Hekla og þeremínið / Hekla and her Theremin
Hekla Magnúsdóttir spilar á hið undursamlega þeremín og syngur lög af komandi plötu sinni. Fyrir síðustu plötu sína Heklu sem gefin var út á Bandcamp og inniheldur sex lög fyrir þeremín, sög og söngrödd, hlaut tónlistarkonan Kraumsverðlaunin árið 2014.
Hekla Magnúsdóttir hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Bárujárni. Hún hefur einu sinni áður haldið einleikstónleika í Mengi við frábærar undirtektir.
Hekla stundar um þessar mundir nám við Listaháskóla Íslands og mun útskrifast þaðan í vor.
Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur
///
Hekla Magnúsdóttir sings and plays her theremin at a concert where she will present new music from her forthcoming album. For her first album, Hekla, released on Bandcamp, Hekla got the Kraumur award.
Hekla is a member of the band Bárujárn. She currently studies music at the Iceland Academy of the Arts from where she will graduate this Spring.
House opens at 8pm. Concert starts at 9pm.
Tickets: 2000 ISK.