GYÐA
Tónleikar með hinni einstöku tónlistarkonu Gyðu Valtýsdóttur sem flytur eigin lög og texta, studd gítar, selló og söngrödd. Tónleikar Gyðu eru ávallt einstakar galdrastundir en hún er á meðal þeirra tónlistarmanna sem hafa tengst Mengi órofa böndum allt frá opnun staðarins. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Ásta Fanney Sigurðardóttir.
Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað kl. 20:30. Miðaverð: 2000 krónur.
Gyða Valtýsdóttir hóf tónlistarferilinn á táningsaldri með hljómsveitinni múm. Hún yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi og lærði meðal annars í Rimsky-Korsakov Conservatory í St. Pétursborg og Hochschule für Music í Basel, þar sem hún lauk meistaranámi í sellóleik hjá Thomas Demenga og frjálsum spuna hjá Walter Fähndrich. Hún leikur reglulega með Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson og múm og hefur unnið með fjölda annarra listamanna í gegnum árin, m.a. Ben Frost, A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Dustin O’Halloran, Ragnari Kjartanssyni, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni, Damien Rice og fleirum.
Plata hennar Epicycle, sem hefur að geyma útsetningar Gyðu á tónlist eftir Scumann, Schubert, Messiaen, Crumb, Hildegard von Bingen og fleiri hlaut nýverið Kraumsverðlaunin sem ein af bestu plötum ársins 2016.
---
A concert with the beautiiful Gyða Valtýsdóttir. Starts at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK. Gyða willl perform her own music for voice, cello, guitar and more. WIll be joined by the fabulous Ásta Fanney Sigurðardóttir.
Gyða Valtýsdóttir is a polychromatic performer, trained and untamed classically. She started in her early teens as one of the founding members of the dream-pop group múm but left the band to pursue her studies. She found her way through the labyrinth of higher education, double mastering from Hochschule für Musik, Basel, where her main teachers were Thomas Demenga and Walter Fähndrich. She moves vividly between music realms, composing, performing and recording with various musician & artists such as Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson, múm, A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Guy Maddin, Ragnar Kjartansson, Damien Rice and many others.
Her album Epicycle with Gyða's new arrangements of music by Schumann, Schubert, Crumb, Messiaen and more was awarded the Kraumur music award as one of the best albums in Iceland in 2016.