semodur.jpg

Sem óður væri / Guðrún Edda Gunnarsdóttir

Tónlistarkonan Guðrún Edda Gunnarsdóttir flytur frumsamin verk ásamt fríðum hópi söngvara og hljóðfæraleikara í Mengi.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30

Miðaverð: 2000 krónur.

Fram koma auk Guðrúnar Eddu söngvararnir Gísli Magnason, Hafsteinn Þórólfsson, Jónína Guðrún Kristinsdóttir, Rakel Edda Guðmundsdóttir og Örn Arnarson, fiðluleikararnir Hildigunnur Halldórsdóttir og Ólöf Þorvarðardóttir, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari, Bryndís Björgvinsdóttir sellóleikari og Unnur Guðrún Óttarsdóttir, myndlistarkona.

Á tónleikunum verða flutt verkin Eilífðarblómi fyrir sex manna sönghóp, Tungl og stjörnur fyrr rödd og þrjá strengi, píanóverk, verk fyrir fiðlu og píanó þar sem meðhöfundur er Ólöf Þorvarðsdóttir og rafverkið Goggle. Heyra má ljóð eftir Snorra Hjartarson, blómaheiti úr frælista Garðyrkjufélagsins ásamt Himnasmiðnum hinum forna. Sum þessara verka litu dagsins ljós fyrir fimmtán árum og hafa gengið í gegnum langt þroskaferli. Önnur eru glæný en öll verkin á efnisskránni hljóma nú opinberlega í fyrsta skipti. Á milli þessara verka, þar sem hver nóta er fyrirfram ákveðin, verður framinn tónlistargjörningur þar sem notast er við raddbönd, fiðlustrengi, líkama og penna.

Á efnisskránni er einnig verkið Endurvparps – hljóð – teikning. Verkið byggir á og er framhald fyrri verka Unnar Guðrúnar Óttarsdóttur myndlistarkonu og listmeðferðarfræðings sem nefnast Endurvarp og fjalla um myndun sjálfsmyndar með speglun í tengslum. Hér leika Guðrún Edda og Unnur sér með speglun, samspil, styrkleika, veikleika, öryggi og óöryggi í samspili milli þeirra sjálfra, myndlistar og hljóða.

Guðrún Edda stundaði píanónám við Tónlistarskóla Reykjavíkur og hlaut MA gráðu í einsöng frá New England Conservatory í Boston. Hún stundaði einnig raftónlistarnám í Tónlistarskóla Kópavogs og raddhreyfimeðferð (Voice Movement Therapy) í London. Hún hefur komið að flutningi og upptökum fjöldra nýrra verka eftir íslensk og erlend tónskáld, verka eftir Jón Leifs og útsetninga á gamalli tónlist. Hún hefur sungið einsöng með Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands og sungið með fjölda sönghópa eins og Schola cantorum, Hljómeyki, Grímu og Carminu. Verkið Hátíð fer að höndum ein var fyrsta verkið sem flutt var eftir hana af Schola cantorum árið 2010 í Hallgrímskirkju og í Kölnardómkirkju. Hún vinnur sem tölvunarfræðingur hjá LS Retail.

"Þá er komið að því. Að draga verkin sín út úr skúffunni og láta þau lifna. Að leyfa sér að spinna tónlist í núinu. Að pikka á píanó í stað lyklaborðsins. Að gera handadans við sinn eiginn ritma. Að skapa tónlist með vinum sínum. Og allt þetta fyrir framan áhorfendur. Hver gæti óskað sér nokkurs skemmtilegra? Mengi, takk fyrir."

Guðrún Edda

---

Music and performances by Guðrún Edda Gunnarsdóttir.

Starts at 9pm. House opens at 8:30pm.

Tickets: 2000 ISK

Performers: Bryndís Björgvinsdóttir, cello, Gísli Magnason, singer, Hafsteinn Þórólfsson, singer, Hildigunnur Halldórsdóttir, violin, Jónína Guðrún Kristinsdóttir, singer, Margrét Júlíana Sigurðardóttir, singer, Ólöf Þorvarðsdóttir, violin, Svava Bernharðsdóttir, viola, Unnur Guðrún Óttarsdóttir, visual artist, Örn Arnarson, singer. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.