Crisis Meeting / Krísufundur
CRISIS MEETING (2015)
On stage: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason
Concept: Kriðpleir
Text and dramaturgy: Bjarni Jónsson
Design: Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Director: Friðgeir Einarsson
Duration: 80 mins.
In English
Shows:
Friday, January 29th, 2016, 9:00pm
Saturday,January 30th, 2016, 9:00pm
Friday, February 12th, 2016, 9:00pm
Saturday, February 13th, 2016, 9:00pm
Tickets: 2000 ISK
booking@mengi.net & midi.is
"Their approach is very original and I think they´re hilariously funny [...] Great fun. A must- see!
-Hlín Agnarsdóttir, TV show Kastljós on IBS
Oscillating between anarchy, sit-com and Samuel Beckett, Kriðpleir Theater Group takes on different and – at times – completely unmanageable projects, driven by the members´ desperate longing for truth, social acceptance and respect.
This time Friðgeir Einarsson and his companions are in midst of writing a major application. The guys have a deadline approaching, but being these avid fans of open-door policies and the culture of sharing, they´ve decided to take time off to reveal their working methods during a series of short sessions.
"Crisis Meeting" is an introduction to the strange world of Kriðpleir; a golden opportunity for arts enthusiasts and professionals to level with the performers, watch them at work and contemplate on the mysterious ways of the performing arts.
Rawing reviews for Crisis Meeting - one of the top five shows in town, according to Iceland State Broadcasting.
"All theatre artists and all those who consider themselves to be real artists must go and see this show!"
-María Kristjánsdóttir, Cultural Magazine Víðsjá on IBS
Kriðpleir Theatre Group has produced 3 shows to date, starting with "The Block" in2012 when hospitable theatre maker Friðgeir Einarsson invited people to his small apartment in the east of Reykjavík and introduced some of his fantastic plans for the neighbourhood. Rating this as an over-all positive experience, Einarsson felt ready to take on other and more complex tasks.
A year later he showed up with his friends at the University of Iceland, lecturing on the wonders of the brain in "Tiny Guy" (2013) and the third project took Kriðpleir back in time: "Belated Inquiry" (2014) was an attempt to solve a 330 years old murder mystery, resulting in a particular mixture of documentary film-making and theatre.
In 2015, Kriðpleir performed "Tiny Guy" at steirischer herbst in Graz and the Culturescape Festival in Basel.
///
KRÍSUFUNDUR (2015)
Á sviði: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson & Ragnar Ísleifur Bragason
Hugmynd: Kriðpleir
Texti & dramatúrgía: Bjarni Jónsson
Sviðsmynd: Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Leikstjóri: Friðgeir Einarsson
Lengd: 80 mínútur
Sýningin fer fram á ensku
Sýningar:
Föstudaginn 29. janúar, 2016 klukkan 21:00
Laugardaginn 30. janúar, 2016 klukkan 21:00
Föstudaginn 12. febrúar, 2016 klukkan 21:00
Laugardaginn 13. febrúar, 2016 klukkan 21:00
Miðaverð: 2000 krónur
booking@mengi.net og midi.is
„Þeir eru með nálgun á leikhús sem er mjög frumleg og mér finnst afskaplega fyndin. [...] Virkilega skemmtilegt. Það borgar sig fyrir fólk að sjá þetta.“
-Hlín Agnarsdóttir, Kastljós
Í verkum sínum dregur Kriðpleir leikhópur saman í eitt þræði sem spretta upp í stjórnleysi, gamanþáttum fyrir sjónvarp og eru jafnvel að einhverju leyti skyldir efnistökum Samuels Beckett. Verkefni hópsins eru margvísleg og á stundum óyfirstíganleg, en sannleiksást meðlima og þrá þeirra eftir félagslegu samþykki og virðingu flytur oft fjöll.
Að þessu sinni eru Friðgeir Einarsson og félagar hans að setja saman meiriháttar umsókn í listasjóð. Skilafresturinn er að renna út, en þar sem þeir eru allir miklir áhugamenn um að opna dyr sínar fyrir áhorfendum og deila með þeim aðferðum sínum og efnisvali, hefur Kriðpleir tekið ákvörðun um að bjóða upp á sérstakan viðburð.
Krísufundur er kynning á hinum undarlega heimi Kriðpleirs; upplagt tækifæri fyrir listáhugafólk og bransalið til þess að kynnast meðlimum hópsins betur, fylgjast með þeim að störfum og velta um leið fyrir sér hinum órannsakanlegu vegum sviðslistanna.
Krísufundur hefur fengið frábærar viðtökur og var valin ein af fimm áhugaverðustu frumsýningum vetrarins af gagnrýnanda Kastljóssins á RÚV.
„Það er full ástæða til að hvetja leikhúsfólk og aðra listamenn einkum þá sem líta á sig sem listamenn með stóru elli að skreppa í Mengi í janúar.“
-María Kristjánsdóttir, Víðsjá
Krísufundur er fjórða verkefni Kriðpleirs. Hið fyrsta var Blokk sem sýnt var 2012, en þá bauð sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson fólki í stúdíóíbúð sína við Háaleitisbraut þar sem hann kynnti fyrir þeim stórkostlegar hugmyndir um skipulag hverfisins í framtíðinni. Þau jákvæðu viðbrögð sem Friðgeir fékk í kjölfarið ollu því að hann réðst í fleiri og enn flóknari verkefni. Ári síðar birtist hann ásamt félögum sínum í Háskóla Íslands og hélt þar fyrirlestur sem kallaðist Tiny Guy og fjallaði um undur heilastarfseminnar.
Haustið 2014 hvarf Kriðpleir 330 ár aftur í tímann í tilraun hópsins til þess að leysa morðgátu tengda Jóni Hreggviðssyni bónda á Rein. Var þar á ferðinni einstök blanda heimildarmyndargerðar og leikhúss sem hlaut m.a. tilnefningu til Grímunnar 2015.