Megas & Kristinn H. Árnason / Tónleikar & sölusýning
Megas og Kristinn H. Árnason flytja óútgefið efni í Mengi þann 1. maí kl. 21.
Sölusýning á grafíkverkum Megasar stendur yfir og verður til sýnis í búðarrými Mengis í tilefni tónleikanna en hann sýndi verk sín í Alþjóðlegu grafíkmiðstöðinni í Chelsea-hverfinu í New York vorið 2017.
Prógrammið er safn af lögum sem eiga það eitt sameiginlegt að vera frjáls og ekki þrælar í nauðungarvinnu netsins.
Þau eru ýmist ný eða nokkuð gömul, sum hafa heyrst á leik- eða listsýningum en aldrei náð inn á þær slóðir sem netklærnar ná til.
Efni þeirra er sundurleitt og enginn samnefnari mögulegur.
Þessir söngvar eru naktir, jafnvel kviknaktir - alveg klæðalausir.
Takmarkað sætaframboð.
Miðaverð er 3.000 krónur og þá má nálgast á www.midi.is
∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞
Megas and Kristinn H. Árnason, guitarist introduce exclusively unreleased material for Mengi's guests on May 1st.
This program consists of songs which might not have been heard before. Some new, other older.
Megas' little known graphic art/print will be exhibited and for sale on Mengi's walls for the concert. He exhibited and performed at the International Print Center, New York in April 2017.
Limited seating capacity. Tickets are 3.000 ISK and sold on www.midi.is