13peturben.jpg

Pétur Ben í Mengi

Pétur Ben býður upp á sólótónleika í reykvísku hásumri föstudagskvöldið 21. júlí í Mengi klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 og miða á 2500 krónur er hægt að kaupa við innganginn eða panta í gegnum booking@mengi.net

ENGLISH BELOW

Pétur Ben

hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi um árabil. Hann hefur sent frá sér tvær sólóplötur, Wine For My Weakness sem kom út árið 2007 og vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna ári síðar og God's Lonely Man sem út kom árið 2012. Hann vinnur nú að sinni þriðju sólóplötu ásamt Helga Jónsssyni tónskáldi og básúnuleikara og öðrum músíkölskum sálufélögum.

Á meðal samstarfsmanna Péturs má nefna amiinu, Shahzad Ismaily, Mugison, Kippa kaninus og Emiliönu Torrini, hann hefur samið tónlist við kvikmyndir Ragnars Bragasonar (Börn (2006), Foreldra (2007), Málmhaus (2013)), útsett tónlist Nick Cave og Warren Ellis fyrir sýningu Vesturports á Woyzeck (2015) og samið tónlist fyrir hina rómuðu sjónvarpsþáttaseríu Fangar (2016) svo fátt eitt sé nefnt af tónlistarverkefnum hans. Pétur hefur samið tónlist fyrir kammersveitir og kóra; hann er stjórnandi KÓRUSar sem skipaður er stórum hópi listamanna úr ýmsum áttum sem hefur starfað í Reykjavík um tæplega tveggja ára skeið.

http://www.peturben.com/

∞∞∞∞∞∞

A solo concert with Pétur Ben at Mengi on Friday, July 21st at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets (2500 isk) at the door or through booking@mengi.net

Pétur Ben

is an award winning composer and singer-songwriter hailing from Reykjavik. His album Wine For My Weakness won the Icelandic Music Award for Best Rock album and his recent work for Ragnar Bragason’s Metalhead won the Edda Award for best film score. His music ranges from delicate minimal folk songs to Black Metal. He has written music for chamber ensembles and choirs and is the conductor of KÓRUS the notorious choir/collective of Reykjavik creatives. Working as producer, arranger and guitar player his list of collaborators include Shahzad Ismaily, Nick Cave, Mugison, Amiina and Emiliana Torrini. Pétur is currently working on his next solo album with Helgi Jónsson and other celestial beings.

http://www.peturben.com/