CREATE Festival Reykjavík: Wadada Leo Smith
Wadada Leo Smith er frumkvöðull í bandarískri djass- og nútímatónlist og einn af helstu trompetleikurum samtímans. Hann var á lista tímaritsins DownBeat yfir „80 flottustu atriðin í djasstónlist nú um stundir“ og fjögurra diska kassinn Ten Freedom Summers, var tilnefndur til Pulitzer-tónlistarverðlaunanna 2013. Á síðasta ári útnefndu gagnrýnendur í DownBeat Wadada Leo Smith, besta jazztónlistarmann og trompetleikara ársins og útgáfan America’s National Parks var valin besta plata ársins.
Wadada Leo Smith hefur sótt Ísland heim mörgum sinnum til tónleikahalds undanfarin 35 ár. Fyrst kom hann í júlí 1982 á vegum Jazzvakningar. Í september 1984 kom Wadada í annað sinn og dvaldi þá í heilan mánuð við tónleikahald, fyrirlestra og kennslu á vegum Gramm-útgáfunnar. Meðal annars voru fluttir eftir hann strengjakvartettar og kraftmikil fönktónlist með ungum íslenskum tónlistarmönnum.
Wadada heimsótti Ísland síðast í janúar 2017 og lék dúett tónleika með píanóleikaranum Vijay Iyer í Hörpu sem vöktu mikla athygli. Wadada Leo Smith hefur bundist mörgum íslenskum tónlistarmönnum böndum. Framsæknir tónlistarmenn á borð við Hilmar Jensson, Matthías Hemstock, Pétur Grétarsson, Þorstein Magnússon og Skúla Sverrisson hafa mörgum sinnum notið samstarfs við Wadada, leikið á tónleikum og inn á diska. Margir aðrir hafa kynnst honum í fyrirlestrum hans hjá FÍH og víðar.
Undanfarin tvö ár hefur Wadada Leo Smith skipulagt tónlistarhátíðina CREATE Festival í Bandaríkjunum tileiknaða hans eigin tónsmíðum og flutningi þeirra. Nú í fyrsta sinn í Evrópu verður tveggja daga CREATE hátíð haldin í Mengi þar sem íslenskir tónlistarmenn koma fram ásamt Wadada. Einnig gefur Mengi út íslenska þýðingu Árna Óskarssonar af Notes: (8 pieces). A Source for Creative Music, bók Wadada sem kom fyrst út árið 1973 og inniheldur vangaveltur hans um tónlist, hlutverk og stöðu skapandi tónlistarmann. Meðan að hátíðin stendur yfir munu Ankhrasmation myndræn tónverk Wadada, prýða veggi Mengis.
Dagskrá CREATE Festival Reykjavík er þessi:
Föstudagur, 13. apríl 2018
Sóló
Wadada Leo Smith, trompet.
Dúett
Wadada Leo Smith, trompet
Skúli Sverrisson, bassi
Tríó
Wadada Leo Smith, trompet
Daníel Friðrik Böðvarsson, rafgítar
Róbert Sturla Reynisson, rafgítar
Miðaverð er 3.500 kr. á hvorn viðburð.
∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞
Wadada Leo Smith plays two shows in Mengi, Reykjavík with a group of local musicians. His famous notation artwork will be exhibited on the walls of Mengi and the Icelandic translation of Smith's book Notes: (8 pieces) will be launched and sold at the event.
CREATE festival is dedicated to the music of Wadada Leo Smith. It is a source for premiering new and existing works, and the celebration of information through seminars, video and film presentation.
CREATE occurs annually in New Haven, CT during the month of April, and later in the year in other regions in the United States. There, CREATE incorporates a community of musicians in those selected sites. Now in Reykjavík, the festival's first time in Europe.
Wadada Leo Smith is a trumpeter, multi-instrumentalist, composer, and improviser and one of the most acclaimed creative artists of his times, both for his music and his writings. For the last five decades, Mr. Smith has been a member of the historical and legendary AACM collective. He distinctly defines his music as “Creative Music.” Mr. Smith’s diverse discography reveals a recorded history centered around important issues that have impacted his world.
Mr. Smith started his research and designs in search of Ankhrasmation in 1965. His first realization of this language was in 1967, which was illustrated in the recording of The Bell (Anthony Braxton: ‘Three Compositions of New Jazz’), and has played a significant role in his development as an artist, ensemble leader, and educator.
Tickets are 3.500 kr. for each event.
The program of CREATE Festival Reykjavík is as follows:
Friday, April 13th 2018
Solo
Wadada Leo Smith, trumpet
Duet
Wadada Leo Smith, trumpet
Skúli Sverrisson, bass
Trio
Wadada Leo Smith, trumpet
Daníel Friðrik Böðvarsson, electric guitar
Róbert Sturla Reynisson, electric guitar