06ljodfaeri.jpg

 Ljóðfæri / Þórarinn & Halldór Eldjárn

Síðastliðið haust komu feðgarnir Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld og rithöfundur og Halldór Eldjárn, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur, fram í Mengi og grömsuðu í ljóða- og hljóðasörpum sínum. Viðburðurinn hlaut frábærar viðtökur og því ekki annað hægt en endurtaka leikinn. Fimmtudagskvöldið 11. febrúar munu þeir spinna, og tvinna með hjálp ritvéla-, hljóm- og lyklaborða. Einnig koma við sögu segulbönd, hljóðgervlar, bækur, fetlar, blöð, hristur, burstar, snerill og blýantur.

Húsið verður opnað klukkan 20. Ljóðfæri munduð klukkan 21.

Miðaverð: 2000 krónur.

///

Father and son, Þórarinn and Halldór Eldjárn will give a performance of sound poetry where Þórarinn reads aloud from his poems, old and new and Halldór will make music with the help of keyboards, tapes, drums, found sounds. We'll experience the music of type-writers and pencils, the poetry in drums and tapes.

House opens at 20:00. Show starts at 21:00

Tickets: 2000 ISK