01pil.jpg

PIL í Mengi / PIL Debut Concert

Mengi er það mikil ánægja að fá að bjóða upp á tónleikafrumraun tónlistarkonunnar PIL á Íslandi. PIL er listamannanafn hinnar 21 árs gömlu Telmu Pil sem er dönsk-íslensk og hefur verið búsett á Íslandi undanfarna mánuði. Tónlist hennar er iðulega fléttuð úr hennar eigin rödd og rafhljóðum, undirtónninn oft angurvær og hrár, takturinn ágengur og tónlistin samtvinnuð myndböndum og sjónrænu efni sem gert er af listakonunni sjálfri.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21.

Aðgangseyrir: 1000 krónur.

https://soundcloud.com/ppiill

http://pilmusic.wix.com/pilmusic

https://www.youtube.com/watch?v=PZWJGxFZvIw

///

Behind PIL is 21 year old Danish/Icelandic Telma Pil experimenting and expressing herself within the modern electronica music genre; raw and organic soundscapes with an often melancholic sound universe represents the red thread of the young composer, producer and songwriters music. PIL finds herself moving between drowsy and progressive beats with an often alluring vocal on top, all performed with visuals by the artist herself.

Concert starts at 9pm.

Tickets: 1000 ISK.