bijl.jpg

Guillaume BIJL The Politician = a Transformation - Installation

OPNUN 18.00, 31. mars 2017 í Mengi

OPENING 6pm, March 31, 2017 @ Mengi

Vakin er athygli á því að sýningin stendur aðeins yfir í tvo daga.

Guillaume Bijl The Politician = a Transformation - Installation

Hinn þekkti listamaður Guillaume Bijl frá Antwerpen í Belgiu kemur í fyrsta sinn til Íslands í lok mars. Að því tilefni mun hann setja upp innsetningu sem mun standa í tvo daga í MENGI.

SÝNING Í TVO DAGA:

OPNUN: Föstudagur 31. mars kl.18.00

Föstudagur 31. mars 12.00 - 21.00 og laugardagur, 1. apríl 12.00 til 19:00

Guillaume Bijl er fæddur árið 1946 í Antwerpen í Belgíu og hefur á löngum ferli skapað sér nafn sem einn virtasti og áhugaverðasti myndlistarmaður Belga. Hann hefur vakið heimsathygli fyrir innsetningar sínar þar sem hann umbreytir gallerírýmum og opinberum svæðum í kunnugleg fyrirbæri úr hversdagslífi okkar. Þvottahús, ökuskóli, stórmarkaður, dýnuverslun, hundasnyrtistofa og spilavíti eru á meðal innsetninga Guillaume Bijl en umbreytingar hans á rýminu eru svo sannfærandi að áhorfandinn áttar sig iðulega ekki á því að um blekkingu sé að ræða.

Bijl sýndi fyrir hönd Belgíu á Feneyjatvíæringnum árið 1988 þar sem hann hann skóp dæmigert belgískt millistéttaheimili, á Documenta í Kassel árið 1992 setti hann upp vaxmyndasýningu sem margir álitu að væri vaxmyndasafnið í Kassel, ekki hluti af hinni alþjóðlegu listasýningu.

Hann hefur að auki sýnt víða um heim, í virtum söfnum á borð við Stedelijk Museum í Amsterdam, Centre Pompidou í París, Tate Liverpool, Castella di Rivoli í Torino, Wiener Secession í Vínarborg, Raum für Aktuele Kunst í Bremerhaven og The New Museum í New York svo fátt eitt sé nefnt og sýnt að auki í öllum helstu sýningarýmum Belgíu.

Guillaume Bijl er sjálfmenntaður listamaður; bakgrunnur hans er úr leikhúsinu en áður en hann hóf feril sem myndlistarmaður starfaði hann við að smíða og mála leikmyndir. Leikhúsáhrifin fara enda ekki á milli mála í innsetningum hans þar sem mörkin á milli veruleika og skáldskapar eru stöðugt til skoðunar. Bijl var kennari og síðar samstarfsmaður Þorvaldar Þorsteinssonar sem kvað Bijl vera einn af sínum stærstu áhrifavöldum eins og vel má greina í innsetningum Þorvaldar á borð við Söngskemmtun.

Í Mengi mun stjórnmálaaflið Ný von hreiðra um sig í tvo daga en Bijl hefur áður opnað kosningaskrifstofur í ýmsum listrýmum. Vakin er athygli á því að sýningin stendur aðeins yfir í tvo daga, föstudaginn 31. mars frá 12 - 21 og 1. apríl frá 12 - 19.

Ekki missa af þessum einstæða viðburði.

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Guillaume Bijl's installations are full of irony and wit, and create an illusion of design and order, making us immediately aware of the ineptitude or the often involuntary comic of public productions. The attempts to establish order in the urban setting, and to shape it to correspond to various interests and requirements, is, according to Bijl, an illusion that becomes the motif of his art. His artistic program can neither be labelled „objet trouvé“ nor „context art“. Bijl has a priori doubts that you can experience the public by putting the public on stage, e.g. by furnishing the city. His installations deceive by presenting reality. Bijl's Roman Street’ (1994) in the Middelheim Open Air Museum of Antwerp looks like an archaeological site. The artist believes that illusion is the only way to endure the lack of content and the void of things. His models are cultural tourism and the commercial recreational industry.

Reflections about his work:

“I can split my work up into different groups:

Transformation installations: A reality within non-reality.

Situation installations: A non-reality within reality.

Compositions: Contemporary, archaeological still life.

Sorries: A form of absurd poetry.

In recent years I have also made a lot of installations about cultural tourism. In general my work is often about public perception.

I create installations within my fictional reality: a sort of situation.

The social aspect of my work is to reveal the archaeology of our time, but now. (Ironic, with humour and in a tragic-comedic manner.”

Guillaume Bijl, 2006

Biography

Guillaume Bijl (1946, in Antwerp), is a Belgian installation artist.

Bijl is a self-taught artist. He followed a theater course and was first working as stage builder and painter.

From the second half of the 1970s he started to create spatial objects and was researching in finding alternatives for conceptual art. Bijl's first installation was a driving school, set in a gallery-space in Antwerp in 1979, accompanied by a manifesto calling for the abolition of art centres, and replacing them with 'socially useful institutions'.

This installation was followed in the eighties by a billiards room, a casino, a laundromat, a centre for professional training, a psychiatric hospital, a fallout shelter, a show of fictitious American artists, a conference for a new political party and a rural Belgian model house.

A more recent show was at the Berlin’s Center for Opinions in Music and Art. Bijl is also an artist at the Mulier Gallery, has displayed at the Witte de With Center for Contemporary Art and has been reviewed by the New York Times.

He divides his work into four categories: 'transformation installations', 'situation installations', 'compositions trouvées' and 'sorry's'.

Bijl created a display window for a wax-doll museum for Documenta IX in 1992.

http://the-artists.org/artist/Guillaume-Bijl