Útgáfuboð Svikaskálda: "Ég er fagnaðarsöngur" -ljóðabók
Þann 19. júní kemur út önnur ljóðabók Svikaskálda; „Ég er fagnaðarsöngur". Höfundar ljóða í bókinni að þessu sinni eru: Þóra Hjörleifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir og Fríða Ísberg. Ritstýra: Steinunn Sigurðardóttir.
Í tilefni útgáfunnar verður útgáfuteiti í Mengi, Óðinsgötu, milli kl 17 og 19.
Þar geta áhugasamir hlustað á lestur úr bókinni, keypt sér eintak eða sótt forpantaðar bækur ferskar úr prentun.
Þangað til minnum við á svikaskald.com þar sem hægt er að tryggja sér eintak.
Við hlökkum til að sjá sem flesta!