_J3Z7757.jpg
 
 

Viðburðasalur í miðbæ Reykjavíkur

• Staðsettur í hjarta borgarinnar
• Hentar vel fyrir standandi veislur og móttökur
• Rúmgott móttöku eldhús
• Hljóðkerfi fyrir tal og tónlist
• Skjávarpi til afnota
• Hægt að koma með eigin veitingar í salinn
• Vínveitingaleyfi ef óskað er eftir að barinn sé opinn


Nánari upplýsingar

Í Mengi á Óðinsgötu í miðbæ Reykjavíkur er til leigu margbreytilegt rými fyrir veislur, viðburði, fyrirlestra og námskeið.

Gengið er beint inní salinn frá götunni. Hjólastólarampur er á staðnum.

Mögulegt er að skipta salnum í innra og ytra rými.
Innsti hluti salarins myndar svið sem hægt er að fylgjast með allstaðar að úr salnum.

Salurinn hentar því mjög vel fyrir standandi veislur og móttökur sem og fyrir menningarviðburði, fyrirlestra, tónleika, kennslu og fleira.

Mögulegt er að nýta gott móttöku eldhús í salnum og taka með sínar eigin veitingar. Einnig er vínveitingaleyfi í salnum þannig að hægt er að hafa opin bar á meðan viðburði stendur.

Athugið að alla jafna eru fastir viðburðir í salnum á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum.
Vinsamlega sendið okkur fyrirspurn um lausa daga í salnum á booking@mengi.net