RuGl
Tónleikar með sveitinni RuGl í Mengi laugadagskvöldið 11. mars klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.
RuGl er skipað söngkonunum Ragnheiði Maríu Benediktsdóttur á hljómborð og Guðlaugu Fríðu Helgadóttur Folkmann á gítar.
RuGl kom fyrst fram opinberlega í söngkeppninni Rófunni í Hagaskóla í lok janúar 2016 og lenti þar í öðru sæti.
Í apríl á sama ári tók hljómsveitin þátt í Músíktilraunum. Hún komst þar í úrslit og fékk góða gagnrýni: “Tvær 14 ára stúlkur, og það er eiginlega bara algjört rugl hve góðir lagahöfundar þær eru á miðað við hve stutt þær hafa lifað. Þær syngja báðar og önnur leikur á hljómborð en hin á gítar. Hljómsveitin ætti að öðlast örlítið meiri spila- (og lífs-) reynslu og semja meira, en þær verða að halda áfram. Lokalag þeirra, Run, var algjörlega fullkomið og flutningurinn draumi líkastur."
Eftir það hefur hljómsveitin leikið á ýmsum stöðum, meðal annars hitaði hún upp á lokatónleikum Risaeðlunnar í Gamla bíói í maí 2016 og fyrir P.J. Harvey á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember 2016.
https://www.facebook.com/RuGl-508405976019119/
---
A concert with RuGl (Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkmann / Ragnheiður María Benediktsdóttir).
Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK
RuGl was founded in early 2016 by two 14-year-old girls, Ragnheiður María Benediktsdóttir (voice, piano, percussion) & Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkmann (voice and guitar).
RuGl reached the final round of the Icelandic Battle of the Bands (Músíktilraunir) in 2016, where the band received favourable reviews and have since performed at various venues in Reykjavík, e.g. at the Iceland Airwaves as an opening act for P J Harvey.
https://www.facebook.com/RuGl-508405976019119/