Ljótur
Á þessum tónleikum dregur Ljótur (Arnljótur Sigurðsson og hverjir sem honum kunna að fylgja) einn og annann misjafnan sekkjarkött upp úr mysumaðkspokahorninu.
Dagskrá hefst kl. 20. Miðaverð er 2.000 krónur.
Efnisskráin inniheldur meðal annars endurvinnslu á plötu hans Línur sem fagnar fjögurra ára afmæli um þessar mundir.
Ný sveimtónlist fær að heyrast og lögin Mjásubína og Pottþétt Vitundarvakning verða leikin fyrir gesti.
Eitthvað mun hann leika sér með geisladiska og fá úr þeim ný og óvænt hljóð.
Tilraun til hljóðljóða verður gerð, þar sem ormagöng tungumálsins færa okkur óvæntar tengingar. Á mörkum uppistands? Hver veit?
Fyrir bæði og eftir tónleikana munu vinir Ljóts spila vel valin og sjaldheyrð lög úr ranni Ljóts fyrir gesti, jafnvel óútgefið og kyrfilega vel falið efni.
Einnig verða sýnd myndbönd og myndverk eftir Ljót, og plötur hans, Úð og Línur verða falar gestum.
Sérlegir gestir Ljótum til halds og trausts á sviði eru þeir:
Daníel Friðrik Böðvarsson
Gylfi Freeland Sigurðsson
Páll Ivan frá Eiðum
Þorvaldur Kári Ingveldarson
20:00 - Drekkutími til kl. 21:00. Drykkir á vinalegu verði.
20:00 - Vinir Ljóts og Blóma (dj-set)
21:00 - Ljótur (tónleikar)
22:00 - Vinir Ljóts og Blóma (dj-set)
Hér er svo tónleikakynningin í bundnu máli.
Ljótur spilar:
i
Gamalt verður endurunnið
ýmislegt á staðnum spunnið
Eitthvað sem þið kannski kunnið
hverfult hljóð sem út er brunnið
ii
Glettinn gerður glymjandi
Glaumur þrunginn þrymjandi
Hrýtur harður hrynjandi
Hrekkur skekinn skynjandi
Drunginn verður dynjandi
Dreymir strauminn stynjandi
iii
Stundum saman stundum gaman
Stundum gaman stundum saman
[iiia]
Láist mér að segja yður leiðinlegan brandara?
(líkkistu uppistandara)
iv
hávaðaroksins hörpustrok
heyrast loksins þagnarlok
spunasproksins dekurdok
djúpa vogsins brakar brok
utan boxins fjaðrafok
fagurt goggsins kvakar kok
v
soundcloud.com/ljotur
arnljotur.bandcamp.com
soundcloud.com/kraftgalli
mixcloud.com/krystalcarma
vi
flautan þver þvílík hér
þvegin er af skoðunum
ein og sér ávöxt ber
eins og gerð af goðunum
gígju strokkar gítarplokk
gripin stokkar fljótur
strákur okkar eyrnalokk
í öðru rokkar ljótur
vii
hljóðum hýstur
hoppar skýst
ljóðum lýstur
lengi víst
þrumum þrýstur
þrýtur síst
klavíerklístur
kjálkagníst
púkablístrur
blásturstíst
A.S.2018
////
This Thursday night Mengi vessels the outpouring of Ljótur (synonym for the musician Arnljótur Sigurðsson whatever shape and company) as he "pulls out different unequivocally sacked cats from the muzzle" (thank you for your help, online translator).
New songs Mjásubína (Kit Kat), Vægðarleysi Guðanna (Mercylessness of the Deities), Pottþétt Vitundarvakning (This is Now Age) and Brennur Bálið (Sheikh Al Lover) will be heard amongst others.
Ljótur might even: “start compact disc scratching jiggyjiggy bamboo flute” (courtesy of the artist).
The programme features a recycling of his work Línur, which celebrates a four-year anniversary at the moment.
Aural poetry involving wormholes of language brings us unexpected connections. Is it a standup?
Joining Ljótur onstage are
Daníel Friðrik Böðvarsson
Gylfi Freeland Sigurðsson
Páll Ivan frá Eiðum
Þorvaldur Kári Ingveldarson
Before and after the concert, Ljótur's friends will play well-chosen and rare music featuring Ljótur, and try to get him to blush with unpublished or well-hidden material.
Videos and artwork from Ljótur pop up and albums Úð and Línur.
20:00 - Friends of Light and Blossom (Happy Hour dj-set)
21:00 - Ljótur (concert)
22:00 - Friends of Light and Flower (dj-set)
23:00 - The curtain falls