Kristín Anna
Tónlistarkonan Kristín Anna er gestum Mengis að góðu kunn en hér hefur hún margoft magnað upp mikinn galdraseið með tónlist sinni.
Kristín Anna samdi fyrsta píanósönglag sitt þegar hún ásamt múm skapaði “interludes” við Iannik Xenakis - verk fyrir Holland Festival árið 2005. Síðan hefur hún samið ógrynnin öll af píanólögum. Á árunum 2015-2017 vann hún ásamt Kjartani Sveinssyni að upptökum af þessu efni og mun útgáfan "I Must Be The Devil" brátt líta dagsins ljós. Í Mengi næstkomandi laugardag mun Kristín Anna flytja eitt og annað af væntanlegri plötu sinni í bland við nýtt efni.
Kristín Anna var liðsmaður múm á árunum 1998 – 2006. Á árunum 2006-2015 kom hún fram undir nafninu Kría Brekkan og gaf út fágætar smáskífur og fékkst við gjörningalist í bland við tónlist sína. Árið 2015 gaf hún út undir eigin nafni spunaplötuna HOWL á Bel-Air Glamour Records, en útgáfan er undir listrænni stjórn Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Ragnar Kjartanssonar.
Kristín Anna kemur fyrir í ýmsum verkum Ragnar Kjartanssonar og spilar m.a. og syngur í myndbandsinnsetningu hans "The Visitors". Hún samdi einnig og flutti tónlist ásamt systur sinni Gyðu og Dessner bræðrum úr sveitinni The National, fyrir sviðsverk Ragnars "Forever Love"
Miðaverð er 2.500 krónur. Húsið opnar kl. 20:30
∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞
Kristín Anna performs her haunting music for voice and piano at Mengi on Saturday, February 24 at 9pm.
Kristín Anna (Kría Brekkan) was a member of the band múm 1998 – 2006. As Kría Brekkan she used to perform one woman shows and put out off-the radar releases between 2006 – 2015.
Last year Kristín Anna released a double LP of improvised vocal performances done in a week long residency in the desert of California titled Howl. Howl came out on Bel-Air Glamour Records, a young sub-label to London ́s Vinyl Factory curated by visual artists Ragnar Kjartansson and Ingibjörg Sigurjónsdóttir.
A frequent collaborator of Ragnar, she stars in his famed video installation “The Visitors” playing accordion, guitar and singing. She acts or plays in many of his other pieces as well as occasionally writing and performing music with him.
Kristín Anna co-wrote and performed the music for Kjartansson’s stage art piece “Forever Love” with her twin sister Gyða Valtýsdóttir and the Dessner twin brothers of The National.
Doors at 8.30pm. Tickets: 2.500 kr.