Konan kemur við sögu
Fræðimenn af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum halda upplestrarkvöld með ýmsum útúrdúrum í Mengi. Boðið verður uppá fjölbreytilega nálgun á íslenskt mál og menningu á þessu fyrsta upplestrarkvöldi vormisseris, en ritið sem liggur til grundvallar er hið nýútkomna greinasafn Konan kemur við sögu. Öll velkomin - enginn aðgangseyrir.
Upplesarar og sögumenn verða: Ari Páll Kristinsson, Margrét Eggertsdóttir, Guðrún Kvaran, Svavar Sigmundsson og Þorsteinn frá Hamri.
Dagskránni lýkur með fágætu tónlistaratriði.
Hefst klukkan 20:30. Húsið verður opnað klukkan 20.