siggistring.jpg

Þakkargjörð / Siggi String Quartet

Þakkargjörð

Strokkvartettinn Siggi

Una Sveinbjarnardóttir, fiðla

Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla

Þórunn Ósk Marínósdóttir, víóla

Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló

Strokkvartettinn Siggi er skipaður fjórum frábærum strengjaleikurum sem allir hafa látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi sem einleikarar og túlkendur kammertónlistar og sinfónískrar tónlistar en öll eru þau meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Að auki hafa þau komið fram með stórum hópi tónlistarmanna úr ólíkum áttum. Kvartettinn var stofnaður í kringum tónlistarhátíðina Ung Nordisk Musik árið 2012 og hefur verið iðinn við kolann á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun hans, frumflutt fjölmörg tónverk og einnig lagt rækt við tónlist fyrri tíma.

Á tónleikunum í Mengi fléttast saman gamalt og nýtt, glænýr strengjakvartett Báru Gísladóttur, þakkargjörð til almættisins úr Strengjakvartett ópus 132 eftir L. v. Beethoven, ný útsetning á sálmalagi Sigurðar Sævarssonar, fúga úr Fúgulist J. S. Bachs og nýlegur strengjakvartett Unu Sveinbjarnardóttur, Þykkt, sem frumfluttur var árið 2015 í Hafnarborg, saminn í nánu samstarfi Unu við félaga í kvartettnum.

Efnisskrá í Mengi:

- Bára Gísladóttir: Strengjakvartett (2017)* Frumflutningur

- L. v. Beethoven: „Þakkargjörð til almættisins í lýdískri tóntegund“ úr Strengjakvartett ópus 132 (1825)

- Sigurður Sævarsson: „Fyrir mig Jesú þoldir þú“. Ný útsetning fyrir strengjakvartett á sálmalagi úr Hallgrímspassíu (2007). Frumflutningur

- Una Sveinbjarnardóttir: Þykkt (2015)

- J. S. Bach: Fúga úr Fúgulist (u.þ.b. 1750)

*Samið fyrir Strokkvartettinn Sigga sem hluti af samstarfi kvartettsins við tónskáldahópinn Errata Collective.

http://www.baragisladottir.com/

http://erratacollective.com/

Tónleikarnir hefjast klukkan 21.

Miðaverð: 2000 krónur

---

Siggi String Quartet

Concert at Mengi on Friday, February 24th at 9pm

Tickets: 2000 ISK

Program:

- Bára Gísladóttir: String Quartet (2017). World Premiere

- L. v. Beethoven: ""Heiliger Dankgesang eines Genesenen an die Gottheit, in der lydischen Tonart" from String Quartet in a-minor op. 132 (1825)

- Sigurður Sævarsson: An arrangement of a psalm from The Hallgrímur Passion (2007) World Premiere

- Una Sveinbjarnardóttir: "Þykkt". (2015)

- J. S. Bach: A fuge from Die Kunst der Fuge (ca. 1750).

Una Sveinbjarnardottir & Helga Thora Bjorgvinsdottir, violins

Thorunn Osk Marinosdottir, viola

Sigurdur Bjarki Gunnarsson, cello

SIGGI STRING QUARTET was founded in 2012 around the UNM Festival, Ung Nordisk Musik and has been active ever since, commissioning and premiering new quartets along with performing old 'standards' from the string quartet repertoire. Siggi String Quartet's members are four of Iceland most respected string players, all of them active as soloists, chamber music players and members of Iceland Symphony Orchestra.

This season, 16/17, Siggi will host a series of concerts in Harpa Northern Lights Hall and Mengi, Óðinsgötu.

http://www.siggistringquartet.com/