with women. Through a rather simple but magical ceremony the performers will in fact create their very own landscape within the walls of the venue. A warm welcome to all!

Doors 20:30 - Show Starts 21:00 - Tickets 2.500 kr.

*the project is supported by funding from Reykjavík city

View Event →
Ólöf Arnalds
Jan
26
9:00 PM21:00

Ólöf Arnalds

Kaupa miða / Buy Tickets

Ólöf Arnalds er þúsundþjalasmiður og lagahöfundur með einstaka rödd, og hefur sent frá sér fjórar rómaðar sólóplötur. Hún hefur verið virk innan íslensku tónlistarsenunnar á undanförnum árum, en hún túraði með hljómsveitinni múm um árabil áður en hún hóf eigin sólóferil. Hún hefur starfað með listafólki á borð við Björk, Stórsveit Nix Noltes, Mugison, Slowblow og Skúla Sverrissyni.

Ekki missa af þessum dásamlegu tónleikum í Mengi.
Hurðin opnar 20:30 - Tónleikarnir hefjast 21:00 - Miðaverð 2.500 kr.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Ólöf Arnalds is a multi-instrumentalist and a composer with an exceptional voice. She has released four acclaimed albums. She has been active within the Icelandic music scene since the early 2000s. She was a touring member of múm for five years from 2003 before launching her solo career. She has collaborated with bands and artists such as Björk, Stórsveit Nix Noltes, Mugison, Slowblow and Skúli Sverrisson.

Don't miss this intimate performance at Mengi.
Doors 20:30 - Show Starts 21:00 - Tickets 2.500 kr.

View Event →
FALK presents: Meemo Comma + Francesco Fabris
Jan
31
9:00 PM21:00

FALK presents: Meemo Comma + Francesco Fabris

Kaupa miða / Buy Tickets

Meemo Comma (UK) is the alias of Brighton born Lara Rix-Martin who previously recorded as part of the Heterotic duo on Planet Mu. She started the female identifying and non-binary label Objects Limited.

Her 2017 album Ghost On The Stairs marks Lara Rix-Martin’s first full-length solo release, as well as her first as Meemo Comma. She’s half of Heterotic with Mike Paradinas, and has also released an EP (on her own label) as Lux E Tenebris. Her debut album sees Rix-Martin moves into more experimental territory.

Facebook: https://www.facebook.com/meemocomma/
Bandcamp: https://meemocomma.bandcamp.com/
Instagram: https://www.instagram.com/meemocomma/?hl=en

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Francesco Fabris is a composer, sound artist, producer, musician and audio engineer. Working with live electronics, sound and intermedia installations, AV works, and recording studio productions.

Fabris explores themes and techniques connected with data sonification, micromontage, spatialization, patterns augmentation and fragmentation from foley and field recordings. His live performances are often based on unreleased materials and improvisation with modular synthesizers using processed concrete sounds and binaural recordings, tape manipulation techniques, saturated textures, deep sub-bass frequencies, and real-time manipulated visual contents.
Currently based at Greenhouse Studios c/o Bedroom Community in Reykjavík working on various projects with diverse artists, his recent collaborations include Valgeir Sigurðsson’s film scores ‘An Acceptable Loss’, ‘Little Moscow’, soundtracks for the videogame ‘Twin Mirror’, the theatre plays ‘Medea’, ‘Woman Undone” and Ben Frost’s music for 'DARK' Netflix Series. He has performed worldwide with different projects in clubs, festivals, galleries, theatres and residencies.

www.francescofabris.com

Doors 20:30 - Show Starts 21:00 - Tickets 2000kr

View Event →
Heiða Árnadóttir // Myrkir músíkdagar 2019
Feb
1
5:00 PM17:00

Heiða Árnadóttir // Myrkir músíkdagar 2019

Kaupa miða / Buy Tickets

Heiða Árnadóttir flytur verk, sem sérstaklega voru samin fyrir hana, eftir tónskáldin Ásbjörgu Jónsdóttur, Guðmund Stein Gunnarsson og Þórunni Björnsdóttur. Verkin ferðast með áheyrendum um fjögur einkenni dulspekinnar og um andaheima að sjó.

Efnisskrá

Þórunn Björnsdóttir
Spirit 1 - work for solo voice and extras (2019) 10’
frumflutningur

Ásbjörg Jónsdóttir
Helga EA2 for solo voice and electronic voice (2018-2019) 20’
frumflutningur

Guðmundur Steinn Gunnarsson
Laberico Narabida solo opera in 4 simultaneous acts (2018-2019) 20’
frumflutningur

Ragnheiður (Heiða) Árnadóttir lauk mastersnámi í söng við Konunglega Tónlistarháskólann í Haag í Hollandi. Hún hefur haldið tónleika í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Indlandi og Danmörku, meðal annars í djass/þjóðlaga-, tilrauna- og nútímatónlist. Heiða hefur einnig haldið fjölda tónleika á Íslandi meðal annars með hljómsveitinni Mógil, flutt ný verk með Ensemble Adapter og unnið með tónskáldunum í SLÁTUR. Heiða hefur gefið út þrjá geisladiska með hljómsveit sinni Mógil, þ.e. diskana “Ró” 2008, “Í stillunni hljómar” 2011 og “Korriró” 2015. Fjórði diskur Mógils mun koma út haustið 2019.
//
The composers Ásbjörg Jónsdóttir, Guðmundur Steinn Gunnarsson and Þórunn Björnsdóttir have written music for the voice of Heiða Árnadóttir. Their music takes you on a journey through the four chakras of the spirit world to the sea.

Program

Þórunn Björnsdóttir
Spirit 1 - work for solo voice and extras (2019) 10’
premiere

Ásbjörg Jónsdóttir
Helga EA2 for solo voice and electronic voice (2018-2019) 20’
premiere

Guðmundur Steinn Gunnarsson
Laberico Narabida solo opera in 4 simultaneous acts (2018-2019) 20’
premiere

Ragnheiður (Heiða) Árnadóttir finished her Masters degree in classical singing at the Royal Conservatorium in Den Haag, the Netherlands. She has given concerts in the Netherlands, Belgium, France, India and Denmark, i.a. in jazz, folk, experimental and modern music. Heiða has also given many concerts in Iceland particularly with her band Mógil but also performed new compositions with "Ensemble Adapter" and cooperated with composers within the musical artistic group "SLÁTUR". Heiða has issued 3 CDs with her band Mógil, i.e. the Cds "Ró"2008, "Í stillunni hljómar" 2011 and "Korriró" 2015. Mógil has a new CD coming up in 2019.

View Event →
Takeout Currie
Feb
3
9:00 PM21:00

Takeout Currie

Kaupa miða / Buy Ticket

Anne Carson & Robert Currie
(+ Ásta Fanney & Ragnar Helgi)

Kanadíski fornfræðingurinn og skáldið Anne Carson, í félagi við samstarfsmann sinn Robert Currie, mun ásamt tveimur dönsurum koma fram og flytja verkið

Possessive Used As Drink (Me)
A Lecture On Pronouns in the Form of 15 Sonnets

Einnig koma fram Ásta Fanney og Ragnar Helgi og flytja ljóðagjörninga.

Anne Carson er þýðandi, greinahöfundur og prófessor í klassískum fræðum og hefur kennt í virtum háskólum víða um Bandaríkin og Kanada. Gagnrýnendur hafa hlaðið verk hennar lofi og hefur hún hlotið ýmis verðlaun fyrir skrif sín.

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.500 kr.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

The Canadian classicist and poet Anne Carson with her collaborator Robert Currie and Icelandic writers and dancers will be reading and performing at Mengi on February 3rd.

Anne Carson & Robert Currie:
Possessive Used As Drink (Me) A Lecture On Pronouns in the Form of 15 Sonnets

Ásta Fanney & Ragnar Helgi:
Trap/Gildra

Specials guest/s to be announced soon.

Doors at 20:30 - Tickets 2.500 krónur

View Event →
ADHD
Feb
7
9:00 PM21:00

ADHD

Kaupa miða / Buy Tickets

Þann 7. febrúar spilar hljómsveitin ADHD í Mengi (í annað sinn...). Tónleikarnir eru einhvers konar upphitun fyrir heljarinnar tónleikaferð/Evrópureisu sem hljómsveitin heldur í 8. mars. 
Á efnisskránni verða lög, sum glæný, önnur eldri, en gaman er að segja frá því að þessi nýju lög koma út á plötu nú síðar í vor. 
Góðar stundir!

Miðaverð: 3000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ 

On the 7th of February the band ADHD will perform in Mengi (for a second time...). 
In a way the concert is a warm up for a European tour the band will embark on in the beginning of March. They will be playing new and old material, as a matter of fact some these new songs will be featured on an album scheduled for release this spring. 

Tickets are 3.000 krónur.

View Event →

Kristín Anna
Jan
19
9:00 PM21:00

Kristín Anna

Kaupa miða / Buy Tickets

Kristín Anna mun flytja nýtt og gamalt efni fyrir píanó og rödd í Mengi á laugardaginn næsta.

Sérlega góðir gestir munu spila með henni þetta kvöld, en það eru Eiríkur Orri Ólafsson,
Guðmundur Steinn Steinsson and Ingi Garðar Erlendsson.

Kristín Anna hóf tónlistarferil sinn með hljómsveitinni múm árið 1998. Undir nafninu Kría Brekkan byrjaði hún að spila eigið efni fyrir píanó og gaf út plötur undir því nafni frá árunum 2006 til 2015. Árið 2015 gaf hún út plötuna Howl sem innihélt spunakennda ambient tónlist hjá tónlistarútgáfu Ragnars Kjartanssonar Beil-Air Glamour Records.

Kristín Anna hefur unnið með listafólki á borð við Animal Collective, Mice Parade, Slowblow, Aaron and Bryce Dessners, Guy Maddin, Hrafnhildi Arnardóttur og Ragnari Kjartanssyni.

Húsið opnar 20:30 - Tónleikar Hefjast 21:00 - Miðaverð 2.500kr.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Kristín Anna will perform new and older material for piano and voice in Mengi.

Special guests for the evening include: Eiríkur Orri Ólafsson,
Guðmundur Steinn Steinsson and Ingi Garðar Erlendsson.

She started her musical career in the band múm in 1998. As Kría Brekkan she started performing her piano music and put out off-the radar releases between 2006 – 2015. In 2015 she released an improvised ambient album and art title HOWL on Ragnar Kjartansson´s Bel-Air Glamour Records.

Kristín Anna has collaborated with artist such as Animal Collective, Mice Parade, Slowblow, Aaron and Bryce Dessners, Guy Maddin, Hrafnhildur Arnardóttir and Ragnar Kjartansson.

Doors at 20:30 - Show Starts 21:00 - Tickets 2.500kr.

View Event →
Hönnuson
Jan
18
9:00 PM21:00

Hönnuson

Kaupa miða / Buy Tickets

Hönnuson er sóló verkefni unga gítarleikarans og tónskáldsins Brynjars Daðasonar.
Þann 18. janúar mun hann koma fram í Mengi.

Tónlist hans getur verið flokkuð sem ambient, kvikmyndaleg og núklassísk. Ljúfar og fallegar gítarmelodíur einkenna hana og eru effekta-pedalar notaðir til þess að skapa hljóðheiminn í kringum þær.

Hurðin opnar kl 20:30 - Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 - Miðaverð er 2.000 kr.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Hönnuson is the solo project of the young guitarist and composer Brynjar Daðason. On January 18th he will perform at Mengi.

His music can be labeled as cinematic, ambient and neo-classical. Sweet and beautiful guitar melodies are characteristic for the music and effect-pedals are used to create a soundscape around them.

Doors 20:30 - Show starts 21:00 - Tickets 2.000 kr.

View Event →
Hist og
Jan
11
9:00 PM21:00

Hist og

Kaupa miða / Buy tickets

hist og

Eiríkur, Róbert og Magnús hafa spilað með mörgum, mjög lengi, þar með talið hvorum öðrum.
Þeir hafa starfað sem tríó í tæpt ár og gera margt mjög skemmtilegt. Á hverjum tónleikum má ma. heyra: “rafmagnshljóð”, “óhljóð”, “skrýtinn takt” og síðast en ekki síst, “heyyyyy hvað er þetta aftur”.

Eiríkur Orri Ólafsson - 🎺🎹💻
Róbert Reynisson - 🎸🎸🎸
Magnús Trygvason Eliassen - 🥁🥁🥁

Húsið opnar kl. 20:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 - Miðar: 2000 kr.

———

Eiríkur, Róbert and Magnús have played with so many people, for such a long time, including each other. They have been working together as a trio for just under a year. Each concert includes one or more of the following items: “bad booming bass”, “a drum solo”, “veiled metal sheets”, “that sounds like jazz” and “that might not be a jazz”.

Eiríkur Orri Ólafsson - 🎺🎹💻
Róbert Reynisson - 🎸🎸🎸
Magnús Trygvason Eliassen - 🥁🥁🥁

Doors open at 20:30 - The event starts at 21:00 - Tickets: 2000 kr.

View Event →
Geigen Galaxy #1
Jan
10
9:00 PM21:00

Geigen Galaxy #1

Kaupa miða / Buy Tickets

Hið nýstofnaða teknófiðludúó Geigen heldur sína fyrstu tónleikaupplifun Geigen Galaxy I í Mengi 10. janúar 2019. Geigen ætlar sér að skjótast út fyrir vetrarbrautina með magnþrungnum hljóðum fiðlunnar sem breytast í rafbylgjur og stjörnuryk með þeim afleiðingum að rýmið verður að svartholi og í dansi sínum ferðast áhorfendur milli sólkerfa.

Geigen eru Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson.
Húsið opnar kl. 20.30 - Viðburðurinn hefst kl. 21.00 - Miðaverð er 2.000 kr.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

The first concert experience of the newly formed techno violin duo Geigen will take place in Mengi 10th of January 2019. Geigen will voyage outside the galaxy with the mighty sounds of the violin which morph into electronic waves and stardust transforming the space into a blackhole and transports the audience to another dimension. Geigen is Gígja Jónsdóttir and Pétur Eggertsson.

Doors 20:30 - Show Starts 21:00 - Tickets 2000kr

View Event →
Josephine Foster
Jan
9
9:00 PM21:00

Josephine Foster

Kaupa miða / Buy Tickets

Tónlistarkonan Josephine Foster mun koma fram í Mengi miðvikudaginn 9. janúar en þetta er í þriðja sinn sem hún á stefnumót við Gyðu Valtýsdóttir á Óðinsgötunni. Í tónlist þeirra renna saman margir tímar og heimar enda hafa þær komið víða við í tónlistarsköpun sinni og tilraunum.

Josephine Foster er frá Colorado í Bandaríkjunum og drakk í sig gömul amerísk þjóðlög, gældi um tíma við að verða óperusöngkona en hóf eigin sólóferil árið 2000 með plötunni There are Eyes Above. Plötur hennar eru nú orðnar fjórtán talsins en sú nýjasta, Faithful Fairy Harmony kom út í nóvember síðastliðinn. Á meðal ótal samstarfsmanna hennar í gegnum tíðina má nefna Keiji Heino, Michael Hurley, Sonny Simmons, Chris Scruggs, the Cherry Blossom og Victor Herrero svo einhverjir séu nefndir.

Gyða Valtýsdóttir hóf tónlistarferil sinn með hljómsveitinni múm - sökkti sér síðar í klassískan sellóleik í námi í Pétursborg og Basel. Á meðal samstarfsmanna hennar má nefna Shahzad Ismaily, Julian Sartorius, Colin Stetson, Ben Frost, A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Dustin O’Halloran, Damien Rice, Ragnar Kjartansson, Hilmar Jensson, Skúla Sverrisson o.fl. 

Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2.500 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

On Wednesday, January 9th.

Dear gentlewomen & men
heartfully welcome 
Josephine Foster & Gyða Valtýsdóttir 
will play odes & airs of earthly delights 
& otherearthly notion potions
for hearts free fall in 

Doors open at 20:00 - Concert starts at 21:00 - Tickets: 2500 ISK

View Event →
Movie Screening This is Spinal Tap
Jan
7
8:00 PM20:00

Movie Screening This is Spinal Tap

Join us this Monday evening as we screen possibly the best music mockumentary ever made, This Is Spinal Tap. 

Popcorn will be served, the bar will be open and glam rock attire is encouraged. 

FREE ENTRY - ALL WELCOME

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

"This Is Spinal Tap" shines a light on the self-contained universe of a metal band struggling to get back on the charts, including everything from its complicated history of ups and downs, gold albums, name changes and undersold concert dates, along with the full host of requisite groupies, promoters, hangers-on and historians, sessions, release events and those special behind-the-scenes moments that keep it all real.

View Event →
Andy Svarthol & rauður
Jan
4
9:00 PM21:00

Andy Svarthol & rauður

Kaupa miða / Buy Tickets

rauður og Andy Svarthol í Mengi 4. janúar // The Vidarson’s Takeover

rauður ætlar að nýta tækifærið meðan hún er á landinu og skella í tónleika, ásamt bræðradúóinu Andy Svarthol, sem eru einmitt bræður hennar. 

rauður er listamannsnafn tónlistarkonunnar og pródúsentsins Auðar Viðarsdóttur. Auður og Egill, annar helmingur Andy Svarthol, voru áður í hljómsveitinni Nóru.

rauður býr nú og starfar í Malmö í Svíþjóð, og vinnur hörðum höndum að sinni fyrstu sólóbreiðskífu sem væntanleg er snemma á næsta ári. Undanfarið hefur hún komið fram á þó nokkrum tónleikum og tónlistarhátíðum í Malmö við góðar undirtektir. Samhliða því starfar hún að því að byggja upp alþjóðlega, femíníska kollektívið Synth Babes, ásamt tónlistarfólki frá m.a. Svíþjóð, Ástralíu og Mexíkó. Synth Babes stoppuðu einmitt stutt við á Íslandi í sumar til að halda tónlistarhátíðina Synth Babes Fest á Loft í Reykjavík, í samstarfi við Stelpur rokka! 

Tónlist rauðar er hægt að lýsa sem elektró-akústísku landslagi með hæðum, lægðum og víðáttum úr hljóðgervlum, sömplum og óhefðbundnum töktum, þar sem angurværar söngmelódíur svífa yfir vötnum - stundum fljótandi í ólgusjó eða fjúkandi um í ævarandi heimsendi, stundum á sveimi langt úti í geimi. 

Talandi um geim! Tónleikagestir mun fá í hendurnar hvorki meira né minna en sérstaka forútgáfu af næsta lagi rauðar sem ber heitið “Tunglið”, og kemur formlega út í lok janúar.

Andy Svarthol er tilraunakennd hávaða/draumpopps (e. experimenal noise/dream pop) hljómsveit úr Vesturbæ Reykjavíkur, en þeir eru einnig að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu.

Tónlistarstefna og stíll Andy Svarthol eru síbreytileg, en í dag teygir hljóðheimur hljómsveitarinnar sig frá glaðbjörtu indí-poppi yfir í tilraunakennt hávaðarokk. Melódískur hljómborðsleikur er soðinn saman við gítar og hljóðgervla, undir samsöng bræðranna.

rauður:
https://soundcloud.com/rauduraudur
https://www.youtube.com/watch?v=CinuaZcYcvA 
www.facebook.com/rauduraudur/
www.instagram.com/rauduraudur/

Andy Svarthol:
https://soundcloud.com/andysvarthol
https://facebook.com/andysvarthol 

--------------

rauður is the stage name of Icelandic musician and producer Auður Viðarsdóttir. The dudes in Andy Svarthol are her brothers Egill and Bjarki.

Auður and Egill are former members of Nóra, a renown band active in Iceland’s music scene a few years back. 
rauður is currently based in Malmö, Sweden, where she has joined forces with the feminist electronic music collective Synth Babes, who are busy planning album releases, showcases and festivals around the world in the coming months. 

The past years, rauður has slowly but surely developed her own sound, merging electronic and acoustic elements into a ethereal soundscape. Perhaps in harmony with the sound of her name, which is completely intangible for people who don’t speak Icelandic. 

Her celestial voice weaves together with eccentric beats and captivating melodies that take us through highs and lows, while the accompanying Icelandic lyrics tend to shed forth different types of disasters – sometimes pretty, sometimes crude - always fascinating. 

Guests of this Mengi show will receive a VERY special pre-release of her upcoming single “Tunglið” (“The Moon”), to be formally released at the end of January. rauður’s album is expected in spring 2019.

Andy Svarthol consists of brothers Egill and Bjarki Viðarsson, who began making music together after Nóra entered a state of hiatus.

While the bands musical direction and style is ever-changing, Andy Svarthol’s current sound ranges from upbeat pop to experimental noise rock. They combine melodic keyboard playing with distinct guitar and synthesizer sounds to compliment the brothers’ harmonizing vocals. They are working on their first full length album as well.

“Just when we thought Reykjavík’s music scene had been completely taken over by hip-hop and ethereal electronica, post-psychedelic soft-rockers Andy Svarthol arrive with a playful yet incredibly sophisticated debut song called ‘Írena Sírena’ ...” - Reykjavik Grapevine

Doors 20:30 - Show starts 21:00 - Tickets 2000kr

View Event →
Sölvi Kolbeinsson & Magnús Trygvason Eliassen
Jan
3
9:00 PM21:00

Sölvi Kolbeinsson & Magnús Trygvason Eliassen

Kaupa miða / Buy Tickets

Sölvi Kolbeinsson og Magnús Trygvason Eliassen hefja nýja árið á því að spila saman í Mengi fimmtudagskvöldið 3. janúar. 
Á efnisskránni eru alls kyns lög, mörg hver jass-skotin (hvað sem það nú þýðir...), önnur samin á staðnum.
Þeir félagar hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, Sölvi býr nú erlendis þar sem hann stundar nám og því er hér um fágæta tónleika að ræða. Hlökkum til að sjá ykkur!

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Sölvi Kolbeinsson: saxophone
Magnús Trygvason Eliassen: drums and percussion

Magnús Trygvason Eliassen and Sölvi Kolbeinsson start the new year with a blast by playing together in Mengi this Thursday evening at 9 p.m. They will be playing their own versions of standards from the jazz repertoire and improvising in between. 
Sölvi lives abroad where he studies music, so come and hear the duo play while you have the chance!

Doors 20:30 - Show Starts 21:00 - Tickets 2000kr

View Event →
Ólöf Arnalds
Dec
22
9:00 PM21:00

Ólöf Arnalds

Ólöf Arnalds kemur fram í Mengi laugardagskvöldið 22. desember og syngur inn jólin með sinni íðilfögru rödd sem hefur verið lýst sem framandi / "otherworldly” af New York Times og töfrandi / “stunning” af SPIN.
Hún mun koma fram ásamt Skúla Sverrissyni, bassaleikara og tónskáldi.

Ólöf Arnalds, lagahöfundur, söngkona og þúsundþjalasmiður, hefur um árabil skipað sér í röð áhugaverðustu tónlistarmanna Íslands. Hún hefur sent frá sér rómaðar sólóplötur: Við og við (2009); Innundir skinni (2010), Ólöf Sings (2011), Sudden Elevation (2013) og Palme (2014). Hún kemur reglulega fram á tónleikum víðs vegar um Evrópu og Bandaríkin.

Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld, hefur verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna og starfað með stórum hópi tónlistarmanna á borð við Eyvind Kang, Laurie Anderson, Blonde Redhead, Lou Reed, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur og fleiri og fleiri. 
Skúli er einn af stofnendum Mengis og listrænn stjórnandi staðarins.

Húsið opnar kl. 20:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 - Miðaverð er 2.500 kr.

View Event →
Jólatónleikar systkinanna Kolfí og Stebba
Dec
21
9:00 PM21:00

Jólatónleikar systkinanna Kolfí og Stebba

Jólatónleikar systkinanna Kolfí og Stebba í Mengi.
Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 krónur.

Systkinin margkunnu Kolfí og Stebbi taka sig til og hringja inn jólin í ár.

Ásamt fríðu föruneyti munu þau flytja nokkur vel valin jólalög og blása jólaandann í hjörtu áheyrenda með dæmisögum og hlýju hjali milli laga.

Nokkrir af landsins bestu tónlistarmönnum munu spila undir söng systkinanna, en hljómsveitina skipa þau Oddur Báruson (píanó), Tumi Árnason (saxófónn), hjónin Indriði Ingólfsson (gítar) og Salka Valsdóttir (bassi) og Sigurður Möller Sívertsen (trommur) en þess má geta að þau Sigurður og Kolfinna eru einnig hjón. Því má með sanni segja að ástin verði allt um kring og yfirflæðis í Mengi, síðla aðventu þann 21. desember næstkomandi.

Láttu þig ekki vanta í Mengi þetta ljúfa jólakvöld.

Kolfinna Nikulásdóttir útskrifaðist árið 2016 af sviðslistabraut LHÍ og hefur síðan starfað sem leikstjóri. Kolfinna er einnig sjálfmenntaður rappari.

Nikulás Stefán Nikulásson útskrifaðist árið 2013 af myndlistarbraut LHÍ og hefur síðan þá sýnt við hin ýmsu tækifæri.

View Event →
Óskar Guðjónsson & Skúli Sverrisson
Dec
20
to Dec 21

Óskar Guðjónsson & Skúli Sverrisson

Óskar Guðjónsson (saxófón) & Skúli Sverrisson (bassa) spila saman í Mengi fimmtudagskvöldið 20. desember og leika þar vel valin lög eftir sig sjálfa, ýmist af plötunum Eftir þögn (After Silence) & The Box Tree.

Frekari upplýsingar um tónleikana verða tilkynntar á næstunni.
Húsið opnar kl. 20:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 - Miðaverð er 2.500 kr.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Musical brothers and jazz legends Skúli Sverrisson (bass) & Óskar Guðjónsson (saxophone) play mixed material from their own work at Mengi on Thursday, December 20th at 9pm.

More information will follow shortly.

Doors open at 8.30pm - Event starts at 9pm - Tickets are 2.500 kr.

View Event →
Mengi Series kynnir William Hayes, Aaron Roche, úlfur & Randall Dunn í Iðnó
Dec
19
9:00 PM21:00

Mengi Series kynnir William Hayes, Aaron Roche, úlfur & Randall Dunn í Iðnó

Kaupa miða / Buy Tickets

*English below*

Mengi Series kynnir Úlf, Randall DunnAaron Roche og William Hayes á tónleikum í Iðnó miðvikudaginn 19. desember. 
Húsið opnar kl. 20 og tónleikarnir hefjast kl 21. Miðaverð er 3.500 kr.

Búast má við tilraunakenndum tóngjörningum, ofur-fallegri pródúsjón og samsuðu úr mörgum breytilegum tónlistarstefnum þar sem þessir ólíku og einstöku listamenn leiða saman hesta sína. 

Um listamennina:

Randall Dunn hefur komið víða við sem upptökustjóri innan tilraunakenndrar hávaðatónlistar og er almennt talinn einn besti innan síns sviðs. Nýleg verkefni telja meðal annars samvinnu með Jóhanni Jóhannssyni að tónlistinni í Mandy, upptökustjórn með Anna von Hausswolff og dönsku metalsveitinni Sort Sol (Official Site)figureight gaf út í síðasta mánuði hans fyrstu sólóplötu, Beloved, sem hefur fengið frábæra dóma hjá hinum ýmsu miðlum. 
Nánari upplýsingar: https://www.figureightrecords.com/randalldunn
Hljóðdæmi: https://randalldunn.bandcamp.com/

Aaron Roche hefur komið víða við og hefur til að mynda samið tónlist fyrir American Ballet Theatre og unnið með listamönnum á borð við Lower DensSufjan Stevens og ANOHNII. Plata hans HaHa HuHu kom út í fyrra á vegum figureight en þar mætast hávaðahljóðheimur og melódískar ballöður svo úr verður töfrakokteill.
Nánari upplýsingar:https://www.figureightrecords.com/aaron-roche
Hljóðdæmi:https://aaronrochemusic.bandcamp.com/

Úlfur hlaut verðlaunin “Ungt tónskáld ársins" 2013 frá International Rostrum of Composers og hefur samið verk fyrir t.a.m. Sinfóníuhljómsveit Íslands og hina virtu hljómsveit Kronos Quartet. Platan Arborescence kom út í fyrra á vegum figureight, en á henni kemur fram einvalalið tónlistarmanna á borð við Skúla Sverrisson, Gyðu Valtýsdóttur, Ólaf Björn Ólafsson, Alex Somers, Zeenu Parkins, Greg Fox og Shahzad Ismaily. Ljúfar melódíur og söngur Úlfs blandast tilraunakenndum hávaða-skotnum hljóðum sem mögulega má rekja til harðkjarnabakgrunns tónlistarmannsins. Áhrifa klassískra tónsmíða gætir og raf blandast strengjum á einstakan hátt.
Nánari upplýsingarhttps://www.figureightrecords.com/ulfur
Hljóðdæmi:http://ulfur.bandcamp.com

William Hayes er fjölhæfur tónlistarmaður og tónskáld. Hann hefur komið víða við og til að mynda unnið með Jóhanni Jóhannssyni, Myrkur, Newaxeyes og samið fyrir kvikmyndir og dansverk. Tónlist hans blandar saman melódíum og hávaða á einstakan hátt. 

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Mengi Series presents William Hayes, Aaron RocheÚlfur and Randall Dunnat Iðnó on Wednesday December 19th.

Doors open 20:00
Tickets are 3500 kr and will be available to purchase on the door and online on midi.is

Experimental sounds, beautiful production & a concoction of many different musical elements will be brought to the stage in Iðnó for this occasion.


Links for more info & sounds: 

https://www.figureightrecords.com/randalldunn
https://randalldunn.bandcamp.com/

https://www.figureightrecords.com/ulfur
http://ulfur.bandcamp.com

https://www.figureightrecords.com/aaron-roche
https://aaronrochemusic.bandcamp.com/

View Event →
Hljómsveitin Eva / A band called Eva
Dec
14
9:00 PM21:00

Hljómsveitin Eva / A band called Eva

Myrkur og mandarínur. Ullarsokkar, einfaldleiki og ótrúlegt verð (2900 kr.). Jólalög og svo er auðvitað jólaguðspjallið á sínum stað. Ekkert umstang, ekkert vesen. Ertu á innibuxunum? Komdu bara á þeim og farðu í pelsinn yfir. Allt í boði.

Þá er komið að árlegum jólatónleikum Hljómsveitarinnar Evu ásamt Steindóri nokkrum Snorrasyni. Þetta árið ætlum við að vera í Mengi svo það er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst. Við verðum ekki með miða í forsölu en hægt er að taka frá sæti með því að senda póst á hljomsveitineva@gmail.com og borga þá með reiðufé við hurðina. Miðaverð er 2900kr. 

Hlökkum til að sjá ykkur og syngja inn jólin.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Darkness and mandarins. Wool socks, simplicity and amazing prices (2900kr.). Christmas songs and of course, the Christmas spirit. No fuss, no mess. Are you wearing your pajamas? Just come wearing them and put your fur coat on top. It’s optional.
’Tis the season for the annual Christmas concert of A band called Eva joined by Steindór Snorrason.

Tickets are 2.900 kr. at the door and can be reserved via hljomsveitineva@gmail.com
Doors at 20:30 - The event starts at 21:00

View Event →
sideproject
Dec
13
9:00 PM21:00

sideproject

sideproject er hliðarverkefni örlygs steinars arnalds, úr korter í flog, hjálmars karlssonar og atla finnssonar (tobolsk catwalk orchestra). sveitin leikur ofbeldisfullt electro-punk, og hefur tónlistinni ýmist verið líst sem hreinni sýru, bestu tónlist í heimi, og svo framvegis. fyrsta plata sideproject, "isis emoji", kom út í ágúst sl., á vegum post-dreifingar, og hefur hlotið mikið lof frá tónlistargagnrýnendum og -áhangendum. platan er nú tilnefnd til hinna árlegu kraumsverðlauna.

þrátt fyrir að stutt sé frá fyrstu útgáfu sideproject, eru þeir nú þegar farnir að huga af miklum krafti að nýju efni, og er tvöföld plata væntanleg í gegnum post-dreifingu á næstu mánuðum.

húsið opnar kl. 20.30 - viðburðurinn hefst kl. 21.00 - miðaverð er 1.000 kr.

∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞ 

sideproject is the side project of the notorious epileptic drummer of korter í flog, örlygur steinar arnalds, as well as hjálmar karlsson and atli finnsson (of tobolsk catwalk orchestra). playing violent electro-punk, they‘ve been called ´pure acid´, ´the best band in the world´ and so on.

sideproject’s debut record, “isis emoji”, came out in august 2018 and has been celebrated by music critics and fans - earning a nomination for the annual kraumur awards.

despite having quite recently released their first record, the band is already hard at work making more music, and a double album is expected in the coming months via the arts distribution collective post-dreifing.

doors open at 20.30 - event starts at 21.00 - tickets at the door: 1.000kr

View Event →
Partus 2018
Dec
12
8:00 PM20:00

Partus 2018

Verið velkomin á uppskeru- og jólahátíð forlagsins Partusar 2018 í Mengi við Óðinsgötu kl. 20:00, miðvikudaginn 12. desember.

Tilvalið tækifæri til að hlusta á Skáld ársins lesa upp úr verkum sínum og næla sér í nokkrar áritaðar jólagjafir beint frá býli.

Aðgangur ókeypis.

Fram koma:

Arngunnur Árnadóttir – Ský til að gleyma
Ásdís Ingólfsdóttir – Ódauðleg brjóst
Díana Sjöfn Jóhannsdóttir – FREYJA
Fríða Ísberg – Kláði
Hildur Knútsdóttir – Orðskýringar
Jónas Reynir Gunnarsson – Krossfiskar
María Ramos – Salt
Sigrún Ása Sigmarsdóttir – Siffon og damask

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

We welcome you to Partus Publisher’s 2018 Christmas celebration at Mengi on Óðinsgöta from 20:00, Wednesday, December 12th.

A unique opportunity to listen to the authors read from their works and perhaps purchase a book or two (signed!) to put under the tree this year.

Event is free and open to all.

Authors that will read this evening are:

Arngunnur Árnadóttir – Ský til að gleyma
Ásdís Ingólfsdóttir – Ódauðleg brjóst
Díana Sjöfn Jóhannsdóttir – FREYJA
Fríða Ísberg – Kláði
Hildur Knútsdóttir – Orðskýringar
Jónas Reynir Gunnarsson – Krossfiskar
María Ramos – Salt
Sigrún Ása Sigmarsdóttir – Siffon og damask

View Event →
dj. flugvél og geimskip
Dec
8
8:00 PM20:00

dj. flugvél og geimskip

Kaupa miða / Buy Tickets

dj. flugvél og geimskip kemur fram í Mengi laugardagskvöldið 8. desember kl. 20
nánari upplýsinga er að vænta innan skamms

https://www.youtube.com/watch?v=1XJSGieESNM

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

dj. flugvél og geimskip (Airplane and Spaceship) is the solo project of Steinunn Eldflaug that draws influences from a thousand worlds.

Defined as electronic horror music with a space twist, the music is a mix of playful beats, cool bass, catchy melodies and high pitched vocals. 

Please note this event starts at the earlier time of 20:00. Doors open 19:30, tickets 2000kr.

https://www.youtube.com/watch?v=1XJSGieESNM

View Event →
Íbbagoggur | Loðinn á tánum | Útgáfuhóf & sýning
Dec
7
5:00 PM17:00

Íbbagoggur | Loðinn á tánum | Útgáfuhóf & sýning

Íbbagoggur heldur upp á útgáfu bókarinnar Loðinn á tánum og opnar myndlistarsýningu í Mengi föstudaginn 7. desember. Opnun hefst klukkan 17:00 og stendur til 20:00. Léttar veigar og snarl í boði.
Loðinn á tánum er tíunda myndasaga Íbbagoggs og fjallar um síðustu daga ropkarra nokkurs. Hún er systursaga Ljóts á tánum sem kom út árið 2014 en þær fjalla báðar um ofsótta fugla á Íslandi. Rasspotín forlag gefur út.

Allir velkomnir!

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Senor Íbbengoogen hosts an art opening and celebrates the publishing of a new graphic novel, Loðinn á tánum in Mengi friday december 7th. Opening starts at 17:00 and sits down at 20:00 same afternoon. Light drinks and snacks for guests. 

Loðinn á tánum is Herra Íbbsens tenth graphic novel and follows the last days in the life of a male rock ptarmigan (Lagopus muta). Fantastic read for all lovers of the colour Blood. Hail the true king of the north, the Lord of the flies and all nature, Gamli í Niðurkoti. 

Everyone welcome!

View Event →
Útgáfuhóf í Mengi | Pastel ritröð
Dec
6
5:00 PM17:00

Útgáfuhóf í Mengi | Pastel ritröð

Pastel ritröð fagnar komu fimm nýrra rita með útgáfuhófi í Mengi fimmtudaginn 6. desember kl. 17-18.
Allir áhugasamir eru velkomnir og er enginn aðgangseyrir að útgáfuhófinu.

Fimm ný rit eru komin út í Pastel ritröð á vegum menningarstaðarins Flóru á Akureyri. Pastelritin eru bókverk og eru eingöngu gefin út í 100 númeruðum og árituðum eintökum. Þau verða ekki endurútgefin. Um er að ræða áður óbirt efni eftir höfunda úr ólíkum greinum skapandi geirans.

Fram koma:
Lilý Erla Adamsdóttir: Biða.
Sölvi Halldórsson: Piltar.
Ragnhildur Jóhanns: Draumfara Atlas.
Arnar Már Arngrímsson: Kannski er það bara ég.
Samúel Lúkas: Eyddu mér.

Pastel ritröð heldur tvö útgáfuhóf:
Mengi Reykjavík fimmtudaginn 6. des kl 17
Flóra Akureyri föstudaginn 7. des kl 17

View Event →
Borgar Magnason
Dec
5
9:00 PM21:00

Borgar Magnason

Kaupa miða / Buy Tickets


Come Closer - Borgar Magnason

Miðvikudaginn 5. desember mun Borgar Magnason leika nýtt efni af væntanlegri breiðskífu.

Í apríl 2019 kemur út fyrsta breiðskífa af þremur með tónlist Borgars á vegum plötufyrirtækisins Pussyfoot Records.  Hann leggur þessa dagana loka hönd á plötuna í samvinnu við tónlistarmennina Albert Finnbogason og Howie B  og er efni kvöldsins er tekið af henni.

Borgar Magnason - In Your Eyes: https://www.youtube.com/watch?v=ClAJzidfxsM

Tónleikar hefjast klukkan 21:00 - Miðaverð er 2.500 krónur.

—————————————————————————————————

Borgar hefur verið afkastamikill tónlistarmaður undanfarin ár og samið tónlist fyrir; leikhús, kvikmyndir, dansverk og hljómsveitir af öllum stærðum. Nú í ár var tónlist Borgars við leikritið Föðurinn til að mynda tilnefnt til Tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins.

Líflegur ferill Borgars hefur skipað honum í raðir leiðandi tónlistarmanna þessa lands. Víðtækur áhugi hans fyrir tónlist og tónlistarsköpun spannar allt frá klassískum einleikstónleikum að framúrstefnulegum nútímaverkum með margmiðlunarívafi.

Upphaflega hlaut Borgar þjálfun á klassískan kontrabassa og hóf hann feril sinn sem bassaleikari við sinfoníuhljómsveitir og í fljölbreyttum verkefnum beggja vegna Atlantshafsins. Hann starfaði um skeið sem aðstoðarkennari við hinn virta Juilliard tónlistarháskóla sem og Mannes Collage of Music. Auk þess hefur Borgar haft umsjón með hljómsveitarútsetningu fyrir Andrea Bocelli og ljáð tónlist Sigurrósar sína einstöku tóna.

Hrifning hans á hljóðrænum möguleikum kontrabassans leiddi hann áfram og opnaði ýmsar dyr fyrir fjölbreytt og farsælt samstarf við listamenn úr öðrum greinum svo sem nútímadansara og sjónlistarfólk. Síðari hópurinn vakti með honum slíka ástríðu að úr urðu fljöldamörg samvinnuverk. Má þar nefna kanadíska kvikmyndagerðarmanninn Guy Maddin og langt samstarf hans við Gabríelu Friðriksdóttur.

Borgar hefur þanið ramma eigin sviðs og starfað, spilað og tekið upp með og gert útsettningar fyrir tónlistarmenn úr ýmsum áttum. Howie B, Damien Rice, Brian Eno, Andrea Bocelli, Ben Frost, Sigurrós, Mary j blige og Daníel Bjarnason eru meðal þeirra nafna sem prýða ótæmandi ferilsskrá Borgars.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

On Wednesday December 5th Borgar will play a solo set at Mengi, performing material from his upcoming album.

In April 2019 the first of three albums with the music of Borgar Magnason will be released on the Pussyfoot Records label. He is now finalizing that first LP with the help of musical wizards Howie B and Albert Finnbogason.  The evenings entertainment will be taken off that new album.

Borgar Magnason - In Your Eyes: https://www.youtube.com/watch?v=ClAJzidfxsM

Concert starts at 21:00 - Ticket price: 2.500 krónur.

—————————————————————————————-

Borgar has been very active in the past couple of years and created music for; theatre, cinema, dance and bands of all sizes. This year Borgar's music for the play "Föðurinn" (The Father) was nominated for the Icelandic Music Awards as composition of the year.

Borgar's lively career has made him one of the most prominent artists in Iceland. His extensive interest in music and music making ranges from classic solo concerts to avant-garde modern pieces with multi-media twists.

Originally Borgar learned the double bass and began his career in various symphonies and in various projects on both sides of the Atlantic. He has worked as an assistant teacher at Juilliard and Mannes College of Music. Borgar has also supervised arrangements for Andre Bocelli and played with Sigur Rós.

His fascination with the sonic possibilities of the double bass opened doors to Borgar for collaboration with artists from various disciplines like contemporary dance and visual artists. He has for example worked with film maker Guy Maddin and artist Gabríela Friðriksdóttir.

Borgar has worked closely with a wide arrey of artists such as Howie B, Damien Rice, Brian Eno Andrea Bocelli, Ben Frost, Sigur Rós, Mary J. Blige and Daníel Bjarnasson.

View Event →
Two Harps: Mary Lattimore & Katie Buckley
Dec
2
9:00 PM21:00

Two Harps: Mary Lattimore & Katie Buckley

Kaupa miða / Buy Tickets

Mary Lattimore og Katie Buckley kynntust fyrst árið 1998 þegar þær voru í námi við Eastman tónlistarháskólann í New York. Þrátt fyrir að tónlistarferlar þeirra hafa verið nokkuð frábrugðnir þá liggja leiðir þeirra ítrekað saman hér á Íslandi. Það er því loksins kominn tími á að þær haldi hér sameiginlega tónleika þar sem koma við sögu tvær hörpur, nokkrir pedalar og dásemdar hljóð.

Katie Buckley hóf hörpunám þegar hún var 8 ára í borginni Atlanta og hélt náminu áfram í San Fransico undir leiðsögn Ann Adams. Katie lauk B.A. og M.A. gráðu við Eastman háskólann. Hún er einn af stofnendum listahópsins Duo Harpverk. Hún hefur tekið upp mikið með plötufyrirtækinu Bedroom Community og komið við á plötum hjá mörgum tónlistarmönnum á mismunandi sviðum. Katie spilaði einnig inn á nýjustu plötu Bjarkar 'Utopia' og fór á tónleikarferðalag með henni síðasta sumar.

Hörpuleikarinn Marie Lattimore býr í Los Angeles. Fyrsta plata hennar, The Withdrawing Room, kom út árið 2013 hjá plötufyrirtækinu Desire Path Recordings. Mary hefur einnig spilað og tekið upp með listamönnum á borð við Meg Baird, Thurston Moore, Sharon Van Etten, Jarvis Cocker, Kurt Vile, Steve Gunn, Ed Askew og Fursaxa.

Húsið opnar 20:30 - Tónleikarnir byrja 21.00 - Miðaverð 2.000 kr

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Mary Lattimore and Katie Buckley met back in 1998 at the Eastman School of Music in Rochester, NY. Although they have taken different paths in their musical lives since leaving Eastman in 2002, their paths keep crossing here in Iceland. So, finally, its time for a special concert with Mary, Katie, two harps, some effects pedals, and a lot of wonderful sounds.

Katie Buckley began studying harp at the age of 8 in Atlanta, Georgia and continued her studies in San Francisco with former San Francisco Symphony and Opera harpist Ann Adams. Katie received her Bachelor of Music degree and Master of Music degree as well as a Performer's Certificate at Eastman School of Music with Kathleen Bride. In 2006, she became principal harpist with the Iceland Symphony Orchestra. Katie is a founding member of the ensemble Duo Harpverk. She has recorded extensively on the Bedroom Community label as well as with many Icelandic artists in all genres. Katie can also be heard on the Björk album ‘Utopia’ and toured with Björk the past summer.

------------------------------------------------------------

Mary Lattimore is a harpist living in Los Angeles. She experiments with her Lyon and Healy Concert Grand harp and effects. Her solo debut, The Withdrawing Room, was released in 2013 on Desire Path Recordings. Mary also writes harp parts for songs and recordings, performing and recording with such great artists as Meg Baird, Thurston Moore, Sharon Van Etten, Jarvis Cocker, Kurt Vile, Steve Gunn, Ed Askew and Fursaxa.

Her 2014 record Slant of Light with guitarist/synth player/producer Jeff Zeigler was released by Thrill Jockey, which was followed by the two collaborating on a track for Ghostly Swim 2. Mary and Jeff also composed a score to Philippe Garrels 1968 experimental silent film Le Revelateur, and debuted it in Marfa, Texas along with the film. They have since performed it Chicago, Philadelphia, and early 2015 in Los Angeles. Her debut solo record for Ghostly, At The Dam, was released in March 2016, followed by a 2017 cassette of compiled songs titled Collected Pieces.

Doors 20:30 - Show Starts 21:00 - Tickets 2000 kr.

View Event →
Verpa eggjum #2 | Skerpla | Fluxus-stefnan
Dec
1
3:00 PM15:00

Verpa eggjum #2 | Skerpla | Fluxus-stefnan

Verpa eggjum #2
Fluxus - Skerpla - Fluxus

Skerpla, tilraunatónlistarhópur Listaháskóla Íslands flytur eigin verk innblásin af Fluxus-stefnunni. Hópurinn var stofnaður haustið 2018 með það að markmiði að flytja og skapa tilraunakennda tónlist.

Þátttakendur:
Elham Fakouri 
José Luis Alexander Anderson 
Jukka Niilo Ilmari Nylund 
Kurt Uenala 
Raminta Naujanyte 
Rósa Björg Ásgeirsdóttir 
Sakaris Emil Joensen 
Siobhan Dyson 
Snæfríður María Björnsdóttir
Steinunn Björg Ólafsdóttir
Berglind María Tómasdóttir
Erik DeLuca

Um Verpa eggjum:
Markmið tónleikaraðarinnar Verpa eggjum er að kynna og flytja tilraunatónlist sem sækir innblástur að stórum hluta í arfleifð John Cage, Pauline Oliveros, Christian Wolff og fleiri sem settu svip sinn á tónlistarsögu 20. og 21. aldar svo um munar. Það er þessi heimur tilraunatónlistar sem tónleikaröðin Verpa eggjum byggir á; tilraunatónlist vísar í eðli tónlistarinnar sem oft felur í sér rannsókn þar sem óvissa ríkir um útkomuna og er aukinheldur oft alls ekki aðalatriðið — framkvæmd verksins og hvernig að henni er staðið skapa meginforsendur tónlistarinnar. Verpa eggjum er framhald tónleikaraðanna COW og COWs sem fóru fram veturinn 2017-2018. Verpa eggjum vísar annar vegar í það náttúrulega fyrirbæri meðal lífvera að verpa eggjum og hins vegar í leikinn Verpa eggjum. Þannig er titill raðarinnar táknrænn fyrir nýtt upphaf og leik; hvort tveggja fyrirbæri sem tónleikaröðin Verpa eggjum stendur fyrir á listrænum forsendum.

Veturinn 2017-2018 fóru fram all sex tónleikar þar sem tónskáldin John Cage, Pauline Oliveros, Christian Wolff, Jennifer Walshe, Morton Feldman og Carolyn Chen voru í forgrunni. Auk þess var fluttur fjöldi verka eftir flytjendahópinn sjálfan sem voru ýmist kennarar eða nemendur við Listaháskóla Íslands. Röðin hóf svo göngu sína undir nafninu Verpa eggjum í haust, en alls eru þrennir tónleikar ráðgerðir á önninni. Fyrstu tónleikar raðarinnar fóru fram þann 21. september sl. í Mengi en þá hljómuðu verk eftir Daniel Corral en einnig verkið For Boys & Girls eftir Atla Heimi Sveinsson.

Verpa eggjum er í samstarfi við Mengi, Norræna húsið og Listaháskóla Íslands, og styrkt af Tónlistarsjóði.

Húsið opnar kl. 14:30 - Viðburðurinn hefst kl. 15:00


//

Verpa eggjum #2
Skerpla - Fluxus - Skerpla

Skerpla Experimental Music Ensemble presents Fluxus-inspired works.

Skerpla was founded in 2018 and is based at Iceland University of the Arts

Participants:
Elham Fakouri 
José Luis Alexander Anderson 
Jukka Niilo Ilmari Nylund 
Kurt Uenala 
Raminta Naujanyte 
Rósa Björg Ásgeirsdóttir 
Sakaris Emil Joensen 
Siobhan Dyson 
Snæfríður María Björnsdóttir
Steinunn Björg Ólafsdóttir
Berglind María Tómasdóttir
Erik DeLuca

Verpa eggjum - new concert series promoting new & experimental music kicked off in the Fall 2018. The concert series is in close collaboration with Mengi and LHÍ - Iceland University of the Arts.

Collaborators: Mengi, The Nordic House & Iceland University of the Arts. Verpa eggjum is supported by Music Fund.

Door 14:30 - Free entry, all welcome

View Event →
Risofon: Stephen Dorocke, Bára Gísladóttir, Berglind María & more
Nov
30
9:00 PM21:00

Risofon: Stephen Dorocke, Bára Gísladóttir, Berglind María & more

Kaupa miða / Buy Tickets

Stephen Dorocke kemur fram í Mengi föstudaginn 30. nóvember.

Risofon er rannsóknarverkefni og könnun Stephens á hljóðfærinu Resophone, sem er umbreyttur stálgítar (resonator guitar) sem jafnframt er hægt að leika á með stáli, fiðlubogum sem og öðrum verkfærum.

Stephen hefur verið ævintýragjarn við hljóðsköpun frá unga aldri og spilar tónlist í anda listamanna á borð við Miles Davis, Sun Ra, Karlheinz Stockhausen, John Cage, Harry Bertoia, Egisto Macchi og Harry Partch. Innblástur sinn fyrir gítarspili dregur hann meðal annars frá Derek Bailey, Freddie Roulette, Jerry Byrd og Alvino Rey. Veraldlegir tónar koma einnig við í hljóðheimi resofóníunnar. Stephen hefur komur fram með ýmsum tónlistarmönnum á borð við Can.Ky.Ree, The Lofty Pillars, The Handsome Family, Freakwater og Pilgrim Beware. Um þessar mundir starfar starfar hann í Chicago. ´

Það veitir Stephen mikla ánægju að koma aftur fram í Mengi og mun kvöldið samanstanda af spunatónlist. Með honum koma fram Berglind María Tómasdóttir á flútu og Lokk og Dr. Julian Thayer á kontrabassa. Bára Gísladóttir og David Zerlin (Trenchalant) munu einnig vera hluti af dagskrá.

Húsið opnar 20:30 og tónleikarnir hefjast 21:00 - miðaverð 2.000 kr.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Stephen Dorocke performs in Mengi on friday, November 30th.

Stephen Dorocke's project Risofon, is the ongoing sonic research and exploration utilizing the "Resophone", a modified and sometimes prepared metal body resonator guitar, set up for playing with a steel, bows, and other vibrational initiators.

Sonically adventurous at a young age, thanks to the presence of a short wave radio in the family home, Dorocke continues the exploratory traditions of artists such as Sun Ra, Miles Davis, Karlheinz Stockhausen, John Cage, Harry Bertoia, Egisto Macchi,and Harry Partch, as well as Derek Bailey, Freddie Roulette, Jerry Byrd, and Alvino Rey from a guitaristic standpoint. The worldly and cosmic sounds that surround us are also influential in the sonic componentry of the Resophonian Dialect. Stepheb has toured, performed, and recorded with various artists, such as Can.Ky.Ree, The Lofty Pillars, The Handsome Family, Freakwater, and Pilgrim Beware, playing steel guitar (pedal and lap), guitar, violin, mandola/ mandolin, accordion, and d'oud, a self designed/built oud variant. He is based in Chicago.

Stephen is very happy to be returning to Mengi for another evening of improvised music/sound with the original Icelandic
trio of Berglind María Tómasdóttir on flutes and Lokkur, and Dr. Julian Thayer on double bass. This very
special evening will also include double bassist and composer Bára Gísladóttir, and Chicago colleagues
double bassist Daniel Thatcher (TBD3), and electronisist David Zerlin (Trenchalant).

Doors at 20:30 - Event starts at 21:00 - Tickets are 2.000 kr.

View Event →
Mengi listening lounge
Nov
29
to Nov 30

Mengi listening lounge

Verið velkomin í Mengi í dag kl. 17 - 19 þar sem við munum spila tónlist af minna þekktum plötum sem til eru í verzlun okkar.

Drykkir verða til sölu og hugguleg stemning. Kerti munu lýsa upp skammdegið.

Ef þið lumið á eigin plötu/m sem þið viljið spila og deila með okkur hinum er ykkur velkomið að koma með þær.

Frítt inn - öll velkomin!

∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞  ∞ 

Join us at Mengi as we play and display some of our more unique records we have in stock at our store. 

The bar will be open, couches and candles will be out and a cosy time will be had by all. 

Feel free to also bring along any of your own favourite records in your collection that you might want to share with others. 

Free entry - all welcome.

View Event →
Forsýning: "A Tree is like a Man | En la maloca de Don William"
Nov
25
9:00 PM21:00

Forsýning: "A Tree is like a Man | En la maloca de Don William"

Kaupa miða / Buy Tickets

A TREE IS LIKE A MAN
Kvikmyndin “A Tree is like a Man / En la maloca de Don William” eftir Þorbjörgu Jónsdóttur verður forsýnd í Mengi þann 25. nóvember næstkomandi. Í tilefni forsýningarinnar verður gefin út 10” vínilplata í takmörkuðu upplagi. Á plötunni er að finna tónlist myndarinnar sem samin er af kanadíska tónskáldinu Kerry Leimer. Eftir sýninguna gefst gestum tækifæri á að hlusta á plötuna og kaupa eintak.
Juan Camilo kynnir og leiðir stutt spjall að sýningunni lokinni. 

Húsið opnar kl. 20:30, sýningin hefst kl 21:00
2000 kr. aðgangseyrir

Stikla: https://vimeo.com/287399598

Þorbjörg Jónsdóttir er myndlistarmaður og kvikmyndagerðarmaður sem vinnur jöfnum höndum með 16mm filmu og vídeó, bæði sem innsetningar, stuttmyndir og tilraunakenndar heimildarmyndir. Árið 2000 var hún á ferðalagi um Kólombíu og kynntist shamaninum Don William. Þessi kynni leiddu til áralangs samstarfs og vináttu sem meðal annars hefur getið af sér kvikmyndina "A Tree is Like a Man/En la maloca de Don William". Kvikmyndin fjallar um plöntulyfið Ayahuasca, landslag frumskógarins og andaheim fólksins sem þar býr.

Kerry Leimer er kanadískt tónskáld, uppalinn í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið með mínímalískar raftónsmíðar síðan snemma á áttunda áratugnum, en hann samdi meðal annars tónlistina við kvikmyndina “Land of Look Behind” eftir Alan Greenberg. Kerry Leimer hefur gefið út ótal plötur hjá útgáfunni Palace of Lights.

------

A TREE IS LIKE A MAN
Special pre-screening of Thorbjorg Jonsdottir's film "A Tree is Like a Man / En la maloca de Don William" and a release party of a limited edition 10 inch vinyl with the score from the film by Kerry Leimer. The evening is hosted by Juan Camilo. 

"A tree is like a man - En la maloca de Don William" is an attempt to touch the otherworld through its edges. Filmmaker Thorbjorg Jonsdottir met Ayahuasquero Don William back in the
year 2000 by chance while traveling in the Columbian Amazon. This encounter lead to a collaboration that developed over a decade between the filmmaker and the shaman. Shot on 16mm, the film serves as personal witness to Don William's lifetime relationship to Ayahuasca and other plant medicines that are native to the jungle. With the rainforest a rich labyrinthine background, this portrait is at once intimate and spare, opening up to alternate realities as dense as the jungle itself, with kaleidoscopic multiplicities in both the natural and the spiritual realms. 

Doors open at 20:30, screening at 21:00 
Admission 2.000 kr.

Thorbjorg Jonsdottir is a visual artist and experimental filmmaker from Iceland. Thorbjorg works primarily in 16mm film, video installation and collage. Her work often deals with the uncanny and the preternatural, as well as examinations of landscapes and their relationship to place.

Kerry Leimer is a Canadian born composer living in the United States. He has released avant-garde and ambient music under his own name as well as leading the group Savant. At an early age he began experimenting with machine-driven, tape-manipulated music made by the likes of Neu!, Cluster and and Brian Eno. Active since the mid-70s, Kerry’s instrumental, minimalist pop recordings pre-date Eno’s Music for Airports by three years. His more recent catalogue of work is largely tonal, textured and using prepared piano, guitars and synthesizers. Leimer wrote the iconic score to Alan Greenberg's film “Land of Look Behind” and has published multiple record with the label Palace of Lights.

Trailer: https://vimeo.com/287399598

View Event →
Jesper Pedersen
Nov
24
9:00 PM21:00

Jesper Pedersen

Kaupa miða / Buy Tickets

Jesper Pedersen er tónskáld, flytjandi og kennari sem býr í Reykjavík. Hann býr til raftónlist og hljóðlist jafnt sem tónlist fyrir akústísk hljóðfæri og notar rafræna rauntímanótnaskrift. Undanfarið hefur hann einbeitt sér að lifandi flutningi með “modular synthesizer” bæði sem sólóflytjandi og í mismunandi samstarfi. Tónlist hans hefur verið lýst sem: “fallegri, lúmskri” og “helvíti Ambient”.

Verk hans hafa verið flutt alþjóðlega af meðlimum S.L.Á.T.U.R., Goodiepal and Pals, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Duo Harpverk, Ensemble Adapter og hljóðfæraleikurum eins og Katie Buckley, Ingólfi Vilhjámssyni o.fl. Á hátíðum hafa verk hans verið flutt á Tectonics Festival, Nordlichter Biennale, Open Days, Rainy Days, Sonic 7.0, Summartónar, Raflost, Geiger, Sláturtíð, Myrkum músíkdögum og Norrænum músíkdögum.

Hann er hluti af tónskáldahópnum S.L.Á.T.U.R., tilraunahópnum Fengjastrútur, Resterne af Rigsfællesskabet, Atónal Blús og Synesiotechnoikema.

Jesper kennir elektróníska tónlist við Tónver Tónlistarskóla Kópavogs og er aðjúnkt í elektrónískum tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Hann er einn skipuleggjanda Raflost raflistahátíðar.

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 krónur.

www.jesperpedersen.bandcamp.com
www.soundcloud.com/jespertralala
www.slatur.is/jesper

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Jesper Pedersen is a composer, performer and educator based in Reykjavík. He makes both electronic music and sound art as well as music for acoustic instruments using digitally generated animated notations. Recently he’s been focusing on live performance using modular synthesizers both solo and in different collaborations. His music has been described as: “Beautiful, subtle“ and “Ambient as hell”. 

His works have been performed internationally by members of S.L.Á.T.U.R., Goodiepal and Pals, the Iceland Symphony Orchestra, Duo Harpverk, Ensemble Adapter, Katie Buckley, Ingólfur Vilhjámsson and more. Festival appearances includes the Tectonics Festival, Nordlichter Biennale, OpenDays, Rainy Days, Sonic 7.0, Summartónar, Raflost, Geiger, Sláturtíð, Dark Music Days, and Nordic Music Days.

He is a part of the Icelandic composers collective S.L.Á.T.U.R., the experimental ensemble Fengjastrútur, Resterne af Rigsfællesskabet, Atónal Blús and Synesiotechnoikema.

Jesper teaches electronic music at the Kópavogur Computer Music Center and is an adjunct lecturer in electronic music composition at Iceland University of the Arts. He is co-organizer of the Raflost Festival of electronic Art. 

Doors open at 20:30 - Tickets are 2.000 kr.

www.jesperpedersen.bandcamp.com
www.soundcloud.com/jespertralala
www.slatur.is/jesper

View Event →
AFLÝST / CANCELLED Elín Ey & Eyþór Gunnarsson
Nov
23
9:00 PM21:00

AFLÝST / CANCELLED Elín Ey & Eyþór Gunnarsson

Aflýst / Cancelled

Vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna þurfa Elín og Eyþór að aflýsa tónleiknunum.
Due to unforseen circumstances Elín and Eyþór need to cancel this event.

Feðginin Eyþór Gunnarsson og Elín Ey ætla að halda tónleika saman í fyrsta skipti í Mengi 23.nóvember. Eyþór verður við píanóið og hljóðgervla og Elín syngur. Prógrammið verður sambland af tökulögum og lögum af væntanlegri plötu Elínar.

Eyþór Gunnarsson þarf vart að kynna en hann er með fremstu tónlistarmönnum Íslands. Hann byrjaði að spila á píanó ungur að aldri. 
Eyþór er einn af stofnendum og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Mezzoforte.
Hann hefur leikið með fremstu djassleikurum landsins og er einn mest hljóðritaði tónlistarmaður í íslenskri djasssögu. 

Elín Ey byrjaði ung að koma fram með gítarinn og hefur síðan þá spilað um allan heim ýmist ein eða með hljómsveit sinni, Sísý Ey sem að hún er í ásamt systrum sínum tveimur og Friðfinni Sigurðssyni. Elín leggur nú lokahönd á breiðskífu sem hún hefur unnið að með bróður sínum, Eyþóri Inga Eyþórssyni.

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Eyþór Gunnarsson and Elín Ey are going to play a concert for the first time together hosted by Mengi on November 23rd. Eyþór the the piano and synthesizers and Elín sings. The program will be a combination of cover songs and songs from Elín's forthcoming album.

Eyþór doesnt need much introduction for he is one of Icelands most known and respected pianist. He started playing the piano young at age.
Eyþór is one of the founders and keyboardist of the band Mezzoforte.
Eyþór has collaborated with many of Iceland’s leading musicians and is one of themost recorded sideman in Icelandic jazz history. 

Elín Ey started to perform at a young age and has since been playing around the world either alone or with her band, Sísý Ey, wich she is in with her two sisters and Friðfinnur Sigurðsson. Elín is at the final stages of finishing her album that she has been working on with her brother Eythór Ingi Eyþórsson.

Door open at 20:30 - Tickets are 2.000 krónur.

View Event →
Spectacular: Gamall / Old
Nov
17
4:00 PM16:00

Spectacular: Gamall / Old

Kaupa miða / Buy Tickets

Óður til ellinnar

Eftir því sem við eldumst, stirðna liðirnir í líkamanum og það hægist á hreyfingum okkar. Við tökum á okkur þá lokamynd sem okkur hefur verið skammtað úr erfðamenginu og heyjum vonlausa baráttu við tímann sem er að fjúka burt.

Ragnar Ísleifur Bragason er gamall maður, aleinn heima hjá sér. Hann sýslar eitt og annað: sópar gólf, gengur um, situr, pakkar saman. Hver er hann? Er hann á leiðinni eitthvert? Jafnvel fyrir fullt og allt? 

Verkið Gamall er óður til ellinnar,óður til gamla fólksins sem myndar stóran hluta mannkyns en við hugsum lítið sem ekkert til, þrátt fyrir að flest verðum við gömul og endum tilvist okkar á jörðinni sem hægfara verur með fangið fullt af tíma en takmarkaða getu til þess að nýta hann.

Ragnar Ísleifur Bragason er sviðslistamaður og rithöfundur. Hann nam við sviðslistabraut Listaháskóla Íslands og er meðlimur leikhópsins Kriðpleirs. Ragnar hefur einnig starfað með leikhópnum 16 elskendum og er einn af stofnendum Leikhúss listamanna sem sett hefur upp gjörninga og kabaretta.

Höfundur og leikari: Ragnar Ísleifur Bragason
Hreyfingahönnuður: Hrefna Lind Lárusdóttir
Sviðsmynd: Ragnheiður Maísól Sturludóttir 
Ráðgjöf: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jörundur Ragnarsson


//


As we grow older, our joints stiffen and our movements become slower. Our body gradually morphs into its final state. Ragnar Ísleifur Bragason is old, he’s home alone. He keeps himself busy with sweeping the floor, walking around, packing. Who is he? Is he going somewhere? Is he maybe leaving and not coming back?

OLD is an ode to age, to old people who are a growing part of human race but don’t get much public attention. Which seems a bit awkward, given that most of us do get old and end our existence on earth as slow movers with a lot of time on our hands but limited ability to use it before it all blows away.

Author & performer: Ragnar Ísleifur Bragason
Movement: Hrefna Lind Lárusdóttir
Set design: Ragnheiður Maísól Sturludóttir
Consultants: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson & Jörundur Ragnarsson

Ragnar Ísleifur Bragason is a performer and writer. He studied Theatre & Performance Making at the Iceland Academy of the Arts and is an active member of Kriðpleir Theatre Group. Ragnar has also been active as a member of the theatre collective 16 Lovers and is co-founder of the Artists’ Theatre, a collective of artists who focus on performance and cabaret.

View Event →
Spectacular: Gamall / Old
Nov
17
2:00 PM14:00

Spectacular: Gamall / Old

Kaupa miða / Buy Tickets

Óður til ellinnar

Eftir því sem við eldumst, stirðna liðirnir í líkamanum og það hægist á hreyfingum okkar. Við tökum á okkur þá lokamynd sem okkur hefur verið skammtað úr erfðamenginu og heyjum vonlausa baráttu við tímann sem er að fjúka burt.

Ragnar Ísleifur Bragason er gamall maður, aleinn heima hjá sér. Hann sýslar eitt og annað: sópar gólf, gengur um, situr, pakkar saman. Hver er hann? Er hann á leiðinni eitthvert? Jafnvel fyrir fullt og allt? 

Verkið Gamall er óður til ellinnar,óður til gamla fólksins sem myndar stóran hluta mannkyns en við hugsum lítið sem ekkert til, þrátt fyrir að flest verðum við gömul og endum tilvist okkar á jörðinni sem hægfara verur með fangið fullt af tíma en takmarkaða getu til þess að nýta hann.

Ragnar Ísleifur Bragason er sviðslistamaður og rithöfundur. Hann nam við sviðslistabraut Listaháskóla Íslands og er meðlimur leikhópsins Kriðpleirs. Ragnar hefur einnig starfað með leikhópnum 16 elskendum og er einn af stofnendum Leikhúss listamanna sem sett hefur upp gjörninga og kabaretta.

Höfundur og leikari: Ragnar Ísleifur Bragason

Hreyfingahönnuður: Hrefna Lind Lárusdóttir

Sviðsmynd: Ragnheiður Maísól Sturludóttir 

Ráðgjöf: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jörundur Ragnarsson
//
As we grow older, our joints stiffen and our movements become slower. Our body gradually morphs into its final state. Ragnar Ísleifur Bragason is old, he’s home alone. He keeps himself busy with sweeping the floor, walking around, packing. Who is he? Is he going somewhere? Is he maybe leaving and not coming back?

OLD is an ode to age, to old people who are a growing part of human race but don’t get much public attention. Which seems a bit awkward, given that most of us do get old and end our existence on earth as slow movers with a lot of time on our hands but limited ability to use it before it all blows away.

Author & performer: Ragnar Ísleifur Bragason

Movement: Hrefna Lind Lárusdóttir

Set design: Ragnheiður Maísól Sturludóttir

Consultants: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson & Jörundur Ragnarsson

Ragnar Ísleifur Bragason is a performer and writer. He studied Theatre & Performance Making at the Iceland Academy of the Arts and is an active member of Kriðpleir Theatre Group. Ragnar has also been active as a member of the theatre collective 16 Lovers and is co-founder of the Artists’ Theatre, a collective of artists who focus on performance and cabaret.

View Event →
Spectacular: PME-ART presents Authenticity is a Feeling
Nov
16
6:00 PM18:00

Spectacular: PME-ART presents Authenticity is a Feeling

Buy tickets / Kaupa miða

Í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli listhópsins PME-ART, samdi Jacob Wrén,annar stjórnenda hans, bókina „Authenticity is a Feeling: My Life in PME-ART“, en í henni er blandað saman sagnaritun, endurminningum og sviðslistakenningum með áhrifamiklum hætti. En bækur um sviðslistir geta sjaldan staðið einar og sér. Þegar fjallað er um sviðslistir verður auðvitað að setja eitthvað á svið. Þess vegna var tekin ákvörðun um að gera A User’s Guide toAuthenticity is a Feeling. Listamannaspjall sem snúið er á rönguna, gjörningur þar sem spurt er spurningarinnar: af hverju erum við að þessu, af hverju trúum við svona staðfastlega á hið viðkvæma en nauðsynlega ástand sem heitir „að vera maður sjálfur á leiksviðinu“ og hvernig höldum við áfram að halda í þá veiku vonað þetta veikburða samkrull listar og stjórnmála geti með einhverjum hættibreytt heiminum? 

Sýningin fjallar einnig um viðbrögð samverkafólks PME-ART, í fortíð og nútíð; hverju fólk var sammála og hvað því fannst vera ósanngjarnt, en útkoman sýnir svo ekki verður um villst að samstarf verður aldrei annað en flókið fyrirbæri.

—————————

Fyrirlestrargjörningur eftir Jacob Wrén, með sýnilegri og ósýnilegri aðstoð samverkafólks listhópsins PME-ART

Búningar: Claudia Fancello

Ljósahönnun: Paul Chambers

Verkefnis- og tæknistjóri: Nikita Bala

Framleiðandi: PME-ART (Montréal) Meðframleiðendur: FTT (Düsseldorf) og Inkonst (Malmö). Veittur stuðningur: La Chapelle Scènes Contemporaines (Montréal), Conseil des arts et des lettres du Québec, Conseil des arts de Montréal, og Canada Council for the Arts.

———————————

PME-ART rannsakar sviðslistirnar frá öllum hliðum og undanskilur hvorki listamennina sjálfa né áhorfendur í þeim efnum. Hópurinn hefur sýnt verk sín í á sjötta tug borga í Quebec-fylki, í Kanada, Evrópu, Japan og í Bandaríkjunum. PME-ART hefur til að mynda sýnt í ICA (London, 2000), Kaaitheater (Brüssel, 2006), Festival Spielart (München, 2015), og í Kiasma safninu í Helsinki (2016). PME-ART hefur einnig tekið þátt í Musée d’art contemporain de Montréal’s Triennale Québécoise (2011) og La Biennale de Montréal (2016). Á meðal verka PME-ART má nefna Every Song I’ve Ever Written, The DJ Who Gave Too Much Information og HOSPITALITY 3: Individualism Was A Mistake. 

Hópurinn var tilnefndur til Conseil des arts de Montréal’s verðlaunanna árið 2012 í flokknum New Artistic Practices.

//

A User's guide to authenticity is a feeling: 

To celebrate twenty years of PME-ART, co-artistic director Jacob Wren wrote a book entitled "Authenticity is a Feeling: My Life in PME-ART", a compelling hybrid of history, memoir and performance theory. But books about performance never feel like enough on their own. Addressing performance requires performance. Therefore we also created A User’s Guide to Authenticity is a Feeling. An artist talk turned inside out, a performance asking: why do we do it, why do we continue to believe so stubbornly in the fragile but essential act of “being yourself in a performance situation,” and how do we continue to hope against hope that our destabilizing tangle of art and politics might still, in some small way, change the world. The show also documents the reactions of PME-ART’s past and current collaborators. What they agreed with and what they found unfair, demonstrating that collaborative dynamics are always complex.

—————————

A lecture-performance by Jacob Wren, with the explicit or implicit contributions from PME-ART’s collaborators

Costumes: Claudia Fancello 

Lighting: Paul Chambers

Production & Technical Manager: Nikita Bala

Production: PME-ART (Montréal) Co-production: FTT (Düsseldorf), supported within the framework of the Alliance of International Production Houses by the German Federal Government Commissioner for Culture and the Media, Inkonst (Malmö), and with the support of La Chapelle Scènes Contemporaines (Montréal), the Conseil des arts et des lettres du Québec, the Conseil des arts de Montréal, and The Canada Council for the Arts.

———————————

The work of PME-ART examines the performance situation with considerable openness to both artistic co-creators and audience. PME-ART has presented in more than fifty cities in Quebec, Canada, Europe, Japan and the United States, including the ICA (London, 2000), Kaaitheater (Brussels, 2006), Festival Spielart (Munich, 2015), and Kiasma (Helsinki, 2016). PME-ART has also participated in the Musée d’art contemporain de Montréal’s Triennale Québécoise (2011) and La Biennale de Montréal (2016). Past creations and achievements include the performances Every Song I’ve Ever Written, The DJ Who Gave Too Much Information, and HOSPITALITY 3: Individualism Was a Mistake. PME-ART was nominated for the 27th Conseil des arts de Montréal’s Grand-Prix (New Artistic Practices) in 2012.

View Event →