Ómkvörn- uppskeruhátíð tónlistardeildar LHÍ
Ómkvörnin er uppskeruhátíð tónlistardeildar Listaháskóla Íslands og verður haldin dagana 17.-19. maí, með tónleikum víðsvegar um bæinn.
Dagskráin er eftirfarandi:
17. maí, kl. 16-18 í Gallerý Rýmd verða hljóðverk og innsetningar.
18. maí, kl. 17 í Kirkju Óháða safnaðarins verða tónleikar tónsmíðanema.
18. maí, kl. 20 í Mengi verður flutt raftónlist í bland við hljóðfæratónlist eftir tónsmíðanema.
19. maí, kl. 17 í Kirkju Óháða safnaðarins verða tónleikar tónsmíðanema.
19. maí, kl. 20 á Loft Hostel verða tónleikar laga- og textasmíðanema.
Frítt er inn á alla tónleika.
Daði Vikar Davíðsson og Sverrir Örn Pálsson sáu um grafíska hönnun.