Sounds & Visuals: Mankan at Mengi
Snemmsumartónleikar með raftónlistartvíeykinu Mankan, skipað Guðmundi Vigni Karlssyni og Thomas Manoury.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30
Miðaverð: 2500 krónur.
ENGLISH BELOW
Tónlistarmennirnir Guðmundur Vignir Karlsson og Thomas Manoury hafa starfað saman undir merkjum Mankan frá árinu 2014 og komið fram á tónleikum í Mengi, á Myrkum músíkdögum, á Iceland Airwaves, á Lunga á Seyðisfirði og víðar. Báðir hafa þeir komið víða við í sinni tónlistarsköpun, spilað í margvíslegum hljómsveitum (amiinu, Parabólum, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Fanfare du Belgistan, Kippi kaninus) og tekið þátt í tónlistarverkefnum af ólíkum toga. Sem Mankan bjóða þeir upp á einstæða, víðómandi rafspunatónleika þar sem þeir flétta lifandi rafhljóðum og hljóðritunum saman við sínar eigin söngraddir, hljóðfæraleik og gagnvirk vídeó.
Guðmundur Vignir er raftónlistarmaður, söngvari og myndlistarmaður. Hann er í hljómsveitinni amiinu og spilar með Parabólum ásamt Sigtryggi Baldurssyni og Steingrími Guðmundssyni og hefur tekið þátt í ógrynni söngverkefna með kórunum Schola Cantorum, Carmina og fleirum. Sem Kippi kanínus hefur Guðmundur Vignir sent frá sér þrjár plötur, Huggun (2002), Happens Secretly (2005) og Temperaments (2014) en á síðastnefndu plötunni var Kippi kanínus orðin að sjö manna hljómsveit sem ásamt Guðmundi Vigni skipa þeir Eiríkur Orri Ólafsson á trompett, Ingi Garðar Erlendsson, Magnús Trygvason Eliassen, Óttar Sæmundsen, Pétur Ben og Sigtryggur Baldursson.
Tómas Manoury er fransk/íslenskur tónlistarmaður. Hann spilar á allskyns blásturshljóðfæri svo sem saxafón, túbu, munnhörpu, og mörg fleiri en auk þess syngur hann og hefur sérhæft sig í yfirtóna og barkasöng. Ásamt því að vera hjóðfæraleikari og tónskáld spilar Tómas einnig raftónlist undir nafninu KverK. Hann þróar tilraunakennd rafeindahljóðfæri og notar óhefðbundin viðmót með gagnvikni og lifandi spilamennsku í huga. hann er stofnmeðlimur í Fanfare du Belgistan, spilar með Samuel Jón Samuelson Big Band, semur tónlist fyrir ýmis myndbönd og leikrit ofl...
https://soundcloud.com/mankan-reykjavik
https://www.facebook.com/mankan101/?fref=ts
http://www.kippikaninus.com/
www.soundcloud.com/monsieurtom
∞∞∞∞∞∞
A concert with Mankan (Guðmundur Vignir Karlsson & Thomas Manoury).
Starts at 9pm. House opens at 8:30 pm.
Tickets: 2500 isk.
MANKAN is a live electronics duo exploring the inner qualities of sounds and visuals using real time sampling and processing. They have developed a highly interactive setup providing a very open and intuitive playground.
Both Tom and Vignir are experienced musicians and work simultaneously in very different styles of music, brass bands, instrumental indie music, classical choir singing, big band afro funk and of course electronic music. Vignir is also a visual artist, working with real time generative graphics through diverse installations and performances.
In their fruitful collaboration as Mankan they set out to investigate and put to the test their spontaneous musical nerve shootings. With the use of a very reactive rig, their performance offers a lively dialog between two artists with different backgrounds but sharing a very similar approach to music.
https://soundcloud.com/mankan-reykjavik
https://www.facebook.com/mankan101/?fref=ts
http://www.kippikaninus.com/
www.soundcloud.com/monsieurtom