Albert Finnbogason
Fyrstu sólótónleikar Alberts Finnbogasonar í Mengi.
Laugardaginn 3. febrúar kl. 21. Miðaverð er 2.000 kr.
Albert Finnbogason er tónlistarmaður sem lengi hefur stundað iðju sína, bæði á Íslandi og utan landsteinanna. Síðustu ár hefur Albert unnið náið með fjölmörgum tónlistamönnum úr framvarðarsveitinni hvort sem er í hljóðveri eða á hljómleikaferðalögum. Þar má m.a. telja Sóley, JFDR, Gyðu Valtýsdóttur, Shahzad Ismaily, Indriða og Blonde Redhead, en einnig sem meðlimur í hljómsveitunum Grísalappalísa, The Heavy Experience, Swords of Chaos og Skelkur í bringu.
Albert rekur, ásamt Tuma Árnasyni og Héðni Finnssyni, útgáfu fenómenómið Úsland. Um er að ræða sjálfstætt frjáls spuna fyrirbæri sem frá árinu 2012 hefur gefið út 12 hljómplötur sem á leika hátt í 80 tónlistarmenn, innlendir sem erlendir.
Á tónleikunum í Mengi næstkomandi laugardagskvöld mun Albert mestmegnis leika nýja poppmússík, en þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur fram einn síns liðs.
Ljósmynd: Ragnaar Bastiaan
∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞
Doors at 20.30 - Show starts at 21.00 - Tickets are 2.000 kr.
Albert Finnbogason is a musician that for a long time played his instruments, both in Iceland and abroad. Over the last years Albert has worked closely with some of the world brightest musical talents, in recording and live environment. Sóley, JFDR, Gyða Valtýsdóttir, Shahzad Ismaily, Indriði and Blonde Redhead amongst others, but also as a member of the bands Grísalappalísa, The Heavy Experience, Swords of Chaos and Skelkur í bringu.
With fellow artists Tumi Árnason and Héðinn Finnsson, Albert runs the recording phenomenon Úsland. Since 2012, Úsland has released 12 albums of free improvised music with more then 70 musicians. A box-sett containing all of Úsland releases is for sale at the venue.
This concert in Mengi, on the 3rd of February, will mostly include new pop music. This is the first time Albert plays on his own. He is very nervous.
photo credit (c) Ragnaar Bastiaan