marteinn.jpg

Marteinn Sindri

ásamt Óttari Sæmundsen og Kristófer Rodriguez Svönusyni

Mengi

12. apríl 2017

Miðaverð: 2500 krónur

Þriðjudaginn 11. apríl næstkomandi sendir tónlistarmaðurinn Marteinn Sindri frá sér sína fyrstu smáskífu sem nefnist Spring Comes Late Sometimes. Lagið verður fáanlegt á öllum helstu streymisveitum á borð við Spotify, YouTube og iTunes svo eitthvað sé nefnt. Myndbandið við lagið gerir listakonan Katrín Helena Jónsdóttir.

Í tilefni útgáfunnar á fyrstu smáskífu sinni, Spring Comes Late Sometimes,heldur Marteinn Sindri tónleika í Mengi, Óðinsgötu, miðvikudaginn 12. apríl ásamt Óttari Sæmundsen og Kristófer Rodriguez Svönusyni klukkan 21.00. Þar mun Katrín Helena einnig sýna frekari afrakstur samstarfs þeirra Marteins Sindra, en þess má geta að þau eru systkini.

Marteinn Sindri / Óttar Sæmundsen / Kristófer Rodriquez Svönuson

Á síðustu misserum hefur Marteinn Sindri verið að hasla sér völl sem lagasmiður og textahöfundur en hann hóf að koma fram með eigið efni fyrir hálfu öðru ári síðan og hefur síðan þá komið fram á ýmsum tónleikum og tónlistarhátíðum á Íslandi og í Frakklandi.

„Lagasmíðar Marteins eru lágstemmdar og seiðandi, hann leitar m.a. í rætur þjóðlaga, sálmasöngs og þess sem Bretar kalla folk músík. Það má greina áhrif frá breska tónlistarmanninum Nick Drake sem fór sínar eigin leiðir í tónlist, en einnig heyrast áhrif frá bandarískum söngvaskáldum frá ýmsum tímum. Marteinn Sindri hefur persónulega rödd sem textasmiður, semur jöfnum höndum á ensku og íslensku og leitar víða fanga. Tónsmíðar hans eru einlægar og hann nýtur liðsinnis úrvals fólks við tónflutninginn.“

Jónatan Garðarsson

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

New material from Marteinn Sindri together with Óttar Sæmundsen on bass & Kristófer Rodriquez Svönuson on drums and percussion.

Mengi

April 12th at 9pm

Tickets: 2500 ISK

Marteinn Sindri started performing his own compositions one and a half year ago.Marteinn’s compositions are minimal and magical, he looks to the roots of folk-music and hymns and influences from the British singer/songwriter Nick Drake are discernible, as well as some of Drake’s American counterparts in both recent and remote past. Marteinn Sindri writes his texts with a personal voice, in both English and Icelandic and harvests a broad field of inspiration. His compositions are sincere and his performances are supported by exceptional musicians.