Song-Hee Kwon
Það er með mikilli ánægju sem við kynnum til sögunnar einstaka tónleika með suður-kóreönsku söngkonunni Song-Hee Kwon í Mengi.
Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30
Miðaverð: 2000 krónur.
Song-Hee Kwon hefur sérhæft sig í Pansori, tónlistarhefð sem iðkuð hefur verið á Kóreuskaga allt frá 17. öld og hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf frá árinu 2003. Pansori er frásagnaraðferð þar sem söngvari segir sögu með látbragði, tali og söng og trommuleikarinn leggur til viðeigandi takt og rytma sem hentar hverri sögu.
Pansori átti sitt blómaskeið á nítjándu öld og naut þá mikilla vinsælda á meðal yfirstéttarinnar í Kóreu. Framan af fyrst og fremst tónlistarhefð þar sem karlmenn létu í ljós sitt skína og ekki fyrr en komið var fram á 20 öld sem Pansori-söngkonur tóku að láta að sér kveða.
Song-Hee Kwon er margverðlaunuð fyrir söng sinn og tónlist; hún miðlar tónlist sem byggir á aldagömlum merg og fléttar saman við eigin spuna og tónlist. Hún hefur komið fram á fjölda listahátíða í Suður-Kóreu, í Taiwan, víða um Bandaríkin og Evrópu.
Í Mengi kemur hún fram ein síns liðs og vefur Pansori-tónlistarhefðum inn í magnaðan spunaseið.
...........................................................................
Concert with Pansori singer Song-Hee Kwon at Mengi.
Starts at 9pm. House opens at 8:30 pm.
Tickets: 2000 ISK
With the caress of trembling, ineffable notes, Song-Hee Kwon beguiles ancient wisdom from times past for her very modern audience. An award-winning singer trained in the traditional Korean pansori vocal style, Song-Hee belts out soaring melodies, vivid trills, and cathartic narratives.
Kwon Songhee, singer of Kwon Songhee Pansori LAB, started pansori at the age of eight and received her bachelor’s and master’s degree in Korean traditional music at Hanyang University.
Her interests in changjak pansori (newly created pansori) started early on. She was an actor, songwriter, and director of ‘Taroo’ (Korean traditional musical troupe), and a member of world music band ‘Tan+Emotion.’ She established Pansori LAB in order to create her own changjak pansori. Kwon Songhee was selected as a fellow of "One Beat Residency", sponsored by the U.S. Department of State, and Teaterformen Festival in Germany.
Moreover, Kwon has performed internationally and collaborated with OKKyung Lee, cellist based in the USA and Europe, and Marie-Helene, contemporary music composer in France. Although Kwon focuses on changjak pansori, she has broadened her repertoire, including traditional pansori, Korean/international contemporary music, reggae, and collaborative work with world music musicians.
Kwon Songhee is an extraordinary singer who suggests a new form of pansori with contemporary feelings and styles while keeping the essence of pansori.
Performances:
2011 Nominated for the Arko Young Art Frontier
2013 Showcased at the Asia Pacific Music Meeting
2014 Awarded Sori Frontier Surim-munhwa Prize at the Jeonju International Sori Festival
2015 Nominated for the Arts Support Programs of Seoul Foundation for Arts and Culture 2015 Presented <Modern Simcheong>
2016 Showcased at [Night Vibes in Seoul] sponsored by Korean Arts Management Service
Discography
2016.12 1st album: Modern Simcheong.