Fersteinn í Mengi
Tónleikar með hljómsveitinni Fersteinn í Mengi fimmtudagskvöldið 23. febrúar. Hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.
Fersteinn er hljómsveit sem hefur verið starfrækt frá árinu 2011 af Guðmundi Steini Gunnarssyni tónskáldi. Auk hans skipa hljómsveitina Lárus Halldór Grímsson, Bára Sigurjónsdóttir og Páll Ivan frá Eiðum. Hljómsveitin leikur ljóðræna tónlist sem byggir á teygjanlegri hrynjandi þar sem málaðar eru upp myndir á ólínulegum formum og hegðunum. Allir flytjendur leika á mörg hefðbundin hljóðfæri, breytt og endurstillt hljóðfæri, leikföng, veiðibúnað og svo fundna hluti af ýmsu tagi.
Nýverið sendi sveitin frá sér skífuna Haltrandi Rósir, en titillag plötunnar er leikið á 4 heimatilbúin og sérstillt langspil. Hljómsveitin hefur komið víða við og leikið á ýmsum hátíðum og viðburðum hérlendis en einnig haldið fjölda tónleika á meginlandi Evrópu.
Framtíðarplön sveitarinnar eru margvísleg og er hún meðal annars með aðra breiðskífu í farteskinu. Hljómsveitin les nótur eftir hreyfinótnaskrift á tölvuskjá, til að tryggja ólínulega hrynjandi. Tónleikarnir verða sneiðmynd af efni hljómsveitarinnar undanfarin sex ár.
---
Fersteinn are Guðmundur Steinn Gunnarsson, Páll Ivan, Lárus H. Grímsson and Bára Sigurjónsdóttir. They play at Mengi on Thursday, February 23rd at 9pm. House opens at 8:30pm. Tickets: 2000 IS
Fersteinn is a band that plays music in “extra-musical” or “nonmusical” rhythm (so to speak).
The music is read from a computer screen and the performers play various traditional instruments, home-made instruments, found objects, toys, souvenirs and hunting equipment.
The music might resemble naturals sounds or the movements of animals, rain drops et cetera. All the music is written by one of the four performers while the other performers are composers in their own right and contribute significantly to the overall development of the pieces.
Fersteinn developed out of the Sláturdúndur concert series in
Reykjavík (starting in 2009) and the Slátur collective and its' sister
ensemble Fengjastrútur. This particular group started specializing and focusing on performing the quartets of Guðmundur Steinn Gunnarsson and other similar pieces.
The band started to appear in more varied contexts and touring
locally, playing various local festivals, town gatherings and public
spaces.