Daisuke Tanabe
Það er Mengi sérstök ánægja að fá að bjóða upp á tónleika með japanska tónlistarmanninum Daisuke Tanabe sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu um þessar mundir og hefur á undanförnum dögum komið fram í Bretlandi, Belgíu, Hollandi og í Frakklandi. Í tónlist hans renna saman hip-hopp og raftónlist, djass og þjóðlagatónlist svo úr verður sérstæð og afar grípandi blanda.
Daisuke Tanabe er búsettur í Tókýó í Japan, er myndlistarmenntaður og dvaldi í London um nokkurt skeið. Hann hefur gefið tónlist út hjá útgáfufyrirtækjum á borð við Ninja Tune, BBE, Project: Mooncircle og Brownswood Recordings. Hann hefur komið fram með Zero DB og endurhljóðblandað tónlist listamanna á borð við Elan Mehler og Aaron Jerome.
Þetta er í fyrsta sinn sem Daisuke Tanabe kemur fram í Reykjavík.
Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Miðaverð: 2000 krónur.
///
Pioneering Japanese producer Daisuke Tanabe brings his box of field recordings, warm bass and fuzz to the atmospheric, chilling landscapes of Iceland in the thick of winter.
Sat 27th - Mengi REYKJAVIK.
Come in from the deadly frost and warm up with a sizzling journey through experimental electronic music...
House opens at 8pm. Concert starts at 9pm.
Tickets: 2000 ISK.