Home: Tuuli Lindeberg & Petri Kumela
Tónleikar í Mengi með hinum frábæru finnsku tónlistarmönnum Tuuli Lindberg, sópran og Petri Kumela, gítarleikara. Á efnisskrá er spennandi bræðingur af samtímatónlist og tónlist endurreisnar; John Dowland (1563-1626) og Antoine Boësset (1586-1643) í bland við tónlist eftir finnsku tónskáldin Lauri Supponen (f. 1988), Sami Klemola (f. 1973) og Riika Talvitie (f. 1970).
Tónleikar fara fram laugardagskvöldið 27. maí og hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30.
Miðaverð: 2000 krónur.
ENGLISH BELOW
Petri Kumela er um þessar mundir einn af eftirsóttustu klassísku gítarleikurum Finna. Hann hefur komið fram í öllum heimsálfum, spilað með kammersveitum á borð við Avanti!, Uusinta og Tampere Raw, leikið undir stjórn hljómsveitarstjóra á borð við Ann-Maria Helsing, Juha Kangas, Massimo Lambertini, Hannu Lintu, Ari Rasilainen, Yasuo Shinozaki, Dima Slobodeniouk og John Storgårds og gefið út sjö plötur sem hafa allar hlotið framúrskarandi dóma, verðlaun og tilnefningar. Kumela hefur lagt mikla rækt við flutning samtímatónlistar en fyrir hann hafa fjölmörg tónskáld samið tónsmíðar, má þar nefna Paavo Korpijaakko, Uljas Pulkkis, Minna Leinonen, Paola Livorsi, Joachim F.W. Schneider, Riikka Talvitie, Lotta Wennäkoski og Pehr Henrik Nordgren.
Finnska sópransöngkonan Tuuli Lindeberg hefur lagt sig jöfnum höndum eftir túlkun barrokktónlistar og samtímatónlistar og er afar eftirsótt sem slík. Hún hefur komið fram víðs vegar um Evrópu, sungið í óperum, með kórum, hljómsveitum og kammersveitum en á meðal nýlegra verkefna má nefna einsöng í mótettu Handels, 'Silete' ásamt Kammersveitinni í Austurbotni undir stjórn Reinhard Goebel, einsöng í verki Esa-Pekka Salonenen, ‘Floof’ ásamt kammersveitinni Avanti! og hlutverk í Peter Grimes eftir Benjamin Britten á sviði Finnsku þjóðaróperunnar. Á meðal náinna samstarfsmanna Lindeberg má nefna hinn heimsþekkta hörpuleikara Andrew Lawrence-King og hörpusveit hans The Harp Consort sem gefur út hjá Harmonia Mundi en ásamt þeim hefur Lindeberg komið fram víða um Evrópu og sungið inn á geisladisk. Lindeberg lauk mastersgráðu í söng frá Síberlíusarakademíunni og naut á námsárum sínum einnig leiðsagnar í túlkun barokktónlistar hjá Paul Hillier og Evelyn Tubb.
Nánar um efnisskrána:
Á meðal þess sem Lindeberg og Kumela flytja á tónleikunum í Mengi er sönglagaflokkurinn "Dwell" eftir Lauri Supponen þar sem byggt er á lútusöngvum endurreisnartónskáldanna Dowland og Boësset en söngvarnir munu einnig verða fluttir í upprunalegri mynd.
"Dwell", sem var saminn sérstaklega fyrir dúettinn Linbederg og Kumela, er hluti af tónlistarverkefninu "Hemma í Norden" þar sem sex norræn tónskáld hafa samið verk sem hverfast á einhvern hátt í kringum stefið Heima. Heima getur vísað í margar áttir, til þess smæsta og afviknasta og um leið víðáttunnar allt um kring. Heima getur verið allt í senn áþreifanlegt og andlegt, hugarástand og samfélag. Heima getur verið minning, ósk, himnaríki og helvíti. Heima er tímabundið ástand og á sama tíma tímalaust. Með verkefninu "Hemma i Norden" vilja listamennirnir hvort tveggja ná utan um þann arf og menningu sem Norðurlandaþjóðir eiga sameiginlega en um leið minna á stóra samhengið, óréttlætið sem þrífst í veröldinni vegna skeytingarleysis og misskiptingar á milli mannanna.
Eitt af tónskáldunum sem semur um þessar mundir verk fyrir "Hemma i Norden" er Haukur Tómasson og verður verk hans frumflutt árið 2018.
Verkefnið "Hemma i Norden" hefur hlotið styrk frá Menningarsjóði Íslands og Finnlands.
http://www.petrikumela.com/
http://www.piccolaaccademia.org/tuuli-lindeberg/
Um flytjendurna:
Petri Kumela er um þessar mundir einn af eftirsóttustu klassísku gítarleikurum Finna. Hann hefur komið fram í öllum heimsálfum, spilað með kammersveitum á borð við Avanti!, Uusinta og Tampere Raw, spilað undir stjórn hljómsveitarstjóra á borð við Ann-Maria Helsing, Juha Kangas, Massimo Lambertini, Hannu Lintu, Ari Rasilainen, Yasuo Shinozaki, Dima Slobodeniouk og John Storgårds og gefið út sjö plötur sem hafa allar hlotið framúrskarandi dóma, verðlaun og tilnefningar. Kumela hefur lagt mikla rækt við flutning samtímatónlistar en fyrir hann hafa fjölmörg tónskáld samið tónsmíðar, má þar nefna Paavo Korpijaakko, Uljas Pulkkis, Minna Leinonen, Paola Livorsi, Joachim F.W. Schneider, Riikka Talvitie, Lotta Wennäkoski og Pehr Henrik Nordgren.
Finnska sópransöngkonan Tuuli Lindeberg hefur lagt sig jöfnum höndum eftir túlkun barrokktónlistar og samtímatónlistar og er afar eftirsótt sem slík. Hún hefur komið fram víðs vegar um Evrópu, sungið í óperum, með kórum, hljómsveitum og kammersveitum en á meðal nýlegra verkefna má nefna einsöng í mótettu Handels, Silete ásamt Kammersveitinni í Austurbotni undir stjórn Reinhard Goebel, einsöng í verki Esa-Pekka Salonenen, ‘Floof’ ásamt kammersveitinni Avanti! og hlutverk í Peter Grimes eftir Benjamin Britten á sviði Finnsku þjóðaróperunnar. Á meðal náinna samstarfsmanna Lindeberg má nefna hinn heimsþekkta hörpuleikara Andrew Lawrence-King og hörpusveit hans The Harp Consort sem gefur út hjá Harmonia Mundi en ásamt þeim hefur Lindeberg hefur komið fram víða um Evrópu og sungið inn á geisladisk. Lindeberg lauk mastersgráðu í söng frá Síberlíusarakademíunni og naut á námsárum sínum einnig leiðsagnar í túlkun barokktónlistar hjá Paul Hillier og Evelyn Tubb.
∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞
A program of contemporary Finnish pieces mixed with songs from the renaissance: Boësset, Dowland, Supponen, Klemola, Börtz, Talvitie.
Performers: Tuuli Lindeberg, soprano & Petri Kumela, guitarist.
Concert starts at 9pm. House opens at 8:30 pm.
Tickets: 2000 isk.
The established Finnish duo of soprano Tuuli Lindeberg and guitarist Petri Kumela bring to Mengi some of the repertoire written especially for them, interlaced with ancient songs that have influenced the new works. As a tribute to the 100th anniversary of Finnish independence, the duo will perform contemporary music by the younger generation of Finnish composers: Lauri Supponen (b. 1988), Sami Klemola (b. 1973) and Riikka Talvitie (b. 1970).
In his brand new song cycle “Dwell”, the up-and-coming Finnish composer Lauri Supponen uses the renaissance songs of Dowland and Boësset as material for his work. The original lute songs will also be heard in the concert. Riikka Talvitie´s songs depict everyday moments from different parts of Helsinki. Millcreek Jive by Sami Klemola places the guitarist in anarchic, lo-fi surroundings with the help of live electronics.
The song cycle by Supponen is part of a project called “Hemma i Norden”, for which Lindeberg and Kumela have commissioned six new pieces from Nordic composers. The theme of the “Hemma i Norden” project is Home. A home can be small and intimate, yet at the same time something vast and boundless. A home may be physical or mental, a state of mind or a community. A home can be a memory, a wish, a safe haven or a hell. A home is always actual, current and yet timeless. With the Hemma i Norden project, the artists wish to celebrate our mutual and safe Nordic roots, but on the other hand remind ourselves of the human tragedies going on globally even today due to indifference and discrimination.
As part of the Hemma i Norden project, Lindeberg and Kumela will premiere a work by the Icelandic composer Haukur Tómasson in 2018.
The artists wish to thank the Icelandic-Finnish Cultural Foundation for financial support.
http://www.petrikumela.com/
http://www.piccolaaccademia.org/tuuli-lindeberg/