event.jpg

MIRA!

Þórdís Eyvör framhaldsskólakennari og Orri Jónsson ljósmyndari og tónlistarmaður höfðu búið í Toronto í Kanada í tæp tvö ár þegar þau ákváðu að skipta um gír og dvelja í litlu fjallaþorpi í suðurhluta Mexíkó með börnum sínum fjórum.

Hugmyndin var að endurhugsa nám og kennslu, brjótast út úr hraða borgarsamfélags og hægja á sér. Þórdís og Orri leituðu til Mengis og þeim til mikillar ánægju var Mengi til í að taka þátt í og styrkja verkefnið. Á sýningunni fá gestir nasaþef af því sem krakkarnir voru að læra þessa mánuði í San Pablo Etla.