Allt er ómælið | Útgáfutónleikar
Þann 22. febrúar 2019 kemur út ALLT ER ÓMÆLIÐ - Ný jazztónlist eftir Tuma Árnason og Magnús Trygvason Eliassen á vínyl.
TVENNIR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR verða haldnir að því tilefni;
laugardaginn 2. mars & sunnudaginn 3. mars.
Aðgangseyrir á tónleikana eru 2.000 krónur og má tryggja sér miða á heimasíðu miða.is.
—
Platan er sennilega sú fyrsta í sögu íslenskrar hljómplötuútgáfu sem inniheldur eingöngu dúetta fyrir saxófón og slagverk, en á plötunni má heyra 9 ný verk í flutningi höfunda, bæði forsamin og frjálsa spuna.
Tumi Árnason er saxófónleikari úr Þingholtunum. Hann hefur veitt fjölbreyttum hópi tónlistarfólks liðsinni undanfarin ár. Hann er stofnmeðlimur hljómsveitarinnar Grísalappalísu, var partur af spunaútgáfunni Úsland Útgáfu, smíðar fyndin jólalög í Purumönnum auk þess að hafa komið fram með og hljóðritað fyrir fjölda tónlistarfólks og hljómsveita.
Magnús Trygvason Eliassen er slagverksleikari frá Vatnsenda og Noregi. Hann hefur meðal annars farið mikinn með hljómsveitum sínum ADHD, amiinu, Moses Hightower og Tilbury. Þess utan hefur þvílíkur aragrúi tónlistarfólks notið þjónustu hans að smíða þyrfti sennilega einhvers konar algrím til að færa það til bókar.
∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞
ALLT ER ÓMÆLIÐ, the new jazz record by Tumi Árnason and Magnús Trygvason Eliassen will be released on vinyl on February 22nd.
To celebrate, two release concerts will be held at Mengi
on Saturday March 2nd & Sunday March 3rd. Tickets are 2.000kr and can be bought at midi.is or mengi.net.
—
ALLT ER ÓMÆLIÐ is a new duo record of free improvised music by Icelandic saxophonist Tumi Árnason and percussionist Magnús Trygvason Eliassen, set for release February 22. 2019. The record is being released by Reykjavík Record Shop and will be available for sale on vinyl and as a digital download.
Although the Icelandic music scene puts out an enormous amount of music every year, the free improvisation and free jazz genres remain relatively small and obscure, with physical releases being few and far between. ALLT ER ÓMÆLIÐ is probably the only sax & drum duo release to come from Iceland yet.
The nine original compositions on the record display a broad range of dynamics and timbres, ranging from extremely quiet and understated passages to dense high energy playing, often blending the acoustics of the instruments with electronic processing.
Tumi Árnason is an Icelandic saxophone player & improvisor focusing on free jazz and experimental music. He’s an original member of uncategorizable rock unit Grísalappalísa and co-organizer of the Úsland Útgáfa free improvisation series. He also helps a lot of artists in need of saxophone skronking.
Magnús Trygvason Eliassen is an Icelandic/Norwegian drummer. One of the most prolific drummers in Iceland, he’s a member of groups ADHD, amiina, Moses Hightower and Tilbury among many others, as well as collaborating with a huge number of artists both in Iceland and abroad.