olofskuli.jpg

Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson

Tónleikar með Ólöfu Arnalds og Skúla Sverrissyni í Mengi laugardagskvöldið 18. febrúar 2017.

Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:00

Miðaverð: 2000 krónur.

Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds komu nýverið fram á velheppnuðum tónleikum í National Sawdust og Mercury Lounge í New York.

Heimkomin bjóða þau gestum Mengis upp á innilega tónleika laugardagskvöldið 18. febrúar og flytja dagskrá sem hefur að geyma þeirra eigin tónlist í bland við innskot úr óvæntum áttum.

Ólöf Arnalds, lagahöfundur, söngkona og þúsundþjalasmiður, hefur um árabil skipað sér í röð áhugaverðustu tónlistarmanna Íslands. Hún hefur sent frá sér rómaðar sólóplötur: Við og við (2009); Innundir skinni (2010), Ólöf Sings (2011), Sudden Elevation (2013) og Palme (2014). Hún kemur reglulega fram á tónleikum víðs vegar um Evrópu og vinnur nú að sinni sjöttu breiðskífu.

Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld, hefur verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna og starfað með stórum hópi tónlistarmanna á borð við Terje Isungset, Eyvind Kang, Laurie Anderson, Blonde Redhead, David Sylvian, Derek Bailey, Lou Reed, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur, Yungchen Lhamo, Óskar Guðjónsson og fleiri og fleiri. Nýjasta plata Skúla, Saumur, gefin út af Mengi, sem hefur að geyma tónlist Skúla, Hilmars Jenssonar og Arve Henriksen, er tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna (Nordic Music Prize) en verðlaunin verða veitt í mars næstkomandi.

---

A concert with Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson on Saturday, February 18th at 9pm.

House opens at 8:00 pm.

Tickets: 2000

After performing at various venues in New York, the co-founders of Mengi will return to our concert space with another intimate evening of their own material, old and new.

Ólöf Arnalds is an Icelandic singer and multi-instrumentalist. Classically educated on the violin, viola and self-taught on guitar and charango, Ólöf’s most distinctive asset is, nonetheless, her voice. A voice of instantly captivating, spring water chasteness possessed of a magical, otherworldly quality that is simultaneously innocent yet ancient (“somewhere between a child and an old woman” according to no less an authority than Björk).

Ólöf is one of the founders of Mengi.

Over the past two decades, bass guitarist-composer Skuli Sverrisson has worked with a veritable who’s who of the experimental world, from free jazz legends (Wadada Leo Smith, Derek Bailey) to music icons ( Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsey) and composers (Ryuichi Sakamoto, Johann Johannsson and Hildur Gudnadottir). He has been a member of many influential groups including Pachora, Alas No Axis, The Allan Holdworth group and The Ben Monder group.

In 2014 Sverrisson composed Kaldur Solargeisli for voice and orchestra premiered by the Icelandic Symphony orchestra and Olof Arnalds, conducted by Illan Volkov.

Skúli is the creative director and one of the founders of Mengi.

(Photo credit: Alex Weber)