Síðustu tónar Shostakovich - Reykjavík Midsummer Music
Síðustu tónar Shostakovich - The Last Tones of Shostakovich
Reykjavík Midsummer Music
(English below)
Þessir lágnættistónleikar í Mengi eru helgaðir síðasta verkinu sem Dmitri Shostakovich festi á blað, víólusónötunni, sem tónskáldið lauk við fáeinum vikum fyrir andlátið. Einn fremsti víóluleikari heims, Maxim Rysanov, leikur með Víkingi Heiðari Ólafssyni. Verkið er sannkallað meistaraverk, býr jafnt yfir harmrænni dýpt og tærum gáska. Það er vel við hæfi að flytja þetta verk frá ævikvöldi tónskáldsins seint um kvöld: Í þriðja kafla sónötunnar bregður fyrir skýrum vísunum í Tunglskinssónötu Ludwigs van Beethoven.
Miðar við dyrnar á 2000 krónur - hátíðarpassi veitir bæði aðgang og forgang (afar takmarkað magn aðgöngumiða):
https://www.harpa.is/.../reykjavik-midsummer-music-2017.../
Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com
____
Listamenn/Artists
Maxim Rysanov, Víkingur Ólafsson
Dagskrá/Programme
Dmitri Shostakovich: Sonata for Viola and Piano
____
This late-night concert in Mengi features the last work Dmitri Shostakovich wrote in his lifetime, the sonata for Viola and Piano, finished just a few weeks before his death. Played by the world's leading viola virtuoso, Maxim Rysanov, with festival director Víkingur Ólafsson, the sonata is a veritable masterpiece, possessing both tragic depth, clarity and playfulness. It is a fitting work for a late-night concert: In the elegiac third movement, Shostakovich makes frequent references to Beethoven’s Moonlight Sonata.
Tickets (2000 isk) at the door, Festival Pass ensures admission.
Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/