Ég er ekki að rétta upp hönd / Útgáfuboð Svikaskálda
Útgáfuboð Svikaskálda
Ég er ekki að rétta upp hönd er ljóðverk eftir svikaskáldin:
Fríðu Ísberg,
Melkorku Ólafsdóttur,
Sunnu Dís Másdóttur,
Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur,
Þóru Hjörleifsdóttur
og Þórdísi Helgadóttur.
Ég er ekki að rétta upp hönd kemur út 28. apríl og verður útgáfunni fagnað í Mengi sama dag milli kl 17 og 19. Þar munu svikaskáldin troða upp ásamt gestum. Boðið verður upp á léttar veitingar og áhugasömum gefst kostur á að fjárfesta í eintaki af bókinni. Einnig má tryggja sér ljóðverkið fyrirfram á svikaskald.com og sækja bók í hófið.
Svikaskáldin eru sex ljóðskáld sem komu saman í sumarbústað yfir helgi, lásu ljóð, skrifuðu ljóð, gengu á fjöll og veltu steinum. Afrakstur helgarinnar er ljóðverkið 'Ég er ekki að rétta upp hönd', safn 60 ljóða sem koma mismikið inn á tilveru konunnar.