Flamenco Dúett
Til að hita upp fyrir sýningarnar Flamenco á Íslandi! í Salnum í Kópavogi verða settir upp 3 dúett tónleikar. Þar koma fram söngvarinn Jacób de Carmen og gítarleikarinn Reynir Hauksson.
Flamenco söngvarinn Jacób de Carmen hefur unnið sem söngvari seinustu 15 árin við góðan orðstír í Granada, Spáni. Jacób hefur komið fram á helstu Flamenco hátíðum Andalúsíu sem og víðar um Evrópu. Hann er að koma til Íslands í annað sinn.
Reynir Hauksson er íslenskur Flamenco gítarleikari búsettur á Spáni. Reynir hefur stundað það seinustu ár að kynna Flamenco fyrir Íslendinga með allskyns Flamenco viðburðum, sem einleikari og með hljómsveitum.