La Badinage: Symphonia Angelica
Symphonia angelica í Mengi föstudagskvöldð 10. febrúar.
Þekktir slagarar frá endurreisnar- og barokktímanum eftir Vincenzo Ruffo, Frescobaldi Da Selma, Domenico Gabrieli og Marin Marais. Flytjendur: Sigurður Halldórsson á tenórfiðlu og selló og Halldór Bjarki Arnarsson á sembal.
Barokkhópurinn Symphonia Angelica er skipaður íslensku tónlistarfólki sem starfar á alþjóðlegum vettvangi. Nálgun að viðfangsefninu er fersk og skapandi, bæði í framsetningu og flutningi, í því skyni að gera samband áhorfenda og flytjenda nánara. Hópurinn kom meðal annars fram á síðustu Listahátíð í Reykjavík og flutti þá kantötu Haendels, Lucreziu og fléttaði tónlist hinnar frönsku Élisabeth-Claude Jacquet de La Guerre auk tónlistar eftir Johann Adolph Hasse, Henry Purcell og Antonio Vivaldi inn í söguna ásamt spuna til að tengja verkin saman, ná fram sérstökum áhrifum og glæða formið lífi.
---
16th and 17th century renaissance and baroque "standards" by Vincenzia Ruffo, Frescobaldi, Domenico Gabrieli, Frescobaldi da Selma and Marin Marais.
Symphonia Angelica are Sigurður Halldórsson (voloncello and tenor violon) and Halldór Bjarki Arnarson (harpsichord).
Concert starts at 9pm.
House opens at 8:30pm.
Tickets: 2000 ISK.