Slaves to Script / Inferno 5
Tónleikar með gjörningasveitinni Inferno 5 í Mengi laugardagskvöldið 20. maí.
Hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30.
Miðaverð: 2500 krónur.
Verð fyrir nemendur LHÍ: 1600 krónur.
ENGLISH BELOW
Laugardagskvöldið 20. maí kemur hin goðsagnakennda gjörningasveit Inferno 5 fram í Mengi en sveitin hefur starfað saman í rúm þrjátíu ár. Fyrstu opinberu tónleikar Inferno 5 fóru fram í Nýlistasafninu í nóvember 1984 og síðan hefur Inferno 5 komið víða fram, hérlendis og erlendis. Inferno 5 er nefnd til heiðurs fimmta helvíti í heimsmynd Dantes sem er staður trúvillu, frjáls hugarflugs og óhefts ímyndunarafls. Sveitina skipa að þessu sinni Einar Melax, Hafsteinn Michael og Ómar Stefánsson.
„ Slaves to Script “ er 7 mínútna heimildarmynd eftir Matthías Kristinsson sem sýnd verður á undan konsert um gerð grafíkmöppu en myndirnar eru prentaðar með véllyftu og leikur Einar Melax frumflutta tónlist undir á meðan prentun stendur.
∞∞∞∞∞∞∞∞
Concert with Inferno 5.
Starts at 9pm. House opens at 8:30 pm.
Tickets: 2500 isk
Music as traumatic shock therapy.
Music is simply silence, interrupted, by negative forces, who want to hinder, and hate tranquility and peace and how golden silence is.
This is an evil force that probably hates Yoko Ono and John Cage too, for their pioneering work in the field of silence and peace.
It is only natural for a normal person, to be shocked, when confronted, by this Evil.