Erik DeLuca & Kvæðamannafélagið Iðunn
Tónleikar með Kvæðamannafélaginu Iðunni, Tríóinu B' CHU sem skipað er Erik DeLuca, Birni Jónssyni og Þorsteini Gunnari Friðrikssyni og franska listamanninum Anthony Plasse.
Tónleikar hefjast klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur.
Félagar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni troða upp í Mengi í fyrsta sinn og kveða vel valdar, hljómfagrar rímur. Auk þeirra mun hið nýstofnaða tríó B'CHU koma fram en tónlist tríósins er hægur og hugleiðslukenndur hljóðvefur gítars, bassa, slagverks og rafhljóða. Franski myndlistarmaðurinn Anthony Plasse varpar á vegg Mengis myndum af undrum himinhvolfanna á meðan á tónleikunum stendur. Ljóst er að hér er á ferð spennandi viðburður þar sem saman renna gamall og nýr tími, seiðurinn í gömlu rímunum og seigfljótandi hljóðvefur tríósins B'CHU. LIstrænn stjórnandi viðburðarins er bandaríski listamaðurinn Erik DeLuca.
DeLuca er með doktorspróf í tónsmíðum og tölvunarfræði frá Háskólanum í Virginíu. Undanfarna mánuði hefur hann dvalið á Íslandi við rannsóknir þar sem hann hefur meðal annars tekið til skoðunar tvær innsetningar í íslensku landslagi: Áfanga eftir Richard Serra, sem standa úti í Viðey og Tvísöng, hljóðinnsetningu eftir Lukas Kühne á Seyðisfirði.
Kvæðamannafélagið Iðunn var stofnað árið 1929 í Reykjavík og hefur frá upphafi einbeitt sér að varðveislu hinnar íslensku rímnahefðar.
........................................................................................
Slow drone rock and rímur.
Starts at 9pm.
Tickets: 2000 ISK
The new trio B’ CHU (Erik DeLuca along with Björn Jónsson and Þorsteinn Gunnar Friðriksson) will perform stripped-down, slow music for guitar, bass, drums, and drones. Members of Kvæðamannafélagið Iðunn led by Bára Grímsdóttir will sing rímur and the French artist Anthony Plasse will project slowly evolving images of dilating stars.
This evening is curated by Erik DeLuca.
Erik Deluca is a composer and artist. He writes about, installs, and composes sonic art that explores the duality of nature and culture, the relation of commercial sound objects and their signaling metaphors, and the mediating roles of technology.
DeLuca received the PhD in Composition and Computer
Technologies from the University of Virginia and is currently based in Reykjavík as an American-Scandinavian Foundation postdoctoral fellow affiliated with the Iceland Academy of the Arts. He is researching, and intervening with two popular eco-artworks in Iceland: Richard Serra’s “Áfangar” on Viðey Island and Lukas Kühne’s “Tvísöngur” in Seyðisfjörður. These site-specific interventions are theoretically grounded with a blend of environmental history, institutional critique, relational aesthetics, and archeoacoustics. Through a 12-channel public address system, ham radio transmissions, and field recording, these works lean toward self-critical environmental sonic art.
In 1929 the Society Iðunn was formed in Reykjavík. The aim of the
society was to preserve the tradition of Rímur-chanting and the
majority of its members were people who had moved to the city from the countryside and missed the old times when the evenings at the farms were passed by listening to the old epic songs.