Grey Alone
Tónleikar Grey Mcmurray verða haldnir í Mengi mánudaginn 12. janúar. Húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er 2.000 krónur.
Hinn ófyrirsjáanlegi gítarleikari Grey Mcmurray kemur fram undir ýmsum nöfnum og hefur unnið með allmörgum þekktum hópum á borð við So Percussion, Meshell Ndegeocello, Shara worden, John Cale, Gil Scott-Heron, Alarm Will Sound, Colin Stetson og Beth Orton.
Í Mengi kemur hann fram sem Grey Alone og spilar lög sem hann vonar að framkalli gleðitár í augum ókunnugra.