Gunnar Gunnsteinsson og Ásta Fanney í Mengi.
Fimmtudaginn 7. janúar, kl. 21:00, munu Gunnar Gunnsteinsson og Ásta Fanney Sigurðardóttir troða upp í Mengi, Óðinsgötu 2.
Gunnar heldur upp á að hlaðvarpið/podcastið hans, The Musicosmology Etudes hefur hafið göngu sína á internetinu og mun flytja nokkra vel valda kafla úr því. Áhorfendur verða leiddir í hálfgerðum fyrirlestrastíl í gegnum ýmsar sérgerðar tónsmíðar þar sem staldrað er við ákveðna hluti í tónlistinni og þeir notaðir til að varpa nýju ljósi á daglegt líf, manninn og alheiminn.
Ásta mun spila hljóðspor (soundtrack) fyrir kvikmynd sem aldrei varð til og gera tilraun til þess að brúa bilið milli ljóða og sjónlýsinga.
Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Miðaverð: 2000 kr.
https://soundcloud.com/.../podcast%20%23musicosmology%20...
----
On Thursday, 7th of January at 9pm, Gunnar Gunnsteinsson and Ásta Fanney Sigurðardóttir will perform in Mengi, Óðinsgata 2.
Gunnar is celebrating the beginning of his podcast, The Musicosmology Etudes and will perform bits and pieces from it, carefully chosen for the event. The audience will be guided through compositions where certain things are highlighted and then associated with situations in daily life, seeking a new perspective on humanity and the cosmos.
Ásta will do a soundtrack for a film that never was and never will be and also experiment with poetry and projections.
House opens at 8pm. Event starts at 9pm.
Tickets: 2000 ISK