02sprungur.jpg

Sprungur: Útgáfupartý

Útgáfupartý í tilefni útkomu ljóðabókarinnar Sprungur eftir Jón Örn Loðmfjörð.

Í Mengi föstudagskvöldið 2. júní.

Hefst klukkan 19:30 og stendur fram eftir kvöldi.

Aðgangur ókeypis.

ENGLISH BELOW

Margir segja að Jón Örn Loðmfjörð drekki bara bjór og sofi hjá konum utan af landi alla daga. En það er ekki satt. Hann reykir líka sígarettur og klappar kisunni sinni. Þar að auki gaf hann út sína fjórðu ljóðabók á dögunum, bókina Sprungur sem hefur hlotið einróma lof allra ættingja hans.

Að því tilefni verður haldið partý fyrir hann í Mengi 2.júní.

Þar mun hljómsveitin R.I.P. Eiríkur Orri stíga á stokk en hana skipa Róbert Reynisson, Ingi Garðar Erlendsson, Páll Ivan frá Eiðum og Eiríkur Orri Ólafsson og það er aldrei að vita nema ljóðskáldið sjálft og fleiri góðir gestir taki kannski undir með þeim í nokkrum lögum.

Bókin verður að sjálfsögðu á góðu tilboði eins og bjórinn á barnum og Jón Örn mun árita allar bækur og líkamsparta á meðan birgðir endast.

Verið hjartanlega velkomin.

∞∞∞∞∞∞∞∞

A book launch for Jón Örn Loðmfjörð who just recently released his fourth poetry book, Sprungur.

At Mengi on Friday, June 2nd.

Starts at 7:30pm.

Free admission.

Everybody welcome.

Musicians: Róbert Reynisson, Ingi Garðar Erlendsson, Eiríkur Orri Ólafsson & Páll Ivan frá Eiðum along with Jón Örn Loðmfjörð.

Jón Örn Loðmfjörð (born December 25, 1983, Selfoss) is an Icelandic experimental poet. He is noted for computer-generated poetry, and particularly his 2010 mash-up of the Icelandic government report into the collapse of Iceland's banks in 2008, Gengismunur ('Arbitrage').

Works:

- Brandarablandarar (with Eiríkur Örn Norðdahl), 2008

- Síðasta ljóðabók Sjóns (with Arngrímur Vídalín) 2008

- Usli (with Kristín Svava Tómasdóttir) 2009

- Gengismunur: ljóð úr skýrslu rannsóknarnefndar alþingis, 2010

- Sprungur, 2017