Mógil & Mikael Lind
ATHUGIÐ: Mikael Lind forfallast í kvöld vegna veikinda.
Verið vekomin á tónleika Mógils í kvöld kl. 21.
---------
Mógil og Mikael Lind
Mógil og Mikael Lind munu halda saman tónleika í Mengi þann 18. mars. Miðaverð: 2000 krónur.
Mógil mun flytja nýja tónlist með frjálsu spuna ívafi. Mikael mun spila lög af Intentions og Variations (2016) í bland við lög af nýrri plötu sem er væntanleg frá honum á árinu. Með honum á sviðinu verður Julius Rothlaender frá hljómsveitinni Vil.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur.
Mikael Lind er sænskt tónskáld búsett í Reykjavík. Hann flutti til Íslands 2006 og hefur síðan gefið út þrjár plötur í fullri lengd. Fyrir stuttu útskrifaðist hann með mastersgráðu í stafrænni tónlist frá Edinborgarháskóla. Haustið 2015 skrifaði Mikael undir plötusamning við þýska fyrirtækið Morr Music og fyrsta útgáfan hans á Morr er stuttskífan Intentions and Variations sem samanstendur af fimm lögum. Lögin á plötunni einkennast oft af einföldum laglínum sem stækka og umbreytast í eitthvað annað, eitthvað flóknara. Hljóðfærin eru takmörkuð, aðallega píanó, nokkrir synthar og einstaka sinnum lágfiðla. Með hjálp stafrænnar tækni á borð við 'distortion' og 'spectral processing' er hljóðmyndinni breytt og hún útvíkkuð. Samspilið á milli róandi, fallegra tóna og ógnandi hávaða er fagurfræðileg grunnstoð nýlegustu tónsmíða Mikaels.
https://mikaellind.com/
https://mikaellind.bandcamp.com/
Mógil skapar einstakan hljóðheim þar sem klassík, þjóðlagatónlist, djass og tilraunatónlist rennur saman . Söngrödd Heiðu Árnadóttur leiðir stemninguna áfram, innblásin af þjóðsögum og náttúru. Þau Hilmar Jensson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Eiríkur Orri Ólafsson og Joachim Badenhorst sjá svo um að magna upp einstakan hljómaseið.
Mógil hefur margvíslega snertifleti og þessi opni hugur í garð tónlistarinnar hefur byggt undir frumlega og gifturíka sköpun.
Mógil hefur farið nokkrum sinnum í tónleikaferðalög heima og erlendis og spilað á ýmsum tónlistarhátíðum m.a. á Jazzhátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og WOMEX.
http://mogil.org/
---
UNFORTUNATELY Mikael Lind has cancelled due to illness, but Mógil will perform in Mengi at 9 pm.
---
A concert with Mógil and Mikael Lind. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK.
Mikael Lind is a composer of experimental ambient music, currently residing in Reykjavik, Iceland. He has got three full- length releases under his belt, as well as a number of digital releases, and he holds a Master's degree in electronic music production from the University of Edinburgh.
https://mikaellind.com/
https://mikaellind.bandcamp.com/
Mógil is an Iceland-based band whose music blends folk, jazz, classical, minimal and post-rock into a universe that is completely their own. The lyrics are inspired by Icelandic folklore and current events and tell the emotional stories of humans and mermen alike.
Mógil is vocalist Heiða Árnadóttir, Hilmar Jensson on guitar, Joachim Badenhorst on clarinet, Kristín Þóra Haraldsdóttir on viola and Eiríkur Orri Ólafsson on trumpet.
Mógil has performed at Iceland Airwaves, Reykjavík Jazz Festival and WOMEX World Festival and done several tours of Northern Europe. They released Ró in 2008, followed by Í stillunni hljómar in 2011, with a new album upcoming in 2015. Their music has been called “exquisite from beginning to end” (Bruce Lee Gallanter, Downtown Music Gallery, NYC) and proclaimed as “music that touches the soul” (The Silent Ballet, NYC).
http://mogil.org/