Steinunn Arnbjörg
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir leikur öndvegisverk fyrir einleiksselló frá 18. og 20. öld eftir Johann Sebastian Bach, Gaspar Cassadó og Hans Werner Henze og syngur tvö lög eftir Jórunni Viðar og John Dowland við eigin sellóundirleiksútsetningar.
Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir hóf snemma sellónám hjá Hauki Hannessyni. Á unglingsárum var hún nemandi við Tónlistarskólann á Akureyri, en lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2000. Kennari hennar þar var Gunnar Kvaran.
Þá hélt Steinunn til Frakklands og hefur verið þar síðan, þar til hún flutti aftur til Akureyrar síðastliðið sumar. Hún lærði á selló hjá Michel Strauss við Konservatoríið í Boulogne-Billancourt, en sérhæfði sig því næst í barokksellóleik við Parísarkonservatoríið, hjá kennurunum Christophe Coin og Bruno Cocset. Síðan hún lauk þaðan prófi með láði vorið 2006 hefur hún leikið með ýmsum barokkhópum og -hljómsveitum í Frakklandi, stórum og smáum. Hún stofnaði kammerhópinn Corpo di Strumenti ásamt Mathurin Matharel og Brice Sailly, en þau leika reglulega á ýmsum hátíðum bæði hérlendis og í Frakklandi. Þess má einnig geta að Steinunn tók á sínum tíma þátt í stofnun kammersveitarinnar Ísafoldar, og lék með henni víðsvegar um landið rjómann af tónlist 20. aldarinnar, og þeirrar 21. sem þá var rétt að hefjast.
///
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, cellist, plays music by Johann Sebastian Bach, Gaspar Cassadó & Hans Werner Henze and sings two songs by Jórunn Viðar and John Dowland in her own arrangements.
House opens at 8pm. Concert starts at 9pm.
Tickets: 2000 ISK.
Steinunn started early playing the cello. She graduated from the Reykjavík Music Colllege in 2000 and from there on went to France where she studied with Michel Strauss, Christophe Coine and Bruno Cocset. She graduated with distinction from the Paris Conservatory in 2006. Since then she has played with many baroque and chamber groups in France and in Iceland. She co-founded the chamber group Corpo di Strumenti along with Maturin Matharel and Brice Sailly that has performed regularly in France and in Iceland. Steinunn was one of the founding members of the great chamber group Ísafold that specialised in performing classical music from the 20th century.