Bláklukkur fyrir háttinn - Leiklestur
Bláklukkur fyrir háttinn eftir Hörpu Arnardóttur.
Leiklestur í Mengi mánudagskvöldið 22. maí klukkan 21.
Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Ingvar E. Sigurðsson, Harpa Arnardóttir, Magnea B. Valdimarsdóttir.
Miðaverð: 2000 krónur.
Bláklukkur fyrir háttinn leikur á mörkum hversdagslegs raunsæis og ljóðrænu. Smávægilegir hlutir eins og lyklar og skrár fá djúpstæðari og margræðari merkingu þegar persónur verksins stíga inn í íbúð látinnar konu, heim sem er þeim bæði kunnuglegur og óþægilega framandi. Verkið fjallar um dauðann í lífinu og lífið í dauðanum. Þrána, missinn og hina horfnu ást.
Leiklesturinn í Mengi markar upphaf æfingaferils þessa verks.
Bláklukkur fyrir háttinn verður sett upp af Augnablik og styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneyti – leiklistarráði.