Fluctuations / Laufey Jensdóttir
Laufey Jensdóttir fléttar saman tónlist 18. aldar og þeirrar 21. á spennandi tónleikum í Mengi föstudagskvöldið 7. apríl klukkan 21.
Efnisskrá:
- Johann Georg Pisendel (1688-1755): Einleikssónata í a moll: Largo & Allegro
- Johann Sebastian Bach (1685-1750): Einleikssónata nr 3 í C dúr, BWV 1005: Largo-Andante & Allegro
- Albert Schnelzer (f. 1972): Solitude fyrir einleiksfiðlu (2006)
- Sigrún Jónsdóttir: Fluctuations - Through Air, Light and Time - f. fiðlu, bassatrommu og rafhljóð (2016) ∞
∞ Slagverksleikari: Frank Aarnink.
Miðaverð: 2500 krónur
Laufey Jensdóttir (f. 1985) hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum. Hún er einn stofnenda Barokksveitarinnar Brákar og hefur komið fram á tónleikum með fjölmörgum kammerhópum og sveitum svo sem Kammersveit Reykjavíkur, Strengjasveitinni Skark, Alþjóðlegu Barokksveitinni í Hallgrímskirkju, The Okkr Ensemble og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur leikið inn á upptökur með ýmsum sveitum og listamönnum, má þar nefna Björk, Hjaltalín, Ólaf Arnalds og múm.
Ljósmynd: Þráinn Hjálmarsson
◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊
Laufey Jensdóttir, violinist, performs music from 18th & 21st century. Music by Pisendel, Bach, Schnelzer and Sigrún Jónsdóttir.
Program:
- Johann Georg Pisendel: Sonata in a-minor for solo violin: Largo & Allegro
- Johann Sebastian Bach: Sonata in C Major, BWV 1005 no 3: Largo-Andante & Allegro
- Albert Schnelzer: Solitude for solo violin (2006)
- Sigrún Jónsdóttir: Fluctuations - Through Air, Light and Time - f. violin, bass drum and electronics (2016)
Performers:
Laufey Jensdóttir, violin
Frank Aarnink, bass drum (in Fluctuations)
Tickets: 2500 ISK
Photo credit: Þráinn Hjálmarsson