SMENGI

Elsku smekkleysingjar og mengistar!

Við erum að halda aðra stuð-pakkaða skemmtun á þriðjudaginn næstkomandi. Við byrjum daginn klukkan 16 í búðinni okkar á Skólavörðustíg 16 (Óðinsgötumegin) þar sem ýmsir plötusnúðar munu deila tónlist. Síðan munum við færa okkur yfir Óðinsgötuna í Mengi um kl 18 þar sem hljómsveitin Korter í flog mun taka við.

Plötusnúðarnir sem fram koma eru Mayonnaise Schnitt, Lamp Vader, HöH, Björk og Ásmundur

Vonumst til þess að sjá sem flesta :))

xx

Smekkleysa & Mengi