Það er alltaf eitthvað: Útgáfuhóf
Þann 29. maí næstkomandi blása höfundar og ritstjórar bókarinnar „Það er alltaf eitthvað“ til heljarinnar útgáfuteitis. Fögnuðurinn fer fram í Mengi og er haldinn í samstarfi við Unu útgáfuhús, sem gefur bókina út.
Viðburðurinn hefst kl 20:00 og boðið verður upp á lifandi tónlist, léttar veigar og framúrstefnulegan upplestur.
Bókin verður að sjálfsögðu til sölu á staðnum og þau sem hafa nýtt sér forsöluna geta einnig nálgast sín eintök þar. Sjáumst í sumarsveiflu!
---
Bókin „Það er alltaf eitthvað“ er safn smásagna eftir tólf höfunda, sem kemur út hjá Unu útgáfuhúsi í maí 2019.
Enn má tryggja sér eintak í forsölu hér: https://www.utgafuhus.is/products/thad-er-alltaf-eitthvad