11fengi.jpg

 Fengi - Fengjastrútur í Mengi / Fengi - Fengjastrútur at Mengi

(English below)

Fengi – Tónleikaröð Fengjastrúts í Mengi

Kammerhópurinn Fengjastrútur hefur allt frá árinu 2007 sérhæft sig í flutningi tónverka þar sem nærvera, listræn sýn flytjanda og staður og stund flutnings vegur þungt í útkomu verkanna.

Í nýrri tónleikaröð Fengjastrúts í Mengi, Fengi, kynnir hópurinn fyrir gestum nokkur af helstu verkum slíkra tónbókmennta, sem kalla má opin tónverk, í bland við ný verk hérlendra höfunda. Hefur hópurinn víðtæka reynslu í flutningi slíkra verka og hefur starfað með frumkvöðlum á borð við Alvin Lucier, Christian Wolff, Pauline Oliveros og Robert Ashley auk annarra.

Sunnudaginn 20. mars, kl. 21 - fléttast saman eldri og ný verk vina Fengjastrúts, en allir höfundarnir eiga það sameiginlegt að hafa áður unnið með hópnum að flutningi verka sinna. Eru það eldri verk Pauline Oliveros, Robert Ashley, Alvin Lucier og Christian Wolff sem fléttast saman við ný verk Áka Ásgeirssonar og Gunnars Grímssonar.

Í aðdraganda flutnings verkanna verður greint frá hugmyndafræði og bakgrunni verkanna auk þess sem gestum býðst að hafa áhrif, beint og óbeint, á flutning verkanna, ýmist með eigin þátttöku eða með hugmyndafræðilegum vangaveltum sem smitast inn í útkomu verkanna. Þannig er um að ræða eins konar opna rannsókn.

Miðaverð: 1000 krónur.

Fimmtudaginn 5. maí, kl. 21, blandast ný verk hérlendra höfunda; Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Inga Garðars Erlendssonar og fleiri við eldri verk höfunda á borð við James Tenney, Cornelius Cardaew auk annarra.

///

Fengi - Fengjastrútur at Mengi

The chamber group Fengjastrútur has ever since 2007 specialised in performing open scores where the aesthetic vision of the performer and the space and atmosphere of the performance itself have a great impact on the outcome of the works.

In a new mini-concert-series at Mengi the group will perform a few of the most important open scores of the 20th century along with several new works of Icelandic composers.

At a concert on Sunday, March 20 at 9pm - The works of Pauline Oliveros, Alvin Lucier, Christian Wolff and Robert Ashley will be in the forefront and the background and ideology of the works will be presented prior to the performance. Guests will be able to influence the performance, either with direct participation or with their own thoughts on comments that will have effect on the performance. The performance will be somewhat an open dialogue and a study.

At the second concert, held on Thursday, May 5th at 9pm, the works of Icelandic composers, e.g. Bergrún Snæbjörnsdóttir, Ingi Garðar Erlendsson and more, will blend in with older works of composers such as James Tenney and Cornelius Cardew.