Kristín Anna
Feb
24
9:00 PM21:00

Kristín Anna

Buy Tickets

Tónlistarkonan Kristín Anna er gestum Mengis að góðu kunn en hér hefur hún margoft magnað upp mikinn galdraseið með tónlist sinni.

Kristín Anna var liðsmaður múm á árunum 1998 – 2006. Á árunum 2006-2015 kom hún fram undir nafninu Kría Brekkan og gaf út fágætar smáskífur. Árið 2015 gaf hún út spunaplötuna Howl á Bel-Air Glamour Records, sem er undir listrænni stjórn Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Ragnar Kjartanssonar.

Kristín Anna samdi fyrsta píanósönglag sig árið 2005 þegar hún var með hljómsveit sinni múm á Holland Festival að skapa “interludes” við Iannik Xenakis verk. Síðan hefur hún samið ógrynnin öll af píanólögum. Á árunum 2015-2017 vann hún ásamt Kjartani Sveinssyni að upptökum af þessu efni og hefur útgáfu á þeim verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Í Mengi næstkomandi laugardag mun Kristín Anna flytja eitt og annað úr þessum lagabálki í bland við nýrra efni. 

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna munu samstarfstónleikar hennar við tónlistarmanninn Eirík Orra flytjast á aðra dagsetningu.

Miðaverð er 2.500 krónur. Húsið opnar kl. 20:30

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Kristín Anna performs her haunting music for voice and piano at Mengi on Saturday, February 24 at 9pm.

Kristín Anna (Kría Brekkan) was a member of the band múm 1998 – 2006. As Kría Brekkan she used to perform one woman shows and put out off-the radar releases between 2006 – 2015.

Last year Kristín Anna released a double LP of improvised vocal performances done in a week long residency in the desert of California titled Howl. Howl came out on Bel-Air Glamour Records, a young sub-label to London ́s Vinyl Factory curated by visual artists Ragnar Kjartansson and Ingibjörg Sigurjónsdóttir.

A frequent collaborator of Ragnar, she stars in his famed video installation “The Visitors” playing accordion, guitar and singing. She acts or plays in many of his other pieces as well as occasionally writing and performing music with him.

Kristín Anna co-wrote and performed the music for Kjartansson’s stage art piece “Forever Love” with her twin sister Gyða Valtýsdóttir and the Dessner twin brothers of The National. 

Doors at 8.30pm. Tickets: 2.500 kr.

View Event →
AAIIEENN & Nicolas Kunysz
Feb
23
9:00 PM21:00

AAIIEENN & Nicolas Kunysz

Buy tickets

Tónlistarmennirnir AAIIEENN (Hallmar Gauti Halldórsson) og Nicolas Kunysz koma fram í Mengi föstudaginn 23. febrúar kl. 21.

Húsið opnar kl. 20.30. Miðaverð er 2.000 krónur.

ENGLISH BELOW

Belgíski listamaðurinn Nicolas Kunysz hefur verið búsettur á Íslandi í nokkur ár, starfað sem tónlistarmaður, hönnuður, stofnandi lowercase nights og annar af tveimur stofnendum útgáfunnar Lady Boy Records

Heillandi, sveimkenndur hljóðheimur hans fléttast úr vettvangshljóðritunum héðan og þaðan, rafhljóðum, ólíkum hljóðfærum, margradda og þéttofinn hljóðvefur sem spannar mikla breidd, lágtíðni og fíngerð blæbrigði, ærandi drunur og allt þar á milli. 

AAIIEENN er hugarfóstur tónlistarmannsins Hallmars Gauta Halldórssonar.Tónlist AAIIEENN er að mestu tilraunakennd og nýting á polyrhythmum er áberandi. Flókinn hljóðheimur og mínímalisk uppbygging býr til það andrúmsloft sem tónlistin gefur frá sér. 

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ 

Nicolas Kunysz
-
Founder of lowercase nights & co founder of Lady Boy Records, Nicolas is a Belgian artist & designer living in Reykjavik since 2009;
His music takes place in the realm of warm ambient drone, electro acoustic;
From tape loops to real time programming he combines lo and hi fi techniques to create his soundscapes; Often, accidental recordings and glitches participate to the multi layering process of making his tracks.
Textures generated by instruments and field recordings build up a sensitive sound architecture that keep on building up and collapsing.

Soundcloud: https://soundcloud.com/nicolaskunysz
Facebook: https://www.facebook.com/kunysznicolas

-

AAIIEENN is the brainchild of composer and musician Hallmar Gauti Halldórsson. Using modular synthesis, AAIIEENN is all about experimentation and entertainment of creating weird jagged polyrhythms, complex sound textures and minimalistic structures. 

The influential base that informs his work came from Halldórsson's exposure to math rock, ambient music, and harsh noise during his elementary school days in western Iceland, where being exposed to weird time signatures, melodies, and wild ambient soundscapes completely captured his attention. 
His newest record, Vertices, released in November 2016 on FALK Records.

AAIIEENN's live shows are comprised of vivid and receptive visuals amongst dark aesthetic along a bespoke audio visual display that links his music to various mathematical algorithms.


links:
https://rimartracks.bandcamp.com/album/asymptotes-split-ep

falkworld.bandcamp.com/album/falk-0f-falk-presents-vertices-travel

https://youtu.be/XH2t3EP8DDY

View Event →
Ljótur
Feb
22
8:00 PM20:00

Ljótur

Buy tickets

Á þessum tónleikum dregur Ljótur (Arnljótur Sigurðsson og hverjir sem honum kunna að fylgja) einn og annann misjafnan sekkjarkött upp úr mysumaðkspokahorninu. 

Dagskrá hefst kl. 20. Miðaverð er 2.000 krónur.

Efnisskráin inniheldur meðal annars endurvinnslu á plötu hans Línur sem fagnar fjögurra ára afmæli um þessar mundir.
Ný sveimtónlist fær að heyrast og lögin Mjásubína og Pottþétt Vitundarvakning verða leikin fyrir gesti. 
Eitthvað mun hann leika sér með geisladiska og fá úr þeim ný og óvænt hljóð. 
Tilraun til hljóðljóða verður gerð, þar sem ormagöng tungumálsins færa okkur óvæntar tengingar. Á mörkum uppistands? Hver veit?
Fyrir bæði og eftir tónleikana munu vinir Ljóts spila vel valin og sjaldheyrð lög úr ranni Ljóts fyrir gesti, jafnvel óútgefið og kyrfilega vel falið efni.
Einnig verða sýnd myndbönd og myndverk eftir Ljót, og plötur hans, Úð og Línur verða falar gestum. 

20:00 - Drekkutími til kl. 21:00. Drykkir á vinalegu verði.
20:00 - Vinir Ljóts og Blóma (dj-set)
21:00 - Ljótur (tónleikar)
22:00 - Vinir Ljóts og Blóma (dj-set)


Hér er svo tónleikakynningin í bundnu máli.

Ljótur spilar:


i

Gamalt verður endurunnið
ýmislegt á staðnum spunnið
Eitthvað sem þið kannski kunnið
hverfult hljóð sem út er brunnið


ii

Glettinn gerður glymjandi
Glaumur þrunginn þrymjandi
Hrýtur harður hrynjandi
Hrekkur skekinn skynjandi
Drunginn verður dynjandi
Dreymir strauminn stynjandi


iii

Stundum saman stundum gaman
Stundum gaman stundum saman

[iiia]

Láist mér að segja yður leiðinlegan brandara?
(líkkistu uppistandara)


iv

hávaðaroksins hörpustrok
heyrast loksins þagnarlok
spunasproksins dekurdok
djúpa vogsins brakar brok
utan boxins fjaðrafok
fagurt goggsins kvakar kok


v

soundcloud.com/ljotur
arnljotur.bandcamp.com
soundcloud.com/kraftgalli
mixcloud.com/krystalcarma


vi

flautan þver þvílík hér
þvegin er af skoðunum
ein og sér ávöxt ber
eins og gerð af goðunum

gígju strokkar gítarplokk
gripin stokkar fljótur
strákur okkar eyrnalokk
í öðru rokkar ljótur


vii

hljóðum hýstur
hoppar skýst
ljóðum lýstur
lengi víst
þrumum þrýstur
þrýtur síst
klavíerklístur
kjálkagníst
púkablístrur
blásturstíst

A.S.2018

View Event →
Askja Cello Ensemble
Feb
17
9:00 PM21:00

Askja Cello Ensemble

Buy tickets

Askja Ensemble kemur fram í fyrsta sinn í Mengi laugardaginn 17. febrúar. Húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er 2.000 krónur.

Á efnisskrá eru íslensk þjóðlög í útsetningu Páls Einarssonar fyrir selló. Lög eins og Sveitin mín, Smávinir fagrir, Lítill fugl og Heyr himna smiður.

Þau flytja einnig verk eftir Vivaldi: Konsert í G moll fyrir 2 selló, RV531. Útsett fyrir selló-sextett.

I. Allegro
II. Largo
III. Allegro

Sveitina skipa:
Bianca Tighe
Páll Einarsson
Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir
Guðrún Svana Hilmarsdóttir
Isabel Catalan Barrio
Matylda Hermanská

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Askja Cello Ensemble will be performing traditional Icelandic songs arranged for cello ensemble by Páll Einarsson, including Sveitin Mín, Smávinir Fagrir, Lítill Fugl, Heyr Himna Smíður.

The programme will also include:
Antonio Vivaldi - Concerto in G minor for 2 cellos, RV 531, arranged for cello sextet

I. Allegro
II. Largo
III. Allegro

Askja Cello Ensemble:
Bianca Tighe
Páll Einarsson
Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir
Guðrún Svana Hilmarsdóttir
Isabel Catalan Barrio
Matylda Hermanská

Doors at 20:30 - Show starts 21:00 - Tickets 2000kr

View Event →
HAPPY HOUR / PING PONG / DJ SET
Feb
16
4:00 PM16:00

HAPPY HOUR / PING PONG / DJ SET

Introducing our first happy hour ping pong session for 2018! 

Beer and wine all 650kr
Ping Pong
DJ sets from UK's Elliot Mitchell and Harriet Brampton (AKA Pissed and Handsy)

FREE ENTRY 4pm - 7pm

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Við kynnum fyrsta föstudags-hangs ársins 2018!

Drykkir á tilboðsverði og borðtennismót frá kl. 16 - 19

Tónlistin verður í höndum bresku skífuþeytaranna Elliot Mitchell & Harriet Brampton (AKA Pissed and Handsy).

ÖLL VELKOMIN - SJÁUMST Í SVEIFLU!

View Event →
Þránó und Gitaros
Feb
15
9:00 PM21:00

Þránó und Gitaros

Buy tickets

SEX GÍTARAR OG ÞRÁNÓFÓNN

Fimmtudaginn 15. febrúar kemur fram stjörnu-septettinn Þránó und Gitaros í Mengi skipaður Alberti Finnbogasyni, Brynjari Leifssyni, Kjartani Hólm, Páli Ivan frá Eiðum, Pétri Ben, Róberti Reynissyni ásamt Inga Garðari Erlendssyni. Septettinn Þránó und Gitaros hefur ekki komið fram áður en búast má við því að hann slái í gegn á sínum fyrstu tónleikum. 

Septettinn er skipaður tónlistar- og myndlistarmönnum úr fremstu röð og mega áheyrendur búast við gæðum og góðri stund. 

Miðaverð er 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ 

SIX GUITARS AND A THRANOPHONE

On February 15th, an all-star septet will play their debut concert in Mengi. The septet features six guitarist; Albert Finnbogason, Brynjar Leifsson, Kjartan Hólm, Páll Ivan frá Eiðum, Pétur Ben, Róbert Reynisson and Ingi Garðar on Thranophone. 

A Thranophone is an electro-acoustic musical instrument, which uses positive feedback [Larsen effect] to amplify the formant-peaks of complex/simple shaped cavities. It's sonic material and possibilities of pitches derives from the resonance frequencies of cavities.

Doors at 20.30. Tickets: 2.000 krónur.

View Event →
Grey Alone
Feb
12
9:00 PM21:00

Grey Alone

Buy tickets

Tónleikar Grey Mcmurray verða haldnir í Mengi mánudaginn 12. janúar. Húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er 2.000 krónur.

Hinn ófyrirsjáanlegi gítarleikari Grey Mcmurray kemur fram undir ýmsum nöfnum og hefur unnið með allmörgum þekktum hópum á borð við So PercussionMeshell NdegeocelloShara wordenJohn CaleGil Scott-HeronAlarm Will SoundColin Stetson og Beth Orton

Í Mengi kemur hann fram sem Grey Alone og spilar lög sem hann vonar að framkalli gleðitár í augum ókunnugra.

greyalone.com

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Grey Mcmurray performs in Mengi on Monday the 12th or February. Doors open at 8:30 - the event starts at 9:00 pm.

The “sublimely odd Grey Mcmurray” (New York Magazine) has performed and/or recorded with Meshell NdegeocelloSo PercussionShara worden,John CaleGil Scott-HeronAlarm Will SoundColin Stetson, and Beth Orton among others. 

He hopes everyday to provoke joyful tears in strangers’ eyes. 

greyalone.com

@muchgrey

https://vimeo.com/213949164

Tickets are 2.000 krónur.

View Event →
Stereo Hypnosis & Christopher Chaplin / Snorri Ásmundsson
Feb
10
9:00 PM21:00

Stereo Hypnosis & Christopher Chaplin / Snorri Ásmundsson

Buy tickets

Mengi & Extreme Chill kynna:

Stereo Hypnosis & Christopher James Chaplin (IS/UK)
Avant-Garde / Experimental / Ambient

Snorri Asmundsson (IS)
Performance art

Húsið opnar kl. 20.30. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Miðasala við hurð.

Stereo Hypnosis & Christopher James Chaplin (IS/UK)

Stereo Hypnosis and Christopher Chaplin performed live concert for the first time at the Extreme Chill Festival 2017 in Reykjavik. This second instalment of the collaboration will be as before completely improvised electronic music.
British composer and experimental music artist Christopher James Chaplin released his acclaimed debut solo album, “Je suis le Ténébreux”, in late 2016, followed by the remix album „Deconstructed" in may 2017. It comes with four outstanding remixes by producers such as the recently highly acclaimed Berlin-based sound and media artist Jana Irmert, Grammy-nominated American composer Tim Story, Brooklyn-based artist and producer aka Tim O’Keefe, and Viennese multi-instrumentalist and electronic music maestro Peter Zirbs. Chaplin has since 2010 collaborated with German composer and electronic music pioneer Hans Joachim Roedelius (Cluster, Harmonia), resulting in the album “King of Hearts” in 2012. They have performed around the world in the past years.
Stereo Hypnosis was formed in 2006 by Pan Thorarensen and his father Óskar Thorarensen. In 2013 the composer and guitarist Thorkell Atlason joined in. Stereo Hypnosis has released 6 albums to critical acclaim to date and has toured extensively on both sides of the Atlantic past 8 years. Their music is defined as ambient organic, serene and downtempo.
Pan Thorarensen has made a history in Icelandic music scene having released many albums and side projects in the past 12 years and is well known and respected for his works. Pan is also promoter and co founder of Extreme Chill Festival. Óskar, artist and musician, founded the music and performance group Inferno 5 (the first Icelandic electronic band in Iceland) in the eighties and is known for his innovative drawings and cartoons as well. Thorkell Atlason is classically trained guitarist and composer and his works have been performed widely across Europe and America. He also a member of the composers society S.L.Á.T.U.R.


Snorri Ásmundsson (1966) is an artist that often seeks to affect the society by public events. He has disturbed the community he lives in for some years with extensive and remarkable performances where he works with social taboos like politics and religion. He has observed the reactions of the society, that is peoples response when accepted values are turned upside down, for example when a powerless individual takes in his hands power that normally is assigned by predetermined rules. Howsoever people react to these grandstand performances of the artist; he is first and foremost challenging sociological and religious values. He seeks sharp responses and examines the limits of his fellow man as well as his own.

View Event →
Útgáfuhóf í Mengi :: Pastel ritröð
Feb
10
3:00 PM15:00

Útgáfuhóf í Mengi :: Pastel ritröð

Pastel ritröð fagnar komu fjögurra nýrra rita með útgáfuhófi í Mengi laugardaginn 10. febrúar kl 15-16.
Allir áhugasamir eru velkomnir og er enginn aðgangseyrir að útgáfuhófinu.

Fjögur ný rit eru komin út í Pastel ritröð á vegum menningarstaðarins Flóru á Akureyri. Verkin eru eftir fjóra ólíka höfunda úr skapandi geiranum og er hvert ritanna gefið út í aðeins eitt hundrað árituðum og númeruðum eintökum. 

Þau eru þessi:
Pastel 06 Bjarni Jónsson: Skýrsla um síðbúna rannsókn.
Pastel 07 Karólína Rós Ólafsdóttir: Hversdagar.
Pastel 08 Vilhjálmur B. Bragason: Ritsafn II. Fyrsta bók höfundar.
Pastel 09 Hallgerður Hallgrímsdóttir: Límkenndir dagar.

Verkin eru hönnuð af höfundi ásamt Júlíu Runólfsdóttur hjá Studio Holt, en Júlía setti ritin einnig til prentunar. Ritin eru prentuð hjá Ásprenti-Stíl á Akureyri. 

Þessi fjögur nýju bætast við í hóp Pastel rita þeirra sem fyrir eru. Í júní í fyrra komu út fimm rit í þessarri sömu ritröð eftir þau Margréti H. Blöndal, Þórgunni Oddsdóttur, Kristínu Þóru Kjartansdóttur, Megas og Hlyn Hallsson.

Höfundar lesa úr eigin verkum og boðið verður uppá fisléttar vetrarlegar veitingar. 

Öll þau sem eru sérlega áhugasöm um samtal þvert á íslenskar frásagnir, myndlist, bókverkagerð, hversdagsleika og ritlist hvött til að mæta og að hlýða á höfunda, ræða við þau og rýna í verkin.

Verk í Pastel ritröð eru til sölu í Safnbúð Listasafns Íslands í miðborg Reykjavíkur og í Flóru í miðbæ Akureyrar.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Pastel Publishers present four new books and publications in collaboration with Flóra, Akureyri. The launch takes place in Mengi on Saturday at 3 pm. Light refreshments and free entry! The authors have signed each copy and will read excerpts from their work.

Pastel 06 Bjarni Jónsson: Skýrsla um síðbúna rannsókn.
Pastel 07 Karólína Rós Ólafsdóttir: Hversdagar.
Pastel 08 Vilhjálmur B. Bragason: Ritsafn II. Fyrsta bók höfundar.
Pastel 09 Hallgerður Hallgrímsdóttir: Límkenndir dagar.

View Event →
Meejah & Lea Kampmann
Feb
9
9:00 PM21:00

Meejah & Lea Kampmann

Buy Tickets

Lea Kampmann & Meejah spila í fyrsta sinn í Mengi þann 9. febrúar.
Húsið opnar kl. 20:30 - aðgangseyrir er 2.000 krónur.

ENGLISH BELOW

Meejah er dönsk-kóresk. Listamaður sem býr og starfar í Kaupmannahöfn. Nafnið „Meejah“ kemur frá hugmyndum rómantísku stefnunnar þar sem listamaðurinn er talinn milliliður hins guðdómlega andríkis.
Meejah vinnur tónlist sína með skírskotun til kóreska fánans þar sem himinn, haf, hringrás, sólin, suðrið og frjósemi er meðal annars að finna, í svokölluðu „Taegeuk“ tákni.

Hún notar gítar, hljóðgervla og hefðbundna kóreska tónlist til að túlka uppruna sinn. Tónlist hennar kom út hjá TUTL Plátufelagið - TUTL Records í Færeyjum í fyrra og hefur Meejah spilað víða um heim, m.a. hitað upp fyrir kóresku sveitina Jambinai 잠비나이 

&

Lea Kampmann er ung færeysk tónlistarkona sem hefur getið sér gott orð að undanförnu í heimalandinu þar sem hún gaf nýverið út plötuna Common Blue hjá TUTL Plátufélagið. En á þeirri plötu hljóma draumkennd lög hennar og einlægir textar sem hafa hitt hlustendur í hjartastað. Hún spilaði á G! Festival í Gøta í fyrra og kemur nú fram í Mengi með eigið efni áður en Meejah stígur á svið.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ 

Lea Kampmann & Meejah from TUTL Plátufelagið - TUTL Records (Faroe Islands) will play in Mengi on February 9th.

The doors open at 20:30 - entrance fee is 2.000 krónur.

Meejah is a Danish-Korean artist living in Copenhagen. The name “Meejah” parafrases the philosophy of Romanticism where the artist is seen as a “medium" for the divine inspiration. 

Meejah plays a cyclical concert around the elements in the Korean flag “The Taegeuk”. 
The music is based on noisy guitars and alternative midi-productions, and it blends elements from Traditional Korean Music, as a way of interpreting Meejah’s origin.

Meejah’s key sound binds the sequence together though using a wide range of genre inspirations. Soft hiphop, post and noise rock, hints of metal, grumpy Tom Waitsy, Nick Cavish and PJ Harvey vibes and an organic ground structure from her classical music upbringing.

The cycle is a transformation sequence, which guides the listener through the four seasons, spring, summer, autumn and winter. Renewal, flowering, decay and death, located in each corner of the Korean flag. The flag's basic color white represents purification, with ying and yang - the unification of all contradictions - the divine masculine and feminine, located centrally in the middle. 

The Korean people once wore traditional white clothing and was known as "the people of peace". Now all eyes are on the Korean peninsula, divided in North and South. Like a buddhist mass prayer, the concert cycle wants to send out the intension of reuniting the two Koreas.

Band: Daniel Nayberg, Andreas Isbrandt Løvenskjold & Mai Young Øvlisen.

Meejah was the opening act for the Korean postrock band Jambinai in Copenhagen back in November.

- - - - - - - - - - 

Common Blue is the first EP coming from young Faroese artist, Lea Kampmann. With a soft voice, abstract, yet honest, lyrics and an atmospheric soundscape built around the melodies, Common Blue unfolds elegantly in your ears. Recorded in Studio Bloch, Tórshavn, a heartfelt, melancholic, indie, dreampop EP has been created. Common Blue was released in Tutl Records, October 2017.

Faroese Lea Kampmann grew up in Copenhagen, where she was raised with classical music from early childhood. In her teenage years, her love for song writing started growing, and when she moved back to her homeland, the Faroe Islands, at the age of 18, she got inspired to write songs for the EP, Common Blue. 

Lea Kampmann has since then played a lot of concerts in different venues in the Faroe Islands. She played at the Faroese festival, G! Festival in 2016, and in 2017, she was listed in the "Top 5 releases" in The Faroe Islands by the national radio, and also international music blog, Beehype, listed her song as one of ten best songs released in the Faroes in 2017. 

Video: Moonsick https://youtu.be/xOmZvPXQcMY

View Event →
Chet Baker and Me
Feb
8
9:00 PM21:00

Chet Baker and Me

Buy Tickets

´Chet Baker and Me´ er prógram sem samanstendur af sungnum jazzlögum Haraldar Guðmundssonar og lögum sem hinn þýði söngvari og trompetleikari Chet Baker gerði fræg í upphafi feril síns. 
Lög Bakers eru aðallega fengin af plötunum Chet Baker Sings og My Funny Valentine.

Miðaverð er 2.000 krónur. Húsið opnar kl. 20:30.

Texta/tónskáldið og kontrabassaleikarinn Haraldur Guðmundsson hefur samið og gefið út nýjan jazz í nokkru magni síðustu ár, bæði hér heima sem erlendis, með margvíslegum verkefnum. Þar má nefna kvintettinn Sound Post með plötuna Stories 2012, BaadRoots með Count That in einnig frá 2012, Green með Clazz 2015, og átti efni fyrir hljómplötu Hörpu Þorvaldsdóttur, Embrace frá 2016. Plötuna Party með FreaksOfFunk gaf hann út í febrúar 2017. Haraldur þykir lagrænn lagasmiður og hefur lengi haft mikið dálæti á hlóðheim tónlistar Bakers og þykir því þessi pörun ákjósanleg. 
Hljómsveitin hlaut mikið lof fyrir tónleika sína í Hannesarholti í November síðastliðnum þar sem hljómsveitin kynnti hluta af lögum af komandi hljómplötu, og á þessum tónleikum kynna þeir ný lög.

Hljómsveitina skipa Haraldur Ægir Guðmundsson kontrabassi, Snorri Sigurðarson flugelhorn, Agnar Már Magnússon piano, Böðvar Reynison söngur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Chet Baker and Me - a concert program from Halli Gudmundsson quartett where original songs are mixed with music that the late great trumpeter/singer, Chet Baker made famous in the early years of his career.

Halli Gudmundsson Quartet is currently working on an album of original songs composed and arranged in the style of Chet Baker and will perform some of that music in Mengi.

Haraldur Gudmundsson: kontrabass/composition
Snorri Sigurðarson: flugelhorn
Agnar Már: Magnússon piano
Böðvar Reynisson: vocals

Doors open at 8.30 p.m. Tickets are 2.000 kr.

View Event →
Mánudagsboltinn: Þriðja umferð / Free Improv Night: Round 3
Feb
5
9:00 PM21:00

Mánudagsboltinn: Þriðja umferð / Free Improv Night: Round 3

Þriðja umferð boltans verður haldin í Mengi þann 5. febrúar. Mánudagsboltinn er frjálst spunakvöld sem fram fer fyrsta mánudag hvers mánaðar. Skipt verður í misstór lið sem leika í ákveðinn tíma. Liðsstjóri skiptir leikmönnum út og aðrir taka við.

Leikmenn- og konur kvöldsins verða kynnt fljótlega. Myndlistarmenn munu leika af fingrum fram.

Liðsstjóri mánudagsboltans í janúar er Kristín Anna Valtýsdóttir

Miðaverð er 2000 krónur. Boltinn hefst klukkan 21.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Free improv night held on the first Monday evening of every month. Musicians from all around improvise together. This time people from visual arts and performance art will participate as well.
Names of participants will be announced during the next days.

Team coach of this third round will be musician and former member of múm, Kristín Anna.

The performance starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

View Event →
Albert Finnbogason
Feb
3
9:00 PM21:00

Albert Finnbogason

Fyrstu sólótónleikar Alberts Finnbogasonar í Mengi.
Laugardaginn 3. febrúar kl. 21. Miðaverð er 2.000 kr.

Albert Finnbogason er tónlistarmaður sem lengi hefur stundað iðju sína, bæði á Íslandi og utan landsteinanna. Síðustu ár hefur Albert unnið náið með fjölmörgum tónlistamönnum úr framvarðarsveitinni hvort sem er í hljóðveri eða á hljómleikaferðalögum. Þar má m.a. telja Sóley, JFDR, Gyðu Valtýsdóttur, Shahzad Ismaily, Indriða og Blonde Redhead, en einnig sem meðlimur í hljómsveitunum Grísalappalísa, The Heavy Experience, Swords of Chaos og Skelkur í bringu.

Albert rekur, ásamt Tuma Árnasyni og Héðinni Finnssyni, útgáfu fenómenómið Úsland. Um er að ræða sjálfstætt frjáls spuna fyrirbæri sem frá árinu 2012 hefur gefið út 12 hljómplötur sem á leika hátt í 80 tónlistarmenn, innlendir sem erlendir.

Á tónleikunum í Mengi næstkomandi laugardagskvöld mun Albert mestmegnis leika nýja poppmússík, en þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur fram einn síns liðs.

Ljósmynd: Ragnaar Bastiaan

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Doors at 20.30 - Show starts at 21.00 - Tickets are 2.000 kr.

Albert Finnbogason is a musician that for a long time played his instruments, both in Iceland and abroad. Over the last years Albert has worked closely with some of the world brightest musical talents, in recording and live environment. Sóley, JFDR, Gyða Valtýsdóttir, Shahzad Ismaily, Indriði and Blonde Redhead amongst others, but also as a member of the bands Grísalappalísa, The Heavy Experience, Swords of Chaos and Skelkur í bringu.

With fellow artists Tumi Árnason and Héðinn Finnsson, Albert runs the recording phenomenon Úsland. Since 2012, Úsland has released 12 albums of free improvised music with more then 70 musicians. A box-sett containing all of Úsland releases is for sale at the venue. 

This concert in Mengi, on the 3rd of February, will mostly include new pop music. This is the first time Albert plays on his own. He is very nervous. 

photo credit (c) Ragnaar Bastiaan

View Event →
Club Romantica
Feb
2
9:00 PM21:00

Club Romantica

Rithöfundurinn og sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson hefur undir höndum nokkur myndaalbúm frá
konu sem hann hefur aldrei hitt og hefur engin tengsl við. 
Í máli og myndum ætlar hann að segja sögu þessarar konu og hins fólksins á myndunum.
„Club Romantica“ er listrænn fyrirlestur sem fjallar um söfnun og sköpun minninga.
Sýningin er verk í vinnslu.

Húsið opnar kl. 20:30. Sýningin hefst kl. 21.
Miðaverð er 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Writer and theater-maker Friðgeir Einarsson has in his possession a few photo albums that used to belong to woman he has never met and has no relations with. By analysing the photographs, Friðgeir will attempt to tell the story of this unknown woman and the other people in the pictures.
"Club Romantica" is a performance lecture about the collection and creation of memories.
The performance is a work-in-progress.

Doors open at 8:30 pm. Tickets: 2000 kr.

View Event →
FOSS & Widowed Swan's book launch
Jan
31
8:00 PM20:00

FOSS & Widowed Swan's book launch

FOSS og Widowed Swan kynna með stolti 2 einblöðunga sem gefnir eru út í samvinnu við Tækniminjasafn Austurlands:
'Múskatópolis' eftir PETURK og
'Sunnudagur 29. september 1912' eftir Arild Tveito og Gavin Morrison.

FOSS kynnir einnig nýjar listabækur / útgáfur tveggja listamanna:
"Rare Postcards from Iceland" eftir Stéphane le Mercier og
'Rapid Sunsets' eftir Litten Nystrøm.

Við hlökkum til að sjá þig frá 20-22:00 í Mengi! Aðgangur er ókeypis.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

FOSS and Widowed Swan are happy to present 2 broadsides /editions published in collaboration with The Technical Museum of East Iceland:
'Múskatópolis' by PETURK and
'Sunnudagur 29. September 1912' by Arild Tveito and Gavin Morrison.

FOSS also present the two new artist's books / editions: 
'Rare Postcards from Iceland' by Stéphane le Mercier and
'Rapid Sunsets' by Litten Nystrøm.

We would be happy to see you from 20-22:00 at Mengi! Free entry & everyone welcome

View Event →
Úlfur Eldjárn
Jan
26
9:00 PM21:00

Úlfur Eldjárn

Úlfur Eldjárn fer gjarnan óvenjulegar og tilraunakenndar leiðir í tónlist sinni. Á tónleikunum í Mengi mun hann bjóða áheyrendum með sér inn í kosmískar víddir nýrrar raftónlistar sem hann er með í vinnslu.

Húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er 2.500 kr.

Úlfur Eldjárn hefur fengist við allt frá poppi, raftónlist og djassi yfir í klassíska tónlist og framúrstefnu. Hann hefur starfað með nokkrum af sérstæðustu hljómsveitum íslenskrar poppsögu, má þar nefna unglingahljómsveitina Kósý, Funkstrasse, Kvartett Ó. Jónsson og Grjóna, Kanada og Trabant. Þekktastur er hann ef til vill sem meðlimur hins goðsagnakennda orgelkvartetts Apparat.

Úlfur hefur samið slatta fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir. Þar má nefna nýlegt tónspor hans við kvikmyndina InnSæi sem hefur farið sigurför um heiminn og tónlistina í myndlistarþáttunum Opnun. Úlfur hefur oft farið óvenjulegar leiðir sem sólólistamaður: Platan Yfirvofandi var tekin upp eftir lokun í exótískri hljóðfæraverlsun, á Field Recordings: Music from the Ether notaðist hann við óvenjulega hljóðgjafa á borð við slagverksvélmenni, útvarpsbylgjur og miðaldasinfón og Strengjakvartettinn endalausi, er gagnvirkt tónverk þar sem hlustandinn stjórnar sjálfur hvernig tónverkið þróast (hægt er að njóta þess á síðunni infinitestringquartet.com)

Fyrir skemmstu gaf Úlfur út plötuna The Aristókrasía Project, þar sem hann blandar saman hljóðgervlum, lifandi strengjum og slagverki. Platan er einskonar tónverk, eða konseptplata, og fjallar um geimferðir, framtíðarsýnir, sögu vísindanna og ástina á tímum gervigreindar.

ulfureldjarn.com
infinitestringquartet.com
facebook.com/ulfureldjarnmusic
twitter.com/ulfureldjarn

mynd ©Sigtryggur Ari Jóhannsson

————————

Úlfur Eldjárn is known for an unusual and experimental approach to his music. At the concert in Mengi, he will take the audience on a cosmic journey into some of the electronic music that he’s currently working on.

Doors at 8:30 pm. Tickets are 2.500 kr.

Úlfur Eldjárn’s career spans everything from pop, elecctronic music and jazz, to classical and avant-garde music. He’s worked with some of Iceland’s most eclectic bands, such as the teen pop band Kósý, Funkstrasse, Kvartett Ó. Jónsson og Grjóni, Kanada and Trabant. He’s probably best known as a member of legendary synth cult Apparat Organ Quartet.

Úlfur has also written music extensively for theatre, TV and films, among them a recent soundtrack for internationally acclaimed film InnSæi and the music for Opnun, a notable documentary series on Icelandic visual art. As a solo artist, he’s gone down some unusual and experimental paths: His record Yfirvofandi was recorded after hours in an exotic music store, on Field Recordings: Music from the Ether, he used some unorthodox instruments, such as a robotic drummer, radio signals and a medieval symphonie, and The Infinite String Quartet is an interactive composition where the listener creates his or her own version of the music (try it out oninfinitestringquartet.com)
Recently Úlfur released and album called The Aristókrasía Project, where he fuses analog synths with the sound of live strings and percussion. It’s a concept record about space travel, utopian visions, the history of science and love in the time of artificial intelligence.

ulfureldjarn.com
infinitestringquartet.com
facebook.com/ulfureldjarnmusic
twitter.com/ulfureldjarn

Photo ©Sigtryggur Ari Jóhannsson

View Event →
Matt Evans :: For Rauder Thradur // MMD 2018 Off Venue
Jan
26
2:00 PM14:00

Matt Evans :: For Rauder Thradur // MMD 2018 Off Venue

Myrkir Músíkdagar 2018 - Off Venue í Mengi kl. 14 - 16. 

Verkið „For Rauder Thradur“ eftir Matt Evans fyrir fimm þríhorn.
Flutt af Matt Evans í Mengi föstudaginn 26. janúar. 

Miðaverð er 1.500 kr. 

Ef keyptur er aðgangur að báðum tónleikum Matt Evans í Mengi á föstudag fá gestir miðana saman á 2.000 kr. 
Still Life no. 1 (kl. 10) & For Rauder Thradur (kl. 14)

Matt Evans er tónskáld og slagverksleikari búsettur í Brooklyn. Hann vinnur þvert á miðla í verkum sínum og er í ýmsum hljómsveitum sem flytur samtímatónlist. Matt vinnur einnig að sýningaruppsetningum tengdum hljóði og hreyfingu og kemur fram og stýrir hópum á borð við Tigue, Bearthoven, Man Forever, Open House, Rokenri, Ensemble Signal, Contemporaneous og Private Elevators.

Gestum er velkomið að koma og fara hvenær sem er á meðan viðburði stendur en hann í kring um tveir tímar að lengd án hlés.

www.thisismattevans.com

Um fyrri viðburð dagsins: 
Myrkir Músíkdagar 2018 - Off Venue í Mengi kl. 10 - 11. 

Verkið Still Life No. 1 eftir Matt Evans fyrir píanó og kór.
Flutt við sólarupprás föstudaginn 26. janúar. 

Kaffi og te er innifalið á meðan tónleikum stendur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

At Mengi on Friday, January 26th
at 14:00 - 16:00
Matt Evans: For Rauder Thradur

A two-hour solo performance for five suspended triangles; a meditation exploring the kinship between long music and the uncanny sense of time experienced among vast landscapes.

Individual tickets are 1.500 kr.
Entrance fee for both events - Still Life no. 1 (10 a.m.) & For Rauder Thradur (2 p.m.) is 2.000 kr.

Matt Evans is a Brooklyn based composer and percussionist frequently working in cross-disciplinary contexts, playing in bands, performing with new music ensembles, and producing performances that integrate music and movement. He co-leads, performs and records with projects including Tigue, Bearthoven, Man Forever, Open House, Rokenri, Ensemble Signal, Contemporaneous and Private Elevators.

www.thisismattevans.com

About the earlier event at 10 a.m.:
In Mengi at sunrise, Friday, January 26th. 
From 10:00 - 11:00
Matt Evans: Still Life No. 1

A sunrise performance for piano and noise choir.

View Event →
Matt Evans :: Still Life No. 1 // MMD 2018 Off Venue
Jan
26
10:00 AM10:00

Matt Evans :: Still Life No. 1 // MMD 2018 Off Venue

Myrkir Músíkdagar 2018 - Off Venue í Mengi kl. 10 - 11. 

Verkið Still Life No. 1 eftir Matt Evans fyrir píanó og kór.
Flutt við sólarupprás föstudaginn 26. janúar. 

Miðaverð er 1.500 kr. á viðburðinn. Kaffi og te er innifalið á meðan tónleikum stendur.

Ef keyptur er aðgangur að báðum tónleikum Matt Evans í Mengi á föstudag fá gestir miðana saman á 2.000 kr. 
Still Life no. 1 (kl. 10) & For Rauder Thradur (kl. 14)

Matt Evans er tónskáld og slagverksleikari búsettur í Brooklyn. Hann vinnur þvert á miðla í verkum sínum og er í ýmsum hljómsveitum sem flytur samtímatónlist. Matt vinnur einnig að sýningaruppsetningum tengdum hljóði og hreyfingu og kemur fram og stýrir hópum á borð við Tigue, Bearthoven, Man Forever, Open House, Rokenri, Ensemble Signal, Contemporaneous og Private Elevators.

Í Mengi situr Matt sjálfur við píanóið og kórinn samanstendur af nemendum úr Listaháskóla Íslands.

www.thisismattevans.com

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

In Mengi at sunrise, Friday, Janyary 26th
10:00 - 11:00
Matt Evans: Still Life No. 1

A sunrise performance for piano and noise choir. 

Individual tickets are 1.500 kr. Coffee and tea is included.
Entrance fee for both events - Still Life no. 1 (10 a.m.) & For Rauder Thradur (2 p.m.) is 2.000 kr.

Matt Evans is a Brooklyn based composer and percussionist frequently working in cross-disciplinary contexts, playing in bands, performing with new music ensembles, and producing performances that integrate music and movement. He co-leads, performs and records with projects including Tigue, Bearthoven, Man Forever, Open House, Rokenri, Ensemble Signal, Contemporaneous and Private Elevators.

www.thisismattevans.com

About the later performance:
14:00 - 16:00
Matt Evans: For Rauder Thradur

A two-hour solo performance for five suspended triangles; a meditation exploring the kinship between long music and the uncanny sense of time experienced among vast landscapes.

View Event →
Msea / Kryshe / Francesco Fabris
Jan
25
9:00 PM21:00

Msea / Kryshe / Francesco Fabris

Raftónleikar með Kryshe og Msea í Mengi fimmtudaginn 25. janúar kl. 21. Húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er 2.000 krónur.

Þúsundþjalasmiðurinn Christian Grothe kemur fram sem Kryshe í fyrsta sinn í Mengi þar sem hann leiðir áheyrendur í gegn um draumkenndan rafhljóðheim. Með trompet og gítar í farteskinu ásamt hljóðgervlum og eigin rödd leyfir hann áheyrendum að loka augunum og finna sig í nýrri vídd. Tónlist hans má lýsa sem lágstemmdri, drafandi og brothættri.

http://facebook.com/kryshemusic
www.kryshe.com

Msea er tónskáldið og söngkonan Maria-Carmela Raso. Í sínum tilraunakenndu tónsmíðum leitast hún við að blanda saman vettvangshljóðritunum, rafhljóðum og rödd þar sem lögin færast frá hávaðatónlist yfir í lágstemmdari tóna, spuna og fagrar melódíur.
Msea kemur alla jafna fram með hljómsveit en í þetta sinn færir hún hljóðfærin frá sviðinu inn í tölvu og útsetur lögin á þann máta. 
Msea býður upp á einstaka upplifun þar sem hver viðburður er ólíkur þeim fyrri.

https://www.facebook.com/mseasik/
www.mariacarmelasounds.com

Francesco Fabris er hljóðlistamaður, framleiðandi og tónskáld sem starfar sem hljóðtæknimaður hjá Greenhouse Studios. Hann vinnur tónlist sína með hljóðgervlum og sýnir gangvirk vídeó samtímis sem hann býr til með forritun.

http://www.francescofabris.com/

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Kryshe is the solo, live and studio project by Christian Grothe. With the use of trumpet, guitar, his voice and electronics he creates colourful soundscapes. Sometimes soft and dreamy sometimes dark and distorted. It is enveloping, minimal music with a fragility that belies its emotional potency. Music to explore and deep listening.

http://facebook.com/kryshemusic
www.kryshe.com

Msea is a project by composer, performer, and vocalist Maria-Carmela. Her original music experiments with elements of the natural and digital world. Melodies are combined with soundscape, noise, improvisation, and often different instrumentation. Sometimes solo, and sometimes a small orchestra, Msea aims to create a new experience with every performance.

https://www.facebook.com/mseasik/
www.mariacarmelasounds.com

Francesco Fabris is a sound artist, producer, composer, multi-instrumentalist, and current audio engineer at Greenhouse Studios. He works with live electronics, interactive sound, AV performances, and video productions. 

http://www.francescofabris.com/

Doors open at 8:30 p.m. Tickets are 2.000 kr.

View Event →
Eight Octets: Light Pieces for Pauline Oliveros // MMD 2018 Off Venue
Jan
24
9:00 PM21:00

Eight Octets: Light Pieces for Pauline Oliveros // MMD 2018 Off Venue

Mengi kynnir utandagskrár á Myrkum Músíkdögum
Eight Octets: Light Pieces for Pauline Oliveros eftir Guðmund Stein Gunnarsson.

Húsið opnar kl. 20:30. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00.
Miðaverð er 2.500 krónur.

Heildarfrumflutningur á 8 Oktettum eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Höfundur kemur fram ásamt félögum úr Fersteini og Fengjastrúti: Gunnari Grímssyni, Guðmundi Vigni Karlssyni, Arnljóti Sigurðssyni, Lárusi H. Grímssyni, Báru Sigurjónsdóttur og Inga Garðari Erlendsyni.

Verkin voru samin að mestu í Cork á Írlandi í yfirgefnu bókasafni fransiskanamunka. Á sama tímabili var Pauline Oliveros í Cork til þess að taka á móti heiðursdoktorsgráðu frá Háskólanum í Cork. Þrátt fyrir að hafa ekki verið flutt strax hafa þau farið vítt og breytt og verið flutt í ýmsum búningi meðal annars af hljómsveitinni Ferstein. Þau voru upprunalega hugsuð sem heild en hafa ekki verið flutt sem slík, en nokkur verkanna hafa aldrei verið flutt. Sum þeirra eru á plötunni Lárviður með Fersteini sem kom út hjá Traktornum í fyrra. 6 plötur komu samtals út í fyrra með nýju efni eftir Guðmund Stein og mun hann kynna þær milli verkanna.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Off venue at Dark Music Days 2018. Eight Octets: Light Pieces for Pauline Oliveros by Guðmundur Steinn Gunnarsson.

The pieces were composed mostly in Cork, Ireland, in an abandoned library of Franciscans in 2014. At the same time, Pauline Oliveros was in Cork receiving Honorary Doctor of Music Award at University College Cork (UCC).

Even though the pieces have not been premiered yet, they have been performed seperately in different versions by Fersteinn quartet. Originally thought as a one piece the eight octets will now be premiered as one in Mengi next Wednesday.

Performers are: Guðmundur Steinn Gunnarsson, Gunnar Grímsson, Guðmundur Vignir Karlsson, Arnljótur Sigurðsson, Lárus H. Grímsson, Bára Sigurjónsdóttir & Ingi Garðar Erlendsson

Doors open at 8:30 p.m. Tickets are 2.500 krónur.

View Event →
NÝÁRSTÓNLEIKAR S.L.Á.T.U.R.
Jan
20
9:00 PM21:00

NÝÁRSTÓNLEIKAR S.L.Á.T.U.R.

Nýárstónleikar S.L.Á.T.U.R.

Í Mengi laugardaginn 20.janúar kl. 21:00
Húsið opnar kl. 20:30
Miðaverð er 2.000 kr.

S.L.Á.T.U.R. fagnar 2018 með tónleikum þar sem verða glæný verk. Allt sérsamið fyrir einn flytjanda, Áka Ásgeirs & Sólveigarson, sem er oft að spila eitthvað á allskonar.

Páll Ivan, Guðmundur Steinn, Bergrún, Magnús, Þorkell og Ingi Garðar ætla kanski að vera með verk. Ekkert staðfest, en það verður samt pottþétt eitthvað.

Hressir krakkar að gera skemmtilega hluti.

www.slatur.is
www.aki.is

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

S.L.Á.T.U.R. New Year Concert

Mengi, Óðinsgötu 2, January the 20th, at 9 PM.
House opens at 8:30 PM. Tickets are 2.000 kr.

The S.L.Á.T.U.R. composer collective has since 2007 hosted a New Year Concert. This time, new works by various members of the S.L.Á.T.U.R. group are performed by Áki, who is an active sound artist and experimental music performer from Garður.

The programme includes works by Páll Ivan frá Eiðum, Guðmundur Steinn Gunnarsson, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Magnús Jensson, Þorkell Atlason and Ingi Garðar Erlendsson.

S.L.Á.T.U.R. is a composer collective centered in Reykjavík, Iceland. Since 2005 its members have been working on various types of experiments. These include animated notation using computer graphics, interactivity, various experiments with sounds and tunings, performance art and the development of limited and isolated musical universes. The members share ideas and methods freely while the final results are usually independent efforts. The S.L.Á.T.U.R. collective has organized various events, concerts, workshops, festivals and art competitions in Iceland.

The overall objective of the organization is to very gradually develop an entirely new culture.

www.slatur.is

Áki Ásgeirs & Sólveigarson (1975) is a composer and multimedia artist from Garður, Iceland. He has written music for traditional instruments as well as designed new acoustic instruments, music software, computer controlled instruments and sound installations.

www.aki.is

View Event →
GYÐA VALTÝSDÓTTIR
Jan
19
9:00 PM21:00

GYÐA VALTÝSDÓTTIR

Sellóleikarinn, tónskaldið og spunatónlistarkonan Gyda Valtysdottir hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi um langt skeið en hún hóf ferilinn með hljómsveitinni Múm á táningsárunum. 

Hún hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir, innsetningar og dansverk og starfað með stórum og litríkum hópi listamanna, þeirra á meðal Josephine Foster, Kronos-strengjavartettnum, Colin Stetson, Skúla Sverrissyni, Ólöfu Arnalds, Jónsa, Ben Frost, Dustin O'Halloran, Winged Victory for the Sullen, Damien Rice, Aaron og Bryce Dessner, Ragnari Kjartanssyni myndlistarmanni og kvikmyndaleikstjóranum Guy Maddin.

Fyrsta sólóplata Gyðu, Epicycle kom út á geisladiski hjá Smekkleysu og síðar á vínil hjá figureight records. Gyða hlaut Kraumsverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna sem hefur að geyma einstakar útsetningar á klassískum meistaraverkum eftir Hildegard von Bingen, George Crumb, Harry Partch, Olivier Messiaen, Robert Schumann, Franz Schubert og fleiri. 

Gyða lagði stund á nám í sellóleik hjá Gunnari Kvaran við Tónlistarskólann í Reykjavík, síðar sellóleik og frjálsan spuna í Pétursborg og við Tónlistarháskólann í Basel í Sviss þar sem aðalkennarar hennar voru Thomas Demenga og Walter Fähndrich. 

Tónleikar Gyðu eru ávallt einstakir og hún á það til að töfra fram eitthvað óvænt fyrir gesti Mengis.

Húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er 2.500 kr.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

A concert with Gyda Valtysdottir in Mengi on Friday, January 19th.
Doors open at 8:30 p.m. Tickets are 2.500 kr.

Gyda Valtysdottir has been active as a musician since her early teens when she co-founded the experimental pop-group múm in the late 1990's. Leaving the band after the release of Finally We Are No One to focus on her further musical studies in Reykjavik, St. Petersburg and Basel, graduating with a double masters degree from the Hochschule für Musik in Basel where her main teachers were cellist and composer Thomas Demenga and violist, composer and improviser Walter Fähndrich. 

Her long list of collaborators includes Josephine Foster, Kronos Quartet, Colin Stetson, Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds, Jónsi, Ben Frost, Dustin O´Halloran, Winged Victory for the Sullen, Damien Rice, Aaron & Bryce Dessner, visual-artist Ragnar Kjartansson and cult-film creator Guy Maddin.

Gyda has created music for films, installations, dance, among many other creative ventures, possessing a rare range of musical experiences which creates a unique alchemical compound. Her first solo album Epicycle was released initially only in Iceland through the historic Smekkleysa label, and received prestigious prizes at the Icelandic Music Awards.

View Event →
FULLKOMIÐ ÓJAFNVÆGI :: PERFECT IMBALANCE
Jan
18
9:00 PM21:00

FULLKOMIÐ ÓJAFNVÆGI :: PERFECT IMBALANCE

Ásrún Magnúsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir kynna: Fullkomið ójafnvægi - verk í vinnslu.

Fullkomið ójafnvægi er viðburður í vinnslu þar sem reynt verður að ná jafnvægi. Hlutir og hugmyndir verða vegnar og metnar. Við munum komast að því hvað kaffibolli vegur í samanburði við egg, hvað er hægt að láta fullt vatnsglas ganga á milli margra án þess að sulla, hvað ruslpóstur vegur mikið í daglegu lífi og svo framvegis og framvegis. 
Áhorfendum verður gefið tækifæri á því að vega og meta sínar eigin eignir eða hugmyndir.

Húsið opnar kl. 20:30 og gjörningurinn hefst kl. 21.
Miðaverð er 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Ásrún Magnúsdóttir, Saga Garðarsdóttir & Sigrún Hlín Sigurðardóttir present: Perfect Imbalance.
A work in progress. Ideas and objects are evaluated and measured with the audience. A cup of coffee versus an egg. How long a glass of water can be passed between people without spilling, how much spam mail weighs in daily life etc.

The audience will have a chance to weigh their own ideas and objects.

Doors open at 8:30 p.m. The performance starts at 9 p.m.
Tickets are. 2000 kr.

View Event →
TUMI ÁRNASON & MAGNÚS TRYGVASON ELIASSEN
Jan
13
9:00 PM21:00

TUMI ÁRNASON & MAGNÚS TRYGVASON ELIASSEN

Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen hittast í Mengi næstkomandi laugardag og sjá hvað gerist. Að eigin sögn verða á dagskrá ýmis konar missmíðaðar tónsmíðar, jafnvel ósmíðaðar.
Tumi er saxófónleikari sem krukkar í ýmsu fyrir marga og sjálfan sig inn á milli og er allajafnan mjög velviljaður og reynir eftir bestu getu að koma fram af heilindum.
Magnús er trommari sem gjarnan má sjá nálægt trommusettum og slagverki ýmisskonar. Líkja má slagi hans við að láta nudda í sér ístaðið undurblítt með þúsund fiðruðum kjuðum.

Húsið opnar kl. 20:30. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð er 2.000 krónur. 

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ 

Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen have a date in Mengi on Saturday. Various compositions will be on display and a couple of uncompositions.
Tumi is a saxophonist who plays instruments for some people and himself occationally.
Magnus is a drummer and you can rest assured he’s very capable at what he does.

Doors open at 8:30 pm. The event starts at 9:00 pm. Tickets are 2.000 krónur.

View Event →
THE BJÖRK ASSIGNMENT: BRASS ARRANGEMENTS
Jan
13
2:00 PM14:00

THE BJÖRK ASSIGNMENT: BRASS ARRANGEMENTS

THE BJÖRK ASSIGNMENT: BRASS ARRANGEMENTS
Nemendur Listaháskóla Íslands undir stjórn Inga Garðars Erlendssonar flytja valin verk Bjarkar Guðmundsdóttur í nýjum búningi. Undanfarið hafa þau unnið að því að útsetja lög Bjarkar fyrir blásturshljóðfæri á námskeiðinu „Hljóðfærafræði málmblásturshljóðfæra“ í tónsmíðadeild LHÍ. Uppskerutónleikarnir verða síðasta verkefni námskeiðsins.

Tónleikarnir hefjast kl. 14 og standa í um klukkustund.
Miðaverð er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir nemendur Listaháskólans.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

THE BJÖRK ASSIGNMENT: BRASS ARRANGEMENTS
On Saturday afternoon music students of The Icelandic Academy of the Arts play some familiar songs in new all-brass arrangements. The arrangements are to songs by the Icelandic artist Björk and are the final assignment in the class "Instrumentation, brass instruments". Teacher and conductor is Ingi Garðar Erlendsson, musician and member of S.L.Á.T.U.R.

The concert starts at 2 p.m. Tickets are 1.000 kr. 
Free entry for students of the Icelandic Academy of the Arts.

View Event →
HÚMFARI
Jan
12
9:00 PM21:00

HÚMFARI

Tríóið Húmfara skipa þau Karl James Pestka á fiðlu og lágfiðlu, Hallgrímur Jónas Jensson á selló og Bára Gísladóttir á kontrabassa. 

Húmfari heldur tónleika í Mengi föstudaginn 12. janúar. Tríóið leggur áherslu á fjölbreytta tónlist en á dagskrá eru verk eftir György Ligeti, J.S. Bach, Josef Mysliveček, Jon Hopkins og Ólaf Arnalds. Þá verða frumflutt verk eftir meðlimi tríósins, þau Karl James Pestka og Báru Gísladóttur.

Efnisskrá

Ólafur Arnalds — 3326

György Ligeti — Sellósónata: I. Dialogo

J.S. Bach — Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ, BWV 639

Bára Gísladóttir — Rooftops of Berlin: studio version (frumflutningur)

Jon Hopkins — Taken Away

Karl James Pestka — Iteration Love (frumflutningur)

Josef Mysliveček — Trió í G dúr

Húsið opnar kl. 20:30. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð er 2.000 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Trio Húmfari is comprised of Karl James Pestka (violin and viola), Hallgrímur Jónas Jensson (cello) and Bára Gísladóttir (double bass). 

Húmfari will perform in Mengi on Friday, January 12th. The program emphasizes a diverse selection of music, including works by György Ligeti, J.S. Bach, Josef Mysliveček, Jon Hopkins and Ólafur Arnalds, as well as premieres of original works by trio members Karl James Pestka og Bára Gísladóttir.

Program

Ólafur Arnalds — 3326

György Ligeti — Cello Sonata: I. Dialogo

J.S. Bach — Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ, BWV 639

Bára Gísladóttir — Rooftops of Berlin: studio version (premiere)

Jon Hopkins — Taken Away

Karl James Pestka — Iteration Love (premiere)

Josef Mysliveček — Trio in G major

Doors open at 8:30 p.m. The event starts at 9 p.m. 
Tickets are 2.000 krónur.

View Event →
LAURA LEIF
Jan
9
9:00 PM21:00

LAURA LEIF

Laura Leif spilar í Mengi þriðjudagskvöldið 9. janúar ásamt Ragnari Helga Ólafssyni og Kristjáni Frey Halldórssyni.

Leif hefur áður komið fram í Mengi með íslensk-kanadísku hljómsveitinni Embassy Lights skipaðri Samönthu Savage Smith, Benna Hemm Hemm, Woodpigeon og Prins Póló. En kemur nú fram undir eigin nafni með þjóðleg, skopleg og skrýtin lög sem hún semur sjálf og leikur undir á ukulele. Hugljúft og hressandi þriðjudagkvöld framundan.

Húsið opnar kl. 20:30. Tónleikarnir hefjast kl. 21.
Miðaverð er 2.000 krónur

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

A wild dog chasing the sun! 
L.T.Leif's lo-fi freak folk is strung with longing, slow-motion micro-jokes, and a desire that is some kind of infinite tenderness mixed with the soil and the dirt. Here she plucks ukulele and sings: golden, full-throated, rough-edged."The kind of artist that can stop a day in its tracks, pull it apart, and transport the listener somewhere else entirely", says Gold Flake Paint. 

Leif's admirers include K Records maestro Calvin Johnson, who picked her for a compilation and tour presented by The Believer Magazine, and Canadian indie veteran Woodpigeon, who recruited her for EMBASSYLIGHTS—an international pop collaboration also featuring members of Prins Póló and Benni Hemm Hemm. 

The performance at Mengi will include two buds from EMBASSYLIGHTS: Kristján Freyr and Ragnar Helgi Olafsson. What will it be! Nobody knows, but the band sure is happy to share it with each other and you. So maybe see you there! For something heartfelt, in-the-moment, and possibly strange.

Leif is from the Prairies of Canada and currently lives in Helsinki, Finland. Hear her latest work at www.ltleif.com

Doors opens at 8:30 pm. The concert starts at 9 pm.
Tickets are 2.000 krónur.

View Event →
MÁNUDAGSBOLTINN: ÖNNUR UMFERÐ / FREE IMPROV: ROUND 2
Jan
8
9:00 PM21:00

MÁNUDAGSBOLTINN: ÖNNUR UMFERÐ / FREE IMPROV: ROUND 2

Mánudagsboltinn er frjálst spunakvöld haldið fyrsta mánudag hvers mánaðar í Mengi. Skipt verður í misstór lið sem leika í ákveðinn tíma í senn, sumum meðlimum verður skipt út af og aðrir taka við. Leikmenn- og konur verða tilkynnt fljótlega.

Liðsstjóri mánudagsboltans í janúar er: Ingibjörg Elsa Turchi

Miðaverð er 2000 krónur. Boltinn hefst klukkan 21.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Free improv night the first Monday evening of every month. Musicians from all around improvise together.

The main chef for this night will be Ingibjörg Elsa Turchi.

Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.

View Event →
MÚRARAR
Jan
6
9:00 PM21:00

MÚRARAR

Múrarar stíga á bensínið í Mengi þann 6. janúar kl. 21.
Miðaverð er 2.000 krónur.
Húsið opnar kl. 20:30 og miðar eru seldir við hurð eða bókaðir í gegn um booking@mengi.net.

Hljómsveitin Múrarar fagnar útkomu fyrstu hljómplötu sinnar sem heitir Ökulög og er tileinkuð bílatransi, malbikinu og hinum ýmsu ökuleiðum, meðal annars Öxnadal og strætóferð á Hringbrautinni. Úr þessu reyna Múrarar að steypa lágstemmda og seigfljótandi tekknótónlist með surfgítarplokki, saxófónískum eilífðarmelódíum og júrósentrískum kirkjuhljómum.
Platan verður nýútkomin og til sölu á tónleikunum en hún er gefin út á vínyl í 13 eintökum.

Múrarar eru:
Gunnar Örn Egilsson á gítar, 
Kristinn Roach Gunnarsson á saxófón og
Gunnar Gunnsteinsson á raforgel.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Múrarar music collective are celebrating their first album called Ökulög which is dedicated to car trance, gazoline and various routes through Iceland fx Öxnadalur and bus trip along Hringbraut. In this concept Múrarar try to build minimalistic and melancholic techno music with surfguitar structure, immortal saxophone melodies and euro centric church chords. 
Múrarar will step on the gas on the 6th of January in Mengi at 9 p.m. where it will be possible to buy the record on vinyl.
Tickets to the event are sold at the door from 8:30 p.m. for 2.000 kr.

Múrarar are:
Gunnar Örn Egilsson on guitar
Kristinn Roach Gunnarsson on saxophone
Gunnar Gunnsteinsson on electric organ

View Event →
ÞRETTÁNDAANNÁLL ÁSTU SIDO / EPIPHANY ANNALS OF ÁSTA SIDO
Jan
6
5:00 PM17:00

ÞRETTÁNDAANNÁLL ÁSTU SIDO / EPIPHANY ANNALS OF ÁSTA SIDO

ÞRETTÁNDAANNÁLL ÁSTU SIDO

Ásta Fanney Sigurðardóttir heldur þrettándaannál kl. 17.00 - 18.00 þar sem hún fremur ýmsa ljóða- og myndlistargjörninga sem hún hefur sýnt á árinu 2017. Hún hefur tileinkað sér tilraunakennda stemningu í list sinni, hljóðlist og ljóðum sem hún hefur meðal annars flutt í Nóbelsafninu í Stokkhólmi, Slóvakíu, Frakklandi, Skotlandi og Danmörku. Á gjörningadagskránni mun Ásta flytja sum þessara verka í öðrum búningi eða bæta við nýjum. Um er að ræða upplestur, hljóðlist, videolist, gjörninga og tónlist. 
Frítt er inn á viðburðinn og öll velkomin.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

EPIPHANY ANNALS OF ASTA SIDO

Ásta Fanney Sigurðardóttir performs several works from last years events from traveling and exhibiting in Stockholm, Slovakia, France, Scotland, Denmark and more. She has accommodated a certain experimental atmosphere in her art that involves around multiple mediums. On the program will be poetry, music, video, sound-art and more. Join for a feast of all things many!
The entrance fee is no silver nor gold, only punctuality and an open mind.

View Event →