08animal.jpg

Animal Radio Part II / Dýraútvarp - seinni hluti

ANIMAL RADIO THURSDAY SESSION: CUTENESS, BEAUTY & THE BEASTS.

Mengi and Listahaskoli Islands join forces to invite you to some evenings of public presentations, discussions and refreshments. In the frame of ANIMAL RADIO, students, teachers and professionals from all disciplines come together for a series of events exploring the future of animals in Icelandic society.

This session theme is the mirroring of animals and human bodies.

Magical beasts populate our founding myths. Breeding and controlling animal's bodies and features in correlation with our ideas of beauty & cuteness is as old as humanity.

With the emergence of painless body modification technology like genetics, the taboo on modifying animals & the human body has slowly been lifted.

As trans-species creatures of old legends could soon become our new bio-diversity, this session's speakers address the accelerating mirroring of animal body and images, of dreams and flesh through media and technology.

Speakers:

Animal Radio students compete in a cute animal short film festival.

Designer & researcher Gréta V. Guðmundsdóttir will present her research project on Horse Breeding in Iceland.

Geneticist Jon Hallsson will present and analyse current and near future genetic experimentations with animals and DNA.

Alex Roberts, choreographer and dance theorist will address the topics of Embodiment & Cuteness in performance and media.

The presentations will be followed by a public discussion and refreshments.

Session curated & moderated by Thomas Pausz for Animal Radio .

Starts at 8pm. Free entrance.

///

Fríða og dýrið / Fegurð mennskunnar og dýrsins

Samvinnuverkefni Mengis og Listaháskóla Íslands en viðburðurinn er haldinn í tengslum við námskeiðið Animal Radio sem nemendur úr öllum deildum Listaháskóla Íslands sækja þessar vikurnar. Viðfangsefni námskeiðsins hverfast í kringum velferð dýra í samtímanum og snerta á hönnun, arkitektúr, dýrasiðfræði, neyslu, matvælum og landbúnaði svo eitthvað sé nefnt en kennarar og fyrirlesarar koma víða að. Í Mengi munu verða haldnir fyrirlestrar og að þeim loknum verður efnt til opinnar samræðu um margvísleg málefni sem tengjast umræðuefni kvöldsins. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Frá örófi alda hafa hugmyndir mannsins um útlit og fegurð samtvinnast hugmyndum hans um útlit dýra. Staðlaðar og samræmdar hugmyndir okkar um hvað fegurð feli í sér hafa mótað hugmyndir okkar um sætleika dýra, hvaða dýr falli að fegurðarviðmiðum okkar og hver ekki og móta birtingarmyndir dýra í skáldskap og listum auk þess sem fegurðarviðmiðin hafa haft áhrif á dýraræktun og kynbætur (svo gripið sé til gildishlaðins orðs). Með nútímatækni er hægt að ganga sífellt lengra þegar kemur að útlitsbreytingum og kynbótum dýra en slíkar ummyndanir og hamskipti kalla óhjákvæmilega á spurningar um dýrasiðfræði sem verða í brennidepli þessarar kvöldstundar.

Fram koma:

-Gréta V. Guðmundsdóttir, hönnuður, sem kynnir rannsóknarverkefni sitt um hestaræktun á Íslandi.

-Jón Hallsson, erfðafræðingur, talar um erfðafræðilegar tilraunir sem lúta að kynbótum.

-Alex Roberts, danshöfundur og dansfræðingur, fjallar um fegurðarviðmið og sætleika dýra í sviðslistum og í fjölmiðlum

Thomas Pausz stjórnar umræðum.

Hefst klukkan 20. Ókeypis aðgangur.