RESTERNE AF RIGSFÆLLESSKABET / LEIFARNAR AF RÍKISSAMBANDINU
Dec
13
9:00 PM21:00

RESTERNE AF RIGSFÆLLESSKABET / LEIFARNAR AF RÍKISSAMBANDINU

Heðin Ziska Davidsen og Jesper Pedersen leika á modúlarhljóðgervla á tónleikum í Mengi miðvikudagskvöldið 13. desember. Tónleikar hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. 
Pantið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við innganginn.

ENGLISH BELOW

Færeyski tónlistarmaðurinn Heðin Ziska Davidsen og danska raftónskáldið Jesper Pedersen hittust á Íslandi árið 2016 og stofnuðu dúóið Leifar Ríkissambandsins, í tengslum við tónleika á listahátíðinni Raflost. Dúóið leikar tilraunakennda raftónlist sem spunnin er á staðnum og spiluð á sérsmíðaða módúlar- hljóðgervla.

Jesper Pedersen fæddist í Friðrikshöfn í Danmörku og er nú búsettur í Vogahverfinu í Reykjavík. Hann er með meistaragráðu í tónlist frá Álaborgarháskóla og hefur samið tónlist fyrir akústísk hljóðfæri, rafhljóðfæri, gert innsetningar og fleira.

Verk hans hafa hljómað víða um heim, meðal annars á Tectonics Festival, Nordlichter Biennale, RAFLOST, Sláturtíð, Myrkum músíkdögum og Norrænum músíkdögum. Meðal þeirra sem flutt hafa verk Jespers eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ensemble Adapter og Duo Harpverk.

Jesper er virkur í tónskáldahópnum S.L.Á.T.U.R. Þá kennir hann raftónsmíðar við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskóla Kópavogs.

Heðin Ziska Davidsen fæddist í Tórshöfn í Færeyjum. Hann er eftirsóttur gítarleikari og kemur reglulega fram á tónleikum og á tónleikaferðum með færeyskum hljómsveitum. Hér má nefna hljómsveitina Yggdrasil, jazzhljómsveitir, popphljómsveit Marius Ziska, auk þess að vera aðalmaðurinn í sinni eigin hljómsveit Tjant, sem spilar elektrónískt jazz-rokk.

Þar að auki starfar Heðin sem tónskáld og hljóðfæraleikari á ýmsum stöðum og hefur samið tónlist fyrir The New Jungle Orchestra, Yggdrasil og Stórsveit Þórshafnar. Tónverk hans hefur verið flutt á hátíðum eins og ISCM-tónlistarhátíðinni, Summitónar, RAFLOST, Dark Music Day og Nordic Music Days.

Heðin stundar meistaranám við tónlistardeild Listaháskóla Íslands á NAIP-brautinni.

∞∞∞∞∞∞

Resterne af Rigsfællesskabet

Heðin Ziska Davidsen and Jesper Pedersen play modular synthesizers. At Mengi on Wednesday, December 13th at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

The Faroese musician Heðin Ziska Davidsen and the dane in exile Jesper Pedersen met in Iceland in 2016 and formed the duo Resterne af Rigsfællesskabet (the debris of the Danish Commonwealth) for a performance at the Raflost Festival of Electronic Art. The duo improvises experimental electronic music on their custom built modular synthesizers.

Jesper Pedersen was born in Frederikshavn in Denmark and is now living in the Bay Area of Reykjavík. He holds a master's degree in Music Technology from the University of Aalborg and has composed music for acoustic instruments, electronics, installations and more.

His work has been performed internationally by the Iceland Symphony Orchestra, Ensemble Adapter, Duo Harpverk et al. at festivals such as: the Tectonics Festival, the Nordlichter Biennale, RAFLOST, Sláturtíð, Dark Music Days and Nordic Music Days.

Jesper is active in the composers collective S.L.Á.T.U.R. He teaches electronic music composition at the Iceland Academy of the Arts and the Kópavogur Computer Music Center.

∞∞

Heðin Ziska Davidsen was born in Tórshavn, Faroe Islands. He’s a sought after guitarist and is regularly performing and touring with Faroese bands, such as Yggdrasil, an ethnic jazz ensemble and Marius Ziska, a pop rock band, as well as fronting his own band, Tjant, an electronic rock jazz outfit. On top of this, he performs as an improvising musician/composer at various occasions and has composed for New Jungle Orchestra, Yggdrasil, Tórshavnar BigBand and has had works performed at the ISCM festival, Summartónar, RAFLOST, Dark Music Day and Nordic Music Days/Happy Days festivals.

Currently Heðin is studying a Masters at Listaháskóli Íslands in the NAIP programme.

View Event →
Ómkvörnin
Dec
14
6:00 AM06:00

Ómkvörnin

Uppskeruhátíð Listaháskólanema í Mengi, fimmtudaginn 14. desember klukkan 18 og 21. Flutt verða ný verk eftir tónsmíðanemendur skólans af hljóðfæraleikurum skólans sem og tónlistarfólki annars staðar frá.

DO
- Klukkan 18 flytja nemendur úr texta- og lagasmíðaáfanga afrakstur annarinnar.

RE
- Klukkan 21 verða á efnisskrá verk eftir nemendur á tónsmíðabraut þar sem blandað er saman hljóðheimum rafhljóðfæra og órafmagnaðra hljóðfæra. 

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Föstudaginn 15. desember verður Ómkvörnin haldin í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg 56 en þar verða einnig tvennir tónleikar. Klukkan 18 verða tónleikar helgaðir sönglögum fyrir kóra sem og einsöngvara. Á seinni tónleikunum sem fram fara klukkan 20:30 verða á efnisskrá verk fyrir smærri kammerhópa. 
--> https://www.facebook.com/events/135749350377562/

Listaháskóli Íslands hvetur alla þá sem hafa áhuga á nýrri íslenskri samtímatónlist að mæta á hátíðina. Hönnuður Ómkvarnarinnar að þessu sinni er nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands; Anna Pálína Baldursdóttir.

Ókeypis aðgangur er á Ómkvörnina.

∞∞∞∞∞∞

Two concerts with students from the Music Department of the Iceland Academy of the Arts at 6pm and 9pm. Music for electronics, acoustic instruments, voice and more.

Free entrance and everybody welcome.

View Event →
Styrktartónleikar Halldóru
Dec
15
5:00 PM17:00

Styrktartónleikar Halldóru

Halldóra Björg Haraldsdóttir heldur afmælis- og jólatónleika til styrktar Barnaspítala Hringsins í Mengi á aðventunni. Fram koma Agnar Már Magnússon, píanó, Andrés Þór Gunnlaugsson,  gítar, Snorri Sigurðarson, trompet / flutelhorn, Steinar Sigurðarson, tenórsaxón, Harpa Þorvaldsdóttir og Haraldur Guðmundssonar. Klukkan 17 - aðgangur ókeypis og allir velkomnir. er að halda stutta afmælis og jólatónleika til styrktar Barnaspítala hringsins á afmælisdegi mínum þann 15. desember næstkomandi.

∞∞∞∞∞

Benefit Concert for Reykjavík's Children Hospital at Mengi. Free donations.

Vocalist Halldóra Björg Haraldsdóttir with band consisting of Agnar Már Magnússon piano, Andrés Thor Gunnlaugsson, guitar, Snorri Sigurdarson trumpet / flugelhorn, Steinar Sigurdarson tenor saxophone, Harpa Torvaldsdóttir and Haraldur Guðmundsson.

 

View Event →
Jólapeð: Marteinn Sindri, Arna Margrét Jónsdóttir and more
Dec
15
9:00 PM21:00

Jólapeð: Marteinn Sindri, Arna Margrét Jónsdóttir and more

Við kynnum með stolti Hátíðardagskrána Jólapeð, tónlistar- og ljóðadagskrá til heiðurs þeirri staðreynd að jólin og aðdragandi þeirra eru tími þegar „allir stoltir hrókar verða jólapeð“.

Fram koma:

Arna Margrét Jónsdóttir
Birkir Blær Ingólfsson
Jelena Ciric
Kristofer Rodriguez Svövuson
Margrét Arnardóttir
Marteinn Sindri Jónsson

Hátíðin hefstklukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2500 krónur. Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða keupa við innganginn.

∞∞∞∞∞

A beautiful evening of music and poetry at Mengi to celebrate advent and Christmas.

Performers:

Arna Margrét Jónsdóttir
Birkir Blær Ingólfsson
Jelena Ciric
Kristofer Rodriguez Svövuson
Margrét Arnardóttir
Marteinn Sindri Jónsson

Event starts at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2500 ISK. Book tickets through booking@mengi.net or buy at the entrance.

View Event →
HANDMADE SOUNDS: OWL PROJECT / ROSAYN / HALLDÓR ELDJÁRN
Dec
17
9:00 PM21:00

HANDMADE SOUNDS: OWL PROJECT / ROSAYN / HALLDÓR ELDJÁRN

•ENGLISH BELOW• 

Spennandi tónleikar í Mengi sunnudagskvöldið 17. desember þar sem fram koma tónlistarmennirnir og hljóðærasmiðirnir Halldór Eldjárn, ROSYAN og hópurinn Owl Project. Tónleikar hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30.
Miðaverð: 2500 krónur.

Að baki Owl Project standa þeir Simon Blackmore, Anthony Hall og Steve Symons. Í verkum sínum blanda þeir saman skúlptúrum og hljóðlist, skúlptúrarnir eru hljóðfæri og hljóðgjafar, gerðir úr tré og rafhljóðfærum. Á meðal áhrifavalda sem þeir sækja í má nefna hljóðgervlamenningu áttunda áratugarins og raftónlist samtímans - útkoman verður svolítið sérviskuleg en á sama tíma heillandi hugleiðing um tæknina á okkar tímum. 

Sífelldur þorsti mannsins í ný og ný tæki og tól sem úreldast á örskotsstundu og samband hans við tækni er þeim félögum hugleikið. Þeir hafa sýnt innsetningar sínar og skúlptúra víða og komið fram í Belfast, Lausanne, Manchester, Bergen, Torino og Sheffield, svo fátt eitt sé nefnt. 

http://owlproject.com/

Að baki ROSYAN stendur dansk-íranska tónskáldið Rosanna Lorenzen sem er búsett í Reykjavík þar sem hún leggur stund á nám í tónsmíðum. Í verkum sínum kannar hún samruna og stefnumót raftónlistar við selló og aðra órafmagnaða hljóðgjafa. Vettvangshljóðritanir og sellólykkjur fléttast saman við rafrænan hljóðheim hennar; stundum fljótandi og sveimkenndan, stundum taktvissan og ágengan. Sjálf kallar hún tónlistina sína sveimkennda danstónlist (Ambient Dance Music eða ADM) sem er hugtak komið úr ranni hennar sjálfrar. 

https://soundcloud.com/rosyanfacebookhttps://www.facebook.com/rosyanmusic/

Trommuleikarinn, tónskáldið og hljóðfærasmiðurinn Halldór Eldjárn hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir ýmis konar heimasmíðuð sjálfvirk hljóðfæri eða tónlistarvélmenni en hann hefur komið fram víða, svo sem á Iceland Airwaves og Tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík 2017. Hann frumflutti fyrr á þessu ári í Mengi tónlistarinnsetninguna Poco Apollo þar sem sjálfspilandi harpa flytur eigin tónsmíðar við mörg þúsund ljósmyndir sem teknar voru af geimförum Apollo-verkefnisins á árunum 1969 til 1972 - Halldór bjó til eigið tónlistforrit sem semur nýja tónsmíð við hverja einustu ljósmynd. Á tónleikunum í Mengi verður flutt verkefni Poco Apollo Live Session þar sem fram koma auk sjálfspilandi hörpunnar þau Halldór Eldjárn, Daníel Helgason á gítar og Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló. 

Tónleikarnir eru hluti af verkefninu Handmade Sounds sem ýtt var úr vör af Curated Place í Bretlandi og Einkofi Productions á Íslandi en verkefnið hlaut styrk frá Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið hófst í Hull fyrr á þessu ári en Hull hefur verið Menningarborg Bretlandseyja árið 2017 og þar fór fram tónlistarhátíðin North Atlantic Flux sem laut listrænni stjórnun tónlistarmannsins John Grant. Næstu tónleikar voru haldnir í DIEM (Dönsku raftónlistarmiðstöðinni) í Aarhus sem hefur verið ein af Menningarhöfuðborgum Evrópu á árinu. 

https://www.curatedplace.com/work/#/handmade-sounds

∞∞∞∞∞∞∞∞

Concert at Mengi on Sunday, December 17th at 9pm featuring Halldór Eldjárn, Owl Project and ROSYAN. House opens at 8:30 pm, tickets, 2500 ISK - can be booked through booking@mengi.net or bought at the door.

Funded by the Nordic Council of Ministers or Nordic Culture Point in collaboration with Curated Place in UK and Einkofi Productions in Iceland. 

About the project:

To celebrate the completion of the Nordic Council of Minister supported project 'Handmade Sounds 'we are bringing together some of the incredible artists we have been working with over the last year for an evening of sonic experimentation with Mengi. 

Initiated in Reykjavik as part of John Grant’s North Atlantic Flux for Hull2017 - the UK's Capital of Culture, our artists went on to develop and share a series of handmade instruments and performances at DIEM in Aarhus as part of the European Capital of Culture Programme. Finally we now come together in Reykjavik, home to the roots of the project, to experience the work of the participating artists.

About the artists:

Owl Project is a collaborative group of artists consisting of Simon Blackmore, Antony Hall and Steve Symons. They work with wood and electronics to fuse sculpture and sound art, creating music making machines, interfaces and objects which intermix pre-steam and digital technologies.

Drawing on influences such as 70’s synthesiser culture, DIY woodworking and current digital crafts, the resulting artwork is a quirky and intriguing critique of the allure and production of technology. Owl Project make a distinctive range of musical and sculptural instruments that question human interaction with computer interfaces and our increasing appetite for new and often disposable technologies.

http://www.owlproject.com/

ROSYAN is the synonym for the solo project of the Danish/Iranian composer andsound artist Rosanna Lorenzen, based in Reykjavík at the moment on exchange at Listaháskóli Íslands.She explores the meeting between the acoustic and electronic world, and moves between ambient sound collages to versatile, more rhythmic structures, combining the cello and other acoustic instruments with electronic elements. Field recordings and live looping of the cello includes what you can meet in her organic soundscapes, which she categorises as ADM (Ambient Dance Music) - a self-invented genre name.

https://soundcloud.com/rosyanfacebookhttps://www.facebook.com/rosyanmusic/

Halldór Eldjárn is an Icelandic drummer/musician/programmer. His live show consists of live performing robotic instruments which he has built. Soundscape-y electronic tones, yet rhythmic. Guaranteed to blow minds and soothe ears! Halldór performed at festivals Iceland Airwaves 2016 and Sónar Reykjavík 2017, to critical acclaim and did a live performance for Seattle based radio station KEXP. 

Poco Apollo, a sound installation he created was premiered in Mengi in Reykjavík, January 2017. It consists of a self-playing harp and a self-composing music software he built and is accessible online athttp://bit.ly/PocoApollo . The software interprets pictures from the Apollo space program and composes soundtracks to accompany them, based on their calculated "mood". 

In Mengi in December 2017, Halldór will perform Poco Apollo Live with guitarist Daniel Helgason and Thordis Gerdur Jonsdottir on cello.

View Event →
Ósómaljóð
Dec
18
8:00 PM20:00

Ósómaljóð

Megas syngur Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar ásamt Skúla Sverrissyni og ósæmilegri hljómsveit.
Útgáfutónleikar í Gamla bíói mánudagskvöldið 18. desember klukkan 20. Húsið verður opnað klukkan 19.
Madonna + Child hita upp
Miðaverð: 5000 krónur

Miðapantanir:
https://midi.is/tonleikar/1/10260/Megas_syngur_Osomaljod

Ósæmilega hljómsveit skipa:
Megas: Söngur
Skúli Sverrisson: Bassi, gítar
Guðmundur Pétursson: Gítar
Davíð Þór Jónsson: Píanó
Magnús Trygvason Eliassen: Trommur
Ólöf Arnalds: Gítar, söngur
Gyða Valtýsdóttir: Selló, söngur
Magga Stína: Söngur
Margrét H. Blöndal: Söngur

Ósómaljóð koma út á vínilplötu og geisladiski hjá Mengi Records föstudaginn 15. desember 2017.

Nánar um Ósómaljóð:

Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar voru frumflutt í heild sinni á tónleikum í Gamla bíói á Listahátíð í Reykjavík vorið 2015. Tvö ár voru þá liðin frá andláti Þorvaldar Þorsteinssonar, sem lést langt fyrir aldur fram árið 2013, aðeins 52 ára að aldri. Að baki einstaklega frjósamur ferill sem rithöfundur, myndlistarmaður og áhrifavaldur sem minnti okkur einatt á sköpunarmáttinn sem felst í hverjum einasta einstaklingi. Fáir vissu um þennan lagaflokk sem hafði varðveist í upptöku sem Þorvaldur gerði ásamt ónafngreindri hljómsveit þegar hann var við framhaldsnám í myndlist í Maastricht í Hollandi en þar nam hann myndlist á árunum 1987-1989. Upptökurnar voru hráar og frumstæðar en þegar Skúli Sverrisson og Megas settust yfir þær fyrir nokkrum árum varð þeim báðum ljóst að hér væru á ferð gimsteinar sem vert væri að gefa nánari gaum.

Textarnir eru fullir af hressandi kaldhæðni og hráslaga, kjartnyrtir og fullkomlega lausir við nokkra væmni. Sjálfstæð lög sem saman mynda samt eina heild þegar vel er að gáð. Landslið íslenskra tónlistarmanna tekst hér á við lög Þorvaldar í nýjum og ferskum útsetningum. 

Madonna + Child eru tvær grímuklæddar verur umluktar dulúð og dularfullum sögum. Þær birtust einn daginn hér og enginn veit hvaðan eða hvernig þær bar að garði. 

Madonna + Child flytja myrkar vögguvísur um dauðann og alla hluti dimma og drungarlega, umkringdar galdrakanínum.
Þeir sem þora að stíga inn i heim djöflasystranna eiga sjaldan afturkvæmt. 

Nýlega kom út fyrsta plata Madonna + Child á vegum grasrótarútgáfunnar Lady Boy Records og seldist hún upp á örskömmum tíma. 

Madonna + Child bjóða ykkur velkomin í sinn draumkennda veruleika. 

∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Megas sings 'Ósómaljóð' by Thorvaldur Thorsteinsson in Gamla Bíó on Monday, December 18th at 8pm. 
Tickets: 5000 ISK.
Order tickets here:
https://midi.is/tonleikar/1/10260/Megas_syngur_Osomaljod

Band:
Megas, voice
Skúli Sverrisson: Bass, guitar
David Thor Jonsson: Piano and keyboard
Magnús Trygvason Eliassen: Drums and percussion
Guðmundur Pétursson: Guitar
Ólöf Arnalds: Guitar, voice
Gyða Valtysdottir: Cello, voice
Magga Stína: Voice

Special guests: Madonna + Child

"This emerging duo of charmingly masked creatures make highly weird minimal tunes, which defy categorisation. Rooted in a sense of improvisation, play, mystery and mischief, Madonna + Child fill big spaces with small sounds, pulling out the kind of creepiness that is best sensed by children at bedtime." 


'Ósómaljóð' will be released by Mengi Records on Friday, December 15th, both on vinyl and CD.

View Event →
Sycamore Tree
Dec
20
9:00 PM21:00

Sycamore Tree

Sycamore Tree í Mengi, miðvikudagskvöldið 20. desember klukkan 21. Miðaverð: 3500 krónur. Miðasala á miði.is

Dúettinn Sycamore Tree ættu landsmenn að vera farnir að þekkja eftir mikla spilun á öldum ljósvakans. Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson sendu frá sér sína fyrstu plötu “ SHELTER “ þann 24. september síðastliðinn og héldu glæsilega útgáfutónleika í Hörpu sama dag þar sem færri komust að en vildu. Eftir stutt frí snúa þau aftur með tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2 þann 20.desember klukkan 21.00. Þar sem tónleikarnir verða stuttu fyrir jól verða tónleikarnir lágstemmdir - platan SHELTER verður spiluð í heild sinni ásamt nýju efni auk þess sem nokkur vel valin uppáhalds jólalög munu senda tónleikagesti í jólastemningu út í desembernóttina. 

Forsala miða hefst þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 9:00 á midi.is

∞∞∞∞∞∞

An intimate and low-key concert with the beautiful duo Sycamore Tree (Agusta Eva Erlendsottir. singer and actress & Gunni Hilmarsson, fashion designer and musician) in Mengi. Music from their new album SHELTER along with brand new songs and some of their favourite Christmas carols.

In Mengi on Wednesday, December 20th at 9pm. Tickets: 3500 ISK - can be booked via www.midi.is

View Event →
ÍSLENSKT SNITSEL #4 / JANUS BRAGI & LOJI HÖSKULDS
Dec
27
9:00 PM21:00

ÍSLENSKT SNITSEL #4 / JANUS BRAGI & LOJI HÖSKULDS

Myndbönd ókunnugra skásetjara eru grunnurinn að íslenskum snitsel kvöldum, og ofan á þau bætast greiningar og sögur Janusar Braga Jakobssonar og tónlist Loja Höskuldssonar.
Fjórða. og seinasta snitselið í þessari lotu í Mengi verður 27. desember. Þar verða sagðar jólasögur með videóum annarra og alveg séns á því að það verði boðið upp á púns.

Viðburður hefst klukkan 21. Miðaverð: 1000 krónur. 

View Event →
PÉTUR EGGERTSSON: EKKERT KJOLSTON / ÚTGÁFUTÓNLEIKAR
Dec
28
9:00 PM21:00

PÉTUR EGGERTSSON: EKKERT KJOLSTON / ÚTGÁFUTÓNLEIKAR

Útgáfutónleikar með Pétri Eggertssyni og fjölda tónlistarmanna í Mengi fimmtudagskvöldið 28. desember klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Pantið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við innganginn.

ENGLISH BELOW

Hvernig hljómar tónlist þegar allir eru hættir að hlusta? Hljómar hún yfir höfuð? Skynjun okkar er meðvitundarlaus og við ruglum saman öllum mögulegum brennivíddum. Hljóð virðist horfið og þögn hefur líka aldrei verið til staðar. Ef hljóð skiptir ekki máli, hvað þá? Eggerts skiptir máli. 

Fjöldi tónlistarmanna flytur verk fyrir öll sex skilningarvit á útgáfutónleikum vegna fyrstu hljóðútgáfu tónskáldsins Péturs Eggerts: „Ekkert Kjolston“. Hæp-menn, gufa, rafhljóð (kannski), rokkhljómsveit heldur kúlinu, einhver heldur í sér, kammersveit skiptir um hlutverk... Fjölbreytt dagskrá sem lýkur vonandi eftir að áhorfendur eru komnir út úr húsinu. 

Pétur Eggerts er reykvískt tónskáld sem vinnur á mörkum tón- , sviðs- og sjónlistar. Verk hans kanna hlutverk og ástand flytjandans í tónleikaumhverfi en einnig er bætt við nýjum víddum í heim tónlistar með því að nota óhljóðræn atriði á borð við vídeó, gjörðir og aðra sjónræna þætti sem tónefni. 

„Ekkert Kjolston“ er fyrsta útgáfa Péturs og kemur út á vegum Amazing Box í desember á stafrænu formi og snemma 2018 á snældu.

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Release concert with Pétur Eggertsson and friends at Mengi on Thursday, December 28th at 9pm. Tickets: 2000 ISK. Book tickets through booking@mengi.net or buy at the door.

What does music sound like when everyone has stopped listening? Does it sound at all? Our senses are unconscious and we have confused all possible focus points. Sound seems to have disappeared and silence was never there in the first place. If sound doesn’t matter any more, what does? No-one knows. 

A handful of musicians perform pieces for all six senses at the release concert of Pétur Eggerts debut recording: "Ekkert Kjolston”. Hype-men, vapour, electronics (maybe), a rock band keeps their cool, somebody holds it in, a chamber group exchanges roles... A diverse program which hopefully finishes after the audience has left the venue. 

Pétur Eggerts is a composer from Reykjavík who merges music, performance and visual art in his art. His works explore the role and condition of the musical performer while adding new dimensions to the domain of music by using non-sonic bodies such as video, actions and other visual elements as musical material. 

"Ekkert Kjolston" is Pétur’s debut solo album, released digitally by Amazing Box records in December and early 2018 on cassette.

View Event →
HEIÐARLEGIR OG EINLÆGIR HUGSJÓNAMENN
Dec
29
9:00 PM21:00

HEIÐARLEGIR OG EINLÆGIR HUGSJÓNAMENN

Heiðarlegir og einlægir hugsjónamenn sem eru reiðubúnir að leggja á sig vinnu og færa fórnir til að bæta líf samborgaranna halda dansleik í Mengi föstudagsköldið 29. desember klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Húsið verður opnað klukkan 20:30
Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa við innganginn. 

Heiðarlegir og einlægir hugsjónamenn eru Róbert Reynisson, Ingi Garðar Erlendsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Páll Ivan frá Eiðum.

ENGLISH BELOW

Þeir eru miðaldra en hafa engu gleymt strákarnir í Heiðarlegir og einlægir hugsjónamenn. En þeir hittust fyrst á Benna Hemm Hemm æfingu sem haldin var undir verndarvæng Björgúlfs Thor í gamla Klink og Bank, þar sem nú stendur nýtt hótel. Saman og í sitt hvoru lagi hafa þeir ferðast um jarðkringluna sem sviðsmunir vinsælla pop-listamanna (e. popular artist) en það var á einni slíkri ferð sem að sameiginlegur áhugi á spunatónlist kom í ljós. Staðurinn var El Paso, áningarstaður eftir langa og stranga ferð sem var lituð svikum og vonbrigðum. Í steikjandi hitanum náðist samhljómur.

∞∞∞∞∞∞∞

Honest and sincere idealists are Róbert Reynisson, Ingi Garðar Erlendsson, Eiríkur Orri Ólafsson and Páll Ivan frá Eiðum.
They give a free improv concert in Mengi on Friday, December 29th at 9pm. 
House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK.
Book tickets through booking@mengi.net or buy tickets at the door.

View Event →

TVÍUND: GUÐRÚN EDDA GUNNARSDÓTTIR & ÓLÖF ÞORVARÐSDÓTTIR
Dec
10
9:00 PM21:00

TVÍUND: GUÐRÚN EDDA GUNNARSDÓTTIR & ÓLÖF ÞORVARÐSDÓTTIR

Tónleikar í Mengi sunnudagskvöldið 10. desember.
Fram kemur tónlistarhópurinn Tvíund skipaður Ólöfu Þorvarðsdóttur, fiðluleikara og Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur, söngkonu og píanóleikara. Á efnisskrá er frumsamin tónlist og spunaverk fyrir fiðlu, píanó og rödd. Tvíund var stofnuð 2016.

Tónleikar hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2500 krónur. 
Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa miða við innganginn. 

Að leita, týna, sleppa, treysta....

„Að spinna á píanó er eins og dans. Fingurnir taka völdin og stíga á svartar og hvítar nótur í sínum eigin heimi. Og röddin. Að losa hana frá kröfunni um að vera fallegust og stærst og fullkomnust. Sleppa og treysta. Treysta og sleppa. Tvíund er fyrir mér ferðalag vinkvenna um óravíddir sköpunargleðinnar.“ (GEG)

„Ég þurfti að finna nýjan flöt sem fiðluleikari. Vera líka eitthvað annað en klassískur fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Búa til mitt með minni eigin rödd. Finna mína tónlist, mína rödd, minn takt. Finna og týna. Týna og finna. Tvíund er ég sjálf og Guðrún Edda vinkona mín, sem deilir sömu ástríðu fyrir tónlistinni.“ (ÓÞ)

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

An improv concert with Gudrún Edda Gunnarsdottir, piano and voice and Olof Thorvardardottir, violin. At Mengi on Sunday, December 10th at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2500 ISK. Order through booking@mengi.net or at the door.

Looking, loosing, finding, trusting...

"To improvise on piano is like dancing. The fingers take over, dancing on black and white keys in a world of their own. Not to mention improvising with the voice. Letting it free from the demand of being the most beautiful, the largest, the most perfect. Letting loose and trusting. Trusting and letting loose. This is for me a journey of two friends through the immense landscape of creativity" (GEG)

"I needed to find some new ways for me as a violinist. Being something more than a classical violinist in Iceland Symphony Orchestra. Creating my own stuff with my own voice. Finding my own music, my own voice, my own rhythm. Finding and loosing. Loosing and finding. ' Along with my friend Guðrún Edda who shares the same passion for music. (ÓTh).

 

View Event →
Daniel Rorke, Matthías M. D. Hemstock & Valdi Kolli
Dec
8
9:00 PM21:00

Daniel Rorke, Matthías M. D. Hemstock & Valdi Kolli

Írsk/ástralski saxófónleikarinn Daniel Rorke kemur fram í annað sinn í Mengi, að þessu sinni með trommu- og slagverksleikaranum Matthíasi Hemstock og bassaleikaranum Valda Kolla þar sem þeir munu reiða fram nokkra af sínum bestu bitum ásamt standördum í nýjum útfærslum.

Húsið opnar klukkan 20:30 og miðaverð er 2.500 krónur.
Hægt er að panta miða með því að senda póst á booking@mengi.net

___________________________________


Daniel Rorke, Matthías Hemstock and Valdi Kolli.
Irish/Australian duel national Daniel Rorke returns to Iceland to play in a trio setting with one of Reykjavik’s most creative and engaging improvisers. Starts at 9 pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2500 ISK. Book tickets through booking@mengi.net or buy tickets ar the door.

These three musical adventurers will perform a mix of original compositions and unique treatments of standard tunes. Rorke has been called “a heavyweight” by Norway’s Jazznytt and his recent endeavours "Kaleidoscopic" by prominent Israeli Jazz reviewer Eyal Hareuveni, while Hemstock’s and Valdi Kolli's contributions to iconic Icelandic recordings are highly acclaimed.

A graduate of Norway’s Jazzlinja that has produced so much talent that has emerging into the European Jazz environment in the last generation, Rorke’s playing combines open, melodic improvisation with a lifelong relationship with the Jazz tradition. His CD last year entitled “The Dark” received widespread critical acclaim in Europe’s Jazz press.

Hemstock, a Berklee School of Music grad, has established himself as one of the most interesting and versatile drummers in Europe. He has just return from a successful European tour with a trio consisting of saxophonist Óskar Guðjónsson and Danish bassist Richard Andersson, where they launched their new CD entitled “Nor”.

Valdi Kolli is one of Iceland's most prolific musicians and has worked with a large group of improvisers and musicians, including Jóel Pálsson, Achim Kaufmann, Ásgeir, Agnar Már Magnússon, and more.

View Event →
Horfið / Elísabet Birta Sveinsdóttir
Dec
7
9:00 PM21:00

Horfið / Elísabet Birta Sveinsdóttir

ºENGLISH BELOWº

Horfið - gjörningur eftir Elísabetu Birtu Sveinsdóttur - tónlist í samstarfi við Ísabellu Katarínu Márusdóttur
Í Mengi fimmtudagskvöldið 7. desember klukkan 21
Húsið verður opnað klukkan 20:30
Miðaverð: 2500 krónur.

Pantið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við innganginn.

„Ég þrái að vera eins og fugl, villtur og frjáls sem fylgir innsæi sínu. Ég þrái að vera eins og fiskur, villtur og nakinn í sjónum. Ég þrái að vera eins og hundur, villtur, hlýr og næmur. Ég bý í heimi sem ég hef búið til í kringum sjálfa mig, heimi þar sem ég sjálf er undirtylla.“ 

Elísabet Birta Sveinsdóttir er sviðs- og myndlistarkona, búsett í Reykjavík. Í verkum hennar renna á áhrifamikinn hátt saman myndlist, tónlist og sviðshreyfingar þar sem hún hefur undanfarin ár unnið mikið með birtingarmyndir kvenlíkamans, hvernig kvenleikinn er meðhöndlaður og hlutgerður í neyslusamfélagi nútímans. Á meðal nýlegra verka hennar má nefna, 51. A.D á samsýningunni Svipasafnið í Verksmiðjunni á Hjalteyri og 'Cold Intimacy' sem hún frumflutti einmitt í Mengi sumarið 2016. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og BA-gráðu í myndlist frá sama skóla árið 2017. 

http://elisabetbirtasveinsdottir.com/

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Horfið / A stage performance by Elísabet Birta Sveinsdóttir
In Icelandic 'Horfið' can mean both look and gone - the 'neutral' gaze of objectification
In Mengi, Thursday, December 7th at 9pm.
House opens at 8:30 pm.
Tickets: 2500 ISK.

"I desire to be like a bird, wild, intuitive and free. I desire to be like a fish, wild and naked in the sea. I desire to be like a dog, wild, intuitive and empathetic. I live in a world I created around myself, that subordinates me." 

Elísabet Birta Sveinsdóttir is a performer and visual artist, based in Reykjavík. Recently her interdisciplinary work focuses mainly on the representation of the female body in mainstream media and art, connotations of femininity and objectification of women, like animals, in consumerist society. 

She received her Bachelor’s degree in contemporary dance from Iceland Academy of the Arts in 2013 and a Bachelor’s degree in Fine Art, from the same school, in 2017. Elísabets work includes long term collaborative projects Dætur and Kraftverk. In 2016 she performed the piece Cold Intimacy at Mengi, LungA festival and at In de Ruimte in Ghent, Belgium.


http://elisabetbirtasveinsdottir.com/

View Event →
COW #3 / JOHN CAGE
Dec
6
8:00 PM20:00

COW #3 / JOHN CAGE

ENGLISH BELOW

COW #3 — John Cage

John Cage er í brennidepli á tónleikum í tónleikaröðinni COW miðvikudagskvöldið 6. desember klukkan 20. Húsið verður opnað klukkan 19:30.
Miðaverð: 2000 krónur. Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa miða við innganginn.

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Listaháskóla Íslands þar sem þeir eru liður í námskeiðinu Flytjandinn/tónskáldið sem kennt er við tónlistardeild skólans.

Tónleikaröðin COW samanstendur af þrennum tónleikum sem fara fram á haustmisseri 2017 í Mengi. Á tónleikunum verður flutt tónlist eftir bandarísku tónskáldin John Cage, Pauline Oliveros og Christian Wolff. Þau eru meðal áhrifamestu tónskálda síðust áratuga og hafa, hvert með sínum hætti, stuðlað að breyttum viðhorfum til sköpunar og flutnings vestrænnar tónlistar.

Riðið var á vaðið með tónlist eftir Pauline Oliveros þann 13. september síðastliðinn, þann 11. október var flutt tónlist eftir Christian Wolff og lýkur röðinni þann 6. desember með tónlist eftir og í anda John Cage.

John Cage (1912-1992) var bandarískt tónskáld sem setti svip sinn á öldina sem leið sem og þá 21. á sviði lista. Hann var frumkvöðull á sviði tilraunatónlistar á víðtækan hátt og hafði djúpstæð áhrif á ríkjandi orðræðu um tónlist.

EFNISSKRÁ

- A Dip in the Lake, How To Get Started og verk fyrir dótapíanó eftir John Cage auk verka eftir flytjendur á tónleikunum, samin í anda Fluxus-stefnunnar.

Flytjendur á tónleikunum 6. december:

Berglind Tómasdóttir, Einar Torfi Einarsson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Erik DeLuca, Erla Rut Káradóttir, Hilma Kristín Sveinsdóttir, Ingibjörg Elsa Turchi, Magni Freyr Þórisson, María Sól Ingólfsdóttir, Olesja Kozlovska, Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir, Telo Hoy, Tinna Þorsteinsdóttir og Örn Erling Árnason.

Listræn stjórnun COW: Berglind María Tómasdóttir
Tónleikaröðin er styrkt af Tónlistarsjóði.

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Concert with music by and in the spirit of John Cage in Mengi, Wednesday, October 11th at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK. Book through booking@mengi.net or pay at the entrance.

The concert is in collaboration with the Iceland Academy of the Arts with students from the course the Performer/the Composer participating.

COW concert series consists of three concerts that will take place in Mengi in Fall 2017. The concerts include music by American composers John Cage, Pauline Oliveros and Christian Wolff who all are pioneers within experimental music and have generated new ways of approaches and performance practices within western music. 

December 6 will be dedicated to the music of John Cage, October 11 to Christian Wolff and September 13 is dedicated to Pauline Oliveros.

John Milton Cage Jr. (September 5, 1912 – August 12, 1992) was an American composer and music theorist. A pioneer of indeterminacy in music, electroacoustic music, and non-standard use of musical instruments, Cage was one of the leading figures of the post-war avant-garde. (Wikipedia)

PROGRAM:

A Dip in the Lake, How To Get Started and music for toy piano by John Cage as well as Fluxus inspired works by the performers.


Performers December 6:
Berglind Tómasdóttir, Einar Torfi Einarsson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Erik DeLuca, Erla Rut Káradóttir, Hilma Kristín Sveinsdóttir, Ingibjörg Elsa Turchi, Magni Freyr Þórisson, María Sól Ingólfsdóttir, Olesja Kozlovska, Ragnheiður Elísabet, Telo Hoy, Tinna Þorsteinsdóttir and Örn Erling Árnason.

Curator of COW: Berglind Tómasdóttir
COW Concert Series is supported by the Icelandic Music Fund.

View Event →
ELDHÚS FÁRÁNLEIKANS / MÁNUDAGSBOLTINN / FREE IMPROV
Dec
4
9:00 PM21:00

ELDHÚS FÁRÁNLEIKANS / MÁNUDAGSBOLTINN / FREE IMPROV

Mánudagsboltinn er frjálst spunakvöld þar sem skipt verður í misstór lið sem leikur í 6 min í senn. Í úrvali eru gamlir meðlimir hins upprunarlega mánudagsbolta (sem færst hefur yfir á miðvikudaga) í bland við nýja og ótætta leikmenn. 

Í eru :
Arnljótur Sigurðsson
Eiríkur Orri Ólafsson
Guðmund Steinn Gunnarsson
Jesper Pedersen
Ingi Garðar Erlendsson
Ingibjörg Elsa Turchi
Kristín Anna Valtýsdóttir
Laufey Soffía
Magnúst Trygvason Eliassen
Ólafur Björn Ólafsson
Róbert Reynisson
Sigurlaug Thorarensen
Sindri Már Sigfússon
Tumi Árnason

ofl!

Miðaverð er 2000 krónur. Spuninn hefst klukkan 21.

∞∞∞∞∞∞∞

Free improv night the first Monday evening of every month. Musicians from all around improvise together in the kitchen of absurdity.

The main chef for this night will be Kristín Anna Valtýsdóttir, joined by others.

View Event →
SNITTUTEINASVEITIN - RAGGA GÍSLA & HLJÓMSVEIT
Dec
2
6:00 PM18:00

SNITTUTEINASVEITIN - RAGGA GÍSLA & HLJÓMSVEIT

Tónleikar með Snittuteinasveitinni í Mengi laugardaginn 2. desember kl. 17. Miðaverð er 2.500 krónur. 
Hægt er að kaupa miða við hurð eða panta þá í gegn um booking@mengi.net

ENGLISH BELOW

Tónverk fyrir snittuteina. Flytjendur munu leika á 2 rafbassagítara með svokölluðum snittuteinum, heimabyggt ásláttarhljóðfæri og tölvu/hljóðgerfla. Ekki er hefð fyrir þessum hljóðfæraleik, en í tónverki sem Ragga Gísla samdi sem hluta af M.A. verkefni sínu við Listaháskóla Íslands árið 2012, notaðist hún fyrst við snittutein þegar hún samdi verkið “Neðansjávar”.

Í Snittuteinasveitinni eru Ragga Gísla, Björgvin Gísla, Matthias Hemstock og Björn Viktors.

———

Chamber Music Piece for Studs
In Mengi at 5 p.m.
Tickets: 2500 at the door or through booking@mengi.net

Chamber Music Piece for Studs, by composer Ragga Gisla, is comprised of several short movements where the musicians play electric bass guitars with so-called studs, a homemade percussion board and laptop electronics. The studs used in this work are of different coarseness and three different sizes but they are usually used in construction work and for building houses. This kind of musical instrument is untraditional, but in Ragga’s work “Underseas” which she composed as part of her M.A. project at the Iceland Academy of the Arts in 2012, she used a stud for the first time. 

Band members: Ragga Gísla, Björgvin Gísla, Matthias Hemstock og Björn Viktors.

View Event →
Stephen Dorocke
Nov
30
9:00 PM21:00

Stephen Dorocke

Spennandi spunatónleikar með bandaríska tónskáldinu og hljóðfæraleikaranum Stephen Dorocke í Mengi, fimmtudagskvöldið 30. nóvember klukkan 21. Með honum koma fram píanóleikarinn Paul Lydon, Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari, sellóleikarinn Katinka Kleijn og bassaleikarinn Julian F. Thayer.
Miðaverð: 2000 krónur. Pantið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið við innganginn.
Húsið verður opnað klukkan 20:30

Stephen Dorocke hóf hljóðrannsóknir sínar ungur að árum og þakkar það meðal annars stuttbylgjuútvarpi sem finna mátti að heimili hans. Á meðal áhrifavalda má nefna Sun Ra, Karlheinz Sttockhausen, Harry Bertola, Egiosto Macchi, Harry Partch, Derek Bailey, Freddie Roulette og Ry Cooder.

Stephen Dorocke hefur komið víða fram og hljóðritað plötur með tónlistarmönnum svo sem Can.Ky.Ree, The Lofty Pillars, The Handsome Family og Freakwater. Á meðal hljóðfæra sem hann spilar á í tónlistarverkefnum sínum eru gítar, fiðla, mandólín og d'oud, sem er sérsmíðað hljóðfæri Stephen Dorocke, sérstakt afbrigði af arabísku lútunni úd og rísófónn sem er umbreyttur gítar. 

Stephen Dorocke býr og starfar í Chicago þar sem hann tekur virkan þátt í öflugri spunasenu stórborgarinnar. 

∞∞∞∞∞∞∞∞

An exciting improv-concert with composer and instrumentalist Stephen Dorocke at Mengi, Thursday, November 30 at 9pm. Joined by Paul Lydon on piano, Berglind María Tómasdóttir on flute, Katinka Kleijn on cello and Julius F. Thayer on double bass. House opens at 8:30 pm.
Tickets: 2000 isk. House opens at 8:30 pm.


Sonically adventurous at a young age, thanks to the presence of a short wave radio in the family home, Stephen Dorocke continues the exploratory traditions of artists such as Sun Ra, Karlheinz Stockhausen, Harry Bertoia, Egisto Macchi,and Harry Partch, as well as Derek Bailey, Freddie Roulette, and Ry Cooder from a guitaristic standpoint.

The worldly and cosmic sounds that surround us also influence the sonic componentry of the Resophonian Dialect. SD has toured, performed, and recorded with various artists, such as Can.Ky.Ree,
The Lofty Pillars, The Handsome Family and Freakwater, playing steel guitar (pedal and lap), guitar, violin, mandola/mandolin, and d'oud, a self designed/built oud variant.

View Event →
ÍSLENSKT SNITSEL #3 - JANUS BRAGI JAKOBSSON
Nov
29
9:00 PM21:00

ÍSLENSKT SNITSEL #3 - JANUS BRAGI JAKOBSSON

Íslenskt Snitsel – Tilraunakvöld nr. 3 fer fram í Mengi kl 21 miðvikudagskvöldið 29. nóvember.
Íslenskt Snitsel er gjörningafyrirlestraröð þar sem Janus Bragi Jakobsson kvikmyndagerðarmaður notast við fundið efni, myndbönd sem aðrir Íslendingar hafa skapað og sett á netið.
Frá september til desember 2017 munu hann og meðleikari halda tilraunakvöld í Mengi þar sem rannsókn á efninu fer fram fyrir opnum tjöldum. Tilraunakvöldin verða haldin síðasta miðvikudag hvers mánaðar.
Myndböndin eru oftast skrásetningar á hversdegi og hátíðlegum stundum, eins konar myndaalbúm sem eru aðgengileg öllum sem sjá vilja. Sum þeirra eru líka sett á netið í þeim tilgangi að auglýsa vöru eða viðburð og önnur eru brot úr dagskrárgerð íslenskra ljósvakamiðla. Sett undir sama hatt verða þau sjónarhorn á íslensku þjóðarsálina og á hugmyndir þjóðar um gildismat, sjálfsmynd, minningar og fagmennsku.
Viðburðurinn hefst klukkan 21 og húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð á Íslenskt snitsel er 1000 krónur. Hægt er að bóka miða á booking@mengi.net.

View Event →
TILRAUNAKVÖLD LISTAHÁSKÓLANS
Nov
27
9:00 PM21:00

TILRAUNAKVÖLD LISTAHÁSKÓLANS

Hin víðfrægu Tilraunakvöld Listaháskóla Íslands hefja göngu sína á ný; næsta kvöldið verður haldið mánudagskvöldið 27. nóvember í Mengi við Óðinsgötu 2. Fram koma nemendur úr öllum deildum skólans og deila með gestum verkum á tilraunastigi og fullunnum verkum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 

Hefst klukkan 20. Húsið verður opnað klukkan 19:30
Aðgangur ókeypis.

∞∞∞∞∞∞∞∞∞

LHÍ Experimental Night at Mengi on Monday, November 27th at 8pm. Free admission - everybody welcome.

View Event →
ÉG BÝÐ MIG FRAM / 5. SÝNING
Nov
25
9:00 PM21:00

ÉG BÝÐ MIG FRAM / 5. SÝNING

ÉG BÝÐ MIG FRAM er listahátíð sem Unnur Elísabet Gunnarsdóttir heldur utan um. Þann 28. október mun Unnur flytja þrettán þriggja mínútna verk eftir þrettán listamenn úr ólíkum áttum. Allir listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa veitt Unni innblástur í gegnum tíðina með sinni listsköpun. Listamennirnir fengu allir sent sama bréfið með ósk um að semja örverk. 

Bréfið byrjaði svona:
Kæri listamaður þú hefur veitt mér innblástur! Mér þykir forvitnilegt hvernig þú hugsar og langar mikið til að fá að gægjast inn í hugarheim þinn...
…Allir sögðu já…

Ég býð mig fram snýst um að brjóta niður veggi. Kasta sér út í alheiminn, sjá hvort hann grípur, kastar þér tilbaka eða fer með þig í rússíbanareið. Listahátíðin snýst um að koma saman, án fordóma, án landamæra, bara fólk að vinna saman. Hittast í miðju, teygjast, kuðlast eða móta hvort annað á stuttum þremur mínútum hvort sem þær verða enn fleiri í framtíðinni eða fyrstu og síðustu mínútur samvinnu þessara tveggja aðila. Það veit það enginn nema hann taki sénsinn.

Höfundar:
Aðalheiður Halldórsdóttir
Arnór Dan Arnarson
Bergur Ebbi Benediktsson
Daði Freyr Pétursson
Kristín Gunnlaugsdóttir
Hannes Þór Egilsson
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Vala Kristín Eiríksdóttir
Saga Sigurðardóttir
Ólöf Nordal
Margrét Bjarnadóttir
Barði Jóhannsson
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Flytjandi: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
“Mín skoðun er ekki endilega sú rétta. Mín sýn er ekki sú eina. Ég vil fagna lífsýn annarra. Ég vil færa miðju alheimsins” -Unnur Elísabet.

Sýningarnar verða aðeins 5 í Mengi þann 26.okt, 5.nóv, 16.nóv, 23.nóv og 25.nóv.
Miðaverð: 3500 krónur

https://www.facebook.com/BYDMIGFRAM/
www.unnnurelisabet.com
https://www.instagram.com/eg_byd_mig_fram/

View Event →
LANGIR OG LEIÐINLEGIR RAFTÓNLEIKAR STEFÁNS OG JESPERS
Nov
24
9:00 PM21:00

LANGIR OG LEIÐINLEGIR RAFTÓNLEIKAR STEFÁNS OG JESPERS

Hljóðgervillinn Buchla Lightning II í aðalhlutverki á löngum og leiðinlegum raftónleikum Jesper Pedersen & Stefáns Ólafs Ólafssonar í Mengi föstudaginn 24. nóvember klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Hægt er að panta miða á booking@mengi.net eða kaupa við innganginn.

ENGLISH BELOW

Undir lok síðustu aldar, hugsanlega árið 1997, var sjaldgæfur hljóðgervill af gerðinni Buchla Lightning II fluttur hingað til lands. Fáeinum árum síðar bilaði hann og var settur inn í skáp. Sumarið 2017 var skipt um rafhlöður í honum. 

Til að fagna þessum tímamótum efna Jesper Pedersen og Stefán Ólafur Ólafsson til langra og leiðinlegra raftónleika í Mengi þar sem fyrrnefndur hljóðgervill verður í forgrunni. Lesið verður upp úr notendahandbók hans og hlustað á preset-in. 
Ef tími gefst verður önnur tónlist einnig leikin. 
Smáréttir og kertafleyting að athöfn lokinni. 

Stefán Ólafur Ólafsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lauk námi í klarinettleik frá Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Einars Jóhannessonar og stundar nú tónsmíðanám við sömu stofnun. 

Stefán hefur einnig lokið framhaldsprófi í tölvutónlist frá Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs, þar sem aðalkennarar hans voru Hilmar Þórðarson, Haraldur V. Sveinbjörnsson og Jesper Pedersen. 
Stefán hefur fengist við fjölbreytt tónlistartengd verkefni, bæði sem flytjandi eða tónsmiður en einnig sem aðstoðarmaður í ýmsum skilningi þess orðs. Auk hreinnar raftónlistar hefur hann m.a. komið að skúlptúragerð, flutningi bæverskrar þjóðlagatónlistar í nokkrum Evrópulöndum, jólalagaútsetningum og vélmennasmíði. 

Jesper Pedersen fæddist í Friðrikshöfn í Danmörku og er nú búsettur í Vogahverfinu í Reykjavík. Hann er með meistaragráðu í tónlist frá Álaborgarháskóla og hefur samið tónlist fyrir akústísk hljóðfæri, rafhljóðfæri, gert innsetningar og fleira. 

Verk hans hafa hljómað víðu um heim, meðal annars á Tectonics Festival, Nordlichter Biennale, RAFLOST, Sláturtíð, Myrkum músíkdögum og Norrænum músíkdögum. Meðal þeirra sem flutt hafa verk Jespers eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ensemble Adapter og Duo Harpverk. 

Jesper er virkur í tónskáldahópnum S.L.Á.T.U.R. Þá kennir hann raftónsmíðar við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskóla Kópavogs. 

www.slatur.is/jesper 
www.soundcloud.com/jespertralala 
https://jesperpedersen.bandcamp.com/releases 

________________


Stefán's and Jesper's long and boring electronic music concert. On November 24th at 9 pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK. Book tickets booking@mengi.net or buy at the door.

By the end of the last century, possibly in 1997, a rare Buchla Lightning II synthesizer was imported to Iceland. A few years later the device broke down and was placed in a closet. In the summer of 2017 the batteries were replaced. 

To celebrate the revival of the Buchla Lightning II Jesper Pedersen and Stefán Ólafur Ólafsson will perform a long and boring electronic concert in Mengi on Friday, November 24th, where the aforementioned synthesizer will be in the forefront. Excerpts from the user manual will be read and the presets played. 
If there is any time left, some other electronic works will be played as well. 
Small dishes and a candle ceremony at the end of the performance. 


Stefán Ólafur Ólafsson was born and raised in Reykjavík. He graduated with a Bachelor degree in clarinet performance from the Iceland Academy of the Arts, where he studied with Einar Jóhannesson. Stefán is currently studying composition at the same institution. 

Stefán also has a graduation degree in computer music from the Kópavogur School of Music, where his main teachers were Hilmar Þórðarson, Haraldur V. Sveinbjörnsson and Jesper Pedersen. 
Stefán has been involved in a wide variety of music projects, both as a performer and as a composer, but also as an assistant in the widest possible meaning of that word. He has for example, apart from making electronic music, worked on sculptures, performed Bavarian folk music around Europe, arranged Christmas songs and built a robot. 

Jesper Pedersen was born in Frederikshavn in Denmark and is now living in the Bay Area of Reykjavík. He holds a master's degree in Music Technology from the University of Aalborg and has composed music for acoustic instruments, electronics, installations and more. 

His work has been performed internationally by the Iceland Symphony Orchestra, Ensemble Adapter, Duo Harpverk et al. at festivals such as: the Tectonics Festival, the Nordlichter Biennale, RAFLOST, Sláturtíð, Dark Music Days and Nordic Music Days. 
Jesper is active in the composers collective S.L.Á.T.U.R. He teaches electronic music composition at the Iceland Academy of the Arts and the Kópavogur Computer Music Center. 

www.slatur.is/jesper 
www.soundcloud.com/jespertralala 
https://jesperpedersen.bandcamp.com/releases

View Event →
ÉG BÝÐ MIG FRAM / 4. SÝNING
Nov
23
9:00 PM21:00

ÉG BÝÐ MIG FRAM / 4. SÝNING

ÉG BÝÐ MIG FRAM er listahátíð sem Unnur Elísabet Gunnarsdóttir heldur utan um. Þann 28. október mun Unnur flytja þrettán þriggja mínútna verk eftir þrettán listamenn úr ólíkum áttum. Allir listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa veitt Unni innblástur í gegnum tíðina með sinni listsköpun. Listamennirnir fengu allir sent sama bréfið með ósk um að semja örverk. 

Bréfið byrjaði svona:
Kæri listamaður þú hefur veitt mér innblástur! Mér þykir forvitnilegt hvernig þú hugsar og langar mikið til að fá að gægjast inn í hugarheim þinn...
…Allir sögðu já…

Ég býð mig fram snýst um að brjóta niður veggi. Kasta sér út í alheiminn, sjá hvort hann grípur, kastar þér tilbaka eða fer með þig í rússíbanareið. Listahátíðin snýst um að koma saman, án fordóma, án landamæra, bara fólk að vinna saman. Hittast í miðju, teygjast, kuðlast eða móta hvort annað á stuttum þremur mínútum hvort sem þær verða enn fleiri í framtíðinni eða fyrstu og síðustu mínútur samvinnu þessara tveggja aðila. Það veit það enginn nema hann taki sénsinn.

Höfundar:
Aðalheiður Halldórsdóttir
Arnór Dan Arnarson
Bergur Ebbi Benediktsson
Daði Freyr Pétursson
Kristín Gunnlaugsdóttir
Hannes Þór Egilsson
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Vala Kristín Eiríksdóttir
Saga Sigurðardóttir
Ólöf Nordal
Margrét Bjarnadóttir
Barði Jóhannsson
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Flytjandi: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
“Mín skoðun er ekki endilega sú rétta. Mín sýn er ekki sú eina. Ég vil fagna lífsýn annarra. Ég vil færa miðju alheimsins” -Unnur Elísabet.

Sýningarnar verða aðeins 5 í Mengi þann 26.okt, 5.nóv, 16.nóv, 23.nóv og 25.nóv.
Miðaverð: 3500 krónur

https://www.facebook.com/BYDMIGFRAM/
www.unnnurelisabet.com
https://www.instagram.com/eg_byd_mig_fram/

View Event →
Fersteinn - útgáfutónleikar - release concert
Nov
22
9:00 PM21:00

Fersteinn - útgáfutónleikar - release concert

Fersteinn heldur útgáfutónleika í Mengi miðvikudagskvöldið 22. nóvember klukkan 21 í tilefni splukunýrrar plötu sinnar Lárviður. Ferstein skipa Guðmundur Steinn Gunnarsson, Bára Sigurjónsdóttir, Lárus Halldór Grímsson og Páll Ivan frá Eiðum. 
Miðaverð er 2000 krónur. Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa miða við innganginn.

Fersteinn er hljómsveit sem varð til í kringum tónsmíðatilraunir Guðmundar Steins Gunnarssonar. Hljómsveitin hefur alla tíð skoðað möguleika rytma sem er síhikstandi og fullur af höktum sem virka eins og taugakippir. 

Þessir tónleikar eru útgáfuveisla fyrir nýju plötuna sem nefnist Lárviður. Þess má geta að útgáfufélagið Traktorinn verður einnig með aðra titla til sölu sem eru að koma út fyrir jólin. Traktorinn er rekinn af Guðmundi Steini og Páli Ivan frá Eiðum en myndlistarmaðurinn Sam Rees kemur einnig mikið og fallega við sögu ásamt fundnum hlutum og aldargömlum prenturum sem hann safnar.

Eldri plötur Fersteins:
Haltrandi Rósir (2016)
Sólarlag við Tjörnina (2014)
kvartett 8, 1-3 (átthyrnd vínylplata, 2012)

∞∞∞∞∞∞∞

A release concert with Fersteinn at Mengi, Wednesday November 22nd at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets can be booked through booking@mengi.net or bought at the entrance.


Fersteinn are Guðmundur Steinn Gunnarsson, Páll Ivan frá Eiðum, Lárus H. Grímsson and Bára Sigurjónsdóttir. They play music in “extra-musical” or “nonmusical” rhythm (so to speak). 

The music is read from a computer screen and the performers play various traditional instruments, home-made instruments, found objects, toys, souvenirs and hunting equipment. 

The music might resemble naturals sounds or the movements of animals, rain drops et cetera. All the music is written by one of the four performers while the other performers are composers in their own right and contribute significantly to the overall development of the pieces. 

Fersteinn developed out of the Sláturdúndur concert series in
Reykjavík (starting in 2009) and the Slátur collective and its' sister
ensemble Fengjastrútur. This particular group started specializing and focusing on performing the quartets of Guðmundur Steinn Gunnarsson and other similar pieces. 

The band started to appear in more varied contexts and touring
locally, playing various local festivals, town gatherings and public
spaces.

View Event →
Dísa - útgáfutónleikar
Nov
20
9:00 PM21:00

Dísa - útgáfutónleikar

ENGLISH BELOW

Útgáfutónleikar Dísu ásamt hljómsveit í Mengi, mánudaginn 20. nóvember 2017. Björgvin Gíslason gítar- og sítarleikari spilar sóló kl. 21:00 og Dísa kl. 21:30

Hljómsveitina skipa: 
Helgi Svavar Helgason á trommur
Hannes Helgason á orgel og Moog-bassa
Karl James Pestka á fiðlu

Eftir áralanga búsetu erlendis er Dísa Jakobsdóttir flutt aftur heim og fagnar nú útgáfu nýrrar smáskífu, Reflections, með tónleikahaldi í Mengi mánudagskvöldið 20.nóvember. 

Á plötunni leitast Dísa við að kalla fram ambient-áhrif sem vekja hughrif og draumkennt ástand. Hennar helstu yrkisefni eru ferðalög hugans, lýsingar á draumum og myndrænum hlutum og því mega áhorfendur búast við eins konar andlegu hugarferðalagi.

Miðaverð: 2000 krónur
Hægt er að bóka miða á booking@mengi.net eða kaupa við innganginn.

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Disa celebrates her new EP, Reflections, in Mengi on Monday, November 20th. Joined by Helgi Svavar Helgason (drums), Hannes Helgason (organ & Moog-bass) and Karl Petska (violin). 
Björgvin Gíslason, guitar and sitar legend opens the evening at 9 pm. Dísa will be on stage at 9:30 pm.
Tickets: 2000 ISK.

Dísa is a singer and songmaker from Iceland. Her music is a blend of melodic, etheral vocals on top organic, beat driven and dreamy productions. 


https://soundcloud.com/disamusicofficial
https://www.facebook.com/DisaMusicOfficial/

View Event →
Kristín Anna
Nov
19
9:00 PM21:00

Kristín Anna

Tónleikar með Kristínu Önnu í Mengi sunnudaginn 19. nóvember klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30
Miðaverð er 2500 krónur. Bókið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið við innganginn.

ENGLISH BELOW

Kristín Anna hefur starfað með stórum hópi tónlistarmanna úr ýmsum áttum auk þess að sinna sólóverkefnum. Á meðal samstarfsmanna með nefna hljómsveitina múm, Animal Collective, Mice Parade, Skúla Sverrisson, Gyðu Valtýsdóttur og Ragnar Kjartansson en Kristín hefur komið fram í fjölmörgum gjörningum hans. Árið 2015 sendi Kristín Anna frá sér raddlistaplötuna Howl sem gefin var út af Bel-Air Glamour Records og nú vinnur hún að vínilplötunni I Must Be The Devil sem hefur að geyma tónlist Kristínar fyrir söngrödd og píanó. Kristín hefur komið fram á tónleikum um allan heim, margoft í Mengi. Á þessum tónleikum flytur hún eigin tónlist fyrir söngrödd, píanó og gítar.

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Kristín Anna (Kría Brekkan) at Mengi on Sunday, November 19th at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2500 ISK. Book tickets through booking@mengi.net or buy tickets at the door. 

Kristín Anna was a member of the band múm 1998 – 2006. As Kría Brekkan she used to perform one-woman shows and put out off-the-radar releases between 2006 – 2015.

In 2015 Kristín Anna released a double LP of improvised vocal performances done in a week-long residency in the desert of California titled Howl. Howl came out on Bel-Air Glamour Records, a young sub-label to London’s Vinyl Factory curated by visual artist Ragnar Kjartansson and Ingibjörg Sigurjónsdóttir.

A frequent collaborator of Ragnar, she stars in his famed video installation “The Visitors” playing accordion, guitar and singing. She acts or plays in many of his other pieces as well as occasionally writing and performing music with him.

Kristín Anna co-wrote and performed the music for Kjartansson’s stage art piece “Forever Love” with her twin sister Gyða Valtýsdóttir and the Dessner twin brothers of The National. They performed a few of the songs from the piece in the Barbican Theatre at a Bel-Air Glamour Soirée that coincided with Kjartansson’s retrospective at the Barbican Art Center. She also performed a few of her own songs on a grand piano and sang to rave reviews.

View Event →
DÍANA, AÐ EILÍFU
Nov
18
9:00 PM21:00

DÍANA, AÐ EILÍFU

ENGLISH BELOW

Gjörningadagskrá helguð Díönu prinsessu en tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar, hún lést í bílslysi þann 31. ágúst 1997 í París, 35 ára gömul. Klukkan 19 í Mengi; miðaverð er 2000 krónur. Húsið verður opnað klukkan 18:30. Hægt er að bóka miða í gegnum booking@mengi.net eða greiða við innganginn.

Dagskrá:

- A Study of International Objects no. 5: Royalty VS Reality eftir Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Rúnar Örn Marínsson (frumflutningur)

- Díana undir rós eftir Guðrúnu Heiði Ísaksdóttur og Maríu Worms (frumflutningur)

Dagskráin fer fram samhliða sýningu sem verður opnuð í Ekkisens, Portinu þar sem tólf myndlistarmenn fjalla um Díönu prinsessu. Sýningarstjórar eru Auður Lóa Guðnadóttir, Andrea Arnarsdóttir og Starkaður Sigurðsson. 

NÁNAR
Tuttugu ár eru liðin síðan hin ástsæla Díana prinsessa lést í bílslysi aðeins 35 ára gömul. Dauði hennar var milljónum manns um allan heim mikill harmdauði og nú á 20 ára dánarafmæli er hennar víða minnst. Reistar eru styttur af Díönu, góðgerðarsamtök gefa hjálparsamtökum og líknarfélögum gjafir í hennar nafni og aðdáendur um heim allan minnast hennar á margvíslegan hátt. Goðsögnin um Díönu er orðin óendanlega stór enda eignaði umheimurinn sér Díönu. Díana lifir sem minning, hugmynd og goðsögn. 

________________

Diana Forever

Two visual performances dedicated to the memory of Princess Diana who lost her life in a car crash in Paris twenty years ago, on August 31, 1996. Starts at 7pm. Tickets: 2000 ISK. House opens at 6:30 pm. Book tickets through booking@mengi.net or buy tickets at the door. 

- A Study of International Objects no. 5: Royalty VS Reality by Berglind Erna Tryggvadóttir and Rúnar Örn Marinósson (premiere)
- Diana Sub Rosa by Guðrún Heiður Ísaksdóttir and María Worms (premiere)

It has been twenty years since Princess Diana lost her life. Her name never quite disappeared from our daily life, from the newspapers and now we she is everywhere. Statues of her have been erected, charities make donations in her name, people lay flowers out on the pavement once again. It seems this phenomenon is not confined within the person that she was, but the goddess that was created once the outside world enveloped her. She lives on as a memory, a myth, an idea. 

Diana, Forever is an art exhibition with 12 artists, that all contribute original works on the exhibition’s subject: Princess Diana. Under the curation of Auður Lóa Guðnadóttir, Andrea Arnarsdóttir og Starkaður Sigurðarson the idea of Princess Diana is brought to life in the exhibition spaces of Ekkisens and Portið, and on the 18th of November two performances will debut in Mengi.

View Event →
Teitur Magnússon
Nov
17
9:00 PM21:00

Teitur Magnússon

Teitur Magnússon & Mads Mouritz koma fram í Mengi, föstudagskvöldið 17. nóvember klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur
Bókið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við hurð

ENGLISH BELOW

Teitur Magnússon ætti að vera íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur en fyrsta plata hans undir eigin nafni, 27, fékk frábærar viðtökur, bæði hlustenda og gagnrýnenda er hún kom út síðla árs 2014. Hljómplatan var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna sem og þeirra íslensku. Áður hafði Teitur gert garðinn frægan sem söngvari og lagahöfundur í reggae-sveitinni Ojba Rasta. Von er á nýrri plötu frá Teiti í vetur.

https://www.youtube.com/channel/UC6sm-xQUv_QrW87HMMSIBXw

Mads Mouritz hefur komið fram víða, einn síns liðs, með hljómsveitinni Mouritz/Hørslev Projektet og með tríói sínu Mads Mouritz Trio. Hann hefur vakið mikla athygli í dönsku tónlistarlífi, hlotið frábæra dóma í miðlum á borð við Politiken og komið fram á Hróarskelduhátíðinni, í Tónleikahúsi Danska útvarpsins, í kirkju, alls kyns tónleikahúsum og meira. 

“An unpolished vocal, a highly personal musical expression and Danish texts on a most distinguished level” Kim Skotte, Politiken ★★★★★

Mads Mouritz is no doubt one of the rare uncut diamonds in Danish Rock
Erik Thygesen, Soundvenue ★★★★★

https://www.youtube.com/watch?v=CmqjyaB4PsE
https://www.youtube.com/watch?v=wiVqVg0ybn4
https://www.youtube.com/watch?v=jBicYAV7XlM
https://www.youtube.com/watch?v=wiVqVg0ybn4

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

A concert with Teitur (IS) and Mads (DK) at Mengi on November 17th at 9pm. Tickets: 2000 ISK. House opens at 8:30 pm. Book tickets through booking@mengi.net or buy at the door.

Teitur Magnússon released his first solo album, 27 in 2014 to great acclaim, the record nominated for the Nordic Music Prize as well as the Icelandic Music Prize. Teitur has been the front man of the reggae-band Ojba Rasta. Teitur is currently working on a new album, that will be released later this year. 

https://www.youtube.com/channel/UC6sm-xQUv_QrW87HMMSIBXw

The last year Mads Mouritz and his trio has toured a lot with his trio playing modern, Danish folk songs in a grandiose and all-encompassing musical outfit with indian flue, the Madagascar instrument Valiha, banjo, violin, electric guitar, and percussion. What’s in store for the people at Mengi this evening time will tell, but one thing is sure, that he will be there solo but interacting with his new playmate Teitur Magnússon. 

With songwriting partner, author Lone Hørslev, the band Mouritz/Hørslev Projektet, MM & Hælerne and as a soloperformer he has toured Denmark for more than a decade playing in everything from community centers and churches to the Roskilde Festival and the Danish Radio Concert Hall. With 8 critically acclaimed albums behind him, Mads is now working towards and album that features danish versions of some of his favourite Icelandic songs. 

“An unpolished vocal, a highly personal musical expression and Danish texts on a most distinguished level” Kim Skotte, Politiken ★★★★★

Mads Mouritz is no doubt one of the rare uncut diamonds in Danish Rock Erik Thygesen, Soundvenue ★★★★★

https://www.youtube.com/watch?v=CmqjyaB4PsE
https://www.youtube.com/watch?v=wiVqVg0ybn4
https://www.youtube.com/watch?v=jBicYAV7XlM
https://www.youtube.com/watch?v=wiVqVg0ybn4

View Event →
The Wrong Place: A Program of Sonic Ethnography
Nov
17
6:00 PM18:00

The Wrong Place: A Program of Sonic Ethnography

The Wrong Place is a program of new sound works that interpret culture and lived experience. Each of the artists on the program will be present to answer questions from the audience. Starts at 6pm. Free entrance!

Works by:

- Arnar Ómarsson
- Christopher Roberts
- Kerstin Möller
- Pier Yves Larouche
- Otho
- Rosanna Lorenzen
- Telo Hoy
- Tora Victoria Stiefel
- Sihan Yang

This program is the culmination of a course at Listaháskóli Íslands led by Erik DeLuca called Sonic Ethnography. Sonic ethnography is an artistic-scholarly research methodology that uses the tools of phonography and audio technology to record, edit, and produce anthropologically informed sound works that interpret culture and lived experience.

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Splunkuný hljóðverk eftir níu nemendur úr Listaháskóla Íslands. Verkin hafa verið samin á námskeiði við Listaháskóla Íslands hjá Erik DeLuca. Viðburðurinn hefst klukkan 18 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.

Dagskráin samanstendur af hljóðverkum:

- Arnar Ómarsson
- Christopher Roberts
- Kerstin Möller
- Pier Yves Larouche
- Otho
- Rosanna Lorenzen
- Telo Hoy
- Tora Victoria Stiefel
- Sihan Yang

Verkin hafa verið samin á námskeiðinu Sonic Ethnography eða hljóðræn þjóðfræði þar sem hljóðmiðillinn er nýttur í því skyni að túlka og miðla menningu, reynslu og umhverfi.

View Event →
ÉG BÝÐ MIG FRAM / 3. SÝNING
Nov
16
9:00 PM21:00

ÉG BÝÐ MIG FRAM / 3. SÝNING

ÉG BÝÐ MIG FRAM er listahátíð sem Unnur Elísabet Gunnarsdóttir heldur utan um. Þann 28. október mun Unnur flytja þrettán þriggja mínútna verk eftir þrettán listamenn úr ólíkum áttum. Allir listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa veitt Unni innblástur í gegnum tíðina með sinni listsköpun. Listamennirnir fengu allir sent sama bréfið með ósk um að semja örverk. 

Bréfið byrjaði svona:
Kæri listamaður þú hefur veitt mér innblástur! Mér þykir forvitnilegt hvernig þú hugsar og langar mikið til að fá að gægjast inn í hugarheim þinn...
…Allir sögðu já…

Ég býð mig fram snýst um að brjóta niður veggi. Kasta sér út í alheiminn, sjá hvort hann grípur, kastar þér tilbaka eða fer með þig í rússíbanareið. Listahátíðin snýst um að koma saman, án fordóma, án landamæra, bara fólk að vinna saman. Hittast í miðju, teygjast, kuðlast eða móta hvort annað á stuttum þremur mínútum hvort sem þær verða enn fleiri í framtíðinni eða fyrstu og síðustu mínútur samvinnu þessara tveggja aðila. Það veit það enginn nema hann taki sénsinn.

Höfundar:
Aðalheiður Halldórsdóttir
Arnór Dan Arnarson
Bergur Ebbi Benediktsson
Daði Freyr Pétursson
Kristín Gunnlaugsdóttir
Hannes Þór Egilsson
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Vala Kristín Eiríksdóttir
Saga Sigurðardóttir
Ólöf Nordal
Margrét Bjarnadóttir
Barði Jóhannsson
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Flytjandi: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
“Mín skoðun er ekki endilega sú rétta. Mín sýn er ekki sú eina. Ég vil fagna lífsýn annarra. Ég vil færa miðju alheimsins” -Unnur Elísabet.

Sýningarnar verða aðeins 5 í Mengi þann 26.okt, 5.nóv, 16.nóv, 23.nóv og 25.nóv.
Miðaverð: 3500 krónur

https://www.facebook.com/BYDMIGFRAM/
www.unnnurelisabet.com
https://www.instagram.com/eg_byd_mig_fram/

View Event →
Syngtagma Rembetiko
Nov
15
9:00 PM21:00

Syngtagma Rembetiko

Grísk þjóðlagamúsík á efnisskrá kvartettsins Syntagma rembetiko í Mengi, miðvikudagskvöldið 15. nóvember klukkan 21. Miðaverð er 2000 krónur. Bókið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við innganginn.

ENGLISH BELOW

Syntagma Rembetiko er nafn á nýjum kvartett sem heitir eftir einu frægasta torgi Aþenu. Hljómsveitin leikur svokallaða Rembetiko tónlist sem sótt í þjóðlagahefð Grikkja. Tónlistin er samofin sögu Grikkja á síðustu öld og skipaði stóran sess í frelsisbaráttu þeirra. Tónlistin er ólgandi, fjörug og tilfinningarík Þetta er tónlistin sem Íslendingar þekkja frá grísku eyjunum sem og frá kaffihúsum og börum Aþenuborgar og er samofin hinu gríska bouzouki sem er þjóðlagagítar Grikkja. Þekktasta Rembetikolag allra tíma er lagið Zorba eftir Mikis Theodorakis sem er þjóðhetja í Grikklandi.
Á efnisskránni eru þekkt Rembetikolög, fjörug og seiðandi og einnig fá kanski að slæðast með eitt eða tvö íslensk þjóðlög af nýútkomnum diski Ásgeirs Ásgeirssonar

Meðlimir Syntagma kvartettsins eru: 

Ásgeir Ásgeirsson: bouzouki
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir: fiðla
Margrét Arnarsdóttir: harmonikka
Alexandra Kjeld: kontrabassi

∞∞∞∞∞∞∞

Concert with the newly found Symbatiko Rembetiko at Mengi on Wednesday, November 20th at 9pm. Tickets: 2000 ISK.
House opens at 8:30 pm.
Book tickets through booking@mengi.net or buy tickets at the door.

Symbatiko Rembetiko is named after the most famous square in Athens, Greece. The quartet plays Rebetiko-music, the music of the various areas of the Greek mainland and the Greek islands, Greek Orthodox ecclesiastical chant, often referred to as Byzantine music, and the modal traditions of Ottoman art music and café music.

Members are: 
Ásgeir Ásgeirsson - bouzouki
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir - violin
Margrét Arnarsdóttir - accordeon
Alexandra Kjeld - double bass

View Event →
ASA TRIO: TIL HEIÐURS THELONIUS MONK
Nov
12
9:00 PM21:00

ASA TRIO: TIL HEIÐURS THELONIUS MONK

Aldarafmæli Thelonious Monk verður fagnað með pompi og pragt í Mengi sunnudagskvöldið 12. nóvember þegar ASA-tríóið, skipað þeim Andrési Þór Gunnlaugssyni á gítar, Agnari Má Magnússyni á orgel og Scott McLemore á trommur, heldur tónleika til heiðurs hinum frábæra meistara. Miðaverð er 2000 krónur. Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa við innganginn.

Monk hefur fylgt ASA-tríóinu frá upphafi, fyrstu tónleikar ASA-tríósins fóru fram á Djasshátíð í Reykjavík árið 2005 og þá var smellurinn Bemsha Swing (Brilliant Corners, 1956) eftir Monk einn af hápunktum kvöldsins. Nokkrum árum síðar sendi ASA-tríóið frá sér plötuna 'Plays the Music of Thelonius Monk' sem hljóðrituð hafði verið í Ríkisútvarpinu fyrir tilstilli Lönu Kolbrúnar Eddudóttur, djassmunks með meiru. Tríóið hefur á ferlinum flutt tónlist eftir tónskáld á borð við John Coltrane, Wayne Shorter, Tony Williams, Fiona Apple, Jimi Hendrix, Bud Powell, Red Hot Chili Peppers og Ray Charles svo fátt eitt sé nefnt en í tilefni 100 ára afmælis Monk (f. 10. október 1917 - d. 17. febrúar 1982) er það músíkin hans sem hljómar í Mengi á sunnudagskvöldið.

Thelonius Monk er einn áhrifamesti tónlistarmaður 20. aldarinnar, einn af helstu forsprökkum bíboppsins og einstakur píanóleikari. Hvort tveggja tónsmíðar hans og píanóleikur einkennast af sérstæðri og frumlegri tilfinningu fyrir tímasetningu, fraseringum og óvæntum hljómagangi og sem píanóleikari á hann sér engan sinn líka. Hann er höfundur ótal smella á borð við 'Round Midnight', 'Blue Monk', 'Straight, No Chaser' ,'Ruby, My Dear', 'In Walked Bud, og 'Well, You Needn't.'. Sviðsframkoma Monk var svo kapítuli út af fyrir sig, einatt með frumlegt höfuðfat á höfði og þegar hæst lét stóð hann gjarnan upp frá píanóinu og tók að dansa. Monk er einn af fimm djasstónlistarmönnum sögunnar sem hafa prýtt forsíðu Times-timaritsins, aðrir eru djasskallarnir Louis Armstron, Duke Ellington, Dave Brubeck og Wynton Marsalis.

Tónlist úr smiðju Monk á efnisskrá í Mengi á sunnudaginn.

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

ASA-trio at Mengi on Sunday, November 12 at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK. Book tickets through booking@mengi.net or buy at the entrance.

ASA-trio (Agnar Már Magnússon, keyboards, Scott McLemore, drums, Andres Thor Gunnlaugsson, guitar) celebrates the centennary of jazz legend Thelonius Monk (1917-1982). 

Founded in 2005 ASA-trio has been playing all kinds of music in their own unique way. Bud Powell, Fiona Apple, Wayne Shorter, Red Hot Chili Peppers, Jimi Hendrix and their debut album “Plays the Music of Thelonious Monk” earned them international praise.

American jazz pianist and composer Thelonious Monk had a unique improvisational style and made numerous contributions to the standard jazz repertoire, including "'Round Midnight," "Blue Monk," "Straight, No Chaser," "Ruby, My Dear," "In Walked Bud," and "Well, You Needn't." Monk is the second most-recorded jazz composer after Duke Ellington.

His compositions and improvisations feature dissonances and angular melodic twists and are consistent with his unorthodox approach to the piano, which combined a highly percussive attack with abrupt, dramatic use of switched key releases, silences, and hesitations.

Monk was renowned for his distinctive style in suits, hats, and sunglasses. He was also noted for an idiosyncratic habit observed at times during performances: While the other musicians in the band continued playing, he would stop, stand up from the keyboard, and dance for a few moments before returning to the piano.

Monk is one of five jazz musicians to have been featured on the cover of Time magazine, after Louis Armstrong, Dave Brubeck, and Duke Ellington and before Wynton Marsalis.

View Event →
loadbang plays Errata
Nov
11
9:00 PM21:00

loadbang plays Errata

Bandaríski kammerhópurinn loadbang frumflytur ný verk eftir meðlimi íslenska listhópsins Errata Collective í Mengi föstudagskvöldið 17. nóvember klukkan 21. Tónlist eftir Báru Gísladóttur, Finn Karlsson, Halldór Smárason í bland við alþjóðleg tónskáld.
Miðaverð: 2500 kr. Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa við innganginn.


Hinn ofursvali tónlistarhópur loadbang er nútímatónlisthópur frá New York sem samanstendur af trompet, básúnu, bassaklarinettu og barítónrödd en hópurinn var stofnaður árið 2008 og hefur fengið frábæra gagnrýni miðla á borð við The New York Times, Baltimore Sun og Time Out í New York. Hópurinn hefur verið iðinn við að frumflytja ný verk sérstaklega saminn fyrir hann en í kringum 200 verk hafa fæðst fyrir tilstilli hópsins. Á tónleikum í Mengi flytur hópurinn tónlist eftir nokkra meðlimi tónskáldahópsins Errata Collective, þau Báru Gísladóttur, Halldór Smárason og Finn Karlsson.

Um loadbang:
'Performed by loadbang with terrific technical assuance and expreeisve force' --- Baltimore Sun
'With an irreverent, rough-edged, yet oddly cultivated style' --- The New Yorker
'Provided ample dexterity and authority' --- Steve Smith (The Log Journal
'A sonic world unlike any other' --- The Boston Musical Intelligencer
'Formidable New-Music force' --- TimeOutN
'Iventive' --- New York Times

http://www.loadbang.com/

Errata Collective er hópur fimm tónskálda sem vinna sameiginlega að verkefnum tengdum tónsmíðum sínum. Markmið hópsins er að skapa vettvang ungra tónskálda til að kynna list sína á eins breiðum grundvelli og hægt er, ásamt því að kynna nýar og skapandi leiðir í tónsmíðum og dreifingu.

http://erratacollective.com/

∞∞∞∞∞∞

The New York-based loadbang premieres new pieces by members of the Icelandic Errata Collective: Bára Gísladóttir, Finnur Karlsson and Halldór Smárason.
Starts at 9pm. House opens at 8:30 pm. Order tickets at booking@mengi.net or buy at the door. 

New York City-based new music chamber group loadbang is building a new kind of music for mixed ensemble of trumpet, trombone, bass clarinet, and baritone voice. Since their founding in 2008, they have been praised as ‘cultivated’ by The New Yorker, ‘an extra-cool new music group’ and ‘exhilarating’ by the Baltimore Sun, ‘inventive’ by the New York Times and called a 'formidable new-music force' by TimeOutNY. Their unique lung-powered instrumentation has provoked diverse responses from composers, resulting in a repertoire comprising an inclusive picture of composition today.

http://www.loadbang.com/

Errata Collective is an artist collective consisting of the composers Bára Gísladóttir, Finnur Karlsson, Halldór Smárason, Haukur Þór Harðarson and Petter Ekman. The group’s objective is to provide a platform for young composers to present themselves and their art as widely as possible, as well as promoting new and innovative ways in composition and distribution.

http://erratacollective.com/

View Event →
KVERK
Nov
10
9:00 PM21:00

KVERK

Tónleikar með KverK (Tom Manoury) í Mengi, föstudagskvöldið 10. nóvember klukkan 21. Auk Tom kemur fram Edda Erlendsdóttir píanóleikari og flytur verk Tom, YRKJUM fyrir píanó og rauntímahljóðvinnslu, frumflutt í Mengi fyrr á þessu ári.

Miðaverð: 2000 krónur. Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa miða við innganginn.

 

ENGLISH BELOW

 

KverK er tilraunakennd raftónlist, lifandi flutningur sem byggist á hljóðvinnslu á tónum og hljóðum í rauntíma.

Tom Manoury eða KverK, forritar rafeindahljóðfæri með gagnvirkni og lifandi spilamennsku í huga. Hann vinnur úr hljóðum frá litlum hjóðfærum svo sem bjöllum, gong og ýmsum blásturshljóðfærum. Hann leitast við að losna undan sekvenseraðri framvindu sem oft einkennir tölvutónlist, þess í stað spinnur hann persónulega tónlist þar sem tölvan skynjar og fylgir hvatvísum bendingum hans.

 

Tom Manoury ólst upp í París og dvaldi í Brussel um margra ára skeið áður en hann fluttist til Reykjavíkur. Hann spilar á alls kyns tréblásturshljóðfæri, er flinkur yfirtóna- og barkasöngvari og hefur auk þess starfað sem raftónlistarmaður í rúman áratug, hvort tveggja undir listamannanafninu KverK sem og í dúettnum ManKan en hann skipar Guðmundur Vignir Karlsson auk Tom.

 

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

 

Concert with electronic artist Kverk (Tom Manour). Friday, November 10th at 9pm. A special guest will be Edda Erlendsdóttir pianist performing YRKJUM, a piece for piano and live electronics by Tom Manoury, premiered in January 2017.

House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK. Order through booking@mengi.net or buy at the door.

 

KverK is an experimental and immersive musical performance based on live electronics, real-time sampling and processing. Tom Manoury, develops interactive tools and intuitive interfaces allowing great performing freedom. Seeking to break the rigid and sequenced environment often inherent to computer-based music, he creates his music in a very organic way, producing an eclectic and personal sound.

 

Tom Manoury is a French/Icelandic musician. He grew up in Paris and lived in Brussels for many years before moving to Reykjavik. Mostly self taught, he plays all kinds of wind instruments such as saxophones, euphonium, harmonica, and many others. He also sings and masters overtone and throat singing. Aside his carrier as an instrumentalist and composer he has been doing electronic music for over 10 years. Tom builds his set using the object oriented software Usine.

View Event →
lowercase nights special
Nov
9
9:00 PM21:00

lowercase nights special

Jarþrúður Karlsson, Nicolas Kunysz, Sindri Geirsson og Þóranna Dögg Björnsdóttir spinna af fingrum fram við kvikmynd að eigin vali á sérstöku lowercase-kvöldi (lágstafakvöldi) í Mengi, fimmtudagskvöldið 9. nóvember. Viðburðurinn hefst klukkan 21 og miðaverð er 2000 krónur.

lowercase kvöldin hófu göngu sína í september 2014 og hafa verið haldin mánaðarlega á Prikinu í rúm tvö ár. Meira en sextíu tónlistarmenn hafa komið fram á Prikinu og spunnið tónlist við kvikmynd að eigin vali en listrænir stjórnendur hafa verið tónlistarmennirnir Sindri Geirsson og Nicolas Kunysz, sem er einnig einn af stjórnendum Lady Boy Records útgáfunnar rómuðu. 

Á sjöunda tug tónleika hafa síðan verið haldnir undir merkjum lowercase kvöldanna þar sem fram hafa komið tónlistarmenn á borð við Gunnar Örn Tynes, Kiru Kiru, Úlf Hansson, Arnljót Sigurðsson, Krakkbot, Skúla Sverrisson og fjölda annarra. 


∞∞∞∞∞

On the 9th of November, a special edition of lowercase night will take place at Mengi;

Jarþrúður Karlsdóttir, Nicolas Kunysz, Sindri Geirsson & Þóranna Dögg Björnsdóttir will perform together an improvised live score for a movie of their choice.

Tickets: 2000 ISK. Order tickets via booking@mengi.net or buy tickets at the door.

On lowercase nights:
Founded in September 2014 in Reykjavik by Nicolas Kunysz (Musician, designer, Co Founder of Lady Boy Records), 

The lowercase nights are a monthly event curated around ambient / experimental / lo fi / discreet / drone / noise / soundscape live music.

In 2015, Sindri Geirsson (musician, sound engineer) joined Nicolas to plan those events at Prikið.The concept of the nights then evolved from live improvisations to live scoring, since then every evening is live improvisation over a movie chosen by the artist(s).

Sporadically, Nicolas & Sindri would curate artists that have not yet played together and team them up to perform.

So far 62 nights have been taking place, those have been showcasing a wide range of artists such as Gunnar Örn Tynes (Múm), Kira Kira, Úlfur Hansson, Arnljótur Sigurðsson, Þóranna Dögg Björnsdóttir, Krakkbot, Skúli Sverrisson and many more.

Most of the performances have been recorded and are uploaded time to time on the lowercase night Soundcloud.

View Event →
ÉG BÝÐ MIG FRAM / 2. SÝNING
Nov
5
9:00 PM21:00

ÉG BÝÐ MIG FRAM / 2. SÝNING

ÉG BÝÐ MIG FRAM er listahátíð sem Unnur Elísabet Gunnarsdóttir heldur utan um. Þann 28. október mun Unnur flytja þrettán þriggja mínútna verk eftir þrettán listamenn úr ólíkum áttum. Allir listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa veitt Unni innblástur í gegnum tíðina með sinni listsköpun. Listamennirnir fengu allir sent sama bréfið með ósk um að semja örverk. 

Bréfið byrjaði svona:
Kæri listamaður þú hefur veitt mér innblástur! Mér þykir forvitnilegt hvernig þú hugsar og langar mikið til að fá að gægjast inn í hugarheim þinn...
…Allir sögðu já…

Ég býð mig fram snýst um að brjóta niður veggi. Kasta sér út í alheiminn, sjá hvort hann grípur, kastar þér tilbaka eða fer með þig í rússíbanareið. Listahátíðin snýst um að koma saman, án fordóma, án landamæra, bara fólk að vinna saman. Hittast í miðju, teygjast, kuðlast eða móta hvort annað á stuttum þremur mínútum hvort sem þær verða enn fleiri í framtíðinni eða fyrstu og síðustu mínútur samvinnu þessara tveggja aðila. Það veit það enginn nema hann taki sénsinn.

Höfundar:
Aðalheiður Halldórsdóttir
Arnór Dan Arnarson
Bergur Ebbi Benediktsson
Daði Freyr Pétursson
Kristín Gunnlaugsdóttir
Hannes Þór Egilsson
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Vala Kristín Eiríksdóttir
Saga Sigurðardóttir
Ólöf Nordal
Margrét Bjarnadóttir
Barði Jóhannsson
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Flytjandi: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
“Mín skoðun er ekki endilega sú rétta. Mín sýn er ekki sú eina. Ég vil fagna lífsýn annarra. Ég vil færa miðju alheimsins” -Unnur Elísabet.

Sýningarnar verða aðeins 5 í Mengi þann 26.okt, 5.nóv, 16.nóv, 23.nóv og 25.nóv.
Miðaverð: 3500 krónur

https://www.facebook.com/BYDMIGFRAM/
www.unnnurelisabet.com
https://www.instagram.com/eg_byd_mig_fram/

View Event →
HLIÐARDAGSKRÁ 4 / OFF VENUE #4
Nov
4
4:00 PM16:00

HLIÐARDAGSKRÁ 4 / OFF VENUE #4

Hliðardagskrá Mengis á meðan á Iceland Airwaves hátíðinni stendur. 
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Laugardagur 4. nóvember:

Klukkan 16: Kristín Anna
Klukkan 17: KverK
Klukkan 18: dj. flugvél og geimskip 
Klukkan 19: Jodie Landau

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞


Mengi hosts an exciting program during Iceland Airwaves festival 2017. Free entrance and everybody welcome.
Saturday, November 4th:

4pm: Kristín Anna
5pm: KverK
6pm: dj. flugvél og geimskip
7pm: Jodie Landau

View Event →
HLIÐARDAGSKRÁ #3 / OFF VENUE #3
Nov
3
4:00 PM16:00

HLIÐARDAGSKRÁ #3 / OFF VENUE #3

Hliðardagskrá Mengis á meðan á Iceland Airwaves hátíðinni stendur. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis

Föstudagur, 3. nóvember:

Klukkan 16: Bára Gísladóttir
Klukkan 17: Jamie Lee (MONEY)
Klukkan 18: Maria Somerville
Klukkan 19:30: Nilüfer Yanya

∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Mengi hosts an exciting program during Iceland Airwaves festival 2017. Free entrance and everybody welcome.

4pm: Bára Gísladóttir
5pm: Jamie Lee (MONEY)
6pm: Maria Somerville
7.30pm: Nilüfer Yanya

View Event →
HLIÐARDAGSKRÁ #2 / OFF VENUE #2
Nov
2
8:00 PM20:00

HLIÐARDAGSKRÁ #2 / OFF VENUE #2

Hliðardagskrá Mengis á meðan á Iceland Airwaves hátíðinni stendur. 

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

ENGLISH BELOW
Dagskráin fimmtudaginn 2. nóvember:

Klukkan16: Mikko Joensuu
Klukkan 17: Madonna + Child
Klukkan 18: Nini Julia Bang
Klukkan 19: Nicolas Kunysz

Litlar djöflasystur. Báðar Madonna. Báðar Child. Það hefur enginn hugmynd um hvaðan eða hvenær þær komu, þær voru bara allt í einu hér umkringdar dularfullum leyndarmálum og galdrakanínum. Því er mikilvægt að vara sig á Madonna + Child því það veit enginn hverjar þær eru þó eru þær allstaðar í kringum okkur. Madonna + Child syngja um varasamar verur, kisur og dauðalestir. Líka um allskonar annað. Madonna + Child spila furðulegadraugalegateknótölvubít undir dularfullum og myrkum píanótónum. Madonna + Child spila líka á bjöllur.
M+C 4ever.

•••••••••••

Belgíski listamaðurinn Nicolas Kunysz er búsettur í Reykjavík og starfar sem hönnuður, tónlistarmaður og listrænn stjórnandi. Hann er einn af stofnendum útgáfunnar Lady Boy Records - stjórnar Lowercase Nights og er meðlimur í sveitinni Pyrodulia. 

Heillandi, sveimkenndur hljóðheimur Nicolas fléttast úr vettvangshljóðritunum héðan og þaðan, rafhljóðum, ólíkum hljóðfærum, þetta er margradda og þéttofinn hljóðvefur sem spannar mikla breidd, lágtíðni og fíngerð blæbrigði, ærandi drunur og allt þar á milli. 

∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Mengi hosts an exciting program during Iceland Airwaves festival 2017. Free entrance and everybody welcome.

Thursday, November 2nd:
5pm: Madonna + Child
6pm: Nini Julia Bang
7pm: Nicolas Kunysz

In his home country, reviews of the “snow-white pure” Amen 1 pointed to its intimacy and minimalism. Amen 2 was “moving toward the light” with “more life-affirming lyrics” than Amen 1. On Amen 3, Mikko explains that “the harmonic features of Amen 1 and the popiness of Amen 2 swim into another world where I forgot the usual ways I write songs. The songs live in a bigger world where I did not analyse what happened. Amen 3 is more free.” “These are personal albums,” reveals Mikko, explaining his inspirations. “Personal emotions run through these albums. One main thing is depression, the darkness that people sometimes go through. The other thing is the religious aspect of my life. I was raised in a Pentecostal Christian home and surroundings. I grew up to be the person I am through that and I had to ask what is the concept of God, and how we ease our pain finding places which comfort us. These were big themes. Yet I didn’t think about them when I was writing the songs and didn’t specifically want to write songs about them. Then, in 2013, I realised these were the themes: when I say goodbye to the depression, my dilemmas with the idea of God and giving up on the idea that there actually is one.” Amen 1 was released in August 2016. Amen 2 followed in October 2017. Amen 3 released June 2nd 2017.


Madonna + Child
Small demon sisters. Both Madonna. Both Child. No one has any idea where or when they arrived, they were just suddenly here surrounded by mysterious secrets and magic rabbits. Also all kinds of other things.

Nini Julia Bang
Nini is a performer, singer and traditional music curator in the performance “of Light” directed by Samantha Shay with the American theatre company 'Source Material Collective', under the mentorship of Marina Abramovic.

She is the solo performer of “Hamlet Private” directed by Martina Marti and premiered in 2013 in collaboration with Danish performance collective Secret Hotel.

Nini holds a degree in classical singing from the Church Music School of Denmark. She has trained and researched extensively in multiple branches of world music singing, and she has private voice students, collaborates with music bands from various genres and frequently leads her workshop "Embodied Voice". Her deep interest in the human voice has led her on various expeditions as far as India, Tuva, Iceland, Corsica and Georgia. She holds a Bachelor in Folk and World Music with focus on Persian Singing from the Music Academy of Malmö, Sweden. 

Nicolas Kunysz
Nicolas Kunysz'music takes place in the realm of electro acoustic, experimental, warm ambient drone. He combines lo and hi fi techniques to create his soundscapes, accidental recordings and glitches participate to the multi layering process of making his tracks. Textures generated by both instruments and field recordings build up flowing soundscapes that keeps on building up and collapsing. From ambient to noise, passing by drone, lowercase and discreet music.

Recent Posts

View Event →
ÓBÓ & JO BERGER MYHRE
Oct
31
9:00 PM21:00

ÓBÓ & JO BERGER MYHRE

ENGLISH BELOW

Tónlistarmennirnir Ólafur Björn Ólafsson & Jo Berger Myhre taka höndum saman á nýrri og magnaðri plötu sinni, The Third Script, sem út er komin hjá Hubro-útgáfunni. Jo Berger Myhre hefur verið áberandi í afar blómlegri tónlistarsenu Noregs á undanförnum árum, hann sinnir sólóverkefnum og er einnig í tríóinu Splashgirl og í kvartett hins frábæra tónlistarmanns Nils Petter Molvær svo eitthvað sé nefnt. Ólafur Björn hefur verið afar virkur í íslensku tónlistarlífi, einn síns liðs og ásamt tónlistarmönnum á borð við Jóhann Jóhannsson, Skúla Sverrisson, Jónsa og Sigur Rós. Sólóplata hans, Óbó-Innhverfi kom út hjá Morr-útgáfunni árið 2014.
Tónleikar þeirra félaga hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 21:30. Miðaverð er 2500 krónur. Pantið miða í gegnum booking@mengi.net eða greiðið miða við innganginn. 

hubromusic.com/jo-berger-myhre-olafur-bjorn-olafsson-the-third-script/
www.facebook.com/joandobo/
soundcloud.com/hubro/1-1000-nofgh1790030

∞∞∞∞∞

A concert with Ólafur Björn Ólafsson (Sigur Rós, Jónsi, Jóhann Jóhannsson) & Jo Berger Myhre (Splashgirl, Nils Petter Molvær, Susanna) at Mengi on Tuesday, October 31st at 9pm.These fellows just released their latest album, 'The Third Script' (Hubro, 2017)
House opens at 8:30 pm.
Tickets: 2500 ISK. Book through booking@mengi.net or buy tickets at the door.

Jo Berger Myhre and Ólafur Björn Ólafsson have created a strikingly original sound-world that, while it may have its antecedents, doesn’t really remind you of anyone else. 


hubromusic.com/jo-berger-myhre-olafur-bjorn-olafsson-the-third-script/
www.facebook.com/joandobo/
soundcloud.com/hubro/1-1000-nofgh1790030

View Event →