benoit.jpg

Benoît Pioulard

Benoît Pioulard kemur fram í Mengi þriðjudagskvöldið 7. mars klukkan 21. Miðaverð: 3000 krónur.

Húsið verður opnað klukkan 20:30

Bandaríski tónlistarmaðurinn Benoît Pioulard (Thomas Meluch) kemur í fyrsta sinn fram á Íslandi þriðjudaginn 7. mars. Pioulard hefur slegið í gegn víða um heim fyrir magnaða tónlist sína en fyrir síðustu plötu sína, The Benoît Pioulard Listening Matter, sem út kom hjá útgáfufyrirtækinu Kranky árið 2016, hlaut hann meðal annars fjórar af fimm stjörnum hjá All Music Guide og frábæra dóma hjá tónlistarmiðlum á borð við Vice og Pop Matters. Benoît Pioulard ferðast nú um Evrópu til að fylgja plötu sinni eftir en þrjú ár eru liðin frá síðustu Evrópureisu tónlistarmannsins.

Vettvangshljóðritanir vefast inn í draumkenndar og heillandi melódíur tónlistarmannsins en Pioulard heillaðist snemma af hljóðunum í kringum sig og hefur lengi nýtt þau inn í lagasmíðar sínar. Hann ólst upp í Michigan þar sem hann lærði á píanó og marimbu sem barn áður en hann fékk pabba sinn til að kaupa handa sér gítargarm á fimmtíu dollara. Á unglingsárum spilaði hann í ábreiðusveitum þar sem tónlist hljómsveitarinnar King Crimson var fyrirferðarmikil og þess á milli drakk hann í sig tónlist tónlistarmanna og sveita á borð við Nirvana, Weezer, Aphex Twin og Mogwai. "Samblandið af elektróníkinni og angurværri gítartónlistinni sem ég drakk mig á þessum árum lagði á einhvern hátt grunninn að því sem ég geri nú" hefur hann síðar sagt.

Plötur Benoît Pioulard eru:

enge 7" ep (2005)

précis cd (2006)

temper cd/lp (2008)

lasted cd/lp (2008)

hymnal cd/lp (2013)

sonnet cd/lp (2015)

listening matter cd/lp (2016)

http://www.pioulard.com/

---

A concert with Benoît Pioulard (Thomas Meluch) at Mengi on Tuesday, March 7th at 9pm. Tickets: 3000 ISK

House opens at 8:30 pm.

Since a young age, Thomas Meluch (aka Benoît Pioulard) has been fascinated by natural sounds and the textures of decay. He played piano before his feet could reach the pedals and for more than a decade has sought to create a unique sonic environment influenced by pop song structures and the unpredictability of field recordings. An avid collector of instruments and analog devices, Meluch relies on guitar and voice as the bases for his body of work, which now includes six full-lengths for the beloved Kranky label (including 2015's "Sonnet") as well as collaborations with Rafael Anton Irisarri (aka The Sight Below) and Kyle Bobby Dunn.

http://pioulard.com/

https://soundcloud.com/pioulard

http://pioulard.bandcamp.com/

https://thump.vice.com/.../benoit-pioulard-the-benoit...

https://pioulard.bandcamp.com/album/perils

https://www.youtube.com/watch?v=U7G3lc6KA-0

https://www.facebook.com/pioulard/timeline

http://pitchfork.com/artists/5012-benoit-pioulard/

http://pioulard.com/recordings.html