Krakkamengi / Creative music lab for kids
24. janúar 2016 fer af stað tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir krakka 4-6 ára í Mengi, Óðinsgötu 2. Aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Við vekjum athygli á því að pláss er takmarkað í Mengi og því gæti þurft að takmarka aðgang.
Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri og þeim fullorðnu sem fylgja þeim. Fyrirkomulagið er þannig að börnin koma með foreldrum/forráðamönnum sínum í Mengi á sunnudagsmorgni klukkan 10.30 og vinna í vinnustofu í u.þ.b. klukkustund. Að því loknu fer fram flutningur á afrakstri vinnustofunnar og er öðrum gestum þá velkomið að koma og hlusta. Gert er ráð fyrir því að námskeiðinu ljúki ekki síðar en kl. 12.30.
Benedikt Hermann Hermannsson, tónlistarmaður og kennari, leiðir Krakkamengi en í hvert skipti koma 2 tónlistarmenn úr ólíkum tónlistargeirum og vinna með þátttakendum. Kynna tónlistarmennirnir hugmyndir sínar og vinnuaðferðir fyrir börnunum og í kjölfarið leiða þeir börnin í gegnum það ferli að búa eitthvað til og semja með þeim tónlist sem svo verður flutt.
Í fyrstu smiðjunni, sem fram fer þann 24. janúar, munu þau Kristín Anna Valtýsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson vera í hlutverki gestaleiðbeinenda. Benni Hemm Hemm, sem og gestaleiðbeinendur hans, gefa vinnu sína og er aðgangur ókeypis og opinn öllum börnum á aldrinum 4 til 6 ára sem og foreldrum þeira á meðan húsrúm leyfir en gert er ráð fyrir fullri þátttöku foreldra í smiðjunni.
///
Creative music lab for children, 4 - 6 years old along with their parents. The lab is organized by musician Benedikt Hermann Hermannson and each time he will be joined by two other musicians who will present their music making and lead the children through making their own music that will be performed at Mengi.
The first two guests will be Víkingur Heiðar Ólafsson, pianist and Kristín Anna Valtýsdóttir, composer.
Starts at 10:30.Free entrance. Open for everybody as long as there is space