12quentin.jpg

 Quentin Manfroy & KverK (Tom Manoury)

(English below)

Belgíski flautuleikarinn Quentin Manfroy og fransk-íslenski þúsundþjalasmiðurinn Tom Manoury (KverK) eiga stefnumót á spennandi tónleikum í dymbilviku í Mengi. Quentin og Tom hafa starfað saman að ýmsum tónlistarverkefnum í hátt á annan áratug, hvort tveggja í gleðispunasveitinni Orchestre du Belgistan sem og í ýmsum öðrum spunaverkefnum.

Tónleikarnir eru tvískiptir, flautuspuni Quentin Manfroy ræður ríkjum í fyrri hluta þar sem flautan verður að mögnuðu fjölradda hljóðfæri í meðförum Quentin sem hefur sérstakan áhuga á að skapa fjölradda hljóðvef úr laglínuhljóðfærinu; á seinni hluta tónleikanna verða flauta og rafhljóð í forgrunni en þar mun Tom Manoury (KverK) nýta sér flautuleik Quentin Manfroy sem hráefni og hljóðuppsprettu í eigin raftónlistarseið.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21.

Miðaverð: 2000 krónur.

Nánar um tónlistarmennina

Belgíski flautuleikarinn Quentin Manfroy hefur verið virkur þátttakandi í spuna og tilraunatónlistarsenu heimalandsins og hefur aukinheldur brennandi áhuga á tónlist ólíkra landa sem hefur leitt til náins samstarfs við tónlistarmenn frá Kína, Marokkó og Tyrklandi svo eitthvað sé nefnt. Hann er staddur á Íslandi vegna hljóðritana á sólóplötu sinni.

Fransk-íslenski tónlistarmaðurinn Tom Manoury ólst upp í Paris og dvaldi í Brussel um margra ára skeið áður en hann fluttist til Reykjavíkur. Hann spilar á alls kyns tréblásturshljóðfæri, er flinkur yfirtóna- og barkasöngvari og hefur auk þess starfað sem raftónlistarmaður í rúman áratug, hvort tveggja undir listamannanafninu KverK sem og í dúettnum ManKan en hann skipar Guðmundur Vignir Karlsson auk Tom.

///

We're happy to welcome the Belgian flute-player Quentin Manfroy and the French-Icelandic musician Tom Manoury to Mengi for an exciting concert. For the first part of the evening Quentin Manfroy will present his solo work for flute. He will later be joined by electronic artist Tom Manoury, aka KverK, who will use flute as the sole input into his real time processing electronics rig.

Quentin and Tom have been making music together for over 15 years, in Orchestre du Belgistan as well as in various side projects revolving around improvised music.

Concert starts at 9pm.

Tickets: 2000 ISK

More about the musicians:

Quentin Manfroy is a Belgian flute player, very active in the cutting edge jazz and experimental scene of his country and abroad. He is currently playing with bands like Maak or Le Belgistan. His interest of other cultures led him to collaborate with Moroccan, Chinese and Turkish musicians. Currently working on a solo project for the flute it comes from an obsession for a player of a monodic instrument: how to generate polyphony?

This solo features hypnotizing compositions and improvisations for flute using extended techniques able to create multiple layers of sound simultaneously, as we can experience the sound in the nature ( wind, singing of birds, rattling of the leaves…)

Tom Manoury is a French/Icelandic musician. He grew up in Paris and lived in Brussels for many years before moving to Reykjavik. Mostly self taught, he plays all kinds of wind instruments such as saxophones, euphonium, harmonica, and many others. He also sings and masters overtone and throat singing. Aside his carrier as an instrumentalist and composer he has been doing electronic music for over 10 years. Tom builds his set using the object oriented software Usine.